F/8
                    var glæsilegt band skipað Tryggva Þór gítarleikara Fræbbblanna sem söng, Birni Gunnarssyni á bassa (síðar í Dron), Hauki Valdimarssyni (gullsmiður í Carat í dag og átti eftir að tromma á fyrstu árum S.H.Draums) og mér á gítar. Ari Einarsson, hinn unglingurinn í Fræbbblunum, spilaði smá undir lokin á gítar með bandinu, m.a. á Snælandsgigginu. Bandið var stofnað í vinnuskólanum í Kóp og fyrsta giggið var að spila samnefnt lag í þætti um Vinnuskóla Kópavogs sem var í einhverjum unglingaþætti í Ríkisútvarpinu (eina stöðin á þeim tímum). Þetta var í byrjun sumars 1980. Svo hékk bandið í pilsfaldi Fræbbblanna og hitaði upp. Músikin var tilgerðarlaust popppönk, Ramones og Fræbbblarnir og smá raggífílingur í bland. Bandið liðaðist sundur þegar maður vildi fara að gera eitthvað flóknara og „dýpra“. Ég seldi allar Ramones-plöturnar og maður helti sér í The Fall, Þeysara o.s.frv.

Í kjölfar pönksýningarinnar í Kópavogi fór Bjössi bassaleikari að leita í skúffum. Hann skrifaði og sendi þessar myndir: „Fór í gamla skúffu "heima" í Hrauntungunni og fann þar filmu frá því í den og hér er afraksturinn... eitthvað af þessum myndum eru reyndar á sýningunni. Teknar á "Kodak Instamatic" sem búin var leifturkubbi! Ekki man ég þó hver tók myndirnar.... Þá fann ég í sömu skúffu "kassettu" með upptöku frá giggi í Kópavogsbíó... gæðin úr bílskúrsupptökunum eru nú reyndar meiri en þó má m.a. heyra að allt ætlar um koll að keyra meðal áhangenda F8.... engu líkt! Þarf að koma þessu á mp3...“




Hér koma hljóðdæmi:

F/8 - Vinnuskólinn (úr Gufunni, biðst aðsökunar á þulunum sem eyðileggja lagið)
+ Næstu fjögur lög voru tekin upp í bílskúrnum heima hjá Bjössa bassaleikara, Hrauntungu 3.
F/8 - Útjaskaðir nemendur
F/8 - Bókassa
F/8 - Bölvun fylgi þeim (í lok upptökunnar má heyra mömmu Bjössa stinga hausnum inn í hávaðabílskúrinn og segja að klukkan sé orðin hálf átta og því líklega kominn matur eða hávaðaleyfi dagsins runnið út. Þess má einnig geta að Morðingjarnir tóku ilmandi kóver af laginu á Áfram Ísland! plötunni.)
F/8 - Kennari (Fyndin martröð)
+
F/8 - Tónleikar í Snælandsskóla 30/04/1981 (29 mínútur af ýlfrandi oðentik Kóp-pönki) - Flutt voru lögin:
1. Blitzgren bop (Ramones)
2. Númer
3. Raggae-partur Bjössa
4. Útjaskaðir nemendur
5. So what (Crass)
6. Bölvun fylgi þeim
7. Now I wanna be a good boy (Ramones)
8. Sadistar
9. London's burning (Clash)
10. Vinnuskólinn
11. Belsen was a gas (Sex pistols)
12. So what (Crass - aftur!)
13. Last
 

F/8 - Tónleikar í Kópavogsbíó 22.05.81 (lokatónleikar F/8)

1. Blitzgren bop (Ramones)
2. Bölvun fylgi þeim
3. Númer
4. So what (Crass)
5. Útjaskaðir nemendur
6. Sadistar
7. Last (ósungna reggae-lagið)
8. Now I wanna be a good boy (Ramones)
9. London's burning (Clash)
10. Vinnuskólinn
11. Belsen was a gas (Sex pistols)

Anal-ég gerði auðvitað lista yfir öll gigg sem F/8 spilaði: