Óhappabloggið

Ber er hver að baki nema sér græju eigi...

Svona, segðu eitthvað, maður!! o_O
I want one too!!
Nafn:

URL eða í-meil:

Skilaboð:(brostu)

Laugardagurinn 5. nóvember

kl. 19:57

Jæja, þá er maður búinn að rumpa af lestri á bókinni Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. Ég komst strax á fyrstu köflunum að því að ég tilheyrði ekki settum markhópi ritverksins; spólgraðir bókmenntaunnendur fæddir um og eftir 1959. Í bókinni virtist mér Hallgrímur leggja mesta púðrið í:
Að lýsa ríkjandi tíðaranda á kaldhæðin hátt.
Að koma frá sér sem flestum erótískum atburðum án þess að bókin fari alfarið að snúast um þá íþróttina eingöngu.
Að krydda söguna með hnittnum skotum og hlægilegum atburðum á öllum tilheyrandi og ótilheyrandi stöðum.
Að ofantöldu er það síðastnefnda sem að kom mér í gegn um kiljuna, en auðvitað státar bókin einnig af litríkum, en þó misraunverulegum, sögupersónum og var einnig mikil hjálp í þeim.
Bókin fjallar um listakonu allt frá getnaði til blómatíma fullorðinsáranna og fannst mér helsta lýti sögunnar vera hin síendurtekna atburðarrás þar sem heilu blaðsíðunum var eytt í að lýsa karlmanni og þaðan lá leið hans langoftast, beint eða óbeint, í rekkju aðalpersónunar. -Við mismiklar undirtektir frá henni.
Ég efast ekki um að þetta sé frábær bók fyrir þá sem tilheyra ofangreindum markhópi, en ég er einfaldlega ekki týpan í slíka lesningu. Húmorinn hélt henni algerlega uppi fyrir mér og finn ég mig knúinn til þess að sæma hana þremur stjörnum af fimm: ***/**
-Alls ekki slæmt fyrir húmorinn eingöngu.

Annars er frá því að segja að um daginn lauk ég við mjög vel heppnaða glæruseríu um þann frábæra listamann Francis Bacon, en því miður varð fyrirlesturinn sjálfur hvorki jafn hepnaður og glæruserían né herra Beikon.
Ég er alveg ótrúlega mikið græjufrík, eins og flestir mínir kunningjar vita, og fíknin sú á það til að koma mér í koll fjármálalega og fyrirlestralega.
Þannig var mál með vexti að ég vildi nota mína eigin tölvu til þess að varpa fram glærunum í stað skólatölvunnar. Ég plantaði tölvunni í mitt snúruflóðið bakvið skólatölvuna og tengdi hana við skjávarpann. Eftir örlítið bras tókst mér að fá mynd upp á skjáinn en mér til mikillar mæðu varð mér ljóst að ekki urðu myndgæðin betri en í gömlu, gráu Nintendó leikjatölvunum hér forðum. Ég var nokkuð viss um að þetta væri hægt að laga með smá fikti en ég óttaðist að tapa myndinni aftur og lét kyrrt liggja enda var ég með annað tromp uppi í erminni. Ég bý nefnilega yfir þeirri merkilegu tækni að geta fjarstýrt tölvunni minni, og þar með glærusýningunni, þráðlaust með farsímanum mínum. Ég var ekkert að auglýsa þessa tæknibyltingu mína úr hófi og hafði símann ásamt hægri hönd í vasanum og fletti glærunum í laumi. Svipurinn á nokkrum bekkjarsystkinum mínum var ómetanlegur enda eflaust haldið að ég hefði eytt heilu vikunum í að tímasetja glærurnar fullkomlega. Allt var að fara á besta veg, fyrir utan það að Nintendógrafíkin lagðist illa í sjónskertan kennarann, þegar allt í einu lustu SMS-skilaboð fjarsteringuna góðu og allt slitnaði. Í skilaboðunum stóð:
³hvenær ertu búinn í skólanum?
Vildi ég heitast óska þess á því augnablikinu að ég væri búinn í skólanum því nú þurfti ég að eyða restinni af fyrirlestrinum í snúruflækjunni ásamt tölvunni minni og uppskar vænan hálsríg fyrir vikið.
Eftir að hafa flutt fyrirlesturinn á þennan sársaukafulla hátt gafst mér smá tími til þess að fikta meira í tölvunni og greip ég tækifærið og komst samstundis að því að ég hafði aðeins verið einum músasmelli frá tærustu upplausn sem skjávarpi skólastofunar hafði nokkurn tíman varpað frá sér á þessum mánuði eða tveimur sem hann hefur fengið að tóra uppi. Fékk ég að renna aftur hratt yfir myndirnar í glærusýningunni er þetta kom upp og bjargaði það mér frá taugaáfallinu sem var í þann mund að taka völdin innan í mér.

Svo góðar fréttir til tilbreytingar:
Ég dró Silju með mér í ljósmyndastúdíó og dritaði þar á hana með toppgræjum, sem reyndar höfðu verið örlítið óþekkar við vinkonur mínar sem notuðu þær á undan, en allt lék í lyndi hjá okkur Silju þegar við loksins komumst í gang. En það var langerfiðasti parturinn enda bæði að farast úr stressi og það var ekki fyrr en okkur tókst að reka alla út úr herberginu, skella tónlist í gang og loka að okkur sem að hlutirnir fóru að ganga upp. Ég efast ekki um að, ef framköllunin fer vel, þetta verði með bestu ljósmyndum sem ég hef nokkurntíman tekið og á Silja vafalítið eftir að þurfa að standa í því að slá frá sér hvern þann mýfl... strák sem að hefur rekið augun í myndir úr þessum vel heppnaða stúdíótíma.


Laugardagurinn 9. oktober

kl. 04:20

ÚFFF!!!! Þennan pinball leik ætla ég aldrei að spila aftur fyrir mitt litla líf!!
Ég raks á svona síðu þar sem að makkanotendur geta sótt og spillað alla þessa gömlu og klassísku tölvuleiki frítt. Sem dæmi má nefna: Monkey Island, Larry, King's Quest o.fl. En síðan er hérna fyrir þá sem hafa áhuga.
Á þessari síðu rambaði ég á pinball leik sem að mamma (nú óvirkur pinballfíkill) keypti með gömlu tölvunni '92 eða '93. Hékk ég mikið í þessum leik þangað til hann týndist. Ég náði í leikinn áðan og fór að spila hann. Afraksturinn varð þriggja og hálfrar klukkustundar pinball maraþon! Í leiknum safnar maður stigum með því að hitta kúlunni í hitt og þetta glingur, þegar stigataflan fyllist opnast búð þar sem að maður getur valið um að kaupa: byggingar (hitta síðan í þær og fá stig), continue, 10.000.000 stig eða aukalíf. Ég var ALLTAF að fylla þessa blessuðu stigatöflu og hafna í búðinni. Að eðliskvöt tók ég mér alltaf aukalíf eftir að hafa keypt allar byggingarnar. Síðan leið tíminn hææææægt... Þegar ég var kominn með rúm 4.000.000.000 stig var mér farið að leiðast ógurlega og tók að láta kúlurnar rúlla niður án mótspyrnu til þess að fá að skrá inn nafnið mitt og hætta þessari vitleysu. Kúlurnar enduðu í ræsinu hver á fætur annari og tók aukalífatæmingin yfir korter!! Ég hafði verið búinn að sanka að mér um 40 aukalífum!! Svo loksins þegar þetta var búið fékk ég að skrifa nafnið mitt inn og bjó mig undir að slökkva á þessu gargani þegar að gluggi skaut upp kollinum og í honum stóð:

Do you want to continue?
You have 9 continues left.

Ég hafnaði tilboðinu góðfúslega og ákvað að fara að blogga í staðinn.


Mi›vikudagurinn 6. oktober

Jæja, nú er Rodney Dangerfield allur. Hann var búinn að berjast hetjulega eftir hættulega aðgerð í yfir tvær vikur, en allt kom fyrir ekki. Hans tími var bara kominn og ég á eftir að væla úr mér augun ef ég sé eitthver kvikmyndaverðlaunin þar sem farið verður yfir fallna leikara á liðnu ári og hann kemur upp. Hann var væntumþykjanlegur gamall perri. :P


Þriðjudagurinn 5. oktober

kl. 14:26

Úff!! Þá er maður búinn að vera lasinn í eina og hálfa viku!!
Fyrst fékk ég í hálsinn, nokkuð slæmt og gat engu kyngt á löngu tímabili. Svo fékk ég í eyrun eins og littlu börnin. Svo kom 39.87°C hitinn. Svo kom agalegur svimi. Svo kom ælupest. Svo hætti ég að geta fókuserað á hluti með augunum. Svo batnaði mér og ég ætlaði í skólann á mánudaginn... Þá tókst mér að fá ælupestina aftur og ældi um morguninn... fór samt í skólan, ældi eftir fyrsta tímann, fór heim ældi aftur - sofnaði.
Í dag fór ég ekki í skólann því að ég vaknaði ekki við vekjaraklukkuna mína og allir héldu að ég væri enn lasinn þannig að engin ræsti mig og ég svaf þennan eina tíma dagsins af mér eins og ungabarn.
Þú hefur eflaust tekið eftir því, lesandi góður, að ég er búinn að uppgötva hvernig ég get notað íslensku stafina, en það var ekki flóknara en svo að ég skrifa þetta bara í textaforriti eins og Word og geri svo copy-paste. :P

Elli er eiginlega orðinn alveg taminn!!!! :D
Nú er hann næstum því orðinn óþægilega nærgöngull þegar ég er í tölvunni. Reynir að éta skjáinn og ýta á alla takka. En áður hélt hann sig ávalt í 2 metra fjarlægð frá mér ótilneyddur.

