PersónurGugga

Gugga er aðalpersónan í Púkalandssögunum. Hún vinnur í Púkalandi við að taka á móti, passa og skila Púkalandsbörnunum aftur til verslunaróðra foreldra sinna.
Púkalandsbörnin geta verið alveg sérstaklega erfið. Sökum þessa er Gugga í nokkuð góðri stöðu, þar sem yfirmenn hennar vita að nær ógerlegt verður að finna aðra manneskju sem þolir vistina inni á Púkalandi.Hörður

Hörður er alveg gífurlegur hrakfallabálkur og vinnur með Guggu í Púkalandi. Hann hefur aldrei tollað lengi í neinu starfi og það er spurning hvernig honum reiðir af í þetta sinn.Katrín

Katrín vinnur í bankanum í Púkalandi og á í óleynilegu ástarsambandi við Hörð. Hún er lærður kvikmyndafarðari og hefur á námsleiðinni pikkað upp eitt og annað sniðugt tengt sýningarbransanum. Hún er bölvaður hrekkjalómur en góð inn við beinið.Baldur

Baldur er nokkuð sérkennilegur náungi sem að á og rekur Getnaðarvarnarsafnið í Náralindinni. Eitthverra hluta vegna er hann með getnaðarvarnir á heilanum og honum semur illa við börn. Hann hefur alveg óstjórnlega söfnunaráráttu og á oft ýmiss konar lyf í pokahorninu sem erfitt er að fá fyrir hinn almenna borgara - og hikar ekki við að nota þau þegar honum sýnist best.Séra Prakkari

Sennilega langvinsælasta persóna Púkalands. Séra Prakkari er nokkuð skæður kaþólskur prestur sem er á höttunum eftir litlu drengjunum í Púkalandi, en lítil sókn er í kirkjusóknina hans þar sem flestir Íslendingar eru lúþerstrúar. Hann beitir ýmsum brögðum, en Gugga er stöðugt á verði.Tómas og sonur hans Pétur

Tómas er hættuleg samblanda af græjufíkli og uppfinningamanni. Hann er fljótur að grípa nýjustu græjurnar á markaðnum og er því auðvelt skotmark fyrir svokölluð "early-adopters" vandamál. Einnig er hann oft fullfljótur á sér í að fullreyna nýjustu uppfinningar sínar án þess að hugsa dæmið til enda. Pétur, sonur hans er nokkuð eðlilegur krakki, en líður oft fyrir nýjungagirni föður síns.Dr. Möse

Dr. Möse á og rekur kynsjúkdómaklíníkið í Náralindinni. Hann er þýskur að uppruna og er ekki alveg allur þar sem hann er séður. Fyrir flesta ætti það að vera algjör martröð að líta til hans með vandamál, en einhvern veginn virðist alltaf vera nóg að gera hjá honum.Sinnepskarlinn

Sinnepskarlinn, eins og hann hefur verið kallaður, er dularfullur maður. Hann virðist haldinn eitthvers konar þráhyggju yfir sinnepi og heldur til í undirgöngunum sem Séra Prakkari gróf milli Púkalands og Nárabars og nærist á ógæfusömu fólki sem Gugga sendir niður um fallhlerann.