Það er mikið af bulli og vitleysu um iguana eðlur þarna úti og hér á eftir fylgir lítið brot þess rugls sem margir hafa trúað um iguana eðlur og haldið fram á netinu. Til þess að einfalda lesninguna enn frekar er svarið við öllum spurningunum hér að neðan "NEI!!".


Er viðbætt D3 vítamín í fæðu hollt fyrir iguana eðlur?

Nýlega hefur komið í ljós að iguana eðlur geta ekki nýtt D3 vítamín úr fæðunni og er það því með öllu gagnslaust eðlunni og halda margir fræðimenn því fram að það sé jafnvel skaðlegt fyrir eðluna. Þess vegna er best að lesa vel innihaldslýsinguna á öllu því sem þú kaupir til þess að setja í matinn hjá eðlunni og passa að það innihaldi ekki viðbætt D3 vítamín. D3 vítamínið fá eðlurnar úr sólinni (eða UVB perunni/unum í búrinu sínu) og nota það til að vinna kalk úr fæðunni). Eina leiðin til þess að iguana eðla fái D3 vítamín er því að liggja í sólbaði. - Það er í lagi að eðlan fái D3 vítamín í litlu magni (svo sem viðbættum í skriðdýravítamínum út á matinn), en varast skal ofskömmtun þar sem framleiðendur skriðdýravara eiga það til að setja D3 út í allar sínar vörur, svo ef þú ert að gefa eðlunni vítamín út á matinn sem inniheldur D3, og svo ef til vill skriðdýrakalk sem einnig inniheldur D3, þá ertu komin/nn yfir mörkin.


Éta iguana eðlur bara kál?

Ein af algengustu ranghugmyndunum um iguana eðlur er sú að þar sem þær eru grænmetisætur halda margir að fóðra þær bara á káli einu saman dugi. En flestar káltegundir innihalda ekki næg næringarefni (en það er í lagi að gefa þeim það sjaldan). Einnig halda margir að eðlurnar éti bara það sem er hollt fyrir þær, en staðreyndin er sú að þær éta allt sem að kjafti kemur. Jafnvel þótt þeim finnist það bragðast viðbjóðslega. Ef tungan á þeim snertir eitthvað sem kemst upp í þær, munu þær líklega éta það óvart þar sem tungan festist við það og rífur það með sér upp í munninn aftur.


Borða iguana eðlur kjöt, hunda- og katta mat og skordýr?

Þær gera það ef þær komast í þetta, en allt þetta inniheldur dýraprótein sem veldur slæmum líffæraskaða sem á löngum tíma mun draga eðluna til dauða. Það er mjög mikilvægt að skoða vel innihaldslýsinguna á öllu matarkyns sem þú kaupir fyrir eðluna og passa að það innihaldi engar dýraafurðir (ekki kjöt, fisk, fuglakjöt, egg, mjólk o.s.frv.). Helst ekki kaupa tilbúinn eðlumat, ég hef alla vega ekki enn fundið tilbúið skriðdýrafóður sem inniheldur ekki eitthvern viðbjóð sem að drepur iguana eðlur... Þrátt fyrir að á mörgum dollunum standi að þetta sé sérstaklega fyrir iguana... Farðu varlega!


Komast iguana eðlur vel af án vatns?

Það eru ótrúlega margir sem að halda að þar sem iguana eðlur eru eðlur, séu þær líka eyðimerkurdýr og þurfi því sama og ekkert vatn. Þetta er rangt, mjög rangt og aðaldánarorsök iguanaeðla í manna höndum er ofþurrkur. Þær þurfa að hafa fulla skál af hreinu vatni hjá sér allan daginn (ég mæli persónulega með litlum gosbrunni). Að auki þarf rakastigið inni í búrinu helst að vera um 75%, ef það er ekki hægt eitthverra hluta vegna, þá þarf að úða eðluna með hreinu vatni úr hreinum blómaúðara (sem ekki hefur verið notaður með áburði eða öðru aukadóti) nokkrum sinnum á dag og helst baða eðluna daglega. Loks er best að forðast að gefa eðlunni hvers konar þurrfóður, það er ekki að hjálpa við að halda henni vatnsnærðri og þetta inniheldur hvort sem er meira og minna allt saman eitthvað sem að er baneitrað fyrir iguana eðlur.


Verða iguana eðlur að éta möl til þess að melta mat?

Nei, og það getur reynst banvænt ef þær éta slíkt. Ennfremur skaltu EKKI nota neitt lauslegt (sand, smágerðan börk, sag....) í botn eðlubúrsins sem eðlan kemur upp í sig. Jafnvel þótt eðlan borði þetta ekki eitt og sér gæti eitt og eitt stykki komist upp í hana og valdið líffæraskaða (gætu líka safnast saman inni í eðlunni með hryllilegum afleiðingum).


