Það er margt sem þarf að vita áður en maður fær sér eðlu. Iguana eðlur þurfa nánast jafmikla umönnun og athygli og mannsbarn. En að auki þarf mun meiri kunnáttu til þess að annast eðlur þar sem þetta er ekki í eðli okkar eins og að annarst börn.
Eðlur eru okkur flestum mjög ókunnugar og þetta eru torskilin dýr til að byrja með. Hér á eftir fylgir listi með svona grunnatriðunum sem best er að vita áður en maður fær sér eðlu:

-Regla númer eitt, tvö og þrjú: EKKI reyna að aga eðlurnar með því að slá þær, hrista þær, gefa þeim selbit eða öskra á þær. Þær skilja þetta sem árás og er líklegt að þær svari áreitinu með samsvarandi hætti (klóra, bíta, slá með halanum). Og líklegt er að þær líti á þig framvegis sem óvin og verður erfitt að vinna traustið aftur. Margar eðlur verða mjög stórar og þá er ekki sniðugt að þær séu með minninguna um þig að lemja sig efst í huga. ;)

-Gerið alltaf ráð fyrir því að eðlan sé sýkt af salmonellu og umgangist hana eftir því. Þvoið ykkur um hendurnar í hvert sinn sem þið hafið snert eðluna eða nokkuð annað sem hún hefur verið að atast í. Einnig ber að hafa í huga að fólk með veikt ónæmiskerfi er berskjaldað gegn salmonellunni, það gildir um ung börn og gamalmenni ásamt þeim sem hafa gallað ónæmiskerfi að öðrum ástæðum. Algengasta smitleiðin er þegar eigandi snertir eðluna eða búrið, fær saur á hendurnar og fer svo með hendurnar í andlitið eða fer að elda eða borða (börn sérstaklega í hættu hér).
Sjá nánar um salmonellu hérna.

salmonella.
Ein 2000 tegunda salmonelluveirunnar sem finnast í heiminum (þó ekki allar í skriðdýrum)

-Iguana eðlur þurfa svokallað UVB ljós til þess að halda sér á lífi. Þær nota ljósið til þess að vina D3 vítamín sem þær síðar nota til þess að vinna kalk úr fæðunni. Ef þær hafa ekki nógu sterkt/ekkert UVB ljós, eða UVB ljósið er ekki nógu nálægt, þá fá þær ekkert kalk og þá byrja beinin að "mygla" (Metabolic Bone Disease eða MBD). MBD er hægt að stöðva með því að gefa eðlunni kalksprautu og setja nógu sterkt UVB ljós inn til hennar nógu nálægt henni, en skemmdirnar sem sjúkdómurinn hefur þá þegar valdið eru óafturkallanlegar (brotin bein sem gróa snúin saman, eða lömun). Ef ekkert er að gert, deyr eðlan. Besta UVB ljósið sem ég veit um og fæst hér á klakanum heitir Repti-Glo 8.0 og fæst í Fiskó. Það gefur frá sér mikla geisla (hollir fyrir eðlurnar) og hefur góðan líftíma. En nokkuð þarf að hafa í huga: Ljósið þarf að vera INNI í búrinu, og má ekki vera of langt frá eðlunni (30 cm er algert hámark... helst hafa hana nær), en ekki svo nærri eðlunni að hún geti farið að djöflast í perunni og brennt sig eða brotið hana og skorið sig.

Nóg af UVB ljósum.
Oft er jafnvel gott að hafa tvö UVB ljós á mismunandi stöðum svo eðlan fái nú örugglega nóg af geislum.

