< : Yfirlit Orða : Hugamyndir : Yfirlit :
Woc : >


ort um haustið 1981. Þetta var fyrsta ljóðið sem ég orti. Það var birt í Helgarpóstinum og þetta ljóð varð til þess að ég ákvað að helga mig hinu skrifaða orði um aldur og ævi. Það var skrifað á pappírspoka með svörtum augnlitablýanti í rútu á leið úr starfsreynsluferð skólans míns. Ég var 14 ára og þetta ljóð er endurspeglun á tíma kalda stríðsins.

SVARTAR RÓSIR

Ég horfi út um gluggann
og ég sé svartar rósir.
Ég horfi út um gluggann
og ég sé svartar rústir.
Ég horfi út um gluggann
og ég sé ekkert kvikt,
allt er dautt.
Af hverju er allt dautt?
Það skullu sprengjur í nótt
meðan þú varst sofandi.
Atómbombur féllu
og tortímdu mannkyninu.
En hver er ég, spyr ég?
Hver er ég?

Ég horfi út um gluggann
og ég sé hrunin hús.
Ég horfi út um gluggann
og ég sé blóð í straumum.
Ég horfi út um gluggann
og ég sé svarta ösku
og leifar af mannslíkömum.
Þetta er allt það sem eftir er
af mannkyni okkar.
Öllu því sem við sköpuðum
og kynslóðir eftir kynslóðir
slitu sér út við.
En af hverju?
Til hvers?