Sorrý


Ef þú ert hérna þýðir það að þú smelltir á ljóta bannerinn efst á Púkalandi. Ég veit ég veit, þetta er svo erfitt allt saman, en það er fullt af öðrum myndasögum þarna úti (meira en þú gætir mögulega ímyndað þér!) - Brot af þeim sem mér hefur fundist athygliverðar er að finna hér!

Ein helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að setja Púkalandið á bið er sú að hér áður notaði ég morgnana í Púkalandið, en nú hef ég engan tíma á morgnanna sem þýðir að ég þarf að krota þetta út allan vinnudaginn, keppandi við eitthvað dedlæn í banastressi í sex - sjö klukkustundir á dag í bullandi ónáð við vinnuveitendur! Það er bara engin leið að lifa svoleiðis.

Eftir því sem ég fæ best úr skorið er góð vefmyndasaga samsett nokkurn vegin svona:

-REGLULEG birting myndasagna!!! 65%
-Góður söguþráður/húmor. 32%
-Flottar teikningar. 3% (jafnvel minna)

Þar sem ég get engan vegin haldið reglulegri dagskrá þá eru 65% farin strax svo það þarf ansi hardcore lesendur til að halda í við þetta bara þarna.

Kannski þessi reynsla mín geti hjálpað öðrum að gera stundvísari og betri myndasögur og því gerði ég hérna smá kennslusíðu um gerð vefmyndasagna ef fólk skyldi hafa áhuga: Smella hér!

Púkaland hefst svo aftur um leið og ég hef tíma... Hvenær það verður get ég því miður ekki fyrirséð.

-Takk fyrir lesturinn fram að þessu! :)