"Leiðandi afl í útgáfu á leiðandi afli"
heimilsfang: hægri rassvasi Gunnars Hjálmarssonar

ÚTGEFIÐ EFNI TIL ÞESSA:

E01   GUNNAR HJÁLMARS - TÍU GÖT Á HAUSINN EÐA BLÓÐBOLLA?
Ljósrituð ljóðabók í brotinu A6 sem var "sett saman fyrir drekkutíma 2. janúar 1983" og kom út skömmu síðar. Seld í innan við 100 eintökum meðal skólafélaga og í Gramminu.

E02    RÚLLUSTIGINN
Safnspóla með Vonbrigði, Fan houtens kókó, Hana, Lojpippos og Spojsippus, Ást, S.H.Draum, Jóa á hakanum, Slagverk, Hávegi 1 og Spilliketti. Var gefin út í tæplega 200 eintökum 1984.

E03    TÓNLEIKAR Á HÓTEL BORG
Með S.H.Draum og Qjtzí Qjtzí Qjtzí. Fámenni. Janúar 1985.

E04    GORILLA ICE CREAM
Ljósritaður A5 bæklingur um "íslensku senuna" á ensku. Búin til 250 eintök og gefin.

E05    S.H.DRAUMUR - BENSÍN SKRÍMSLIÐ SKRÍÐUR
4-laga 10" EP plata í umslögum, sem hljómsveitin límdi saman sjálf. 500 eintök sirka, kom út 1985.

E06    BENSÍN SKRÍMSLIÐ SKRÍÐUR
Þetta átti að vera myndband fyrir samnefnt lag, en myndbandagerðin strandaði á peninga- / framkvæmdaleysi.

E07    GUNNI - NUNNURUSL
Spóla með dóti sem ég dundaði mér við að gera á árunum 1981-1984. Kom út 1986. Sirka 150 eintök.

E08    AMERÍSKI DRAUMURINN
Tónleikar með S.H.Draum, Prófessor X og Goldbox (frá Ameríku).

E09    SNARL
Safnspóla með Sogblettum, Muzzolini, Gult að innan, S.H.Draum, Daisy hill puppy farm og Parror. Gefin út 1987. Sirka 300 eintök.

E10    S.H.DRAUMUR - GOÐ
12-laga LP-plata. Einnig gefin út í Englandi hjá Lakeland Records (LKND 002). Sirka 2000 eintök, 500 seld hér. Tekin upp um haustið 1987 í stúdíó Gný á 50 tímum (með mixi). Tafðist í vinnslu og kom út í janúar 1988. Sjá betur hér.

E11    S.H.DRAUMUR - DRAP MANN MEÐ SKÓFLU
3-laga 7" plata. Einnig gefin út í Englandi hjá Lakeland Records (LKND 003). Sirka 1000 eintök, 300 hér. Tekin upp á sama tíma og E10. Kom út rétt fyrir jól 1987, minnir mig.

E12    SNARL II - VERÖLDIN ER VEIMILTÍTA!
Safnspóla með Sogblettum, E-X, 16 eyrnahlífabúðum, Daisy hill puppy farm, Yesminis pestis, Óþekkt andlit, Múzzólíní, Sykurmolunum, Blátt áfram, Bleiku böstunum, Qtzjí qtzjí qtzjí, Balla og blómálfunum, Gult að innan, Mosa frænda og S.H.Draum. Gefin út 1987. Sirka 300 eintök.

E13    ÖXNADALSHEIÐI
Myndband, sem við kláruðum aldrei á sínum tíma, en var klárað þegar við gáfum út Allt heila klabbið.

E14    S.H.DRAUMUR - BÚTAÐIR LEGGIR 1982-1986
22-laga "bútlegg" spóla. Um 100 eintök seld. 1988.

E15    DAISY HILL PUPPY FARM
4-laga 7" plata. Einnig gefin út í Englandi hjá Lakeland Records (LKND 006). Sirka 2000 eintök seld. John Peel spilaði "Heartbreak hotel" oft og þótti það góður árangur. Kom út 1988.

E16     MUZZOLINI - SLYS
Spóla með Muzzolini. Sirka 150 eintök. Kom út 1988.

E17    S.H.DRAUMUR - BLESS
4-laga 12" EP-plata. Kom einnig út sem Gramm-plata (Gramm 39). Upptökubræður Sveinn og  Sigurjón Kjartanssynir. Sirka 500 eintök. Kom út 1988, en nokkur töf varð á prentun umslags því leita varð að prentsmiðju, sem hafði ekki kaþólska prentara í vinnu.

E18    GRÆNIR FROSTPINNAR
Myndband sem samnefndu lagi S.H.Draums. Okkar tókst að klára það og fá sýnt í sjónvarpinu. Síðan notuðum við sama myndefni til að gera myndband við lagið Bimbirimbirimbamm.

E19    ROTÞRÓIN - HALTU KJAFTI ÉTTU SKÍT BORAÐU GAT Á REYKJAVÍK
Spóla með Rotþrónni frá Húsavík. Gefið út 1991. Sirka 200 eintök. Uppselt.

E20    SNARL III - ÞETTA ER BESTA SPÓLAN SEM ÉG Á!
Safnspóla. Eitt lag á mann með: Jonee jonee, Leiksvið fáránleikans, Sororicide, Ræsið, Drulla, Exit, Daisy Hill, Risaeðlan, Paul & Laura, Reptilicus, Rotþróin, Bless, Dritvík, Rut +, The human seeds, Dr. Gunni, B.R.A., No comment, Strangelove, Saktmóðigur, Majdanek, Graupan, Opp jors
Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Lághjú og Down & out. Gefið út 1991. Sirka 500 eintök. Uppselt.

E21    S.H.DRAUMUR - ALLT HEILA KLABBIÐ
CD með E05, E10, E11, E17 og auka stöffi. Gefið út 1993 í 1000 eintökum. Uppselt.

E22    POP KINGS - THE MASTER POP
Geisladiskur, áritaður og tölusettur í 100 eintökum. Gefið út 2000. Sjá betur hér.

E23    DR.GUNNI - TUÐRUR
Geisladiskur með finnskum plötum og öðrum hávaða. Gefin út 2001. Sjá betur hér.

E24    DR.GUNNI - INNIHELDUR
Geisladiskur með átján lögum.  Kom út 10. apríl 2009. Sjá betur hér.

E25    DR.GUNNI - FEITA SVÍN
Nytjamúsik fyrir líkamsrækt.  Væntanleg einhvern tímann...