Ég er núna búinn að vera að spila leik sem að Tóta gaf mér í afmælisgjöf þann 20. júlí. En sá leikur heitir Final Fantasy: Crystal Chronicles og er, eins og flestir sem að þekkja til Final Fantasy leikjanna vita vel, mjög langur sé hann spilaður eins og ætlast er til. Ég er núna kominn á endi leiksins, kláraði langt og erfitt borð og komst loksins að endakarlinum. Ég barðist lengi við endakarlinn áður en hann dó, en þá brotnaði gólfið og mér til hryllings var mér ljóst að ég átti eftir að stúta mallanum á endakarlinum, sem enn var í fullu fjöri. Ég stútaði mallanum á svipuðum tíma og efri hluta búksins og varð loksins ánægður. En neeeei... Svo kemur í ljós að endakarlinn var með rass líka! Og sá rass var skæður... Ég buffaði rassinn á honum önugur og átti von á því versta, en var þó ekki viðbúinn því sem á eftir kom: Þetta var ekkert endakarlinn. Það kemur eitthver lýsandi fígúra og byrjar að röfla. Hún röflar í 20 mínútur áður en hún hleypir mér í það að berjast við alvöru endakarlinn. Ég lúskra á honum á þónokkrum tíma og loksins er leikurinn búinn... neibb, aftur vitlaust... Nú át hinn máttlausi endakarl lýsandi fígúruna sem að áður hafði röflað svo mikið (ég verð að viðurkenna að það að sjá það lét mér líða aðeins betur) og reis svo aftur á ný sem eitthvað dómsdagskvikindi sem ég gat með engu móti sigrað... Eftir rúmar 10 tilraunir kom ljósfígúran og sagði ³I'm sorry your membories have faded so much.² Og ég mátti ekki reyna aftur!!! GRJÓTHALTU KJAFTI KERLING!!!! ARG!!! Nú þarf ég að gera allt aftur. :C


Miðvikudagurinn 8. september

kl. 12:44

Eg er enn islenskustafalaus og listin að blogga er orðin heldur ospennandi... Eg veit allavega fyrir vist að það er ekki oft sem að eg legg það a mig að lesa blogg an islenskra stafa... Það pirrar mig. :/
Annars skellti eg mer a Gaukinn a laugardaginn, en þar spiluðu Dom & Roland fyrir dansi. Eg var edru, en tokst samt sem aður að dansa af mer rassgatið að venju, enda ekki oft sem maður nær að læsa klonnum i ekta drum 'n bass a djammdögum. ;)
Eg dansa vissulega ekki eins og folk er flest, lappirnar a milljon og hendurnar a fimm... Eg hitti þarna folk sem að var með mer i NA, þau voru eflaust handviss um að eg hafði verið að reykja/eta/sprauta i mig eitthverri drullu, en allir ættu að vita að eg snerti ekki svoleiðis!
Fyrsta Islenskuprofið afstaðið, eg fekk 10! :D
Annað prof nuna a eftir, og svo er eitt a morgun i listasögu... Allt komið a skrið bara! o_O
Eg er i blaki i skolanum nuna og það er eitt sem að angrar mig. Eg valdi blak vegna þess að þar get eg tekið hlutunum rolega og spilað blak, sem mer finns ju gaman. En fyrsti fjorðungur kennslustundarinnar fer i þrekæfingar!!! Eg einfaldega spyr: Hver þarf a þreki að halda i blaki!?!? Maður stendur þarna a sinum stað a vellinum viðbuin þvi að fa bolltan og hreyfir sig orlitið svona til þess að vera a tanum. Ef eitthver manneskja er onyt eftir innan við 10 blak leiki i röð, þa er eitthvað alvarlegt að þrekinu hennar! FRUSS!!!
Ekkert hefur frest fra Natturufræðistofu Kopavogs varðandi köngulonna mina. :/


Laugardagurinn 28. agust

kl. 20:27

uff... eg hef ekki enn fundid leid til thess ad skrifa islenska bokstafi i neinu af HTML forritunum sem að eg hef profað... Reyndar eru þau bara tvö talsins: WebDesign og DreamWeaver MX. Drösl...
Eg hlyt að geta fundið ut ur þessu braðum, en það er oþarfi að lata bloggið sitja a hakanum!
I vinnunni um daginn heyrdi eg frænda minn og annan vinnufelaga minn tala saman:
1) Það kom bloð upp ur kjallaragolfinu herna i gærnott!
Eg) Bloð!?
2) Ja, það stiflaðist leiðsla sem að liggur herna undir og inn i husið þarna sem eg man ekki hvað heitir.

Eg sa sem snöggvast fyrir mer eitthvers konar leiðslur sem lagu a milli blodbankans og spitalana a höfuðborgarsvædinu og hryllti mig.
Eg) Biddu.... BLOÐ!?!?
1) Nei, kjani, FLOÐ!!!
Eg) O, ok, hehe, helt það væri kominn eitthver draugagangur.

Þvilikur lettir!!!

Annars er fra tvi að segja að a þessum sama vinnudegi forum við ut með nyjan Old Charm skap og tokum gamlan burt i staðinn fra folkinu.
Skapurinn hafði verið þarna i um 10+ ar og var vel groinn. Við letum hann a bakið inn i sendiferðabil og okum með hann aftur að versluninni.
Eg verð að viðurkenna að mer bra örlitið við það að sja tvær storar (a islenskum mæikvarða) köngulær bunar að hreiðra um sig þarna. önnur var gra og svona frekar eðlileg að sja, en hin var svört og half-loðin, eg naði henni og setti hana i glas og gataðan pappir yfir.
Þetta var allsvakalegt könguloarhreiður. Su graa var buin að drepa 5 könuloarkarla og þeir lagu i vef i einu horninu asamt leifum af fleiri körlum, i hinu horninu var könguloarhreiður með eggjum. eg var að fara að na i þau lika, en þa kom Stebbi og sopaði öllu klabbinu ut a götu og skemmdi hreiðrið! :(
Eg for siðan með köngulona til serfræðinga a Natturufræðistofu Kopavogs, þau höfðu aldrei seð þessa tegund aður og sögðust ætla að lata mig vita hvað greining leiðir i ljos. Við Tota fengum að skoða dyrin a ransoknarstofunni hja þeim og meðal þeirra var "svarta ekkjan" sem að DV gerði svo mikið stormal ut af herna um daginn... Eg sagði strax að þetta væri ekkert svört ekkja um leið og eg sa kvikindið. Hun var allt-öðruvisi, svartar ekkjur hafa rautt "stundaglas" a mallanum, eru ekki loðnar, hafa slett og malm-gljaandi yfirborð og hafa margskiptan buk. Að hugsa ser að DV skuli prenta svona grein a FORSIÐUNA an nokkurra frekari athugana!!
Folkið syndi okkur svo alvöru svarta ekkju, eg ætlaði að trillast ur spenningi! MIG LANGAR SVO AÐ VINNA VIÐ ÞETTA!!!!
Tota kom með þa hugmynd um að eg gæti sameinað natturufræðina og listasviðið eitthvern vegin, og hver veit, eg er ekki fra þvi að eg stefni a það! :)


mánudagurinn 23. agust

kl. 20:27

Eg er svona að koma mer fyrir i nyju tölvunni minni, en eg keypti mer ferdatölvu um daginn... Apple að sjalfsögðu! ;)
Eg er enn a höttunum eftir vefsiðuforriti sem að styður islenska bokstafi, en þetta er min fyrsta misheppnaða tilraun.
I dag var fyrsti skoladagurinn og gott að sja alla gömlu vinina aftur, sem eg helt að væru hættir i skolanum, en einnig bar nokkuð a flottamönnum ur öðrum skolum sem maður kannaðist við smettið a.
Stundataflan min er vægast sagt hörmuleg... Eg sotti um 24 einingar, en fekk aðeins 14 i töfluna mina og er aðeins i einum tima a þriðjudögum... og sa timi hefst stundvislega klukkan 8 um morguninn og lykur 80 minutum seinna... þa get eg lagst undir feld að nyju. Eg for vitanlega i töflubreytingu, en sama hvað eg reyndi, ekkert virtist passa i töfluna... Eg gratbað meira að segja um að fa að fara i Veðurfræði 103, en an arangurs... Svona verður þetta þa bara að vera, tek þa þessar 16 sem eg a eftir bara a næstu önn... Eg vona innilega að þær komi til með að passa i töfluna þegar þar að kemur.


mánudagurinn 19. júlí

kl. 20:27

Úff, letibloggari get ég verið... En ég ætla að ráða bót á því núna. :)
Það er helst frá því að segja að ég á afmæli á morgun! :D
Að venju verður líklega skellt sér á Hard Rock, en það er ávallt eitthvað skemmtilegt að gerast á þeim bænum á afmælinu mínu. En nú ætla ég að þylja upp eitt og annað skondið, merkilegt og skemmtilegt sem að bar upp á afmælisdaginn minn (20. júlí):

1947: Carlos Santana fæddist í Mexico, en hann er frægur fyrir lög eins og "Black Magic Woman".
1810: Kólumbía krefst sjálfstæðist frá Spáni.
1872: Mahlon Loomis fær einkaleyfi fyrir þráðlausu dótaríi og útvarpið fæðist.
1878: Fyrsti síminn kemur til Hawaii.
1881: Höfðingi Sioux ætbálksinns, Sitjandi Boli, gefst upp fyrir illu kúrekunum frá BNA.
1938: Finnnar fá að halda Ólympíuleikana 1940 eftir að Japanir draga sig í hlé.
1944: Bandaríkjamenn gera innrás í Guam, þá setið af Japönum í Síðari heimsstyrjöldinni.
1944: Von Stauffenberg klikkar á að láta Hitler hrökkva upp af í Síðari heimsstyrjöldinni.
1949: 19 mánaða barátta Ísraela fyrir sjálfstæði endar.
1956: Frakkar viðurkenna sjálstæði Túnis.
1960: Kafbáturinn George Washington varð fyrstur kafbáta til að skjóta Polaris eldflaugum í kafi.
1960: USSR sækir til baka tvo hunda sem skotið hafði verið út í geiminn, þessir hundar urðu fyrstu lífverurnar sem að lifðu af veru úti í geimnum.
1968: Jane Asher hættir með Paul McCartney í beinni sjónvarpsútsendingu.
1969: Fyrstu mennirnir stíga fæti á Tunglið: Neil Armstrong og Edwin Aldrin, en þeir brúkuðu geimskipið Apollo 11 sem skotið var á loft í þessa för fjórum dögum fyrr, en það er einmitt afmælisdagurinn hennar Tótu minnar! :D
1970: Fyrsta barnið fæðist á hinni alræmdu fanga eyju Alcatraz.
1974: Tyrkir gera innrás á Kýpur.
1976: Bandaríska geimfarið Viking 1 lendir á Mars á svæðinu Chryse Planitia, fyrsta lendingin á Mars.
1985: Kafarar finna flakið af Spænska skipinu Atocha.
1991: Mike Tyson sakaður um að hafa nauðgað ungfrú Ameríku.
1996: 26. Ólympíuleikarnir hefjast í Atlanta, Georgíu.

