Það getur ýmislegt komið upp á hjá eðlunni, svo sem að halinn detti af, eðlan slasist við fall eða nögl rifni úr o.fl. Þá getur margborgað sig að vera með rétta útbúnaðinn við hendina og hér á eftir verða taldir upp ýmsir hlutir sem gott er að setja í kassa og hafa nálægt eðlubúrinu.

Betadine.

Betadine er joðáburður sem að fæst meðal annars í Lyfju. Það inniheldur 10% stirkleika, sem samsvarar 1% joði. Betadine gæti einnig fengist hjá dýralæknum, þá með 5% styrrkleika sem samsvarar þá 0,5% joði. Þú getur notað hvort heldur sem þú vilt.
Nánar er fjallað um lyfið á heimasíðu lyfju Hérna.

Hvernig nota ég Betadine?

Betadine er notað óblandað til að hreinsa rispur, smáa skurði og brunasár. Það má nota einu sinni til tvisvar á dag þar til sárið er gróið. Þú getur úðað því á sárið, látið það drjúpa á sárið eða skolað sárið með því.

Erlendis mæla læknar oft með Betadinebaði, en þá er baðkarið fyllt af 26-27°C heitu vatni og Betadine sett í vatnið þar til það verður svipað að lit og te. Svo er eðlan sett ofan í vatnið þar til það kólnar. Þú getur prófað að hafa samband við dýralækni ef þú vilt vita meira.


Fúkalyf / Sýklalyf - í áburðarformi.

Sem dæmi um tegundir fúkalyfjasmyrsla má mefna Neosporin og Bacitracin, sem bæði eru jarðolíubyggð. Þetta er eins konar jarðolíuhlaup blandað sýkladrepandi efnum. Það þarf oftast lyfseðla til þess að hafa aðgang af þessum lyfjum, svo hér gæti þurft að leita ráða hjá dýralækni um staðgengil.

Hvernig nota ég Fúkkalyfjasmyrsl?.

Þegar eðlan þín hefur hlotið minniháttar sár, eins og rispu eða að bláendi halanns hafi dottið af, þá skaltu hreinsa það með Betadíni. Gaktu svo úr skugga um að hætt sé að blæða og smurðu svo áburðinum á sárið. Notaðu það ósparlega þar sem mikill hluti þess mun nuddast burt þegar eðlan flakkar um búrið sitt. Sárið skal skolað á hverjum degi og smyrslið borið aftur á, en þó ekki lengur en í svona viku. Fúkkalyfjasmyrslið virkar líka vel fyrir eigendur eðlanna ef eðlan hefur bitið eða klórað þá... Þá er jafnframt mikilvægt að nota það ekki lengur en í viku þar sem exem gæti komið upp við ofnotgun.


Nolvasan (eða annað sótthreinsiefni).

Nolvasan er tegund af sótthreinsiefni, en ég veit ekki til þess að það fáist hér á landi. Mælt er með því vegna þess að það inniheldur lítið af eiturefnum og því öruggara í kring um eðlurnar heldur en t.d. bleikiefni. Það sem ég hef heyrt að flestir dýralæknar hérlendis noti í staðinn er Virkon, en það er mjög sterkt og þarf því að blanda rétt.

Hvernig nota ég sótthreinsiefnið?

Fullvissaðu þig um að fylgja vel leiðbeiningunum á umbúðunum. Flest svona sótthreinsiefni þarf að blanda við vatn og þá fer styrrkleiki blöndunar eftir því í hvað maður ætlar að nota lausnina. Notaðu sótthreinsiefnið til þess að þrífa búrið, hluti í búrinu og baðkarið (eftir að eðlan hefur verið í því eða hlutir verið þvegnir þar). Þegar þú hefur blandað rétta lausn af efninu skaltu úða því yfir svæðið sem þú ætlar að sótthreinsa og láta það liggja í nokkrar mínútur (mismunandi eftir tegundum efna, en 10 mín ættu að duga) og skolaðu það svo vel í burtu. Hafðu hugfast að margar þessara lausna geta verið mjög ertandi ef það berst á húð eða í augu.


Sleypiefni.

Jarðolía er gott sleypiefni (ætti að fást í öllum apótekum) sem gæti hjálpað eðlunni við að fara úr ham ef upp koma vandræði í ferlinu. Jarðolían er glær, lyktarlaus olía. Einnig má nota Aloa Vera gel sem fæst víða, en mörgum þykir snyðugra að eiga plöntuna og brjóta af henni og kreysta úr henni eftir þörfum. Ekki ætti að reynast erfitt að finna plöntuna og ef þú sér eina slíka t.d. á stigagangi eða í gluggakistu vinar þíns, spurðu þá eigandann hvort þú megir fá anga af plöntunni. Ef þú setur angann í mold og vökvar mun hann verða sjálfstæð planta. Einnig er mælt með Glýceróli, en það virðist vera lyfseðilsskylt hér á landi eitthverra hluta vegna, en það er mjög svipað hinum kostunum tveimur.