Vaxa eðlurnar í hlutfalli við stærð búrsins

Margir halda að ef maður hefur eðluna í smáu búri, þá verði þær smáar alla ævi. En sannleikurinn er sá að heilbrygð eðla getur orðið vel yfir tvo metrana að lengd óháð því hversu stórt búrið er ef rétt er um hana hugsað og hún lifir hraust og ánægð.


Eru hitasteinar góð leið til þess að halda hita á eðlunni?

Svona steinar eru virkiklega skaðlegir. Iguana eðlur skynja hita öðruvísi en við, hjá þeim er hiti = gott, en þessir steinar hitna allir of mikið og eðlan mun ekki fatta að hún er að skaðbrenna á maganum.


Er það rétt að iguana eðlur þurfi engan sérstakan ljósabúnað?

Iguana eðlur verða að hafa UV ljós. Vanti slíkt ljós verður eðlan alvarlega veik og deyr á endanum.


Er hægt að hafa iguana eðlur í 40 lítra búri?

Það ætti aldrei að geyma iguana eðlur í svo smáu búri. Jafnvel ungarnir þurfa meira pláss. Þetta er fyrst og fremst vegna þess að búr af þessari stærð (og smærri) geta ekki boðið upp á mismunandi hita á mismunandi stöðum. 200 lítra búr er lágmark og best er að fá eitthvað stærra þar sem eðlan mun stækka upp úr slíku innan fárra mánaða. Gott eðlubúr býður m.a. upp á þrjú mismunandi hitastig sem eðlan getur flakkað á milli eftir hentugleika.


Eru iguana eðlur viðhaldslítil gæludýr?

Sumir gætu sagt það sem hafa átt eina slíka í langan tíma og eru vanir. En ef þú ætlar að gera allt rétt, þá er þetta mikil fyrirhöfn. Búrið verður fljótt skítugt, eðluna þarf að baða, fylgjast þarf stöðugt með lit hennar og ástandi, hitinn og rakinn verður að vera réttur..... Að auki geta karldýrin farið á fengitímabil og orðið ólýsanlega árásargjörn, þá er ekki eins auðvelt að gera alla þessa hluti og það kanski hljómar.


Er rétt að iguana eðlur þurfi ekki að fara til dýralæknis?

Iguana eðlur þurfa að fara til dýralæknis eins og flestöll önnur gæludýr. Hvort sem um er að ræða veika eðlu eða bara tjékk til þess að athuga hvort eðlan sé ekki hraust og sé ekki að fá nóg vítamín og kalk o.fl.


Munu "Dverg iguana" ekki verða eins stórar og hinar hefðbundnu?

Það er ekkert til neitt sem heitir "Dverg iguana"! Iguana verða óumflýgjanlega verulega stórar. Ef þú keyptir "Dverg iguana" þá var svindlað á þér. Ef eðlan stækkar ekki, þá er eitthvað að og ætti að leita til dýralæknis sem fyrst.


Eru iguana eðlur góð gæludýr handa börnum?

Þar sem það er svo flókið að annast iguana eðlur eru þær ekki hentugar fyrir flest börn. Sum börn geta jú verið nógu samviskusöm til þess að annast eðluna, en oftast endar þetta þannig að börnin hætta að nenna þessu og þetta lendir á foreldrunum, eðlan seld eða einfaldlega deyr. (Einnig, eftir að hafa séð tánings karleðlu í ham þá held ég að þetta sé ekkert svo snyðugt handa yngri kynslóðinni).


Eru iguana eðlur heimskar?

Margir halda að iguana eðlur sé heimsk dýr. En í raun eru þær frekar gáfaðar með tilliti til heilastærðar. Hægt er að kenna þeim að kúka bara á einn stað (stórar geta lært að nota heimilisklósettið), stórar eðlur geta opnað hurðar, þær geta lært brellur og jafnvel ratað heim þegar þær týnast. Þetta er aðeins brot þess sem eðlurnar geta lært og gefur í skyn að þær eru alls ekki svo heimskar.


Er það rétt að iguana eðlur hafi engan persónuleika?

Allar iguana eðlur eru einstakar og mismunandi á sinn hátt. Sumar eru mjög mannblendnar og flestar eðlur bregðast mismunandi við nærveru eigenda sinna. Um leið og einhver fær sér slíka mun honum fljótlega verða ljóst að þær eru fullbúnar sterkum persónuleika.