Hér verða taldir upp ýmsir heilsukvillar sem oft hrjá iguana eðlur.Þessi síða kemur ekki í stað dýralæknis!

Graftarkýli (Abscess):
Þetta er sýking sem stundum kemur upp ef ígerð kemst í sár eða líkaminn orðið fyrir öðru álagi. Líkaminn lokar sýkinguna af þannig að hún geti ekki breiðst út. Þetta eru þó ekki eins góð viðbrögð og ætla mætti, því eftir að sýkingin hefur verið lokuð af, kemst ónæmiskerfið ekki að sýkingunni til þess að takast á við hana og þess vegna geta þessi graftarkýli haldið áfram að vaxa þar til eitthvað er í þeim gert.
Einkenni:
Staðbundin bólga eða kekkur eitthvers staðar á líkamanum sem virðist vera grjóthörð viðkomu. Bólgan stækkar með tímanum. Ef bólgan er snert gæti eðlan fundið fyrir sársauka og brugðist við snertingunni eins og sá sem snerti hafi meitt sig.
Orsakir:
Graftarkýli byrja oftast sem ómeðhöndluð sár, sérstaklega bitsár og stungur. Klór geta einnig orðið að graftarkýlum svo það er mikilvægt að eðlueigendur skoði eðlurnar sínar vandlega reglulega til þess að sjá hvort eitthver ómeðhöndluð sár hafi komið upp.
Meðhöndlun:
-Graftarkýli ættu eingöngu að vera meðhöndluð af dýralæknum!
Venjulega er tappað af kýlinu, gröftur hreinsaður burt ásamt dauðum líkamsvefum, vökva og öðru sem hefur sest inni í kýlinu. Sárið er síðan meðhöndlað með fúkkalyfjum. Oft þarf dýralæknirinn að rækta sýni úr kýlinu til þess að geta skrifað upp á rétt fúkkalyf. Bæði er hægt að gefa staðbundin og óstaðbundin fúkkalyf.Harðlífi / hægðartregða (constipation):
Þegar eðlan kúkar ekki daglega þrátt fyrir að éta daglega.
Einkenni:
Eðlan hefur ekki hægðir daglega, reynir mikið á sig þegar hún reynir að koma þessu út, og saurinn er smár, þurr og harður.
Orsakir:
-Ekki nægur vökvi í mataræðinu.
-Ekki nógu mikið af trefjum í mataræðinu.
-Of kalt í búrinu.
-Sníkjudýr.
-Sýking.
-Meltingarvegurinn er stíflaður af aðskotahlut.
Skammtímameðhöndlun:
-Eðlan böðuð sérstaklega oft.
-Maginn nuddaður, frá bringu og niður að cloaca (endaþarmi).
-Hitastig búrsins athugað og hækkað ef þörf er á.
-Vatns- og trefjainnihald mataræðis aukið, Alfalfa inniheldur mikið af trefjum.
-Eðlunni gefið munnlega lítið magn af jarðolíu.
Langtímameðhöndlun:
-Ef eðlan lagast ekki við skammtímameðhöndlun innan tveggja sólarhringa, skal fara með hana til dýralæknis SEM FYRST. Ef eðlan nær ekki að hafa hægðir nógu oft geta spilliefni safnast fyrir og borist í blóðrás eðlunnar og drepið hana, svo meðhöndlun er nauðsynleg hér.
-Dýralæknirinn getur gáð hvort um sé að ræða aðskotahlut í meltingarvegi, sníkjudýr eða annað sem valdið gæti þessu ástandi.Ofþurkkur (dehydration):
Ekki nægilegt magn vökva í líkamanum.
Einkenni:
-Löng húðfelling sem liggur meðfram hliðum líkama eðlunnar frá framfótum til afturfóta.
-Þú getur athugað hvort iguana eðla þjáist af ofþurrki með því að klípa varlega í húðina á fram- eða afturfótunum. Ef að húðin tollir úti í smá stund í stað þess að sléttast strax aftur eftir að takinu er sleppt, þá er eðlan sennilega með ofþurrk.
-Ofþurrkur leggur mikið álag á nýrun og langvarandi ofþurrkur getur leitt til nýrnaskemmda og bilunar.
Orsakir:
-Of heitt í búrinu, eðlan er að ofhitna.
-Rakastigið í búrinu er of lágt.
-Ekki nægilegt vökvamagn í mataræðinu.
-Eðlan fær ekki ferskt drykkjarvatn daglega.
Meðhöndlun:
-ALLTAF fylgjast vel með hitastiginu í búrinu og laga það ef þess gerist þörf.
-Fylgdust vel með eðlum sem ekki eru í búrinu og ganga úr skugga um að eðlan hafi aðgang að skugga frá sólinni.
-Notaðu rakatæki til þess að fá rakastig búrsins upp í að minsta kosti 60%.
-Hafðu vökvaríka fæðu í mataræðinu, svo sem raka ávexti, zucchini og agúrkur. Í lagi er að gefa vatnsbleyttan brauðbita einstaka sinnum.
-Gaktu úr skugga um að eðlan hafi ALLTAF aðgang af FERSKU drykkjarvatni. Skiptu daglega um vatn í búrinu.
-Ef ástandið er alvarlegt gæti eðlan þurft að fara til dýralæknis. Það er ekki óalgegnt að dýralæknirinn sprauti saltlausn undir húð eðlunnar og/eða noti nálarlausa sprautu til þess að sprauta vatni ofan í eðluna. Þetta ætti eingöngu dýralæknir að gera. Ef meðferðin þarf að vera endurtekin reglulega gæti verið að dýralæknirinn sýni þér hvernig fara á að þessu. Ef matur eða vökvi er þvingaður (force feeding) ofan í eðluna á rangan máta gæti eðlunni svelgst á og lungun skemmst, svo þetta má ekki gera án tilsagnar dýralæknis!


