26.03.10

Manstu þegar einhverjir gúmmítékkar keyptu Símann og það átti að byggja „hátæknispítala“ fyrir peninginn? Hafa þessir peningar ekki aðallega farið í að moka undir terlínklætt rassgatið á einhverjum Framsóknarbelg? Það segir sitt um forgangsröðunarfátæktina í þessu landi að brota brot af þessum peningum hafi ekki verið notað til að malbika bílastæðið hjá Borgarspítalanum. 43 árum eftir að spítalinn var vígður er bílastæðið enn ómalbikið og útlítandi eins og sveitavegur í þróunarlandi. Þetta pirrar mig alltaf jafn mikið í hvert skipti sem ég þarf að fara þarna! Það hefði mátt byrja á hátæknibílastæði, er það ekki? Við í Besta flokknum munum malbika þetta.
---
Þetta lítur nánast óþægilega vel út. Besti flokkurinn - sem eins og allir vita er besti flokkurinn því hann er Best flokkurinn - fær tvo menn í borgarstjórn skv. þessu. Ha ha ha! Rúst á bæði Hr. 19. aldar götumynd og slísí gaurinn þarna í Framsókn. Djöfull er þetta gott. Eins gott samt að flokkurinn fær ekki sex menn því þá væri ég í vondum málum! Vá, hvað ég myndi ekki nenni að sitja á þessum fundum sem maður sér stundum frá í sjónvarpinu. En þetta er stórkostlegt! Einar Örn, formaður leikskólaráðs - ég sé þetta alveg fyrir mér! Ú-hú! Þetta er víst sama niðurstaða og kom fram í leynikönnun sem XD lét nýlega gera en ákvað að stinga undir stól. Besti flokkurinn er kominn á svíngandi blúss! Það má svo benda fyrirtækjum sem eiga einhvern pening á að flokkurinn tekur glaður á móti fjárframlögum þessa dagana og það er aldrei að vita nema greiði komi á móti greiða, ef þú veist hvað ég meina. Hjá Besta flokknum fer spillingin fram fyrir galopnum tjöldum.
---

Og gerðu þig klára/n í enn einn skammtinn af POPPPUNKTI! Sjötta sería takk fyrir, skellur á í júní. Það eru haugarnir eftir af árennilegum böndum til að etja kappi og við Felix erum að velta þeim hlutum fyrir okkur þessa dagana. Það væri auðvelt að byrja með 32 lið en það byrja samt bara 16 eins og vanalega. Stanslaust stuð.
---
Ég skrifaði smá viðtal við Krumma í Mínus þar sem hann hélt því fram að bandið hefði slegið lokatóninn í hinu niðurbrunna Batteríi. Það er ekki rétt. Það var hljómsveitin GREEN LIGHTS sem slökkti á Batteríinu. Bandið sendi bréf: ...staðreyndin er sú að Mínus héldu tónleika sína föstudaginn 19. mars en daginn eftir fóru fram ekki síðri tónleikar sem hétu "Útfarartónleikar Green Lights". Tónleikarnir voru skipulagðir sem síðustu tónleikar Green Lights og skörtuðu því þessu nafni en það er ótrúleg tilviljun að tónleikarnir hafi í raun einnig verið útfarartónleikar Batterísins. Á tónleikunum komu fram hljómsveitirnar Tamarin/(Gunslinger), The Wintergreens frá Skotlandi og að lokum Green Lights sem slógu síðasta tóninn á staðnum en ekki Mínus eins og kom fram.
---

Biggi í Motion Boys er kominn í sólóið sem LAST BOY. Fyrsta lagið heitir Time to let go og er hér.
---

Skúli mennski & hljómsveitin Grjót - Heilræðavísa
Skúli vinnur nú í Flateyrartankinum að plötu. Hann var svo elskulegur að senda tóndæmi. Skúli er einn af þeim sem verður á Aldrei og þau verða nú varla meira djúsí lænöppin en það sem boðið er upp á á ALDREI fór ég suður um páskana. Í ár verður hátíðin haldin dagana 2. og 3. apríl (fös langi + laugard). Þetta eru atriðin 37:
Ólöf Arnalds
Bloodgroup
Urmull
Dikta
Hjaltalín
Bróðir Svartúlfs
Lára Rúnars
Pollapönk
Mið-Ísland
Lay Low
Sigríður Thorlacius
Morðingjarnir
Hudson Wayne
Sólinn frá Sandgerði
Rúnar Þór
Geirfuglarnir
Ingó og Veðurguðirnir
Biggibix
Orphic Oxtra
Skúli hinn mennski
Stjörnuryk
MC Isaksen
Klikkhausarnir
Hjálmar
Rúnar Þóris
Mugison
Yxna
Tom Hannay
Ugly Alex
Jitney
Korter í þrjú
Biogen
Drengjakórinn Konráð
Sesar A, BlazRoca og DJ Kocoon
Nine Elevens
Óminnishegrar
Baunirnar

