"Margrét Sveinsdóttir er myndhugsuður. Ekkert frásöguvert gerist í verkum hennar. Aftur á móti er þar fjölmargt túlkunarvert. Sá sem ætlar að nálgast þau ætti fremur að rýna í, anda þeim að sér, en horfa á þau. Þarna er ekki bara andrúmsloft litanna, heldur efnið í lit á lit ofan, lit sem liggur að baki annarra lita, lit sem er undir yfirborðslitnum."
Guðbergur Bergsson 1994