Niðurgangur:

Orsakir:
-Of mikil neysla vatnsríkar fæðu í langvarandi tíma.
-Sýking eða erting í meltingarvegi vegna sýkla.
-Fæða ekki rétt melt vegna rangs hitastigs í búrinu.
-Skyndileg breyting á mataræði.
-Stress.
-Fúkkalyfjameðferð sem drepur góða gerla í meltingarvegi.
-Fæðan sýkt af skordýraeitri eða öðrum ólystugheitum.
-Snýkjudýr.

Meðhöndlun:

-Gefðu eðlunni litla mola af heilhveitibrauði til að auka á umfang fæðunnar.
-Gefðu eðlunni lítið magn af fitulausu, ógerilsneyddu jógúrti eða gefðu henni Acidophilus ("Sýrusækna") gerla (ekki úr mjólkurvöru) til þess að styrkja gerlaflóru meltingarvegarins. Þetta er einnig snyðugt ef eðlan er að gangast undir fúkkalyfjameðferð. Acidophilus töflur og hylki eru fáanleg í heilsuvöruverslunum. Önnur leið til þess að auka við gerlaflóru meltingarvegarins er að gefa lífræn lyf eins og NutriBAC™ eða Benebac™ (bæði eru lyf sérstaklega fyrir gæludýr).
Langtímameðhöndlun:
-Ef niðurgangurinn er enn til staðar eftir ofantalin ráð, eða varir lengur en í 24 klukkustundir, er ráðlagt að leita til dýralæknis og hafa saursýni meðferðis (mundu að gæta ýtrasta hreinlætis!!). Dýralæknirinn getur þá séð hvort um sé að ræða sýkla eða aðra sennilega sökudólga.
-Einnig er gott að reyna að fá eðluna til þess að drekka vatn, því niðurgangur getur valdið ofþurrk. Góð leið er að bjóða eðlunni upp á vatnsríka ávexti.


Þurrt drep:
Dauði líkamsvefja utan á líkamanum. Þetta er algengast í kjölfar þess að halinn dettur af eða tá er rifin burt í slagsmálum.

Einkenni:
Líkamsvefurinn verður brúnn eða svartur, þurr, harður og stökkur (getur molnað). ann fellur inn á við og svo getur sýkingin færst upp halann eða tána. Stundum virkar sýkti vefurinn svampkenndur viðkomu þar sem frumur á svæðinu eru að deyja.

Orsakir:
-Meiðsl á svæðinu eru oftast sökudólgurinn. Ef stigið er á halann eða tánna, hali eða tá kremst, klemmist, snýst upp á, gæti líkamsvefurinn á svæðinu skemmst, blóðflæði og taugar raskast og sýking kemst í sárið.
-Stundum orsakast drepið af gömlum ham sem ekki nær að losna af og kæfir blóðflæði til tánna eða halans (sjá hamskiptavandamál neðar á þessari síðu).

Forvarnir:
-Halinn er sérstaklega viðkvæmur, eigendur iguana eðla ættu alltaf að vita hvar halinn er og gæta þess að stíga ekki á hann eða klemma hann þegar hurð er lokað.
-Stundum gerast slysin. Eðlan gæti slasað sig á halanum sjálf. Þótt ekki sé hægt að koma alfarið í veg fyrir slík slys, þá er hægt að hafa gott auga með halanum svo, ef eðlan hefur slasast á halanum, hægt sé að meðhöndla sárið áður en drep sest í halann.
-Þegar þurrt drep sest í tær eða hala er fastur hamur oft orsökin. Skoðaðu eðluna vandlega á hverjum degi, það ætti ekki að vera erfitt því þetta eru fallegar skepnur, og vertu sérstaklega á verði gagnvart föstum, gömlum hami á tánum. Oft er það nóg til þess að hægt sé að koma í veg fyrir þurt drep.
-Hár af mannfólki og teppaþræðir geta einnig vafist um tær eða bláenda halans og stíflað blóðflæðið. Gættu þess að halda því svæði, sem eðlan hefur aðgang að, lausu við slíka aðskotahluti. Aftur er lögð áhersla á að fylgjast daglega vel með halanum og tánum.

Meðhöndlun:
-Þegar drep hefur komið upp getur eingöngu góður dýralæknir meðhöndlað það. Aflimun er nauðsynleg til þess að fjarlægja dauða vefi. Dýralæknirinn mun sjá um aflimunina, sauma fyrir þar sem þörf er á, skrifa upp á nauðsynleg fúkkalyf og gefa þér leiðbeiningar varðandi meðhöndlun sársins þar til það grær. ALLS EKKI OG ALDREI ætti aflimun að eiga sér stað utan dýralæknastofu! Ekki nóg með að slík aðgerð eigi að eiga sér stað í dauðhreinsuðu umhverfi, heldur mun dýralæknirinn vita hvernig fara skuli að og hvar sé best að aflima svo ekki sitji eftir dauðir vefir og drepið komi upp aftur. Dýralæknirinn mun einnig geta stöðvað blæðingar sem fylgja aðgerðinni og haldið sársauka og óþægindum fyrir eðluna í lágmarki.


Eggjastífla:
Eggjastífla á sér stað þegar eggjafullt kvendýr getur ekki verpt eggjunum. Eggjastífla getur skyndilega komið upp í annars mjög hraustum kvendýrum og er nokkuð um að þetta gerist hjá iguana í manna höndum. Þeir sem eiga kvendýr ættu að þekkja einkenni þess að eðlan sé eggjafull og einnig einkenni eggjastíflu.

Einkenni:
Meðal einkenna eggjastíflu eru sljóleiki, lystarleysi (oft þyngdartap í kjölfarið), uppköst, þungur andadráttur, eðlan rembist við að reyna að koma eggjunum út án árangurs, útferð úr endaþarmsopi (clocaca). Hraust eggjafull kvendýr missa oftast eitthverja matarlyst og þyngdartap á síðustu vikunum fyrir varp (oftast 2 vikum fyrir varp). Er þetta að mestu leiti vegna þess að eggin eru mörg og stór inni í líkama eðlunnar og ekki er lengur pláss fyrir fæðuna. Eðlurnar virka órólegar og reyna að grafa hingað og þangað í leit að góðum stað til þess að verpa. Ef kvendýrið var áður mjög virkt og hraustlegt en virkar nú dofið eða sljótt, eru líkur á því að um eggjastíflu sé að ræða.

Orsakir:
Margt getur orsakað eggjastíflu. Þar má nefna ranga umönnun frá eigana, gamla heilsukvilla svo sem MBD (sem getur leitt til afmyndaðra beina sem hindra varp), egg sem eru óregluleg í laginu eða of stór, sýking eða stífla í eggrás eða gotrauf o.fl. Að auki getur skortur á varpstað fengið kvendýr til að fresta varpinu og þar með verulega aukið líkurnar á eggjastíflu.

Meðhöndlun:
Ómeðhöndlaðar eggjastíflur geta orðið banvænar á innan við 48 klukkustundum. Ef þig grunar að kvendýrið þitt þjáist af eggjastíflu skaltu leita dýralæknis strax! Meðhöndlun eggjastíflu samanstendur oftast af röntgen myndatöku til að sjá eggin, hormónasprautur so vesm oxytocin til að stuðla að varpi (ef eðlan er hraust og það eru engar stíflur) og/eða fjarlæging eggjastokka.


Garnastífla:
Garnir stíflaðar vegna ómeltanlegs aðskotahluts.

Einkenni:
-einkenni líkjast oft harðlífi/hægðartregðu.
-Óreglulegar hægðir.
-Mikil áreynsla við hægðir.
-Saurinn er lítill og hefur lítið þvermál.

Orsakir:
Garnastífla getur átt sér stað þegar eðlan hefur étið eitthvað sem hún getur ekki melt. Þar sem iguana eðlur afla uplýsinga um umhverfi sitt með því að ota tungunni að jörðinni í kring um sig eru þær líklegar til þess að éta óvart óæskilega hluti. Það er undir eigendum komið að gæta þess að halda umhverfi eðlunnar öruggu og lausu við smáa aðskotahluti. Ekki nota lauslegt efni (sag, börk, möl, sand, steina) í grunn eðlubúrsins. Ekki hleypa eðlunni í heimilisplönturnar þar sem þær geta komist í pottamoldina og étið hana eða möl/steina sem þar gætu legið. Ef þú hættir þér með eðluna út fyrir hússins dyr skaltu aldrei hafa augun af henni. Það er ótrúlegt hvað þessar eðlur geta látið upp í sig ef þær komast upp með það. Aldrei skal gera ráð fyrir því að eðlan éti ekki eitt eða annað því það er vont/hart/stórt/augljóslega ekki matur o.s.frv. Iguana eðlur kjamsa ánægðar á sígarettustubbum og tyggjóklessum sem þær finna utandyra. Þær geta reynt að rífa í sig búta af dyramottum og hlaupa stundum spenntar á eftir sælgætisbréfum. Innandyra skánar ástandið ekkert - ótal dæmi eru um það að eðlurnar séu að kjamsa í öskubökkum, gleypa skiptimynt, legókubba, flöskutappa og margt fleira. Hafðu því varann á og haltu umhverfi eðunnar lausu við alla aðskotahluti sem eðlan gæti látið ofan í sig.

Meðhöndlun:
Ef eðlan þín sýnir einkenni þess að vera með harðlífi/hægðartregðu (sjá hér að ofan) og lagast ekki við meðhöndlun eru líkur á því að eðlan þjáist af garnastíflu. Ef þig grunar að eðlan þjáist af garnastíflu skaltu fara með hana til dýralæknis strax! Oftast er garnastífla staðfest með röntgenmyndatöku. Dýralæknirinn gæti líka greint ástandið með því að grandskoða eðluna, þá er þreifað og athugað hvort fundið sé fyrir aðskotahluti í görnunum. Langoftast þarf að skera eðluna upp til þess að losna við hlutinn. Garnastífla leiðir til dauða ef ekkert er að gert, svo ekki fresta dýralæknaheimsókinni!


