Um próf í HSP103
á vorönn 2009


Aðalsíða - Kennsluáætlun - Verkefni - Próf

Á  prófi sem haldið verður 13. maí verða þrjú af eftirtöldum sjö verkefnum og þar af skal hver nemandi leysa tvö. Hvert verkefni vegur 35% af einkunn fyrir prófið. Stutt óundirbúin verkefni (s.s. krossa- og tengispurningar, eyðufyllingaverkefni eða spurningar sem svara skal með einni málsgrein) vega 30%.

  1. Hvað þótti Sókratesi eftirsóknarvert og hvað þótti honum fánýtt og hversu skynsamlegar voru hugmyndir hans um þessi efni?
  2. Geta nútímamenn lært eitthvað af Sókratesi?
  3. Frummyndakenningin.
  4. Veðmál Pascals.
  5. Tvíhyggja.
  6. Efahyggja og tilraun Descartes til að hrekja hana.
  7. Vandamálið um frelsi viljans.

Lausn á hverju verkefni skal vera stutt ritgerð (1 til 3 handskrifaðar blaðsíður). Þegar einkunn er gefin er tekið mið af eftirtöldu:

  • Skilningur og þekking á efninu (að fram komi að nemandi viti um hvað málið snýst og hafi skilið textana sem átti að lesa).
  • Frumleg hugsun (m.a. að nemandi setji fram sínar eigin hugmyndir um efnið og noti eigið orðalag til að útskýra þær).
  • Skipuleg og rökrétt framsetning.

Þegar lokaeinkunn er gefin fyrir áfangann vegur prófið 50% og verkefni sem unnin voru á önninni 50%.


Aðalsíða - Kennsluáætlun - Verkefni - Próf