Hvernig nota ég sleypiefni?

Þetta má nota til ýmissa hluta. Ef eðlan þín þjáist af hægðartregðu geturðu fengið nálarlausa sprautu og sprautað jarðolíu upp í hana til að losa um, en ekki gefa of mikið, því þá er hætta á niðurgangi.

Til þess að eðlur geti almennilega farið úr ham, þurfa þær mikinn loftraka. Stundum gerist það að upp koma vandræði við hamskiptin og hamurinn nái ekki að losna frá almennilega. Með því að bera eitthvað af ofantöldum sleypiefnum á vandræðasvæðið getur hjálpað til við að losa haminn. Þú þarft ekki að nota þetta á ham sem að er ekki tilbúinn til að losna ennþá, heldur aðeins á ham sem að hefur verið óvenju lengi á eðlunni og virðist hvergi ætla að fara. Berðu þá sleypiefnið á fasta haminn og nuddaðu því vel á. Einnig er mælt með að eðlan sé sett í bað daglega í þessum tilfellum.


Eyrnapinnar.

Eyrnapinnana ættu flestir að þekkja. Þetta eru plaststönglar með bómullarhnoðrum á öðrum eða báðum endunum. Þeir fást í öllum apótekum og einnig í fjölmörgum matvöruverslunum.

Hvernig nota ég eyrnapinna?

-Ég vona að þú sést að spurja um notgunina varðandi eðluna. Eyrnapinnarnir eru mjög snyðugir til þess að bera blóðstorknunarkrem á minni sár. En einnig er hægt að bleyta þá upp með sýklalyfjum og öðrum sótthreinsandi efnum til þess að bera á sár.


Flísatangir.

Þetta eru tangir sem, eins og nafnið gefur til kynna, eru notaðar yfirleitt til þess að fjarlægja flísar úr húðinni og þær fást í öllum apótekum.

Hvernig nota ég flísatangir?

Þú getur notað flísatangirnar til þess að losa um ham sem vill ekki losna, eða til þess að færa til sáraumbúðir á eðlunni ef þú vilt ekki nota fingurna.


Skæri.

Þetta verkfæri þekkja allir og þau fást nánast alls staðar. Munið samt að sótthreinsa skærin og nota þau aðeins fyrir eðluna.

Til hvers nota ég skæri?

Þau eru nothæf til þess að klippa sáraumbúðir og límbönd.


Pappalímband.

Ef þú notar venjulegt límband til þess að festa sáraumbúðir á eðluna þína skapast hætta á því að hreistrið hennar skemmist þegar límið er fjarlægt. Pappalímband er búið til úr þunnu lagi af papírstrefjum og hafa milt límundirlag. Þessi eru notuð á sjúklinga með viðkvæma húð svo sem börn og sykursjúka og eru því hentugri en hið hefðbundna límband fyrir eðluna þína. Þessi límbönd fást í öllum apótekum.

Til hvers þarf ég pappalímband.

Ef eðlan þín hefur slasast og þarf að hafa sáraumbúðir festar á sér, þá notarðu svona pappalím. Þú getur svo notað sterkara lím yfir pappalíminu til þess að styrkja festingarnar, svo lengi sem að sterkara límið snertir ekki eðluna sjálfa.


Venjulegt sjúkralím.

Þetta er þetta hefðbundna límband sem notað er til að halda sáraumbúðum á sínum stað á flestu fólki.

Til hvers nota ég venjulegt sjúkralím.

Yfirleitt er þetta notað yfir pappalímbandið til þess að styrkja festingar þess, en venjulega sjúkralímið má ekki snerta eðluna sjálfa. Oftast er þetta notað þegar umbúðirnar ná allan hringinn um vissan hluta eðlunnar, t.d. fótinn eða eina tána.


Sjálflímandi sjúkralím.

Sjálflímandi sjúkralímið límist bara við sjálft sig, en ekki við húð eða hreystur. Þetta fæst bæði í apótekum og hjá dýralæknum.

Til hvers nota ég sjálflímandi sjúkralím?

Í hvert skipti sem þú þarft að setja sjúkraumbúðir á eðluna þína geturðu notað svona lím. Þetta er sérstaklega sniðugt til að festa grisjur, þar sem þetta skemmir ekki hreistrið þegar það er fjarlægt. Ef þú vilt tryggja gott grip, geturðu notað venjulegt sjúkralím utan yfir þetta lím.