Sár á trýni:
Sár á trýni sem oftast er afleiðing þess að eðlan nuddar endurtekið snoppunni utan í hurðir, glugga eða veggi búrsins síns.

Orsakir:
Sár á trýini er merki um það að eðlan þjáist af stressi. Slík sár eru mjög algeng hjá eðlum sem eru geymdar í allt of litlum búrum eða eru óhentug að öðru leyti. Þær nudda þá stanslaust trýninu utan í veggi eða dyr búrsins í leit að undankomuleið. Ef þú sérð þessa hegðun er gott að fara yfir eftirfarandi atriði í búrinu: Hitastig, rakastig, hreinlæti og lýsing.

Sár á trýni geta einnig verið afleiðing stress af öðrum orsökum. Til dæmis munu eggjafull kvendýr oft nudda trýninu utan í horn herbergja, eða utan í dyr þegar þær finna fyrir þörf til þess að skoða sig um og leita að hentugum varpstað. Karldýr á fengitímabilinu gætu einnig orðið óróleg vegna þess að þau þurfa að vernda svæði sitt og sjá spegilmynd sína í gleri eða speglum. Ef þú sérð karldýr ráðast á gler eða nudda trýninu utan í það má vel vera að það sjái sig speglast í glerinu og þá er gott að athuga hvort ekki sé hægt að draga úr spegluninni með því að breyta lýsingunni.

Ef það er eitthvað ónotalegt í umhverfi eðlunnar sem hún vill ekki umgangast mun hún reyna að komast burt og nudda trýninu í leit að undankomuleið. Það er oft furðulegt sem að eðlunum þykir svo óþægilegt að þær þola ekki lengur við í búrunum sínum. Stundum eru það önnur gæludýr eða börn nærri búrinu, eða ókunnugir sem eðlan þekkir ekki og óttast. Allt þetta verður að hafa í huga þegar leitað er orsaka trýnisnuddsins. Ef orsökin finnst ekki og er ekki afgreidd gæti eðlan haldið áfram að nudda trýninu utan í veggi og hurðir þar til hún eyðir upp líkamsvefjunum utan að nefinu svo það sést í bienið. Slík sár eru afar lengi að gróa og skilja eftir sig ör. Ekki láta þetta viðgangast svo lengi!

Meðhöndlun:
Meðhöndla skal sárið eins og önnur minni sár. Hreinsaðu sárið með Betadíni eða öðru sótthreinsandi efni og helst skal bera á það fúkkalyf. Hins vegar er þetta alls ekki nóg. Þú verður líka að finna orsökina og útrýma henni. Með karl og kvendýr á fengitímanum gæti verið snyðugt að beina athygli þeirra að öðru eins og varpkassa til að grafa í fyrir kvendýrin eða "ástardúkku" fyrir karldýrin til að leika við. Hylja ætti alla spegla sem eðlan gæti séð eða fjarlægja þá ef karldýrið er að ráðast á þá. Stilla ætti ljós til þess að halda speglun í búrinu í lágmarki. Best er að styrkja lýsingu utan búrsins til þess að sporna við speglun innan þess.

Ef eðlan er að nudda trýninu vegna eitthvers varðandi búrið þarf að lagfæra það sem eðlan er ósátt við í búrinu. Allar mögulegar orsakir ættu að vera fjarlægðar eða lagfærðar. Ef ömögulegt er að fjarlægja orsökina (t.d. ef um börn eða önnur gæludýr er að ræða) gæti verið snyðugt að hylja hluta eðlubúrsins þannig að eðlan sjái ekki hvað er í gangi fyrir utan búrið. Að hylja hluta búrsins spornar einnig við speglun innan þess. Margar leiðir eru til þess að hylja búrið. Hægt er t.d. að kaupa rúllugardínur og festa ofan á það eða hengja handklæði eðe teppi framan á búrið.


