custom counter
stacks_image_B39BDADF-3555-4F9B-B8BD-DE808DF57FC7
Ég heiti Aðalsteinn Atli Guðmundsson og ég lærði grunnatriði ljósmyndunar hjá Gunnari V. Andréssyni fréttaljósmyndara þegar ég var fjórtán ára og tók svo ár í að læra smáatriðin hjá Grétu S. Guðjónsdóttur í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.

Ljósmyndunarnámið fór fram á filmuvélar, en að náminu loknu missti ég aðganginn að myrkraherberginu og afréð ég þá að hætta þrjóskunni og færa mig yfir á stafræna ljósmyndun. Miðlaskiptin reyndust mér sérstaklega auðveld vegna þess að ég hafði ágætis grunn í stafrænni myndvinnslu og hef eytt undanförnum árum í að byggja á þeim grunni.

Ég tek ljósmyndirnar mínar í frítímanum og reyni að koma sem víðast við til að auka á fjölbreytileikann.

Ljósmyndunarnámið er kannski búið í bili hjá mér, en góður ljósmyndari er aldrei fulllærður! ;)