Grisjur.

Hægt er að kaupa grisjur, bæði venjulegar og sótthreinsaðar, í öllum apótekum. Hægt er að fá mismunandi stærðir og mismunandi efnivið.

Til hvers nota ég grisjur?.

Þær eru límdar yfir sár, oftast eru sótthreinsaðar grisjur notaðar yfir opin sár og önnur svæði þar sem hreinlætið skiptir sérstaklega miklu máli. Venjulegar grisjur eru notaðar til þess að þurrka t.d. betadín sem fer til spillis þegar sár er hreinsað.


Storkuefni.

Storkuefni er notað á t.d. skurði sem hljótast af rakstri og er þá í púðurformi, ég hef ekki fundið svona púður hérlendis ennþá, en þekktasta gerðin kallast Kwik-Stop.
Til hvers nota ég storkuefni?

Þetta er notað á smærri sár, svo sem ef að tánögl rifnar af eða er kliptt of nálægt, svo það blæðir. Storkupúðrinu er þá stráð yfir sárið eða þá að eyrnapinni er bleyttur með vatni (EKKI MUNNVATNI!) og svo dýpt ofan í púðrið og svo borinn á sárið.
Eftir að blæðingin hefur stöðvast er púðrið skolað af (oftast eftir svona tíu mínútur). Hægt er að nota vatn eða betadín til að skola sárið áður en fúkkalyfjasmirsl er borið á.


Stækkunargler.

Þessi gler er hægt að fá hér og þar og í ýmsum stærðum og styrrkleikum.

Til hvers þarf ég stækkunargler?

Þú notar það til þess að skoða hreistur eðlunnar vandlega til þess að athuga hvort nokkuð finnist á henni sníkjudýr. Best er að gera þetta undir björtu ljósi. Gerðu þetta reglulega, svo þú þekkir heilbrigt hreistur frá óheilbrigðu.


Lítið vasaljós.

Hægt er að fá lítil vasaljós á flestum bensínstöðum og víðar. Þetta eru oftast sterk LED ljós sem að eiga að fara á lykklakippur, en einnig er hægt að fá smærri vasaljós hér og þar og hafa þau þann kost að ekki þarf að kreista þau í sífellu til þess að halda ljósinu logandi.

Til hvers þarf ég lítið vasaljós?

Það er snyðugt að nota svona ljós til þess að lýsa á ákveðið svæði á eðlunni sem þú vilt skoða betur. Þau eru líka snyðug ef þú ákveður að klippa neglurnar á eðlunni í dimmu herbergi, þar sem syfjaðar eðlur eru oft mun samvinnuþýðari en þær sem eru glaðvakandi.


Naglaklippur.

Flestir nota reyndar lítil naglaskæri, þar sem flestar naglaklippur mylja neglur eðlunnar í stað þess að klippa þær, en þú getur prófað þig áfram og séð hvað hentar best. Einnig er gott að hafa naglaþjöl við hendina.

Til hvers þarf ég naglaklippur?

Þú notar naglaklippurnar til þess að klippa neglur eðlunnar. Passaðu þig að klippa fyrir neðan kvikuna, helst bara bláoddinn af, því æðar og taugar liggja mjög langt út í neglur eðlunnar og því auðvelt að klippa þar í sundur. Eðlan mun þá bregðast illa við og þú munt þurfa að sinna sárinu.


Latexhanskar (eða hanskar úr öðru teygjanlegu efni).

Þessa hanska þekkja flestir. Þetta er svona eins og læknar og tannlæknar nota. Best er að nota hanska sem ekki eru púðraðir og þeir fást í flestum apótekum.

Til hvers þarf ég latexhanska?

Þessir hanskar eru notaðir til þess að tryggja að engin óhreinindi berist af höndum eigandans yfir í sár eðlunnar eða öfugt. Mundu að taka svo hanskana aftur af þér áður en þú snertir eitthvað annað en eðluna eftir að þú hefur lokið þér af.


Linsuvökvi.

Linsuvökva er hægt að fá í öllum apótekum. Best er að nota hreinan vökva, sem sagt ekki vökva sem inniheldur aukaefni af nokkru tagi.

Til hvers nota ég linsuvökva?

Hann er notaður til þess að hreinsa augu eða smá sár. Hafðu samt í huga að um leið og stúturinn á vövkaflöskunni snertir eitthvað, þá er vökvinn sýktur og henda þarf flöskunni þótt mikið sé eftir í henni. Reyndu þess vegna að láta stútinn ekki snerta flöskuna og miða þá frekar með bununni úr flöskunni heldur en stútinum sjálfum.