Ofhitnun:
Ofhitnun á sér stað þegar líkaminn hitnar að því marki að heilinn og önnur líffæri eru í hættu á að skaðast. Þótt iguana eðlur séu frá hitabeltinu og þurfi hátt hitastig til að lifa, þá geta þær auðveldlega ofhitnað.

Einkenni:
-Þegar hitinn í kring um eðluna nálgast um 41°C opnar eðlan munninn og reynir þannig að kæla sig. Þótt þetta sé voða sætt og fyndið er þetta þó grafalvarlegt og fyrsta merki þess að eðlan sé að ofhitna. Ef þú sérð eðluna gapa svona skaltu fara með hana á svalari stað strax!
-Ef illa fer getur eðlan orðið máttvana, ringluð, fengið undarlegt göngulag (jafnvægisskortur), flogaköst, meðvitundarmissir og dauði. Ef líkami eðlunnar nær 46°C hita, mun eðlan deyja.

Forvarnir:
-Fylgstu vel með hitastiginu í búrinu. Vertu viss um að eðlan hafi aðgang að hlýjum sólbaðsstað og einnig kaldari svæðum þannig að eðlan geti fært sig á milli til að stýra líkamshita sínum.
-Aldrei skilja eðluna eftir í sólinni, hvort sem það er úti eða inni. Margoft hafa eðlur kosið að bakast í sólinni og ofhitna í stað þess að færa sig yfir í nálægan skugga. Eðlan þín gæti oft gert hluti sem eru ekki í lagi og því ber að hafa gott auga með henni. Búrið á einnig að vera staðsett þannig að sólin nái ekki að skína á það.

Meðhöndlun:
-Það augljósa í stöðunni er, um leið og þú tekur eftir því að eðlan er að gapa og ofhitna, að færa hana á svalari stað. Það getur verið snyðugt að úða yfir eðluna með blómaúðara (má ekki hafa verið notaður með áburði!!) eða staðsetja eðluna fyrir framan viftu og alls ekki taka augun af henni á meðan... Svo virðist sem iguana eðlur séu snillingar í að slasa sig á viftum, óháð því hversu þétt öryggisvírnetið umhverfis viftublöðin er.
-Gefðu eðlunni þinni nóg að drekka. Ofhitnun helst oft í hendur við ofþurrk.
-Baðaðu eðluna í svölu vatni ef hún hefur ofhitnað lengi eða lagast ekki við tilfærslu á svalari stað.


Framfall (Prolapse):
Framfall kallast það þegar líkamsvefur eða líffæri sem undir eðlilegum kringumstæðum fellur út úr líkamanum. Hjá iguana eðlum eru til þrár tegundir framfalls: líffæraframfall, getnaðarlimsframfall og þarfagangsframfall.

Einkenni:
Hluti vefjar sést hanga út um endaþarm og fer ekki inn aftur. Vefurinn er rauðleiddur eða bleikur að lit.

Orsakir:
-Getnaðarlimsframfall er frekar sjaldgæft. Stundum senda karldýrin getnaðarliminn út þegar þau hafa hægðir. Þú gætir einnig séð getnaðarlimi á fengitímabilinu. Þetta er alls ekki óeðlilegt. Í þessum tilfellum ætti getnaðarlimurinn að fara aftur inn. Ef hann gerir það ekki er um framfall að ræða. Orsök framfallsins getur verið að ýmsu tagi. Ef allt er eðlilegt ætti getnaðarlimurinn að fara aftur inn á sinn stað eftir notgun og ætti ekki að veri lengi úti. Ef getnaðarlimurinn er lengi úti er það greinilegt merki um að eitthvað sé að. Ef þú sérð hart, þurrt efni fara út um þarfagang karldýrs, oft appelsinugulleitt eða gulhvítt að lit er það líkast til sáðtappi. Þetta er sæði sem er framleitt af karldýrunum á fengitímabilinu, getur storknað inni í þarfaganginum en losnar þó oftast með hægðum. Ef þú sérð svona fast á getnaðarlimi eðlunar er oftast hægt að losa þetta með því að toga laust í þetta. Það er hins vegar mjög mikilvægt að ef þú getur ekki greint á milli hvort þú sést að sjá sáðtappa eða líkamsvef að þú togir alls ekki í neitt. Einnig ef þú togar varlega og það losnar ekki, þá skal fara til dýralæknis sem fyrst og ekki fikta meira.
-Líffæraframfall gæti orsakast af ýmsu, svo sem sníkjudýrum, sýkingu eða áreynslu við hægðir.
-Þarfagangsframfall sést oftast hjá kvendýrum sem eru að verpa. Þarfagangurinn (cloaca) er það svæði sem liggur frá endaþarmsopi frá meltingarveginum og kynfærum.