Þá segi ég þessari upptalningu minni lokið í bili. :)
Við Tóta ákváðum, í veðurblíðu laugardasins síðasliðins, að skella okkur með veiðigræjur á Þingvelli og næla okkur í fisk í soðið og brúnku í leiðinni. En neeeeeeei... Á Þingvöllum var að venju skítakuldi og þvílíkt rok að það var brim á Þingvallavatni! Ég, sem er þrjóskan uppmáluð þegar að svona kemur upp á lét vindinn sem vind um eyru þjóta og byrjaði að veiða. Þetta reyndist vera ágætt, þangað til að annað par kom og byrjaði að veiða ALVEG OFAN Í OKKUR!! Maðurinn virkaði aðeins kunnugur fiskeríinu, en konan hafði líklega aldrei veitt áður og blótaði ægilega á eitthverju hrognamáli þegar hún fór rangt með veiðarfærin. Hún tók sér veiðistað c.a. 1,5-2m frá mér. Hún var þó flót að komast upp á lagið með að henda út, ég lét mér fátt um finnast enda hafði ég valið þennan veiðistað af kostgæfni og varð fisks var í nánast hverju kasti. Loksins gleypti fiskur á hjá mér og ég sneri mér við til þess að losa úr honum og rota, en hvað sé ég þegar ég sný mér aftur við til þess að halda veiðunum áfram!?!? KONAN VAR BÚIN AÐ TAKA VEIÐISTAÐINN MINN!!!!! Ég botna ekkert í svona frekju, en vildi ekki vera dónalegur á móti og lét ógert að hrinda henni út í vatnið og strunsaði til Tótu. Á endanum gáfust þau upp á veðurguðunum og fóru og ég fékk staðinn minn aftur, en varð einskis var eftir þetta. *FRUSS!!!*
Í vinnunni um daginn urðu fagnaðarendurfundir, eða hitt þó... Ég fékk dágott höfuðhögg frá járnaborðadraslinu alræmda, en ég hafði steingleimt fyrrum samskiptum okkar frá því herrans ári 2003, en höggið frá því rifjaði upp minningar og ég fór að gramsa í Gamla Óhappablogginu og rakst þá á smá lýsingar af slysum sem þessu með járnaborðadraslinu, en eflaust voru þær fleiri lýsingarnar, en eru nú glataðar (sjá fyrstu færslu þessa óhappabloggs). Járnaborðadrasl þetta er staðsett á fjórum litlum hjólum sem að eru mjög mikið fyrir það að velta undan og rykkja járnaborðadraslinu snögglega til, mér oft til mikils ama og sársauka. Nú ætla ég að endurbyrta gömlu færslurnar:

Föstudagurinn 13. júní: 2003 *hrrrr...* :S
-Ég átti að taka eitthvað járnaborðadrasl úr vöruliftunni í vinnunni, þegar ég var að taka það út datt það af hjólunum og einn borðfóturinn sló mig í ennið... Sem var vont.

mánudagurinn 16. júní:
- Ég þurfti aftur að glíma við sama járnabrotadraslið og ég slasaði mig á á föstudaginn 13. Nú hins vegar hafði ég varann á í þetta skiptið og passaði mig sérstaklega á því að fá það ekki í hausinn. Ég byrjaði að ýta þessu áfram og hafði augun á efri parti járnabrotadraslsins svo það myndi ekki berja mig í hausinn á ný. *KLONK!!!* Æpandi sársauki tryllti mig er járnaborðadraslið pompaði ofan á ristina á mér (sem ég hafði brotið áður, en sleppt því að fara til læknis... Beinin greru saman af sjálfu sér). Þetta var mjööög vont! :S

Aaaah, gömlu góðu dagarnir, þegar óhappabloggið einskorðaðist við óhöpp... Kanski ég ætti að fara að reyna að lífga það við á ný? ...Altént upp að vissu marki.


Föstudagurinn 26. júní

kl. 15:08

Eflaust hafið þið tekið eftir nýju setingunni hér efst á Óhappablogginu: "MAÐUR HOPPAR EKKI Á KJÖRSTAÐ!!! o_O"
Hún er komin frá því að ég skellti mér að kjósa áðan. Á kjörstað var þarna unglingsstrákur með mömmu sinni, öll svakalega fínt klædd og reyðubúin að kasta atkvæði sínu um örlög lýðveldissins. Ekki veit ég hvað vakti fyrir unglingspilltinum, en allt í einu hoppaði hann hæð sína í loft upp, mömmu hans til mikils ama. Þá fengu þessi fleygu orð byr undir vængi sína og aumingja strákurinn gretti sig ógurlega í skömm sinni er allt hitt fína fólkið starði á hann.


Þetta var allt sem ég vilti sagt hafa um hina óskráðu reglu um ögrun þyngdaraflsins á kjörstöðum landsmanna.

Í kvöld verður sötrað á Asahi, uppáhalds bjórnum mínum. Bruggaður m.a. úr hrísgrjónum. Ég mæli með að þið prófið hann við tækifæri! ;)


Föstudagurinn 18. júní

kl. 22:11

Ég hitti Herra Lárus í Ríkinu á miðvikudaginn!! Hann leit nákvæmlega eins út og hegðaði sér mjög svipað! Ég var á undan honum í biðröðinni á kassanum og var spurður um skilríki, þá hló Herra Lárus og mælti: "Ég er sjaldan spurður um svona nokkuð nú til dags!"
Ég spáði í að spyrja hann um eiginhandaráritun, en lét óvenju skært bros til sköpunarverks míns nægja að svo stöddu. :P
Í anda 17. júní ákvað ég að búa til nýtt þjóðrembuþema fyrir símann minn. Nú hringir hann þjóðsöngnum í þessari útgáfu! ;)


Miðvikudagurinn 10. júní

kl. 11:04

Nú, það var víst 10. júlí... oh, jæja...

kl. 16:46

Jæja, í kvöld mun árgangurinn minn úr Snælandsskóla hittast yfir öli. Flest þetta fólk hefur maður rekist á a.m.k. einu sinni á þessum fimm árum síðan við útskrifuðumst, en þó ekki allt... Þetta á eftir að verða forvitnilegt svo ekki verði meira sagt.
Ég er farinn að hanga alltof mikið á netinu... Í vinnunni um daginn átti ég ásamt vinnufélögum mínum að koma allmyndarlegum sófa í hús í Breiðholtinu, ég var sendur upp á skrifstofu til þess að spyrjast fyrir um addressuna. Ég trítlaði upp á skrifstofuna og spurði: "Hvað er URL-ið!?"
En nú er ég að missa af Ríkinu.


Þriðjudagurinn 7. júní

kl. 01:00

Jæja, þá er maður búinn að klára alla plástrana úti í vinnu. Mér tókst að skera mig svona líka rosalega framan á fingurgómana með pappakassa. Þarna særðust langatöng og baugfingur hægri handa og blæddi í gegn um fyrsta settið af plástrum, svo ég fékk mér annað sem varð fljótlega óþægilegt sökum storknaðs blóðs og ég er nú í þriðja parinu.
Ég er núna að vinna í því að skanna inn eina og eina ljósmynd úr ljósmyndunaráfanganum. Þetta gengur hægt, en verður fljótlega komið hér á síðuna er ég hef lokið mér af.
Svo ætla ég að fara að blogga meira, þetta gengur ekki.


Fimmtudagurinn 27. maí

kl. 20:39

ALMÁTTUGUR!!!
Rakst á ÞESSA MYND á barnavöruauglýsingarsíðu barnalands. Þarna hægra megin á myndinni gefur að líta þessa fjallmyndarlegu manneskju að sinna erindum sínum á dollunni!
Upprunalegu auglýsinguna og myndina má sjá hér.


kl. 19:19

Ég skoðaði mig um á nýja smíðaverkstæðinu úti í vinnu í dag. Leit nokkuð vel út, en að sjálfsögðu þurfti ég að fá flís. Hún var ekki stór og nokkuð basl var að ná henni úr með guðsgöfflunum einum saman, en um það bil sem að það var rétt að takast rakst Stebbi, vinnufélagi minn, utan í mig og nú hringsólar flísin líklega um eitthvers staðar í blóðrásinni.
Ég var plataður til þess að taka nokkra leiki við hina umsjónarmennina á iSketch. Leikurinn snerist um það að einn teiknaði ákveðin lit og hinir áttu að giska á hver liturinn var... Flestir vinir mínir vita að ég er litblindur og hafnaði ég því í síðasta sæti hvað eftir annað. Ég gafst svo að lokum upp segjandi að ég væri litblindur og væri orðið frekar illt í augunum á því að reyna að sjá hvort umræddur litur var grænn eða grár. Þetta sá einn umsjónarmaðurinn, sem reyndist vera móðir þriggja litblindra drengja og var einn þeirra staddur hjá henni. Eftir að hafa spjallað örlítið við hana sagði hún mér frá því að strákurinn sem að var staddur hjá henni hafði alltaf ætlað að verða orustuflugmaður, en það hefur mig alltaf langað til að leggja fyrir mig, en litblindir mega ekki: fljúga flugvélum, stýra skipum eða stjórna lestum. Ég sagði henni hvaða tegund af orustuþotu mig hafði alltaf langað til að fljúga... Viti menn, nákvæmlega sama týpa og sonur hennar ætlaði sér að flúga! Frekar súrt að mega ekki einu sinni reyna að taka flugprófið á þetta. Ég sagði henni að ef að sonur hennar hefði samt áhuga á því að ganga í herinn, þá gæti hann alltaf reynt að gerast leyniskitta (sniper). Herinn er víst alltaf að leita að litblindum leyniskittum sökum þess að litblindir sjá betur í myrkri og láta ekki gabbast af felulitum (camoflash). Ég bjóst við að hún myndi skamma mig fyrir að koma svona hugmyndum inn í kollin á syni sínum, en þess í stað varð hún mjög þakklát og sagðist vera mér skuldbundin til æfiloka ef að þetta gengi eftir hjá syni hennar. Svona eru Bandaríkin merkileg! :P
Ég keypti mér nýja skissubók og kem til með að skanna inn innihald hennar við og við og henda hingað inn. Einnig á ég örugglega eftir að henda inn eitthverju af ljósmyndunum sem ég tók fyrir ljósmyndunaráfangann í skólanum.
Á morgun mun ég halda í sumarbústað með Tótunni minni og dvelja þar á helginni. Heitipottur og alles! :D :D :D


