Nýtt stöff

Rosalega getur maður verið latur við þetta. Ef eitthvað merkilegt gerist þá lætur maður sér nægja að pósta því á fésið í tíu orða setningu.
Ekki meira þannig! Blogg er miklu skemmtilegra! Það lifir miklu lengur, það eru myndir, fleiri en ein per færsla og það er hægt að línka beint á það... Og svo birtist allt sem ég blogga líka á fésinu sjálfkrafa, tvær flugur í einu höggi, újé!

Annars er voðalega lítið að frétta þrátt fyrir alla þessa bið. Bíllinn minn er ennþá bilaður eftir að headpakningin fór skömmu eftir að Hrafnkell fæddist og það fer að styttast í að hann verði tveggja ára - Headpakningin var löguð hjá Bíla áttunni fyrir nokkurhundruð þúsund krónur en þeim yfirsást ástæða þess að pakningin fór, svo hún fór aftur og nú er komin ný (notuð) vél í bílinn og ég bíð bara eftir kælivökvaröri. OOOooog svo verð ég að selja hann. :(

Ég er eiginlega dottinn niður í Friends þátt svo ég ætla að birta myndir í staðinn fyrir að röfla áfram:

stridsgella500

Ég er kominn með nýtt teikniforrit sem heitir Manga Studio. Það er osom, en því miður hafði ég bara efni á því að kaupa dæet útgáfuna af því á 50% afslætti. Eina sem böggar mig við dæet útgáfuna er litavalsapparatusinn, en ég er litblindur og þess vegna finnst mér best að vera bara með svona 50 liti merkta með nafni fyrir framan mig, en dæet forritið býður bara upp á svona litahringi og þess háttar hardcore apparöt þar sem litirnir skipta þúsundum og engin leið fyrir litblindan leikmann að þekkja þá í sundur, og það er enginn eyedropper heldur, svo ef ég vel lit af handahófi úr hringnum og þarf að nota hann aftur seinna, þá verð ég að gjöra svo vel að giska. Pró útgáfan kemur með svona litapallettu eins og ég vil, en hún kostar líka fjörtíuþúsundkall gjössovel! Engu að síður er ég að hita upp í þessu forriti svo ég geti farið að byrja á Púkalandi aftur þegar tími gefst.... Aaah, ég missti af svona hálfum Friends þætti við að skrifa þetta. :/

Fleiri myndir!

thumb_5009512325_b30aea1b9b_z

Ok, ok, þetta er orðin dálítil klisja. Það eru allir byjaðir að taka svona steinaflæðamálsmyndir þannig að ég þarf að fara að finna mér eitthvað annað spennandi myndefni...

thumb_5009511151_b5ec005124_z

Ah! Dropamyndir! Maður þarf ekki einu sinni að hætta sér út úr húsi til þess að taka þær... Og það er kannski þess vegna sem allir eru að taka þær og orðnir leiðir á þeim... Eitthvað fleira?

thumb_5009512143_410612046a_z

Arkítektúraljósmyndun! Újé! Hún er búin að vera til og vinsæl síðan myndavélin var fundin upp, en það er bara endalaust úrval af myndefni og jafnvel þó sumar byggingar séu vinsælli en aðrar, eins og til að mynda þessi skýjakljúfur sem stendur við Hamborgarafabrikkuna, þá er ansi ólíklegt að tvær myndir verði eins. Tökum annað dæmi um vinsælt mannvirki til ljósmyndunar:

thumb_5036120755_5afe2e92c8_z

Daddaaah!! Perlan! Ég þykist nokkuð viss um að nokkur hafi tekið svipaða mynd af Perlunni, en hvað veit ég? :Þ

Að lokum langar mig að benda á hrekk sem ég setti upp og bjóst við svaka fútti, en ekkert gerðist. Ég klónaði DV.is fréttasíðu og breytti fréttinni í eitthvað öfgasull gjössovel: Smella hér!

p.s. upprunalega fréttin var um svarta stuttermaboli, ekki svartar búrkur.
0 Comments