Meðhöndlun:
-Þú gætir reynt að baða eðluna í svölu sykurvatni. Þetta gæti hjálpað til við að minka bólgna líkamsvefi þannig að þeir geti farið aftur inn.
-Ef sykurvatnið virkar ekki má reyna að vefja ísmola í handklæði og varlega bera það að framföllnu vefjunum. Þú átt þó ekki að hafa ísinn á það lengi að vefirnir frjósi, heldur aðeins nógu lengi til þess að vefirnir skreppi saman og vonandi gangi aftur inn í eðluna. Vertu viss um að ísinn sé vel vafinn inn í handklæðið þannig að það sé kalt viðkomu en ekki of kalt.
-Ef ofangreindar aðferðir skila ekki árangri skaltu væta líkamsvefina, vefja neðri hluta eðlunnar í vott handklæði til að hindra að vefirnir þorni upp og deyji eða verði skítugir og sýkist og brunaðu með eðluna rakleiðis til dýralæknis! Alls ekki reyna að troða vefnum inn upp á egin spýtur - þetta er mjög viðkvæmt og slíkar tilraunir gætu reynst banvænar eðlunni! Ef sár kemur á vefinn gæti það leitt til banvænnar sýkingar í eðlunni sem mun dreyfa sér um allan líkama hennar svo láttu dýralækninn um þetta alfarið. Júgursmyrsl gæti hjálpað til einnig. Það er mjög mikilvægt að draga dýralæknisheimsóknina ekki því ef framfallið þornar og deyr og reynist vera líffæraframfall eru lífslíkur eðlunnar ekki háar. Ef þú ert óviss hvers lags framfallið er, skaltu ekki bíða með dýralæknisheimsóknina á meðan þú reynir að komast að því heldur fara frekar til dýralæknis.
Ef þú tekur eftir framfallinu á tíma þegar ómögulegt er að ná að fá dýralækni til að líta á eðluna þarf eðlan að liggja í saltvatnslausn þar til hún kemst undir læknishendur. Saltvatnslausnin verður að vera þannig blönduð að hún innihaldi það mikið salt að það vegi á móti þenjandi áhrifum vatnsins (líkamsvefurinn mun þá tútna út og ómögulegt verður fyrir dýralækninn að skila honum aftur inn) en ekki má vera of mikið salt því þá tekur það að erta og skemma líkamsvefinn sem hangir úti. Lausnin sem mig minnir að sé sú rétta er ein flöt teskeið af salti á hvern lítra af vatni. Ef eðlan er óróleg og það lítur út fyrir að saltvatnið sé að erta hana í framfallinu er sennilega of mikið salt og þá skal sem fyrst bæta ósöltu vatni út í til að vega á móti saltinu þar til eðlan róast.
Það eru tvær leiðir til þess að halda eðlunni kyrri í saltvatninu. Önnur er að hafa saltlausnina í baðkari og láta eðluna liggja þar og er þessi lausn betri ef það er ekki langur tími sem eðlan þarf að bíða eftir læknistíma, eða ef lausn nr. 2 er ekki möguleg. Hin lausnin er að fjarlægja alla muni úr eðlubúrinu og fylla botn búrsins með handklæðum sem eru vel blaut af saltvatnslausninni, þetta er mun snyðugra en baðkarið upp á hitastig að gera og ef eðlan skyldi þurfa að bíða yfir nótt eftir dýralækni. Gættu þess þó, hvora lausnina sem þú velur, að hafa saltvatnsmagnið ekki það mikið að eðlan geti druknað í því.

