Hlekkir


Hér fyrir neðan koma hlekkir á aðrar myndasögur og annað áhugavert sem hægt er að finna á netinu.


Ég kíki reglulega á Arthúr, eins og flestir íslenskir húmor-elskandi netverjar. Arthúr kemur mér til að brosa þrisvar í viku, nánar tiltekið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum!The Intense Adventures of Pétur and Ed eru nýjasta trendið og teikningarnar eru alveg rrrooosalegar! Þetta er svona Svart-Hvítt í hinum japanska manga stíl með tónerum og öllu tilheyrandi - Og ekki skemmir fyrir sú staðreynd að það er aldrei langt í húmorinn. Þessar sögur eru á ensku.Balur eru fyndnar og flott teiknaðar myndasögur á ensku og íslensku í bland. Húmorinn er oftast í langsóttari kantinum - en það er bara eitt af "the magic ingredient" sem að gera þessar sögur einstakar.Flestir ættu að kannast við Heim Sjonna, spólgraða gaurinn sem er alltaf að lenda í eitthverju kínkí. Heimasíðan hans er hér að ofan, en hann er lagstur í eitthvers konar dvala... Í millitíðinni er hægt að adda honum á FaceBook og sækja glás af eldri Sjonna sögum á .PDF sniði. ATH: Þessar sögur eru kanski ekki fyrir yngstu kynslóðina P.S: Ingi... er ekki kominn tími á smá ræs?69.is er síða full af skemmtilegum tenglum (svo sem tenglum á Púkaland!) - Snilld til að drepa tímann!B2.is er tenglasíða sem á tímabili stóð í hárinu á Batman sjálfum! Fullt af skemmtilegum tímaþjófum hérna líka.Hugi.is er íslensk áhugamálasíða - hér er hægt að gjamma frá sér allt vit um hlutina sem maður hefur áhuga á - Til dæmis myndasögur! ;)Questionable Content er uppáhalds vefmyndasagan mín núna. Ný saga er birt alla virka daga og höfundurinn virðist fátt annað gera en að teikna sögurnar... Meira að segja hárið á persónunum vex örlítið á milli daga! Ég mæli með því að það sé byrjað frá byrjun - og munið að það er ".net" en ekki ".com"!!!úúúúÚÚÚÚÚÚÚFFFF!!!! HAHA! Þessar eru rosalegar! Þetta eru ofstækiskristnar myndasögur ætlaðar til þess að heilaþvo lítil börn til þess að trúa því að hommar séu undir áhrifum satans og að hrekkjavaka sé trúarhátið djöfladýrkenda og þau ættu að vera innandyra að biðja á meðan á henni stendur.
Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkrar sögur:
-Saga sem "Sannar" að Dungeons and Dragons hlutverkaspilið sé af djöflinum komið.
.
-Saga sem virðist ganga út á það að sýna fólki að maður getur gert allan andskotann og drepið eins marga og maður vill og samt komist til himna ef maður biður fyrirgefningar eftir á. -Merkilega flott teiknuð samt.
.
-Hér fá samkynhneygðir að kenna á því - það virðist enginn vera óhultur í þessum sögum! -Takið eftir því að það eru djöflar hangandi utan á öllum samkynhneygðum í þessum sögum.
-Þetta er nú meira bullið - passið ykkur bara á því að láta þetta ekki heilaþvo ykkur - ég myndi ekki vilja bera neina ábyrgð á því!


Inverloch er alveg rosalega magnað ævintýri sem hélt mér alveg rígföstum og ég las allt heila klabbið í tveimur lööööngum yfirsetum. Þetta eru alveg svimandi flottar teikningar og æðislegur söguþráður frá upphafi til enda.Ohhhh!! Þessar sögur eru svo mikið æði að ég er samviskusamlega búinn að downlóda hverjum einasta ramma og geima á harða diskinum mínum. Þetta eru alveg hryllilega klúrar og grafískar sögur sem eru alveg yfirnáttúrulega flott teiknaðar. Húmorinn er með því svartasta sem ég hef komist í tæri við hingað til. -Höfundurinn segist vera alveg hættur að teikna SL, en stendur þó ekki alveg 100% við orð sín, því það bætast við sögur með löngu og óreglulegu millibili þegar maður býst síst við því. ÞESSAR SÖGUR ERU ALLS EKKI FYRIR BÖRN!!!!!


The Perry Bible Fellowship er ekki trúarlegs eðlis eins og svo margir virðast halda, heldur eru þetta alveg æðislegar myndasögur sem eru teiknaðar í svona barnabókarmyndskreytingarstíl og skarta húmor sem tekur mann oft nokkrar auka sekúndur að fatta... En þegar maður fattar þetta þá deyr maður úr hlátri!


Walrus php scriptið sem ég notaði til að setja Púkaland á netið. Það þarf sama og enga kunnáttu til þess að setja þetta upp - Bara opna "index.php" og "walrus.php" skjölin og fikta í þessu þar til maður er orðinn sáttur, það eru skýrar og góðar leiðbeiningar inni í skjölunum. Nú geta allir gert sínar eigin myndasögur! :)
Ég er ekki viss um að Walrus 3 líti nokkurn tíman dagsins ljós samt, ég held að þetta "coming very soon" hafi verið skrifað 2001.Hýstu síðuna þína á This.is og fáðu lén sem er stutt og auðvelt að muna!