Þriðjudagurinn 18. maí

Jæja, þá hefur maður loksins tíma til þess að sinna þessari blessuðu síðu á ný. Þrívíddarsafnið mitt er tilbúið (á eftir að fínpússa það eitthvað aðeins seinna) og þú mátt endilega trítla um safnið með því að smella hérna. (smellið á myndirnar til þess að rölta um safnið og skoða, haldið músinni kyrri yfir myndini til þess að sjá fyrirfram hvað gerist ef smellt er á viðkomandi stað).
Ekkert blogg skal ósnortið af evróvísjóninu og hér er mitt inntak: Þetta er í fyrsta skiptið sem að lagið sem að ég fílaði best vann og líka fyrsta skiptið sem að Íslandi gekk betur en ég átti von á.
Ég sótti einkunnirnar mínar í dag ásamt öllu dótaríinu sem að ég hef verið að vinna að uppi í skóla. Mér er óhætt að segja að flest fögin fengu að líða fyrir vinnu mína á þrívíddarsafninu mínu: ég gleymdi að mæta í eitt próf, gleymdi að skila af mér ljósmyndunum mínum (skanna þær inn seinna), ég gleymdi að gera lokaverkefni fyrir bókagerðaráfangann þrátt fyrir að vera búinn að útvega heilan helling af leðri fyrir það (verkefnið gilti 80%) og ég tók mér ALLT OF lítinn tíma til þess að læra fyrir íslenskuprófið.
Ég var þó svo heppinn að fá sjens til þess að skila ljósmyndunarverkefninu á prófsýningunni til snöggrar yfirferðar, en þó svo að hafa ekki mætt í ljósmyndunarprófið og ekki skilað neinu, þá hafði kennarinn skráð 5 í lokaeinkun svo hún hlýtur að hafa verið ánægð með myndirnar. Þegar ég svo skilaði, reiknaði hún saman lokaeinkunina:
Ritgerð: 9
Verkefni 1: 0!? o_O
Verkefni 2: 8.5
Lokapróf: 0 (gleymdi að mæta)
Saman gerði þetta 4,5... hvað hafði komið fyrir verkefni 1 var ofar mínum skilningi og varð ég nú að finna það innan hálftíma til þess að fá ekki falleinkun. Ég leitaði dyrum og dyngjum en fann ekkert, en þá, skyndilega, man ég hvað ég hafði gert við verkefnið. Ég lét strák úr öðrum hóp, hjá sama kennara, hafa verkefnið til þess að láta hana fá það. Það sem verra var, var það að ég hafði ekki glóru um hver þetta var sem að ég lét fá verkefnið. Ég byrjaði að gramsa í annara manna verkefnum til þess að athuga hvort einhver hafði skilað mínu sem sínu (svo örvæntingarfullur var ég). Kennarinn gafst upp á að bíða eftir verkefninu og tók stefnuna á útidyrnar, en sneri sér við í gættinni, tók upp lykil og opnaði læstan skáp í herberginu og spurði:
"varstu nokkuð búinn að leita hérna?" Ég hamaðist við að hemja mig frá því benda kennaranum á hve asnaleg þessi spurning var á meðan ég gægðist inn í skápinn... Viti menn, þarna lá verkefnið mitt!! Ég var svo glaður að ég fæ því ekki með orðum lýst. Kennarinn brosti og sagðist ætla að fara að laga einkunnina mína. Ég ætla að láta framkalla eitthvað af þessum myndum í fagnaðarskyni!! :D


kl. 18:32

Jæja, þá tók maður íslenskuna með glans! :D
***Á meðan, í meðalstórri borg, sem nú er rústir einar, við Karíbahafið, sitja tveir illa á sig komnir vísindamenn og ákveða í sameiningu að byggja ekki svona stóran kaldhæðnismæli aftur.


Fimmtudagurinn 6. maí

kl. 17:12

Úff, langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna, en ég er búinn að vera upptekinn við þrívíddarverkefnið, sem að mun verða komið hér á síðuna á morgun ef að allt gengur eftir.
Hér eru tvær nýlegar prufumyndir af safninu:
Áferðaprufa: þessi áferð leit hlægilega vel út, en það tók yfir hálftíma fyrir tölvuna að vinna hana í meðalgóðri upplausn, svo að ég varð að finna eitthvað minna tímafrekt.
lýsingin: Hér er ég búinn að skella nokkrum myndum inn í safnið og taka þakið af til þess að skoða.
Jæja, best að fara að drulla sér í að læra fyrir þetta bölvaða íslenskupróf. Er búinn að falla tvisvar á því, en allt er þegar þrennt er... Þ.e.a.s. annað hvort næ ég því og þarf aldrei að sjá þetta próf framar, eða þá að ég fell og má aldrei sjá það framar.


Miðvikudagurinn 14. apríl

kl. 19:25

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationRuler of the World
Yearly income$990,646
Hours per week you work80
EducationVery little
Created with quill18's MemeGen 3.0!

Ekki er þetta nú af lakari kantinum! ;)


kl. 13:20

Enn og aftur hefur Tóta dregið úr raunum mínum. Breytingarnar eru eftirfarandi að þessu sinni:

1) Í ógeðisdrykkjarúrdrættinum voru aðeins fimm manns, en ekki tuttugu.
2) Súrmjólkin var jarðaberjasúrmjólk.
3) Það var ekki til smjör og þess vegna innihélt ógeðisdrykkurinn ekki neitt slíkt.


kl. 12:20

Ég skrapp í barnaafmæli til Stefáns frænda í gær. Var þar margmenni að venju, en samt aðeins helmingur þeirra er mættu í fyrra. Í afmælinu var leikjadagskrá sem samanstóð af hinum ýmsu leikjum, þar á meðal var dregið út fórnarlamb sem varð að drekka svokallaðan "ógeðisdrykk". Af hátt í 20 fórnarlömbum var hver annar en hann ég sjálfur dreginn út. Ég lét mér hvergi bregða, enda vanur slíkri óheppni og hef ég fullvissað mig um að ef um happadrættisúrdrátt hefði verið að ræða, þá hefði einhver annar unnið.
Innihald ógeðisdrykksins svokallaða er nokkuð óljóst, en meðal þeirra hluta sem að ég sá að í voru settir voru: Súrmjólk, Pepsi, tómatsósa og smjör. Áferðin á ógeðisdrykknum var eins og á vatnsblandaðri útrunninni mjólk + brúnn eða rauður. Ég þambaði ósköpin í einum teig og hamaðist við að halda andlitinu sem að gekk nokkuð vel þótt ég segi sjálfur frá. Verðlaunin voru bangsapezkarl og rosadraumur. Ágætis sætindi til að draga athygli mína frá óbraðinu sem að átti hug minn allan þá stundina.

Annars er frá því að segja að ég er búinn að sjóða saman Nova útlit fyrir nýja Ericsson símann minn og er hægt að sjá hvernig það lítur út hérna. Fyrir þá sem að eru með Ericsson T610, T616 eða T618, þá er hægt að ná í þetta hingað. (ef þú átt öðruvísi Ericsson síma sem að bíður upp á themes og þig langar í nýtt, þá máttu endilega láta mig vita, ég hef gaman að því að gera þetta :).


Miðvikudagurinn 7. apríl

kl. 04:22

Ah, mér þykir gott að hvíla óhappabloggið aðeins eftir að hafa sagt eitthvað særandi um einhverja manneskju og þurft að fjarlægja færsluna.
Jæja, ég fór að gramsa pínu á netinu og fann, mér til mikillar skemmtunar, MIDI skrár (má nota sem hringitóna í flesta síma yngri en frá 2003) sem að innihéldu tónlistina úr mörgum uppáhalds tölvuleikja minna úr barnæsku. Ég skellti þessu öllu saman inn Hérna ef að aðrir skyldu vera áhugasamir.
(Til þess að fá þessa hringitóna í símann, veldu þér leik, skoðaðu lögin, smelltu á eitthvað sem þig langar í og þá byrjar það að spilast. Ef þú fílar það, farðu þá í símann þinn og inn á WAPpið, veldu "enter address" og skrifaðu inn urlið (ATH. stóra og litla stafi) fyrir lagið sem þig langar í.)

Ég ætla að reyna að komast í að láta fjarlægja saumanna úr hægri augnbrúninni minni í dag... OOOOH!!! Ég haaata spítala!! :S


mánudagurinn 5. apríl

kl. 09:08

Vííííj!!! Það er komið páskafrí!!!! :D :D :D


Laugardagurinn 3. apríl

kl. 22:47

Jæja, það var hardcore drykkjutrivial í gær. Ég, Aggi og Einar Steinn áttumst þar við. Röngum svörum var refsað með drykkju og horfur voru fyrir spennandi lokabaráttu milli mín og Einars, en þá slökknaði á karlinum. Aggi var orðinn ansi svartur á tímabili, en tókst að rétta sig af... Ég vann minn fyrsta Trivial leik, en ef til vill var það ekki sanngjant því að samkvæmt símanum mínum innihélt blóð mitt minsta magn áfengis af okkur þremur... Tæknilegur sími, ekki satt? :P


Föstudagurinn 2. apríl

kl. 01:06

Ég hef safnað krónum um þónokkurt skeið og státa nú af allmyndarlegu safni. Safni þessu hef ég komið fyrir í ofvaxinni plastkókflösku sem að Snefa frænka gaf mér hér forðum eftir að hamsturinn hennar, heitinn, meig í hana.
Magga vinkona, nágranni og félagi í Nátthrafnaklúbbnum, kíkti í stutta heimsókn eftir að hafa malað mig í pool. Sú heimsókn endaði með því að hún rak augun í krónusafnið mitt fyrrnefnda og ég bauð henni að athuga hvort hún gæti loftað því, það tókst ekki og nú langaði mig til þess að gá hvort að ég gæti það ennþá, en ég hafði ekki reynt það síðan ég var að æfa sem strangast. Ég tók um flöskuhálsinn og lyfti... *SPLASS!!* Ég hélt ekki að ég myndi lifa það að sjá peninga flæða í raun og veru... Mér varð skyndilega ljóst að satan hafði bænheyrt mig enn á ný. Möggu brá svo við hvellinn sem að myndaðist þegar að flaskan brotnaði að hún missti bíllyklana sína og þeir urðu undir peningafjallinu. Tók það þónokkurn tíma að grafa þá upp. Krónurnar lágu út um allt gólf, en þær sem að lentu á gólfinu eru áætlað á milli þrjú til fjögurþúsund talsins (hver sá sem að rengir þá upphæð skal fá að telja þær, eina í einu). Nú blasir við mér það strembna verkefni að týna þær upp... Ein, tvær, þrjár..............
hér má sjá leifar af krónuflóðinu mikla og hér gefur að líta krónusafnið mitt eftir slæma útreið.

