Ég ákvað að setja inn þessa undirsíðu til að aðstoða þá sem vilja kommenta við að skrá sig inn með Facebook, en ég bjó til app á Facebook sem gerir slíkt mögulegt. :)

Það fyrsta sem þið þurfið að gera er að smella á "From" hnappinn framan við nafnareitinn.
stacks_image_64F89ED6-336F-4FDA-B509-CD1F4408A316
Þá kemur upp svona listi með ýmsum þjónustum sem hægt er að nota til að logga sig inn. Þið getið notað hvað sem er af þessum þjónustum, t.d. eru margir með Blogger auðkenni, Haloscan eða Twitter. En langflestir held ég að séu með Facebook síðu. Til að logga sig inn með Facebook skal smella á efsta reitinn í listanum (blár á myndinni fyrir ofan) og þá kemur upp gluggi:
stacks_image_ED8F1CE7-EAFA-4CC6-860F-43E0181C3551
Þarna er appið mitt, "Óhappabloggið - Comment" og ég lofa að ég skrifaði engan spyware í þetta eða nokkuð slíkt!
Næsta skref er svo bara að smella á bláa "Tengjast" hnappinn þarna neðst og POW!! Þið eru tengd þannig að prófílmyndin ykkar kemur upp við hliðina á athugasemdunum ykkar og þið ættuð að fá tilkynningar um svör þegar þau berast.
-Athugið að tengingarferlið gæti tekið smá stund í fyrsta skiptið sem þetta er gert, en þetta man síðan eftir þér framvegis. :)

Athugið að einnig er hægt að fá tilkynninga um svör með tölvupósti eða RSS án þess að þurfa að skrá ykkur eitt eða neitt með því að smella á "Follow" hnappinn undir reitnum sem athugasemdin er rituð í:
stacks_image_3E25BF4E-D739-4949-BF90-CC834D61A0B0
Hakið svo við "Email notification" ef þið viljið fá tilkynningu í tölvupósti eða smellið á appelsínugula RSS hnappinn ef þið viljið sjá svörin þannig.

Góða kommentun! ;)