Mar 2007
Iguana karldýr lifir heilbrygðu kynlífi eftir að hafa misst getnaðarlim!
Iguana eðlan Mozart lifir nú heilbrigðu kynlífí á ný eftir að hafa misst getnaðarlim um helgina.

Dýralæknar fjarlægðu liminn vegna þess að Mozart þjáðist af varanlegri "reisn" sem að var farin að ógna heilsuhreysti hans.
Talsmaður Aquatopia dýragarðsins í Belgíu sagði: "Þetta var slæmt fyrir hjartað í honum, en þar sem iguana karldýrin hafa tvo getnaðarlimi mun framistaða Mozarts "í rúminu" ekki bíða hnekki af þessu tapi."

"Hann var settur aftur til vina sinna og kom strax í ljós að aðgerðin hafði engin áhrif á kynlífið hjá honum."

Tekið af Ananova fréttasíðunni.

-Iguana karldýrin hafa tvo limi til þess að auðvelda mökunina, sama hvernig taki þeir hafa náð á kvendýrinu... Ekki amalegt það! :P
|
Hrekkjavökueðlur!
Á gramsi mínu á netinu rakst ég á myndir af eðlum í hrekkjavökubúningum og ákvað ég að birta þessar skondnu myndir hérna:

Rokkari:
rockstar

Batman:
twebat

Annar Batman:
batdad

Skratti:
devil

Önnur mynd af skratta:
grge_devil

Hippi:
hippie

Og að lokum, pattaraleg norn:
witch
|
"Intel Inside" an Iguana
Ég rakst á þessa furðulegu frétt um daginn og ákvað að birta hana hér, en hún er síðan í júní 2002:

Samkvæmt [H]ard|OCP hefur iguana gleypt Intel Pentium 4 Northwood örgjörva. Það er í lagi með eðluna og var örgjörvinn fjarlægður úr maga hennar með skurðaðgerð.

Örgjörvinn var heil 2.4 GHz ( gígarið ) og því hefur þetta verið dágóður missir á sínum tíma, en það er fyrir öllu að eðlan slapp ómeidd og ætla ég að nota mér þetta tækifæri til þess að minna iguanaeigendur á að passa upp á að smáir hlutir liggi ekki þar sem eðlan mun ná í þá, því þá mun hún mjög líklega éta þá... Jafnvel þótt hún kæri sig ekkert um það.

sams konar örgjörvi og eðlan gleypti

Fréttina má svo lesa á frummálinu HÉRNA.
|
Hér koma til með að birtast fréttir o.fl.
Á þessari síðu koma til með að birtast fréttir og annað tengt iguana eðlum hérlendis og víðar ásamt tilkynningum um breytingar á síðunni svo sem viðbætur og nýjar upplýsingar og uppgötvanir.

Ég hef ákveðið að hafa hérna athugasemdakerfi svo lesendur geti sagt skoðanir sínar og rætt um viðkomandi frétt hverju sinni, en til að ræða skriðdýr og annað varðandi skriðdýraeign bendi ég notendum á Eðluspjallið.
|