Iguana eðlur eru skrýtnar verur að eðlisfari og er hann Elli minn þar engin undantekning. Eðlur af þessari tegund reka tunguna í allt sem þær sjá, svona til þess að öðlast betri kunnáttu á því hvað þarna er á ferðinni. Þetta er allt saman gott og blessað nema hvað að ef að þessar eðlur reka tunguna í eitthvað sem að þær halda að þær geti étið, þá gera þær það, algerlega óháð því hvort bragðið sé gott eða slæmt. Ég hleypti Ella út í skoðunarferð um herbergið í gær, enda var hann byrjaður að reyna að rispa í sundur glerið í búrinu sínu af frelsisþrá. Ég hafði annað augað á honum ef ske skyldi að honum langaði að fá sér krónu... Ég vissi af honum á öruggum stað krónulega séð og var ekki mikið að virða fyrir mér athæfi hans, en allt í einu sé ég að hann er búinn að velta ruslafötunni minni við (þessi dýr elska að hrinda, velta og brjóta stóra hluti og hefur hann örugglega skemmt sér konunglega við að sjá krónuflöskuna mína brotna) og var í því að sporðrenna heilum helling af klósettpappír sem að hafði verið í ruslafötunni minni. Ég stökk til og hrifsaði góssið frekjulega af honum. Hann kunni augljóslega ekki vel við þetta viðhorf mitt og lallaði fýldur aftur inn í búr. Eflaust hefur honum þó þótt þetta miður gott á bragðið því að hann gretti sig og rak út úr sér tunguna á leiðinni inn í búr aftur.

Jæja, mér er hollast að fara að taka til í herberginu mínu... Ein lítil, tvær littlar, þrjár littlar krónur... Fjögur lítil, fimm lítil, sex lítil... oh, rusl er ekki til í fleirtölu...

Að auki ber að minnast á að þrívíddargallerísverkefnið mitt er komið vel á veg.


Sunnudagurinn 28. mars

kl. 15:24

Hann varð viðburðarríkur föstudagurinn hjá mér. Ég skellti mér á kosningavöku MR-inga með Tótu og Silju. Við mættum á kosningavökuna, sem haldin var uppi í Glæsibæ, rétt undir lokin og bjuggums við að bjórkvöldið myndi verða beint á eftir, en nei... "Jæja, góðir gestir, nú verður hlé í eina klukkustund áður en gleðskapurinn tekur við!"
Hvað er hægt að gera uppi í Glæsibæ seint að kvöldi í heila klukkustund? Karókíbar... Ég settist niður með glas af bjór og geymdi úlpuna mína á stólbakinu. Svo tók ég eftir kunningja mínum, Eyjó, á borði sem að var háreyst og við hliðina á mínu borði. Ég stóð upp og rak augun í svolítið sem að olli mér þónokkrum óhug. Á borðinu kenndi ég allt innihaldið úr innri vasa úlpunnar minnar! Sem betur fer er ég þjófhræddur að eðlisfari og var því búinn að taka allt verðmæti úr úlpuvösunum áður en ég lét úlpuna á stólinn.
Þegar við höfðum dvalið á barnum í rúm þrjú korter bárust Tótu SMS skilaboð þess efnis að bjórkvöldið hafði verið fært (korteri áður en það átti að verða) niður á Opus 7 í Hafnarstrætinu. Við ákváðum að fara ekki alveg strax þangað því að stelpurnar voru búnar að panta sér lag og ætluðu að bíða eftir því. Á meðan skellti ég mér í pool og vindlareykingar, það fór víst eitthvað fyrir brjóstið á Tótunni minni en allt reddaðist.
Stelpurnar sungu lögin sín óaðfinnanlega og var nú haldið niður á Opus 7. Við höfðum ekki dvalið þar lengi þegar út brutust slagsmál milli dyravarðar og djammara... Líklega var þetta eitthvað persónulegt þeirra á milli, því að eftir því sem ég best veit, þá eiga dyraverðir að yfirbuga svona ærslabelgi, ekki kýla og sparka. Ég ákvað að skerast í leikinn, sem og ég hef alltaf gert... Ég hélt dyraverðinum á meðan aðrir reyndu að hafa hemil á djammaranum, það fór ekki betur en svo að ég fékk stól í hausinn, missti takið á dyraverðinum sem að þaut út og það byrjaði að blæða úr hausnum á mér... Ég skellti mér inn á bað til þess að þrífa mig áður en ég hélt út fyrir.
Fyrir utan stefndi í önnur slagsmál, einhver stelpa hreytti út úr sér blótstyrðum, baðaði út öllum öngum og gerði sig líklega til þess að hjóla í einhver gaur sem að var kominn í ham. Ég fór og talaði við stelpuna sem að sagðist vera pirruð því að gaurinn hafði kallað hana hóru. Síðan hljóp hún framhjá mér og beint í áttina að gaurnum, sem að kýldi hana af allmikklum þunga. Það leið ekki langur tími þangað til að gaurinn var kominn í götunna og nokkrir gaurar léku sér að því að sparka í hann. Ég stóð hjá og aðhófst einskis, enda fannst mér hann eiga þetta skilið. Þá fékk ég annað högg, einhver fáviti hafði kýlt mig aftan frá. Ég sneri mér pirraður við, enda finnst mér ekkert notalegt að vera kýldur bara sí svona. Við mér blasti náungi sem að minnti einna helst á Fjölni tattú, nema það að þessi varð undarlegur á svipinn þegar ég sneri mér við og bakkaði frá, ég byrjaði að tönglast á því við hann að hann ætti að segja vini sínum að maður kýlir ekki stelpur. Svo dróg Tóta mig í burtu.
Tóta var svo ekki lengi að skemma þessa minningu mína með því að gera lítið úr henni: Tattúgaurinn kýldi eins og skátastelpa og ég var ekki laminn með stólnum, heldur rakst hann í mig þegar það var verið að taka hann af gaurnum og þar að auki var hann úr plasti... Það hefur nú verið eitthvað hart í þessum stól því að ég kom við á slysó á leiðinni heim og voru saumuð þrjú spor.
Þegar við komum á slysó horfði ég á brot úr myndinni Evolution áður en mér var vísað inn. Við mér tóku tveir læknanemar og hjartað á mér tók kipp, en ég ákvað að bíta á jaxlinn. Ég segi það nú að ég er hræddur við lækna, sprautur og sjúkrahús, en ég er ennþá hræddari við læknanema með sprautu á sjúkrahúsi standandi yfir mér. Ég sá að læknanemarnir voru örlítið stressaðir, þannig að ég reyndi bara að vera skemmtilegur og spjallaði um allt milli himins og jarðar... Á meðan ég næstum mölvaði hendurnar á Tótu með því að kreista þær af almætti.
Þegar ég svo vaknaði svo daginn eftir var ég viti mínu fjær af pirringi, því það var eins og sandkorn hefði tekið sér bólfestu undir vinstra augnlokinu á mér. Ég var samt að rifna úr þynnku og aumingja Tóta reyndi hvað hún gat til þess að fá mig til þess að gefa henni eitthvað merki um það hvort ég vildi verkjatöflu eður ei... En þessi einfalda "já-nei" spurning var mínum nýhrissta og skrælþunna heila um megn.

Það er annars frá því að segja að ég er loksins búinn að kaupa mér nýjan síma, en skjárinn á þeim gamla var mölbrotinn og aðeins var hægt að sjá því sem nemur 1x40 pixela svæði af skjánnum... Engin SMS og ef að ég missti af símtali, þá var það ómögulegt að sjá hver það var og hvenær. Nýja símann fékk ég á góðu verði (15.000 kr.) og er hann af gerðinni Sony Ericsson T610. Þessi sími er alger draumur og ég er nú þegar búinn að kaupa mér tvö forrit á hann: Drunken Fun; Tugir drykkjuleikja og hanastélsuppskriftir í hundraðatali, og Trivia King; Spurningaleikur með mörgum flokkum spurninga og hægt er að sækja ókeypis nýjar spurningar vikulega.
Og hvað er að ske!? Alliat hinn bókasnauði var að kaupa sér heilar fimm bækur! o_O
Ég uppgötvaði nefnilega eina gargandi snilld: Farsímabækur, þ.e.a.s. bækur inni í farsímanum. Ég er ekki manneskja sem að ligg uppi í rúmmi og les bækur. Einu skiptin sem að ég myndi grípa í bók, eru þau þegar ég er eitthvers staðar úti og þarf að bíða eftir eitthverju, en þá er vitaskuld engin bók nálæg.
Hér eru bækurnar sem að ég keypti á rúmar 230 kr. stykkið:

Around The World In 80 days.
The Adventures of Sherlock Holmes.
Memoirs of Sherlock Holmes.
Robinson Crusoe.
The Odyssey by Homer.

Vonandi verður þetta til þess að ég fari nú að lesa meiri bókmenntir. :P


mánudagurinn 22. mars

kl. 03:19

Arg! FTP forritið mitt sem að ég nota til þess að uppfæra þessa síðu hefur sungið sitt síðasta... Ég ætla að reyna að prófa annað forrit núna...
Annars, þá var ég að enda við að glápa á myndina The War of the Worlds frá því herrans ári 1952. Hún hefur elst mjög vel og mæli ég með því að þeir sem að hafa ekki séð hana kíki á hana við næsta tækifæri.
Á laugardagskvöldið var kjallaradjamm hjá mér. Þangað mættu Tóta, Aggi ásamt bekkjarbróður sínum og svo loks Snefa frænka. Tóta var bíllaus og tókst okkur að fá Snefu til þess að ná í hana annars staðar í Kópavoginum... Með smá viðkomu uppi í Grafarvogi. Ég fór í bíltúrinn, en Aggi mátti bíða einn heima vegna þess að einhver varð að hleypa bekkjar bróður hans inn. Við náðum í Tótu og héldum upp í Grafarvog. Þar stoppuðum við hjá Snefu í þrjú korter að skoða myndir af fuglunum hennar og tók Aggi að reka á eftir okkur, enda bekkjarbróðir hans löngu kominn og hengu þeir bara heima í aðgerðarleysi. Þegar við vorum búinn hjá Snefu fórum við á annan stað í Grafarvoginum til þess að sækja tvo vini hennar sem að ætluðu að vera tilbúnir... Svo var ekki, annar þeirra var í sturtu og við biðum í korter eftir honum. Þegar sturtan var yfirstaðin tilkynnti gaurinn okkur að hann ætti bara eftir að þrífa klósettið heima hjá sér áður en hann kæmi út... við biðum í annað korter áður en að hann hringdi og tilkynnti okkur að þeir félagarnir hefðu ákveðið að redda sér fari annars staðar... Þegar við svo loksins komum aftur höfðum við verið í burtu í yfir tvær klukkustundir. Var nú haldið niður í kjallarann og setið að drykkju, strákarnir tveir úr Grafarvoginum létu sjá sig og við Tóta skruppum aðeins frá í rúman hálftíma, þegar við komum aftur voru flestir gestirnir farnir og Aggi sat ásamt bekkjarbróður sínum með gítar í hönd. Restin af kvöldinu var mjög ánægjuleg, sem betur fer.
Finnst mér ég knúinn til þess að minnast á að leiðindi Agga á meðan við vorum uppi í Grafarvogi mátti augljóslega sjá er ég kveikti á Makkanum mínum í dag, svo ekki sé meira sagt.


Föstudagurinn 19. mars

kl. 20:14

Ég ætla að nota þetta tækifæri til þess að senda Tótunni minni KNÚÚÚÚÚÚÚS!!! ;)
Ég skellti bílnum í skoðun loksins, enda komin tími til (átti að skoðast í september á síðasta ári). Bílaskoðunargaurinn trítlaði undir bílinn og byrjaði að pota í allt... Hann potaði gat á bremsurörið og bremsuvökvinn tók að leka út, svo vatt hann sér upp að mér og sagði: "ég get ekki hleypt bílnum þínum í gegn um skoðun, bremsuvökvinn lekur."
Jæja, það er betra að það var fingurinn á bílaskoðunargaurnum gerði gatið heldur en steinn á þjóðveginum... Það kemur nefnilega fyrir að ég þurfi að nota bremsurnar endrum og eins.
Núna gefst ykkur einstakt tækifæri til þess að fá nasasjón af því sem að ég er að bardúsa í skólanum: smella hér!


Fimmtudagurinn 11. mars

kl. 05:26

Oh, ég sem að ætlaði að sofna á skikkanlegum tíma... Ég ákvað að skella mér á einn leik í iSketch áður en ég færi að sofa... hér eru tvær myndir sem ég teiknaði þar: Tom Green og Raphael.
Tom Green myndin minnir mig reyndar frekar á gaurinn sem að lék þarna dularfulla gaurinn í Harry Potter 1. :P

Dagurinn byrjaði frekar illa hjá mér. Ég var ræstur af Joe félaga mínum um eitt leytið og þá voru rúmir þrír tímar af svefni að baki. Ég gat ekki drullast á fætur og heyrði mömmu segja við mig að það væri dónaskapur að sofa þegar maður væri með gesti. Ég svaraði að það væri dónaskapur að senda gesti inn til manns þegar maður væri sofandi, það samtalið varð ekki lengra.
Síðar fékk ég símtal frá Bjarka, vini mínum, og við mæltum okkur mót út í Keiluhöll hálftíma síðar... Ég gat ekki hringt í Bjarka því að það er búið að loka á símagreyið mitt. Ég beið í keiluhöllinni í hálftíma áður en ég ákvað að fara út í bíl og bíða þar og fá mér sígó og hafa það gott... það fór ekki betur en þannig að ég steinsofnaði í bílnum og vaknaði fjórum tímum síðar, ekkert hafði bólað á Bjarka í millitíðinni. :S


Miðvikudagurinn 10. mars

kl. 09:24

Ég skrapp niður í bæ á bílnum mínum á laugardagskvöldið til þess að skutla tösku til hennar Silju. Ég var varla búin að stöðva bílinn þegar að ég heyri háan dynk og svo flösku brotna. Einhver þroskaheftur fáviti hafði hent flösku af löngu færi og hæft bílinn minn. Ég leit spyrjandi yfir straum fólksins er átti leið upp og niður Laugarveginn í þeirri von um að fólk myndi benda mér á sökudólgin... jújú, fólk benti, en engir tveir í sömu átt. Ég ákvað að líta á bílinn eftir skemmdum en fann ekkert strax, en þegar ég gáði betur að, þá kom í ljós að flaskan hafði gatað lakkið á nokkrum stöðum. Sést varla í dag, en eftir svona tvo mánuði verður þetta orðið allsvakalegt ryðgað gat inn í bílinn minn... Ætli tryggingarnar nái yfir þetta? :S

Ég fór í skólann að venju í dag, en um leið og ég kom inn í stofu var bekkurinn rekinn út í íþróttahús... Kennarinn sagði að það væri verið að setja "íþróttahátíðina". Ég vissi ekkert hvað hún var að tala um en varð samt að fljóta með. Ég var ekki fyrr búinn að tilla mér í áhorfendastúkuna þegar mér var kippt upp aftur, ég átti að keppa ásamt fjórum öðrum áf listabrautinni fyrir hönd listabrautarinnar í ýmsum greinum er týpískar voru við slíkt tilefni: þrífótahlaup, pokahlaup, kókosbolluát, tveggja manna konnhnís (kann ekki að skrifa það) og svo loks að troða skeið upp í sig og tilla eggi á hana og keppa þannig... Listamenn eru sjálfselskir og pæla oft ekkert voðalega mikið í því sem er að gerast í kring um sig, nema þá í listrænum tilgangi. Árangurinn endurspeglaði þetta vel, við hlustuðum ekki nógu vel á reglurnar og "gleymdum" oft að fara allar ferðirnar sem að átti að fara þangað til að einhver hnippti í okkur. Við töpuðum fyir liði kennara, félagsfræði- og íþróttabrautar, eitthverju einu liði í viðbót, en við unnum nemendaráðið vegna þess eins að enginn úr því liði lagði í tveggja manna kornhnískeppnina.
Eftir að þessi skömmustulegu úrslit höfðu verið tilkynnt steig flokkur föngulegra stúlkna á svið til þess að kynna skólaleikritið og flytja okkur söng/dansatriði úr því. Þetta gekk fínt fyrstu 10 sekúndurnar, þá sýndi geisladiskurinn úr hverju hann var virkilega gerður (líklega hrauni eða eitthverju) og greinilega sást að ekki var um live söng að ræða. Vandræðaleg þögn lá yfir salnum, þau reyndu þetta þrisvar þangað til aðaðsöngkonan tilkynnti okkur vandræðaleg að græjurnar í íþróttahúsinu byðu ekki upp á live söng og fór að tala eitthvað um söngleikinn. Ég fór að hugsa, fyrst að hún gat talað í míkrófóninn, þá ætti hún líka að geta sungið í hann og þar að leiðandi byður græjurnar í íþóttahúsinu alveg örugglega upp á live söng... Fólk fór að týnast út...
Eftir þessar uppákomur í íþróttahúsinu hélt ég aftur inn í stofu til að halda áfram í tímanum sem að ég mætti í fyrir ósköpin. Stofan var tóm fyrir utan kennarann sem að horfði á mig furðu lostin yfir mætingu minni og sagði:
"Hvað í ósköpunum ert þú að gera hér?"
Ég sagðist vera hér kominn til þess að mæta aftur í tímann.
-"Bíddu, ertu ÞROSKAHEFTUR!?" Hún horfði á mig eins og henni væri fúlasta alvara með þessari spurningu.
Ég sagði henni að það væri önnur braut fyrir þroskahefta og ég væri á listabraut og væri hér kominn til þess að koma í tíma sem að tilheyrði þeirri braut.
Hún þagði í smá stund áður en hún spurði ringluð hvernig í ósköpunum það hefði getað farið framhjá mér að sæludagarnir væru hafnir þar sem ég var einn keppenda á settningu þeirra... Áður en ég gat svarað bað hún mig að hafa sig afsakaða því að hún þyrfti komast að því hvers vegna enginn mætti í sæludagatímann hennar þrátt fyrir ágætis skráningu.
Ég sagði henni áður en hún gekk framhjá mér að ég hefði lesið auglýsingu á upplýsingaskjánnum þess efnis að sæludagarnir væri fallnir niður. Hún neitaði alveg að kannast við þá aulýsingu og ég fann sjálfan mig forheimskast í viðurvist hennar. Við þrættum um þetta í örfáar sekúndur áður en formaður sæludaganefndar kom til okkar. Ég útskýrði fyrir honum að ég hafði séð áðurnefnda aulýsingu á skjánum. Hann brást pirraður við og gargaði: "Lestu ALLA auglýsinguna!! þar stendur: "sæludagar falla niður... Nei ekki þetta árið" blablaBLAH!"
Ég benti þeim báðum á að skrifa stórum rauðum stöfum á upplýsingaskjáinn að sæludagarnir hefðu fallið niður gæti haft þessi áhrif á nemendur.
Kennarinn minn gaf til kynna með líkamstjáningu að ég væri algjör fáviti og sagði að þetta væri auglýsingabrella.
"Jæja, hún virkaði ekki." sagði ég og fór til þess að leyfa henni að halda áfram að furða sig á því hvers vegna enginn mætti í sæludagatímann hennar.
HÉR má síðan skoða umrædda auglýsingabrellu sem að prýddi auglýsingaskjáinn þennan örlagaríka dag er ég gerðist þroskaheftur.