25.03.10
Djöfulli er þetta eldgos töff. Ég tek allt nöldur út í fréttir af því til baka. Lá yfir myndunum á Rúv og Stöð 2 í gær, horfði meira að segja á það aftur í plús. Er ég kominn með eldgosamaníu? Manni er málið aðeins skilt því ég hef gengið Fimmvörðuháls tvisvar, síðast sl. sumar. Gosið er einmitt á þeim stað sem er einna erfiðastur og eiginlega bara um eina leið að fara til að komast ofan af hálsinum og inn í Þórsmörk. Það var svakalegt að sjá þyrlumyndir af göngustikum að fara undir hraunhrúgurnar. Ætli Fimmvörðuháls-leiðin sé orðin ófær út af þessu? Þetta er gríðarlega spennandi. 5vh hefur verið næst vinsælasta gönguleið landsins (á eftir Laugarveginum) og svona 5000 - 10.000 manns sem ganga yfir á hverju sumri. Enda er þetta eins og best of kassi Íslands. 23 km í allskonar gúmmilaðislandslagi, gullfallegum fossum í Skógaá, snjór, klaki, úfið hraun og svo blasir dýrðin í Þórsmörk við. Ef við þetta bætist nú spúandi eldfjall á miðri leið í sumar þá er það... ja, ég er bara ekki nógu vel vaknaður til að finna lýsingarorð á það. Þið getið smíðað einhver hugrenningatengl út úr rjómaís og fullnægingu. Ætli maður þurfi ekki að fara að panta svefnpokapláss í Básum strax?! 
---
Nasistarnir á Fox (sem er fjölmiðill eins og Andríki á satanísku hlátursgasi) eru með þessa heilabiluðu fréttaskýringu á gosinu. Brandari dagsins.
---
Besta plata sem ég hef heyrt um nokkra hríð er Congratulations með MGMT. Á hana má hlusta hjá Gufu Bandaríkjanna, NPR. Svo er ég líka að hlusta aðeins á nýju Goldfrapp sem er slikk popp alla leið, eins og ABBA í nuddpotti með ELO. 
---
Gott að VG sé með forgangsatriðin á hreinu. Ef ég væri 15 ára strípiklúbbasjúk ljósabekkjaskinka væri ég brjáluð. Næsta skref hlýtur að vera afnám kynjaðra lita á nýbura. Það eru hreinlega allir að bíða eftir því.

23.03.10

Paranojaðar ógnarstjórnir eru mis krúttlegar. Allt í kringum Rauðu Khnerana og Nasistana er sáralítið krúttlegt, á meðan DDR þykir dáldið krúttlegt. Þar voru allir njósandi um alla í algjöru geðsýkisrugli. Í DDR Museum má fá krúttlega innsýn í lífið í A-Þýskalandi. Lonely Planet mælir svo með heimsókn í Stasi safnið eða Stasi fangelsið til að kreista úr manni krúttið. Eitt af því undarlegasta sem þetta lið stóð í var að safna líkamslykt af vafasömum þegnum. Þegnar settust á sérstaka kloflyktarsöfnunarstóla (sjá mynd) og svo voru tuskur með lyktinni geymdar í krukkum. Síðan mátti senda sérþjálfaða kloflyktarhunda á eftir liðinu ef það var með vesen. Hér er blogg um heimsókn í Stasi safnið. 
---
Talandi um undarlegheit sem ég hef komist að nýlega, þá er ég að lesa doðrantinn The Other Hollywood e. Legs McNeil um klámmyndaiðnaðinn í USA. Legs skrifaði líka meistaraverkið Please kill me um pönkið. The Other Hollywood er ægilegt klámdrama. Þarna segir af mafíunni, krípum, druslum og dusilmennum, dópistum, skinkum og töff týpum. Eitt krípanna er Larry Levenson sem rak swingers klúbbinn/pornódiskótekið Plato's retreat. Hann veðjaði við vini sína um að hann gæti fengið það 15 sinnum á sólarhring. Dældi svo í sig örfandi efnum, fyllti pleisið af viljugum stelpugreyjum og hófst handa. Varð að sýna sönnunargögnin jafn óðum. Svo héngu vinirnir yfir þessu í klúbbnum. Manni verður nú bara illt íonum. Í stuttu máli og ekki of slímugu, þá tókst Larry þetta þrekvirki. Um skömbóið Larry og búlluna er til nýlega heimildarmynd sem ég hef ekki séð en heitir American Swing.
---

