Iguana karldýr lifir heilbrygðu kynlífi eftir að hafa misst getnaðarlim!
Iguana eðlan Mozart lifir nú heilbrigðu kynlífí á ný eftir að hafa misst getnaðarlim um helgina.

Dýralæknar fjarlægðu liminn vegna þess að Mozart þjáðist af varanlegri "reisn" sem að var farin að ógna heilsuhreysti hans.
Talsmaður Aquatopia dýragarðsins í Belgíu sagði: "Þetta var slæmt fyrir hjartað í honum, en þar sem iguana karldýrin hafa tvo getnaðarlimi mun framistaða Mozarts "í rúminu" ekki bíða hnekki af þessu tapi."

"Hann var settur aftur til vina sinna og kom strax í ljós að aðgerðin hafði engin áhrif á kynlífið hjá honum."

Tekið af Ananova fréttasíðunni.

-Iguana karldýrin hafa tvo limi til þess að auðvelda mökunina, sama hvernig taki þeir hafa náð á kvendýrinu... Ekki amalegt það! :P
|