Miðvikudagurinn 3. mars

kl. 18:58

Úff... Í gær ætlaði ég að vera góður við bílinn minn og laga allt það sem þess þurfti. Ég byrjaði á því að skella mér með hann á bílaþvottastöð, fór út úr bílnum, borgaði og áttaði mig svo á því að ég hafði læst lyklana inni í bílnum. Þegar bíllinn var loksins kominn í gegn fékk ég aðstoð starfsmanna við að ýta honum út á plan þar sem að hann var skorðaður með steinum og beið þess að ég gerði eitthvað í málunum. Þarna á bílaplaninu mátti ég dúsa hátt í klukkustund áður en að bjargvættur minn, hún Tóta reddaði bíl og bjargaði mér úr prísundinni.
Ég var að detta inn úr dyrunum eftir að hafa eytt nokkrum klukkustundum niðri í miðbæ að taka myndir af mannlífinu. Aðallega er hér um að ræða portrett myndir, en einnig tók ég mynd af gaur að fleygja sér í höfnina í sundbol. Þegar ég var að trítla um eina bryggjuna á höfninni sá ég svolítið undarlegt, út úr einu kýrauga skips nokkurs skaust hendi haldandi á potti og sturtaði úr honum á bryggjuna. Ég varð of seinn til með myndavélina og rak því höfuðið inn um kýraugað og spurði kokkinn hvort hann væri til í að gera þetta aftur... Það varð löng þögn og maðurinn horfði á mig eins og ég væri dauðinn kominn að ná í hann, síðan lét hann sig hverfa hægt inn í gufuna sem að lá yfir öllu eldhúsinu.


mánudagurinn 1. mars

kl. 06:14

iSketch er alveg hrikalegur tímaþjófur og má kenna þessum tímahnupplara um hvað ég er latur að uppfæra þessa síðu. Ég er búinn að eyða yfir 600klst. þarna og það er búið að mæla með mér sem umsjónarmanni síðunnar (get sparkað fólki o.fl.). En nú er iSketch niðri svo að ég ákvað að röfla eitthvað snyðugt hérna. :P
Hér eru nokkrar skissur sem að ég hef krotað á iSketsh: Batman, Engladrekinn og Optimus Prime (úr Transformers). :D
Ég skellti mér á matarsýningu með Tótu í dag. Þar kenndi ýmissa grasa, en ég er svo forvitinn og nýungagjarn að eftir á að hyggja hefði ég helst viljað láta þessa för ófarna.
Við trítluðum um sýningarsalinn smakkandi á öllu sem ætt var og minnstu munaði að ég styngi upp í mig skrauti sem að lá á nærliggjandi borði. Ég keypti mér pizzu á 300kr. og gleymdi henni síðan hjá Tótu, ég hlakka til að sjá þær báðar aftur. :P
Þegar hér er komið við sögu fannst mér bara gaman, en þá kárnaði gamanið... Ég rakst á bás með gráðosti. Þennan fjanda hef ég aldrei lagt mér til munns, en var í fínu skapi, þannig að ég ákvað að gefa þessu sjéns... *BWWÖÖÖÖÖHH!* Hvernig getur nokkur maður stungið svona nokkru upp í sig af fúsum og fjálsum vilja án staups af brennivíni við hendina er ofar mínum skilningi. Ég skimaðist hratt um til að finna eitthvað annað ætilegt til þess að kæfa bragðið og fann eitthvað glas og sturtaði úr því upp í mig... Þetta var Aloe Vera jógúrt, ég hafði drukkið kaktus jógúrt... "Þetta gerir mann allann mjúkan og heilbrigðan að innann, hvernig bragðast?" Heyrði ég konuna á kaktusjógúrtbásnum segja... Jújú, ég varð allur mjúkur að innann og langaði nú helst til þess að nota tækifærið og æla innviðum mínum á basarinn, en þess í stað kreisti ég fram bros og sagði: "Þetta er... öðruvísi."
Ég reyndi að sýna smá karlmennsku og lét lítið á því bera að inni í maganum á mér geisti blóðugur bardagi milli kaktusins og fúlostsins og skimaðist laumulega um eftir eithverju sterku til þess að kæfa þetta nýja bragð. Ég varð bænheyrður af skattanum sjálfum, því við mér blasti súkkulaðihúðaður, rauður chilli-pipar. Ég tók mér smá bita og eyddi restinni af heimsókninni í það að reyna að halda andlitinu framan í mér. Ég fann svo loksins ís til þess að losa mig við chilli bragðið, en ísinn var líka vondur ofan í chilligráðostskaktusjógúrtið. Ég rak augun í kóksjálfsala, ég held að ég hafi sjaldan séð eins fallegan hlut á æfi minni. Ég skellit tvöhundruðkalli í hann og ýtti á "KÓK" - "UPPSELT!!", "kók í dós" - "UPPSELT!!", "sprite" - "UPPSELT!!", "toppur" - "UPPSELT!!", ég fann angistina brjótast fram, "fresca", "UPPSELT!!", "fanta", "UPPSELT!!"... Ég hélt fyrir augun, bakkaði frá kassanum og þrísti á forboðna hnappinn: "Diet Kók" - "UPPSELT!!!!!!" Ég saug upp í nefið og ákvað að gera ekkert í þessu meir... það gerði bara illt verra.
Á leiðinni út gargaði einhver maður upp í eyrað á mér: "Frítt sallad, á meðan byrgðir endast!!!!!" Fólk stormaði að úr öllum áttum en þunglyndisleg kona nokkur af asísku bergi brotin náði athygli minni, hún hrifsaði poka af salladi, brosti svo allt í einu út að eyrum og byrjaði að kyrja eitthverja sonnettu á Kín/jap/Dön/Kór/Tælensku... Undarlegt nokk.
Nú er svo komið fyrir mér að mér er svo svakalega illt í maganum að ég kem ekki dúr á auga og það er skóli frá 8:15-19:20 hjá mér á eftir... Ætli það sé hægt að fá læknisvottorð fyrir græðgi? :S


Fimmtudagurinn 19. febrúar

kl. 18:05

Úff... Ég svaf ekkert í nótt... Dagurinn hófst síðan með því að ég var nærri búinn að aka á hund rétt fyrir utan listasmiðjuna (þar sem ég stunda nám). Ég var ekkert að spá í þessu meira fyrr en við hundurinn hittumst aftur innan veggja skólans. Þetta var hundur skólasystur minnar er hafði sloppið út um morguninn og var bókstaflega hundblautur... Hundblautir hundar lykta ekkert allt of vel. Jæja, þessi skólasystir mín var læst úti og varð því að hafa hundinn með sér í skólanum. Í öðrum frímínútum skóladagsins lallaði ég í rólegheitunum í átt að útidyrunum með rettu í kjaftinum... *SPLASS!!!* Eitthvað volgt, blautt og illa lyktandi ausaðist yfir mig. Ég hafði stigið á barm bakka sem hafði verið fylltur með vatni handa hundinu og 50/50 vatns/hundaslefskokteillinn gossaði yfir mig. Nærstaddir nemendur ráku upp stór augu, ég tautaði eitthvað stutt og hnittið og hélt áfram lalli mínu að útidyrunum... hundblautur.


Föstudagurinn 13. febrúar

kl. 01:26

Jæja, við hittumst þá aftur eftir allt saman, Föstudagurinn þrettándi. Hvaða óknytti hefurðu í huga handa mér í dag?
Jæja, ég fór í ljósmyndun í dag og skellti nokkrum myndum í slides, en slidesvélin bilaði, þannig að það þurfti að redda nýrri vél og allt lenti í tímaþröng. Farið var yfir restina af okkur sem að áttum eftir að renna myndunum okkur í gegn, en enginn fékk að útskýra myndefnin sín. :S
Manneskjan á undan mér fletti yfir myndirnar sínar í flýti og talaði hratt og mikið... Ég var farinn að svitna úr stressi. "Jæja, raðaðu nú myndunum þínum í, Alli og FLÝÝÝTU ÞÉÉR!!" -Það var ekki að furða að sklides myndirnar mínar voru allar skakkar og kámugar þegar að sýningunni var komið.
Að tímanum loknum rauk ég út í eitthvers konar fáti og gleymdi farsímanum mínum í stofunni. Ég hóf síðan dauðaleit að honum út um allan skóla, því að hann var horfinn úr stofunni. Eftir rúman klukkutíma komst ég að því að ljósmyndunarkennarinn hafði tekið símann og ég átti að ná í hann til hennar kl. 7... Ég kyssti kríublundinn sem að ég ætlaði að fá mér eftir skóla bless og hélt símanakinn heim á leið, dapur í bragði.
Ekki gleima að kíkja á Ljósmyndirnar og Skúlptúrana! :D


Miðvikudagurinn 11. febrúar

kl. 18:15

Jæja, þá er komin næstum því vika síðan ég hrækti eitthverju út úr mér á þessa blessuðu vefsíðu mína (vantar 30 mín. upp á slétta viku).
Það er svona helst frá því að segja að frænka mín gaf mér svona graphic pen (penna sem að gerir manni kleift að teikna fríhendis í tölvunni) að tilefnislausu. Eina ástæðan var sú að hún sá sér ekki fært að læra almennilega á hann. Mér, hins vegar, gengur vel að læra á hann og brúka ég iSketch óspart til þess að þjálfa mig. En allt í einu hætti penninn að virka og ég fór og sendi Trust hjálparlínunni tölvupóst þar sem ég lýsti ítarlega vandamálinu... Svarið kom eftir þrjá daga og var ekki alveg eins hjálplegt og ég vonaði:

Dear mr./mrs./ms.,

Please try the product on another computer to test if it still works.

Kind regards,
Paul van Leest
Trust International Service Centre Operator

Ég er að vona að hann Paul, karlinn, stefni eitthvað með þessu, því að ég ætla ekki að fara að kaupa mér nýja tölvu bara vegna þess að penninn virkar ekki í þessari hérna... Nú er bara að prófa gripinn á annari tölvu, senda Paul svar og bíða í aðra þrjá VIRKA daga eftir svari. :S


Miðvikudagurinn 4. febrúar

kl. 18:45

Urg, hélt það væri fimmtudagur í dag og hékk úti í skóla allt of lengi furðandi mig á því hvers vegna skólinn væri svona tómlegur... Föstudagurinn 13. er á næstu grösum... :S


mánudagurinn 2. febrúar

kl. 13:24

Innilegar samúðarkveðjur til nærstaddra þeirra aumu sála er fengu sér hressingu úr nýju kaffímaskínunni á listasviði FB í dag... Ég var nefnilega að komast að því að vatnsuppspretta maskínunnar er engin önnur er frárennsli salernisaðstöðunnar. Góðan daginn herra Salomon og fröken Ella!


Laugardagurinn 31. janúar

kl. 21:36

Jæja, ég skellti mér í ungbarnasund með Matta snúlla í gær. Hann var geðveikt duglegur, buslaði mjög mikið á okkur foreldrana og grét ekki neitt... Það er að segja þangað til að ég var skilinn eftir einn með hann til að klæða hann á meðan Sigrún skellti sér í sturtu. Hann var fljótur að fatta að ég vissi ekkert hvað ég var að gera og orgaði næstum allan tímann. Öll fötin hans voru í tösku sem ég hafði nærliggjandi og byrjaði á því að veiða upp buxur sem ég klæddi hann í... En bíddu við, eitthvað vantar... Ég gramsaði í töskunni og fann eitt stykki bleyju. Oh, úr buxunum aftur og í bleyjuna. Jæja, ÞÁ eru það buxurnar! Ég klæddi hann í buxurnar og gramsaði í töskunni eftir fleiri flíkum á hann. Þarna er peysa, best að skella henni á líka. Ég gramsaði meira í töskunni... Viti menn, hvað er þetta? -Samfella!? GARG!! Úr peysunni og buxunum og í samfelluna! Nærstaddir foreldrar voru byrjaðir að horfa undarlega á mig, en sem betur fer var ekkert meira í töskunni sem að átti að fara undir. Matti var ekki fyrr kominn í öll fötin og í fangið á mér þegar hann snarhætti að gráta. 12 sekúndum síðar kom Sigrún úr sturtunni og allt var eins og ekkert hafði í skorist, nema náttúrulega sú undarlega staðreynd að margir foreldrarnir voru enn með undarlega störu á mig.


mánudagurinn 26. janúar

kl. 02:54

ARG!!! Djöfulsins fokkíngs snilld er ÞETTA!!! :D :D :D


Föstudagurinn 23. janúar

kl. 20:41

Urg, ég komst ekki í ungbarnasundið sökum bílleysis... Fæ að fara næst í staðinn.


kl. 14:12

Æjæ!! Ég rifnaði úr spenningi. :S

kl. 12:12

BWAGHARHARHAR!!!!!! Ætli einhver kaupi þetta!? :D


kl. 02:20

Undarlegt... Ég var loksins að finna greindarvísitölupróf á íslensku og komst að því að ég fékk nákvæmlega sömu niðurstöðu úr því prófi og þeim Ensku sem að ég hef tekið... Er kanski bara hægt að fá þessa tölu? -Er þetta samsæri til þess að láta vitlaust fólk halda að það sé gáfað? o_O
Ungbarnasund með Mattalíusi á morgun, ég er að rifna úr spenningi! :D


Fimmtudagurinn 22. janúar

kl. 19:00

Úff, ég verð mjög sjaldan veikur en þegar það gerist, þá er það miður skemmtileg lífsreynsla. Ég vaknaði í skólann í morgun króknandi úr kulda. Ég brá á það ráð að klæða mig í bol, þykkustu og hlýjustu peysuna sem ég átti, upprennda dúnúlpu og ók svo af stað í skólann með miðstöðina í botni á heitustu stillingu. Í skólanum sat ég síðan í öllum þessum flíkum slitlaust frá 8 - 11, en þá snerist dæmið skyndilega við! Ég var að kafna úr hita og kósvitnaði, þessu lynnti ekki þrátt fyrir að ég hafi tætt af mér allar auka flíkur og hoppað út í kuldann. Eins og er, þá líður mér bara mjög vel, þannig að ég vona að þetta sé yfirstaðið.


kl. 00:26

Bah, var að koma úr skólanum áðan eftir síðbúinn íslenskutíma. Heimanámið fyrir þennan tiltekna íslenskutíma var að "lesa íslandskukkuna"... Eftir að hafa hamast við að klára alla helvítis skrudduna fyrir tímann komst ég að því að með "íslandsklukkunni" var átt við fyrsta hluta bókarinnar, en ekki alla bókina. Bwagh! :S

Upp hafa komist svik meðal vina, undirförli, baktal allt í illu meint... En hefði þetta ekki skeð væri ég enn með stelpunni sem að dömpaði mér út af þessu og þá hefði enginn Mattalingur komið í heiminn, svo að ég er bara nokkuð sáttur... Undarlegt hvernig smávægilegir atburðir geta þýtt mikið í atburðarrás lífsins.


Miðvikudagurinn 21. janúar

kl. 07:48

BAH!! Tannlænir í dag! :S


mánudagurinn 19. janúar

kl. 15:37

HAHA!! Í dag er gaman og það var frí í skólanum frá 12:45 - 18:15 :D :D :D
Svo ætlar Matti Máni að kíkja í heimsókn!!!! :D
Ég er kominn með geðveika hugmynd og er kominn á fyrsta stig framkvæmdar hennar. Munið þið eftir þrívíddargallerýinu sem að ég ætlaði alltaf að gera? Jæja, ég er búinn að redda mér teikningunum af Kjarvalsstöðum (safninu) og ætla að skella þeim í þrívídd og koma verkunum mínum fyrir þar. Síðan skelli ég þessu á netið þar sem gestir síðunnar geta gengið um þrívíddarútgáfuna af safninu og virt fyrir sér það sem augum ber! :D


Miðvikudagurinn 14. janúar

kl. 20:54

Mér tókst að hrósa sjálfum mér all svakalega í dag. Á mánudaginn var teiknitími þar sem að ég átti að skissa hvað sem að mér datt í hug, meðal hlutanna sem ég skissaði var blíantur í raunstærð. Í dag var svo aftur þessi tími og ég hélt áfram þaðan sem frá var horfið og var búinn að steingleima öllum skissum frá síðasta tíma, síðan þegar tímanum lauk átti ég að ganga frá skissublöðunum mínum. Ég sá skissaða blíantin út undan mér á efsta skissublaðinu og sýndist hann vera að rúlla af blaðinu og steig villt sport til þess að hindra hann í að detta niður... Restinni af bekknum til mikillar undrunar. Ég hélt að eingöngu virkilega geðveikt fólk væri fært um að hrósa sér á sannfærandi hátt, hingað til hef ég aðeinst talið mig vera pínulítið geðveikann, það breyttist í dag. :P


Þriðjudagurinn 13. janúar

kl. 10:31

Ég var svona að pæla, hvernig ætli sadó-masó fólk stundi netkynlíf (cybersex): "Gemmér opp svo að ég geti sparkað í punginn á þér!!!" :P


mánudagurinn 12. janúar

kl. 17:11

ÚFF! Ég er fáránlega lengi í skólanum á mánudögum, eða frá 8:15 - 19:20. Reyndar eru tvö meðalstór göt hér á ferð, en þetta finnst mér samt mikið. Einnig er ég í síðasta tímanum á miðvikudögum klukkan 22:20! Þetta stafar af því að ég skráði mig bæði í dagskóla og kveldskóla og spreyti ég mig nú á íslensku 493 í þriðja skiptið í röð í kveldskólanum. Dagskólinn, hins vegar, er dans á rósum. Allir áfangar eru listrænir og verklegir og þar með allir duglega innan míns áhugasviðs! :D
Nú er síðan aðalspurningin hvort að ég taki restina af íslenskunni í sumarskóla og sleppi við hin samræmdu stúdentspróf satans, eða eyði sumrinu með Matta dúllusi og taki sénsinn á því að þessi samræmda della verði pís off keik... :/

HAHA!! Ég var að ramba á þessa mynd fyrir tilviljun rétt í þessu! :Þ
Jæja, best að fara að drífa sig í skólann aftur...


Fimmtudagurinn 8. janúar

kl. 15:17

Fjölskildan skellti sér á Devito's Pizza í gær og á heimleiðinni var hlustað á dánarfregnir og jarðarfarir (nei, ekki lagið). Á meðan á upplestrinum stóð fann ég fyrir eitthvers konar ótta og kvíða, eins og ætti von á því að ég myndi heyra að einhver sem ég þekkti hafi verið jarðaður nýlega. Jafnvel þegar að kauði tók sig til og las upp alla rununa aftur, þá var kvíðinn til staðar... Þetta fanst mér asnalegt og torskilið... Svona svipað og ef ég væri að fylgjast með uppáhalds fótboltaliðinu mínu skora úrslitamark á síðustu stundu og vinna, en fyllast síðan kvíða þegar að markið væri endursýnt því að kanski myndi leikmaðurinn klikka í endursýningunni... Skrýtið. :P


Miðvikudagurinn 7. janúar

kl. 00:49

Ég var að koma úr þrettándaboði þar sem að fjölskyldan skellti sér í Trivial, karlpeningurinn á móti kvennpeningnum. Ég bakka seint frá því að teningurinn sem brúkaður var hafi verið svona svindlteningur, því samkvæmt útreikningum mínum kom talan sex upp í vel yfir 85% kastanna hjá báðum liðum. Við gaurarnir hófum leikinn á því að fá töluna einn, síðan kom ekkert annað upp en sexur í fjórar umferðir, þá vorum við gaurarnir orðnir fjórum kökum undir. Þegar stelpurnar náðu síðan síðustu kökunni og unnu þar með leikinn, en gáfu okkur gaurunum séns á því að ná síðustu kökunni, hitta á miðjureitinn og svara spurningu að þeirra vali án þess að svara nokkurri spurningu rangt til þess að jafna. Þetta tókst á endanum eftir að hafa svara 12 spurningum rétt í röð, gó öss! :P


Meira óhappablogg...
Aftur á aðalsíðu...