Taugadeildin - Sveitó
Mamma mía! Nú er allt að verða vitlaust! Rosa pönkgleði framundan: Þá er að koma að árlegri upprifjun á upphafsárum Punksins – já, og auðvitað nýbylgju, „power-pop“ og jafnvel Ska. Hljómleikarnir verða á Café Amsterdam í Hafnarstræti, laugardagskvöldið 27. mars og hefjast klukkan 23:00.
Síðustu tvö árin hefur hópur sem hóf tónlistarferilinn með punkinu rifjað upp þau lög sem við hlustuðum á 1977-1979. Nú bætist aðeins í hópinn, tímabilið lengist, lögunum fjölgar og við bætum íslensku efni á dagskrána. Árni Kristinsson, Birgir Baldursson, Hjörtur Howser og Jakob Smári verða allir með í ár. Fræbbblarnir taka nokkur lög af „Viltu nammi væna?“. Snillingarnir koma aftur saman og spila frumsamið efni, efni sem ekki hefur heyrst síðan í Kópavogsbíói 1980. Alls verða 58 lög spiluð frá 22 hljómsveitum, þeas.: Blondie, Buzzcocks, Clash, Damned, Elvis Costello, Fræbbblarnir, Jam, Magazine, PiL, Ramones, Ruts, Saints, Sex Pistols, Sham 69, Snillingarnir, Specials, Stiff Little Fingers, Stranglers, Television, Theatre Of Hate, UK Subs og Undertones. Og sem dæmi um hvar við höfum komið við sögu á þessum rétt rúmlega þrjátíu árum má nefna hljómsveitirnar: Bara Flokkurinn, Bless, Das Kapital, Egó, Fræbbblarnir, Galileo, Grafík, Handan grafar, Heiða og heiðingjarnir, HFF, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Icelandic Sound Company, Kátir Piltar, Kraftaverk, mamma var rússi, Mogo Homo, MX-21, Október, Oxsmá, Prófessor X , Q4U, Rokkabillýband Reykjavíkur, S.H. Draumur, Silfurtónar, Singapore Sling, Snillingarnir, SSSÓL, Sviðin Jörð, Tappi Tíkarrass, Taugadeildin, Tívolí, Unun, Vinir Dóra og Vonbrigði. Það kostar ekki nema 1.000 inn í þetta sinn -  eða tæplega 17 krónur og 25 aura á lagið.
Þetta er lag af læfbútleggi með Taugadeildinni, bandinu sem gerði 4 laga EP en hefði átt að gera LP. Fylgir ekki sögunni hvar og hvenær tekið var upp en miðað við lætin í liðinu myndi ég segja 1981 í Kópavogsbíói. Taugadeildin er með heimasíðu.
---

Thee Oh sees - Ruby go home
Thee oh Sees eru frá San Fransisco og svona ljómandi hressandi í Cramps, sixtís fílingi. Platan Help kom út í fyrra og er alveg þess virði að hún sé sniffuð uppi enda full af gúrme rokkskít. Thee Oh sees er með Myspace.

