Hvað er Púkaland?


Púkaland er barnagæsla í verslunarmiðstöð sem að kallast Náralindin. Nafnið á Púkalandi er dregið af þeim vestfirska sið að karla börn "Púka". Nafnið á Náralindinni segir sig sjálft... Sérstaklega þegar litið er á bygginguna úr lofti.


Ný saga er birt alla virka daga og ég reyni að vera búinn að henda sögunum inn fyrir hádegi hverju sinni. Það gerist þó sjaldan að ég nái því, en það er þó markmið og byrjun.

Sögurnar gerast flestar í Púkalandi sjálfu, en þó er einstaka sinnum litið inn á aðra staði í Náralindinni, svo sem Getnaðarvarnarsafnið víðfræga og auðvitað Nárabar í kjallaranum. Einnig tek ég mér "listamannaleyfi" til þess að henda endrum og eins inn sögum sem að koma Náralindinni eða Púkalandi ekkert við á nokkurn hátt.

Reynist eitthver tiltekin púkalandssaga torskilin getur verið góð hugmynd að lesa undirskriftina fyrir neðan söguna... Ef það virkar ekki, þá getur Google verið vinur þinn! ;)