-EKKI gefa iguana eðlunum kjöt!! Þær éta, það... þem finnst það gott... svo fara líffæri að gefa sig og eðlan deyr hægum og kvalarfullum dauðdaga. Þetta getur tekið allt frá einu ári og upp í átta ár! Best er að gefa þeim mangó (maukað), butternut grasker, nípu, hnoðkál eða papaya daglega, svo má gefa þeim ýmislegt inn á milli til að brjóta upp hefðina, svo sem banana eða kál eða jafnvel soðin hrísgjón.

alfaalfa.túnfífilslauf.grænar baunir.Mangó.Papaya.
Alfa Alfa spírur, túnfífilslauf (ekki af eitruðu túni!!), grænar baunir (ekki niðursoðnar!), mangó og papaya eru meðal þess sem mælt er með að iguana eðlum sé gefið daglega... flest annað er of næringarsnautt.

-Aðal dánarorsök iguana eðla er ofþurrkur. Þær þurfa að hafa hreint vatn hjá sér sem skipt er um daglega. Svo þarf rakastigið í búrinu að vera um 65 - 75%. Ef ekki er unnt að hafa rakastigið nógu hátt hjá eðlunni, er hægt að halda henni rakri með því að setja hana í bað daglega og úða yfir hana úr blómaúðara nokkrum sinnum á dag (passa að hann hafi ekki verið notaður með áburði eða eitri áður, best að kaupa nýjan spes fyrir eðluna).

Rakatæki.
Ein leiðin til þess að ná rakastiginu upp. (rakatæki tengt við þurrkaraleiðslu sem liggur í búrið ætti að ná rakanum upp um ca. 20%)

-Þegar eðlan er valin, þá er best að velja sér eðlu sem virðist vera hraust. Það gæti þýtt að eðlan sé styggari en hinar eðlurnar, en oft lendir fólk í því að velja "gæfustu" eðlurnar sem reynast svo ekkert vera gæfar, heldur máttvana vegna vanhirðu hjá fyrrum eiganda eða í dýrabúðinni. Einnig skal athuga húðina og reyna að sjá hvort það séu nokkur sníkjudýr eða aðrir hvillar að hrjá eðluna. (ef þið sjáið eitthvað slíkt er best að láta þáverandi eiganda vita, því annars gæti eðlan dáið). Gott er að athuga hvort hún skjálfi nokkuð sé haldið á henni og hvort snoppan sé orðin mjúk, þetta eru merki um MBD sjúkdóminn alræmda (ekki smitandi), og eðlan er þá greinilega ekki hraust.

Hress.
Þessi virkar ágætlega sprækur. ;)

Að lokum vil ég benda á að það er sjaldan góð hugmynd að eiga fleiri en eina iguana eðlu nema þær séu þá í sitt hvoru búrinu (sem hvort um sig þarf að vera gífurlega stórt, eða um fjórir metrar á lengd, einn á dýpt og tæpir tveir á hæðina). Iguana eðlurnar eru nefnilega mjög passasamar upp á "sitt svæði" og geta slegist hefitarlega um yfirráð ef svæðið er af skornum skammti og oft endar það með því að önnur eða báðar eðlurnar deyja af sárum sínum. Þá skiptir nánast engu máli hvort eðlurnar séu tvö kvendýr, karldýr og kvendýr eða tvö karldýr. Oft virðist sem allt sé í góðu á milli tveggja iguana eðla saman í búri í allt að þrjá mánuði, svo kanski einn daginn kemur eigandinn heim og þá er önnur eðlan dáin og hin alvarlega særð eftir hörð slagsmál. En jafnvel þótt eðlurnar sláist ekki (sem þær sennilega munu gera á endanum) þá mun ein þeirra verða sú ráðandi og mun halda hinni frá vatns- og matardöllunum og halda henni stressaðri og óöruggri öllum stundum. Eðlan sem ekki er ráðandi getur misst viljan til að lifa og hætt að borða, eða einfaldlega soltið í hel. Þannig að ekki fá þér fleiri en eina eðlu nema þú sést tilbúin/n til þess að eyða vel yfir 200.000 krónum í tvö stór búr (eða fleiri), eða sést tilbúin/n að fórna einu meðalstóru herbergi í íbúðinni undir þær.