22.03.10
Karlar sem eru alveg að verða gamlir eru í tísku í dag. Ragnar Rúnar með brandarana er funheitur á Facebook og svo er annar sem kallar sig Humperdinkus, býr í Ástralíu og er með youtubeið fullt af eitís íslensku hemma gunn stöffi. Þetta er það sem koma skal.
---
Ég lagði á mig ferðalag í þessa nýju ísbúð, Draumaís í Bæjarlind, og svo opnar hún ekki fyrr en eftir viku! Var ég ekki að lesa grein um hana í Fbl? Hef greinilega ekki lesið hana nógu vel. Fór því í staðinn og fékk mér skyrís með bláberjum frá Holtseli í Íslandi, Suðurveri. Instant raðsæla í munninum. Ísbúðin Ísland er tvímælalaust það sem hæst ber í ísmálum þjóðarinnar um þessar mundir. Svo langaði okkur ekkert í sushi um kvöldið svo SuZushii í Kringlunni bíður um sinn.
---
Jæja, hvað er þá að ske með þetta eldgos? Er þetta ekki bara að verða búið? Drepleiðinlegt fréttaefni - hvað ef? hvað ef? hvað ef? og eintómir skraufþurrir jarðfræðingar að tuldra eitthvað. Samt dáldið skerí að það sé í 1 km fjarlægð frá gönguleiðinni niður af 5vhálsi. Þar fyrir neðan (í Básum, Þórsmörk) er nefnilega fallegast á Íslandi og fúlt ef það yrði fokkað að ráði í því. Verður gaman að tékka á ummerkjum næst þegar maður hleypur yfir (í sumar?)

21.03.10
Hvenær byrjaði þetta eldgos eiginlega? Er ég síðasti Íslendingurinn sem frétti af því? Ég fór til Borgarness í gær, át stórgóða fiskisúpu á Landnámssetrinu og hló svo yfir Jóni Gnarr til hálf ellefu (þú drífur þig að sjálfsögðu á það gigg). Þá fór ég nú bara heim og að sofa. Vaknaði 6 og fór eitthvað að hanga á netinu, eins og maður gerir, skoða tónlistarblogg og eitthvað, en það var ekki fyrr en ég fór á Facebook sem ég frétti um gosið og þá var klukkan orðin sjö. Það er ekkert nema bögg af þessu gosi. Allir með eitthvað hundleiðinlegt eldgosagrín og ekki flogið til útlanda. Gat nú fokkings skeð. Ég á miða til Berlínar á föstudaginn og ef það eru ekki gráðugir flugvirkjar sem hleypa ferðinni í uppnám þá er það eldgos. Sleppur vonandi samt. Ekki nenni ég deginum lengur að hanga hér yfir eldgosabröndurum. Svo er þetta ekki einu sinni í almennilegu eldfjalli eins og Heklu eða Kötlu heldur bara einhvers staðar á Fimmvörðuhálsi. Hvað er það? Kemst maður þá ekki enn einu sinni í Fimmvörðuhálslabb (myndasería hjá Kjartani Sigurðssyni) í sumar? Komin kílómeters löng sprunga í Fimmvörðuháls, segja þeir. Jæja. Fólk hefur gaman af þessu. Þetta er svona eins og stórmót í handbolta. Allir með á nótunum. Og náttúrlega dáldið töff.
---
Í dag - ef eldgosið tekur ekki yfir allt lífið - væri ekki amalegt að fá sér sushi á nýja staðnum í Stjörnutorgi og prófa ísbúðina Draumaís í Kópavogi. Sushipleisið í Kringlos heitir SuZushii sem er alveg ferlegt nafn. Samt ekki eins ferlegt og nafnið á nýja fótboltablaðinu, Goal. Það ætti að taka þann sem ákvað það fáránlega ruglnafn og húðstrýkja á næsta degi íslenskrar tungu. Gestgjafinn var með gæðatékk á 4 sérhæfðum sushistöðum í Rvk og SuZushii í Kringlunni fékk hæsta skor 9/10. Sushiholan á Laugarvegi fékk 6/10 og Sushi Train 8/10. Sushismiðjan þarna í húsunum hjá Sægreifanum fékk bara 2/10. Það sem dró staðinn niður var sagt hranaleg framkoma. Ég veit það nú ekki, hef alltaf fengið næs sörvis þarna og ágætis sushi, ekkert súperferskt þó.

20.03.10
Gerði dauðaleit að algjöru snilldarlagi - japönsku áróðurslagi gegn drykkjuakstri - og fann loksins með hjálp Wayback Machine. James Allenspach (bloggsíðan hans er góð) hefur gert myndband við lagið og textað á ensku. Algjör snilld. Við Lufsan gerðum meira að segja kóver af þessu ein jólin, á þeim tíma þegar við nenntum að búa til jólalög í jólakortin. 
---
Vek athygli á að hin ágæta hljómsveit The Wintergreens er að spila á Batteríinu í kvöld. Þetta er band með einum Gunnari Thor og þremur útlendingum sem gerir út frá Skotlandi. Er hér í heimsókn. Músíkin er gott indie stöff sem minnir mig á örlí 80s bönd eins og YMG og Pink Military. Tékkið á þeim á mæspeisinu og Batteríinu í kvöld.
---

