Margrét Sveinsdóttir er fædd í Kópavogi árið 1955. Árið 1988 útskrifaðist hún úr málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Margrét var við framhaldsnám í Gautaborg við Valands Konsthögskola árin 1988 – 1990.
Sýningar sem Margrét hefur haldið á verkum sínum:
1989, Göteborgs Konsthall í Gautaborg, samsýning
1990, Galleri Rotor í Gautaborg, einkasýning
1990, Göteborgs Konsthall í Gautaborg, samsýning
1991, Galleri Off-side í Stokkhólmi, einkasýning
1993, Slunkaríki á Ísafirði, samsýning
1994, Gallerí 11, í Reykjavík, einkasýning
1995, Hafnarhúsið í Reykjavík, samsýning
1995, Hafnarborg í Hafnarfirði, samsýning
1996, Nýlistarsafnið, einkasýning
1997, Listasafn Alþýðu, Ásmundarsal, samsýning
1997, Leifsstöð, landgangur, einkasýning
1998, Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn, einkasýning
2000, Hafnarborg í Hafnarfirði, einkasýning
2000, New Bedford Art Museum, Massachussetts, samsýning

Árið 1990 hlaut Margrét styrk úr Mannheimers Fond í Gautaborg og árið 2002, starfslaun Listamanna.

Verk í opinberri eigu: Skaraborgs Lans Landsting í Svíðþjóð. Landakotsspítali í Reykjavík og Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar.