Skriðdýrabannið verður ekki afnumið án nokkura takmarkanna. Vissar tegundir verða áfram bannaðar (svo sem dýr í útrýmingarhættu).
Hér kemur listi yfir hugmyndir sem gætu verið sniðugar til að tryggja heilsu almennings og dýranna sem flutt verða inn:

-Kaupa þarf sérstakt leyfi til þess að eiga skriðdýr.
-Til þess að fá leyfið þarf að þreyta og standast stutt próf1 um umönnun tegundarinnar.
-Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, en undanþágur eru fáanlegar gegn samþykki foreldra eða forráðamanna).
-Til að fá leyfið þarf umsækjandi að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að dýrið, og salmonella sem það gæti borið, sé á ábyrgð eiganda.
-Starfsfólk dýrabúða sem selja skriðdýr verða einnig að hafa leyfið.
-Einungis má flytja inn ræktuð dýr - Ekki dýr sem fönguð hafa verið í náttúrunni2.
-Tilkynna þarf kaup, sölu og fráföll dýra, eins ef að ungar klekjast.
-Gerist leyfishafi sekur um vanrækslu á dýrinu eða gáleysi í hreinlætismálum fær viðkomandi viðvörun og gæti misst leyfið ef ekki er úr bætt.

Ef salmonella smitast frá skriðdýri í manneskju þýðir það að hreinlæti var ábótavant og ekki nægileg þekking til staðar, við því má vonandi sporna með prófunum.


1Prófið er hægt að semja í samráði við erlenda, sérhæfða skriðdýralækna. Hægt er að prenta litla bæklinga með grunnupplýsingum um umönnun skriðdýra og afhenda þá verðandi leyfishöfum nokkru áður en þeir taka prófið.

2Óæskilegt er að flytja inn dýr sem veidd hafa verið beint úr náttúrunni, bæði vegna áhrifanna sem það hefur á stofninn og vegna þess að skriðdýr sem eru ræktuð eru ólíklegri til þess að þjást af sníkjudýrum.