Jónsi - Animal arithmatic
Bendi á vandað viðtal við Jónsa í Fbl í dag. Ég er þrælhress með plötuna hans, Go. Létt yfir henni og ákafi. Þessi tilfinning í henni að allt sé hægt og allt megi. Að það séu ekki einhverjir skilmálar og aðferðir sem verður að halda í heiðri. Samt er ég ekkert að segja að Sigur Rós hafi verið orðin föst í hjakkinu, síðasta plata með þeim var t.d. mjög góð. Þetta rúllar bara allt einhvern veginn áfram og það er nóg eftir á þessum brúsum. 
Þetta lag finnst mér einna frábærast. Það er víst nýjasta lagið á plötunni og textinn fjallar um dýr og stærðfræði, af því það "passar ekki saman". Framundan er risatúr um heiminn með gríðarmikla sviðsmynd í farteskinu. Hér er GVA að mynda Jónsa á háaloftinu í Iðnó. Þetta ævagamla hjól var nú bara þarna, Jónsi er ekki alveg það fríkaður að hann sé búinn að fá sér svona fornaldarhjól. En hann var með húfuna sína sem ég spurði hann aðeins út í. Hún er af tegundinni Torpedo deluxe. Ég hélt að Jónsi væri að vitna til Holden Caulfield, söguhetjunnar í Catcher in the Rye, sem var með svona húfu, en Jónsi kannaðist ekkert við það. Heimasíða Jónsa er með aukaefni!

Ég held maður þurfi samt að lesa Bjargvættinn í grasinu bráðum fyrst báðir eru svona ferskdánir, Flosi og JD. Talandi um ferskdána þá er Alex Chilton hrokkinn upp af. Alex söng í unglingabandinu Box Tops ("The Letter"), gerðu svo frábær meistaraverk með hljómsveitinni Big Star og "fann upp" power-poppið. Eftir það var hann í sukki, sólói og kombökkum, en pródúseraði líka fúndamental stöff eins og Songs the Lord Taught Us með Cramps. Ef þú átt Alex Chilton eftir ófattaðan mæli ég með að þú tékkir á Ballad of El Goodo og sjáir svo til hvort þú viljir ekki athuga hann betur.

17.03.10
Það er ágætt að hafa í huga að þú ræður því hvernig þér líður. Það er bara væl og aumingjaskapur að kenna einhverju öðru um en innihaldi haussins á þér. Ég skil ekki hvað fullfrískt fólk er sívælandi yfir öllu, peningum, skuldum, bla bla (já já, ég hef verið vælandi eins og stunginn grís löngum stundum líka). Jóhann J. Ingólfsson súmmerar þetta ágætlega upp (las ég hjá vini á facebook): Bjartsýni þvingar okkur til aðgerða, svartsýni er þægileg afsökun fyrir að gera ekki neitt. Arkitektúrsleg útfærsla á þessari pælingu er Bakþanki dagsins, Burt með þig, grámygla.
---

Hér má sjá nokkra kolbrjálaða útrásarvíkinga í Víkingaheimum í Kef, en það er stórgott safn þar sem skipið Íslendingur er main attraksjón. Verst að maður hefur eiginlega bara sagnfræðilegan áhuga á svona síðustu 100 árum og er alveg sama hvað þetta lið var að vesenast fyrir 1000 árum plús. Því var auðvitað meira innan míns áhugasviðs að skoða Rokkheimana í Geimsteini:


Stórfínt dæmi og algjört möst fyrir rokkáhugasama að tékka á því. Rúnarssynir og María halda merki Rúnars á lofti og það er frábært. Kef er málið, ég er að segja þér það. Fórum líka í KFC Kef, sem er sko engin skítabúlla eins og KFC Kóp, heldur hreint og fagurt grafhýsi látinni hæna, ef þetta eru þá hænur, en ekki bara "kjöt". En allavega. Svo í Grindavík er Saltfisksetur mjög árennilegt ef maður hefur brennandi áhuga á saltfiski, eða striti forfeðranna. Í bensínsjoppu sá maður svo ríl læf smábæjarins, letilegt úrval dvd mynda og doðalegan træbalhnakka í óða önn við að eyða aleigunni í RK-kassa. Hver man ekki eftir myndinni Fiskur undir steini sem allir urðu brjálaðir yfir 1970 og eitthvað? Ég þori að sjálfssögðu ekki af ótta við að vera kallaður snobbhlussa og malbik að segja að ekkert hafi breyst síðan þá. 
---
Annars er ég að hlusta á Gó með Jónsa, sem er svaka fín og léttleikandi poppplata. Kannski maður taki svo stórt upp í sig að þetta sé það besta sem kemur úr þessari átt síðan Ágætis byrjun?
---
Um daginn var ég að pæla í svona albúmhausum. Hér er svipuð pæling, útfærð öðruvísi - Mix & match.

