HSP103
á vorönn 2009


Aðalsíða - Kennsluáætlun - Verkefni - Próf

Efni áfangans
Efni áfangans er nokkur sígild viðfangsefni heimspekinnar. Lesnar verða bækurnar:

Auk þessara bóka þurfa nemendur að lesa nokkra stutta kafla sem munu liggja frammi á vef áfangans.

Bækurnar Síðustu dagar Sókratesar og Hugleiðingar um frumspeki eru í ritröð sem kallast Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Bókin Afarkostir er uppseld en það kemur ekki að sök því texti hennar liggur frammi á vefnum á síðunni http://www.this.is/atli/textar/Afarkostir/index.html

Helstu markmið
Nemendur kynnist heimspekilegum vandamálum og kenningum sem hafa mótað hugsunarhátt Vesturlandabúa gegnum aldirnar. Þeir þjálfist í að hugsa sjálfstætt um þessi vandamál og gera með skipulegum og gagnrýnum hætti grein fyrir sínum eigin skoðunum og viðhorfum.

Stutt verkefni
Á hverjum mánudegi frá 12. janúar til 6. apríl birtist nýtt verkefni á vefnum. Alls verða þessi verkefni þrettán talsins og þar af skal hver nemandi leysa a.m.k. tíu. Nemendur skulu skila lausn á hverju verkefni í síðasta lagi á föstudegi í vikunni eftir að það birtist á vefnum. Þeir hafa því tólf daga til að leysa hvert verkefni. (Þetta gildir þó ekki um síðasta verkefnið sem birtist í byrjun páskaleyfis. Því má skila í á föstudegi í þarnæstu viku.) Nemendur geta spurt kennara ráða eða beðið um skýringar á verkefnum. Hægt er að hafa samband við kennara í gegnum Plútó. Einnig er hægt að hitta kennara eða nota síma eða tölvupóst.

Öllum verkefnum skal skilað til kennara í gegnum Plútó. Best er að senda þau sem viðhengi á formi Microsoft Word f. Windows. Vanda skal uppsetningu á texta, réttritun og frágang.

Kennari sendir svar eða athugasemdir við verkefni í síðasta lagi á mánudegi eftir að skilafrestur rennur út. Nemandi ber ábyrgð á að verkefni komist til skila. Bilun í tölvum eða tæknibúnaði eru ekki gild afsökun. Telji nemandi sig hafa skilað verkefni og hafi hann ekki fengið svar áður en næsti mánudagur er liðinn ber honum að hafa samband við kennara (til dæmis í síma) og kanna hvort verkefnið hafi ekki borist. Að öðrum kosti telst hann hafa sleppt því að skila verkefninu og gildir þá einu þótt hann hafa reynt að senda það.

Námsmat
Auk þess sem hver nemandi þarf að skila lausn á tíu verkefnum þarf hann að taka lokapróf og standast það (með einkunn 5 eða hærri). Prófað verður úr öllu lesefni áfangans og úr verkefnum sem lögð verða fyrir á önninni. Fyrir lok mars birtast sjö eða átta spurningar á vef áfangans, þrjár þeirra koma á prófinu og vega samtals 70% af einkunn. 30% af prófinu verða stutt óundirbúin verkefni (s.s. krossa- og tengispurningar, eyðufyllingaverkefni eða spurningar sem svara skal með einni málsgrein). Prófið vegur 50% af lokaeinkunn.

Hvert verkefni vegur 5% af lokaeinkunn svo vægi verkefna er alls 50%. Skili nemandi fleiri verkefnum en tíu gilda tíu hæstu einkunnirnar sem hann fær fyrir verkefni.

Ef nemandi skilar ekki a.m.k. tíu verkefnum á önninni fellur hann í áfanganum og er þá alveg sama hvaða einkunn hann fær á prófinu.


Aðalsíða - Kennsluáætlun - Verkefni - Próf