Jafnvel þótt þú náir að koma framfallinu á sinn stað með ofangreindum aðferðum, þá er nauðsynlegt að fara með eðluna til dýralæknis, því framfall er mjög alvarlegt og mikilvægt er að komast að örsökunum og fyrirbyggja að þetta endurtaki sig. Best er, eftir að dýralæknirinn hefur hreinsað burtu óhreinindi og dauða vefi af framfallin og náð að skila framfallinu aftur inn í eðluna að sauma hringsaum fyrir opið svo þetta tolli inni. Saumarnir ættu að fá að vera í eðlunni í allt að mánuð (sár skriðdýra gróa mjög hægt) og er sérstaklega mikilvægt að eigandinn fylgist vel með hægðum eðlunnar á þessum tíma. Einnig eru líkur á því að saumarnir haldi ekki og framfallið endurtaki sig, svo það er um að gera að fylgjast vel með því líka. Eðlan ætti að vera á maukuðu fæði fyrst um sinn á meðan saumarnir eru. Ef aðeins kemur þvag en engin saur, þýðir það að saurinn er að safnast upp inni í eðlunni og eitrar blóð hennar - Þetta er banvænt. Ef sú er raunin að saur skilar sér ekki eftir að saumað hefur verið gæti þurft að víkka sauminn, en áður en farið er út í það má freysta þess að reyna að losa um hægðirnar með því að sprauta sérstakri sótthreinsaðri olíu upp í endaþarm eðlunnar með nálarlausri sprautu.

Þetta er sem betur fer frekar sjaldgæft og ég vona að engin þurfi á ofangreindum upplýsingum að halda.


Fastur hamur:
Þegar gamall hamur dettur ekki af og nýr myndast undir sem getur heldur ekki dottið af vegna þess að sá gamli er fyrir og fastur. Oftast gerist þetta á fram- og afturfótum, tám, göddum á baki og á bláenda halans. Einnig gæti þetta gerst í kring um gömul ör sem eðlan hefur fengið. Fastur hamur getur stöðvað blóðfæði til táa, hala og gadda sem leiðir til skemmdar eða dauða á vefjum sem fá ekkert blóð. Alltaf á að skoða eðluna vandlega, sérstaklega eftir hamskipti og redda föstum hami áður en skaðinn skeður.

Orsakir:
-Oftast eru hamskiptavandamál afleiðingar of lágs rakastigs í búrinu.
-Aðrar orsakir gætur verið brotnir eða snúnir gaddar eða tær, eða gömul ör sem mynda svæði þar sem hamurinn festist.
-Sníkjudýr eins og mítar geta einnig valdið hamskiptavandamálum.

Meðhöndlun:
-Baða skal eðluna oft og úða hana reglulega. Þetta getur stuðlað að því að hamurinn losni. Einnig gæti verið snyðugt að hækka rakastig búrsins en þó ekki hærra en 75% því þá gætu sveppir og mygla náð fótfestu í búrinu.
-Hægt er að nudda varlega jarðolíu á svæði þar sem hamurinn er fastur. Þetta stuðlar að því að hann losni frá eftir nokkrar tilraunir.
-EKKI rífa burtu ham sem ekki er tilbúinn til að losna!! Ef þú togar mjög blíðlega í haminn og hann losnar ekki frá, þá er hann ekki tilbúinn til að losna og þá skal ekki toga meira. Ef hamur er rifinn burt of snemma mun hann rífa með sér heilbrygðar frumur og skilja eftir sár sem þarf að meðhöndla. Þessi sár verða síðan af örum sem síðar geta svo leitt til frekari hamskiptavandamála.