Augnablik  |  Á döfinni  |  Ferðir  |  Myndir

 


Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir tilnefndar til Náttúru - og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2009

Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir eru tilnefndar fyrir að hafa staðið fyrir ferðum með fjölda fólks inn á svæði á hálendi Íslands sem ógnað er af virkjanaáformum. Þær skipulögðu ferðir á vegum Augnabliks á árunum 2003 – 2006 um stórbrotið svæði þar sem áformað var að reisa Kárahnjúkavirkjun. Nú er það svæði að stórum hluta horfið undir  Hálslón, vatnsforðabúr 700 MW vatnsaflsvirkjunar, sem sér álveri í Fjarðabyggð fyrir raforku. Þær eru tilnefndar fyrir að fara með 1000 manns um þetta svæði og í framhaldi af því þróað hvor í sínu lagi ferðir, Ósk Hálendisferðir með áherslu á útivist og fræðslu fyrir börn í samstarfi við Myndlistaskóla Reykjavíkur  og Ásta Augnabliksferðir með áherslu á yoga með það að markmiðið að efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar.

Ferðir 2009

AUKAFERÐ Í LANGASJÓ
Myndast hefur langur biðlisti í hinn ástsæla leiðangur Fegurðin við Langsjó og því verður efnt til aukaferðar 13. - 16. ágúst

Langisjór  Þjórsárver  Askja



2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007 - 2007



   10. maí.  Afmælistónleikar Augnablikskórsins 13. maí.  Augnablikskórinn hefur undanfarin 15 ár sungið messu á Borgarspítalanum á aðfangadag jóla. Í tilefni af afmælinu heldur kórinn tónleika í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 13.maí og að loknum söng verður borðað saman á Við Fjöruborðið. Tónleikarnir hefjast kl. 17.00. Kórstjóri Helgi Bragason. Allir velkomnir

  6. maí.  Íslandsvinir hafa gefið út bæklinginn "Islendingar athugið ÚTSALA allt á að fara" sem dreift hefur verið á öll heimili landsins. Bæklinginn má nálgast í versluninni Hljómalind, Laugaveg 21 einnig rafrænt á islandsvinir@riseup.net

  1. maí.   Öræfaferðir og jóga Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 21.00 í Lótus jógasetri, Borgartúni 20. Gönguferðir kynntar í máli og myndum. Allir eru hjartanlega velkomnir.  Hilmar J. Malmquist líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs flytur erindi um Langasjó.  Meira

  17. febrúar.   Ferðadagskrá 2007 komin á vefinn.  Meira

  10. februar.  Öræfaferðir með Ástu. Vakin verður athygli á fyrirhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði og náttúruparadís við jökulrætur.  Meira


2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006 - 2006


  15. sept.  Sjáið bíómyndina "Augnablik á Öræfum" eftir Christopher Lund.  Meira 

  5. águst.  Eftir 15. águst þegar ferðum Augnabliks verður hætt verður áfram boðið
uppá tveggja daga ferðir meðfram Jöklunum tveimur Meira

  5. júlí. Íslandsvinir og savingiceland.org bjóða upp á fjölskyldubúðir við Snæfell. Meira

  17. júní.   Stofnfundur um Framtíðarlandið haldin með glæsibrag í Austurbæ. Meira

  10. júní.   Ný ferð bætist við 14. júlí. Fjögurra daga trússferð með fullu fæði um Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana - Öræfin við Snæfell.  Meira

  1. júní.   Taktu þátt í undirskriftasöfnun Íslandsvina á www.islandsvinir.org

  10. apríl.   Fleiri ferðir bæst við ferðir sumarsins

  23. mars. Tvær ferðir í ágúst bætast við ferðir sumarsins. Öræfin við Langasjó og Torfajökul og Töfrar Torfajökuls.

  14. mars. Myndir af nokkrum fossum Jökulsár í Fljótsdal má nú finna í Myndasafni. Þessir fossar munu hverfa með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar. Meira

  25. febrúar. Ferðadagskrá 2006 komin á vefinn. Nú er bara að drífa sig í ferð. Þetta verður sumarið sem þú munt aldrei gleyma. Meira   

  11. janúar.  Dagskrá Augnabliks 2006 er nú tilbúin.   Það fer því hver að verða síðastur að sjá landið sem öllum verður hulið um ókomnar aldir. MEIRA (316kb. pdf.)

Nánari upplýsingar munu birtsat von bráðar undir liðnum "Ferðir"


2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005  -  2005


  18. desember.  Augnablik gefur út tækifæriskort og dagatal 2006. Allur ágóði rennur í náttúruverndarsjóð Augnabliks.  Sjá nánar

Kortin prýða 4 mismunandi myndir auk þess er á bakhlið ljóðið “Smávinir fagrir” eftir Jónas Hallgrímsson og texti til skýringar á mynd.
Það er enginn texti innan í kortunum þannig að þau eru tilvalin tækifæriskort!
Kortin eru í stærðinni A5 og eru seld 8 saman í pakka með umslögum á 1000 krónur. Sjá kortin

Dagatalið “Land í hættu” er prýtt 13 myndum frá öræfunum við Snæfell og kostar 1000 krónur

Versluninni Hitt hornið, Laugaveg 100
Kaffi Hljómalind, á horninu á Klappastíg og Laugaveg


   6. september. Kolbrún Halldórsdóttir skrifar grein í Morgunblaðið um ferð sína um Krengilsárrana og landið sem er að hverfa. MEIRA


   6. ágúst.  Áskriftartilboð til félaga í Augnablik MEIRA


   4. ágúst. Ákveðið hefur verið að fara aðra trússferð um Jöklurnar tvær í undraveröld flúða og fossa dagana 18-21. ágúst. MEIRA


SUMARFAGNÐAUR AUGNABLIKS
FÖSTUDAGINN 22. APRÍL Í IÐNÓ


Á annan dag sumars bjóðum við sumarið velkomið, kynnum í máli og myndum magnað göngusvæði norðan Vatnajöluls, undraveröld Jöklu og Kringilsárrana.Við njótum þess að heyra sögur, söng og ljóð í tilefni sumarkomu og sláumupp dansiballi, dönsum inn í sumarið áður en við setjum upp gönguskóna og höldum til fjalla.

Á sumarfagnaði Augnabliks eru tveir viðburðir:
Kynning á landinu sem má ekki hverfa. Aðgangur ókeypis.
Dansiball með hinni margrómuðu Möggu Stínu og hljómsveitinni Hringir sem leikur fyrir dansi. Aðgangseyrir 2.000

Dagskrá kvöldsins:

Kl. 20.00 - 21.00
Kynning á Undraveröld Jöklu og Kringilsárrana í máli og myndum
Umsjón Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir

Dansleikur hefst kl. 21.30
Söngur, ljóð, gamanmál og hugleiðingar þar sem Augnabliksfélagar stíga á stokk.
Magga Stína og hljómsveitin Hringir mæta til leiks og spila fyrir dansi.

Miðaverð á Dansleik kr. 2.000
Barinn opinn

Allir velkomnir

Dönsum saman inn í sumarið.....
 

Ofið hjá Náttúru