Ferð Atla og Hörpu til Kos og Nisyros sumarið 2009

Grísku eyjarnar Kos og Nisyros (stundum ritað Nissyros) eru rétt við strönd Anatólíu (Tyrklands) og tilheyra eyjaklasa sem nefnist Tylftareyjar. Meðal annarra eyja í þeim klasa eru til dæmis Rhodos og Patmos.

Við flugum til Bodrum í Tyrklandi þann 17. júlí og gistum þar í eina nótt. Fórum svo með ferju til Kos þar sem við vorum í sjö nætur í höfuðstað eyjarinnar. Frá Kos sigldum við til Nissyros og vorum þar 11 nætur, fórum þá til baka til Kos og gistum þar 2 nætur. Að morgni 7. ágúst sigldum við svo frá Kos til Bodrum, vorum þar daglangt og flugum heim um nóttina.

Kos er nokkuð fjölmenn eyja (með um 30.000 íbúa) og þar er mikið um ferðmenn og ferðaþjónusta eins og á öðrum fjölförnum stöðum við Miðjarðarhaf.

Nisyros er dreifbýli. Íbúar þar eru milli 900 og 1000. Flestir búa í höfuðstaðnum Mandraki. En þarna eru líka þrjú önnur þorp í byggð: Fjallaþorpin Nikia og Eborios og sjávarplássið Paloi (frb. Palí). Við dvöldum í síðastnefnda þorpinu.

Ekki eru skipulagðar sólarferðir til Nisyros þótt allmargir fari þangað á eigin vegum og talsverð umferð skútufólks sé um höfnina í Paloi. Einnig er talsvert um eins dags hópferðir því margir vilja sjá eldgígana á miðri eynni.

Myndir úr sömu ferð á vef Hörpu eru hér.


Á kaffihúsi í Kos.

Kettlingar í Kos.


Í Asklepion (spítala Hippókratesar). Í herberginu sem Harpa er stödd í birtist lækningaguðinn, Askelipios, sjúklingum í draumi og sagði þeim hvað gera skyldi til að ná bata.

Í fjallaþorpinu Zia á Kos.


Heit laug á austurströnd Kos (vatnið er svona 45 gráðu heitt).


Bak við Hörpu er Stefánsey við Kefalos (Höfða) á suður Kos.


Nisyros.


Á veröndinni á íbúðinni sem við höfðum í Paloi.


Á veitingastað í Paloi.


Paloi.


Hús í Mandraki.


Hús í Mandraki.


Tvær sveitakirkjur. (Sumar eru enn skrautlegri.)


Kirkja uppi á hæð við fjallaþorpið Nikiu.


Kirkja uppi á hæð við fjallaþorpið Nikiu (ein af um þ.b. 20 kirkjum á Nisyros).


Þessi köttur (sem trúlega heitir Brandur) gekk milli borða á veitingahúsi og fékk m.a. bita af kjúklingi sem Harpa hafði pantað.


Ofan í gígnum á Nisyros. (Síðasta alvöru gos með hraunflóði var fyrir um 15.000 árum en eldvirkni varð síðast vart snemma á 19. öld.)


Ofan í Stefánsgíg.


Séð ofan i eldstöðina. Stefánsgígur er rétt hægra megin og neðan við miðja mynd.


Harpa á ströndinni í Paloi.


Verslunin í Paloi.


Heimamenn og gestir baða sig í sjónum við Mandraki.


Auglýsingar við höfnina í Paloi.


Eyðifjörður á Nisyros þar sem vinsælt er að tjalda (eða sofa undir berum himni).


Farartækið sem við notuðum til að komast um Nisyros.

Atli, 11. ágúst 2009