14.03.10

Páll Óskar hélt geðveika afmælisveislu á Nasa í gær. Hann stóð í dyrunum og faðmaði 400 manns + á meðan Hari tók myndir. Veitingar svakalega fínar og fyrir framan bráðnaði eftirmynd af Páli úr ísklumpi. Svo byrjaði skrallið og Gylfi og Hemmi fóru á kostum. Ég var með krakkana og fór eftir Spilverkið sem tók þrjú lög: Gul og rauð og blá, Plant no trees og Nei sko. Alveg helmagnað náttúrlega - þó Bjóla hafi ekki verið með - og það má nú alveg fara að spá í almennilegu kombakki, enda Spilverkið klárlega meðal topp 10 bestu banda Íslandssögunnar. (Í fljótu bragði sýnast mér hin vera Hljómar, Trúbrot, Óðmenn, Stuðmenn, Fræbbblarnir, Purrkurinn, Utangarðsmenn, Þeyr og Pönkhljómsveitin Fjölnir).
---
Talandi um Gylfa þá spurðu hann mig hvort ég væri að fara að gera aðgerð, ég væri svo alvarlegur eitthvað.
---
Og talandi ennþá meira um Gylfa þá fór víst Megas með vinkonu sinni á ball með Áhöfninni á Halastjörnunni í Kringlukránni. Megas og vinkonan dönsuðu villt og galið við undirleik Gylfa og Hemma og Ara og eftir gigg fór Megas baksviðs að þakka fyrir sig. Gylfi varð svo kjaftstopp á þessari óvæntu aðdáun meistarans að hann gat ekkert sagt annað en: Mömmu finnst þú æðislega góður.
---
Vá, þá erða bara Palli fimmtugur 2020. Það toppar þetta ekkert nema eitthvað út í geimnum. 

13.03.10
Smáauglýsing: 
Vil kaupa nothæfan fjölskyldubíl - helst yfirtaka viðráðanlegt bílalán. Æskileg greiðslubyrði 20-30 þús á mán. Á sama stað er auglýst eftir vistaskiptum. Ég legg fram frábæra 130 fm íbúð í nafla alheimsins í Vesturbæ (2 km frá Kringlunni!) og vil fá hús "út á landi" í staðinn. Helst á vestfjörðum, norðurlandi eða austurlandi. Er nefnilega alveg til í að "gera ekki neitt" í svona sirka 2 vikur í sumar "út á landi". Áhugasamir skrifi
---
Ef þetta gengur ekki getur maður bara notfært sér síðuna Húsaskipti.
---

Ég sverða að ég fékk þessa hugmynd líka. Að taka myndir af vinnustöðum karla og hengja upp. Gerði það náttúrlega ekki því ég er ekki ljósmyndari. Því verður maður absólútt að drífa sig á sýningu Ívars Brynjólfssonar á Vinnustöðum alvöru karla sem er í Listasafni Íslands. Einnig væri gaman að skoða veggjakort á klósettum karlavinnustaða. Það getur verið innspírandi. Verst að flestir skrifa það sama, hinn mikla klósettbálk:

Hér er ró og hér er friður
Hér er gott að setjast niður
Hugsa um sína þungu þanka
..þar til einhver fer að banka.
Þá er mál og þá er siður
að standa upp og sturta niður.

Hver er höfundurinn?
---

Amadou & Mariam - Masiteladi
Það er hörkudæmi þetta blinda par frá Malí - Amadou & Mariam - sem opnar Listahátíð í Höllinni 12. maí. Ég fékk bullandi áhuga á að fara á giggið þegar ég heyrði í þeim á Mæspeisinu þeirra. Líklega ætti maður að vera að hlusta á miklu meira af "heimstónlist". Ef þú þarf einhvern annan en mig til að segja þér hversu æðisleg þau eru má benda á að þau hituðu upp fyrir Coldplay, Damon Albarn er slefandi yfir þeim sem og Pitchforkmedia og Simpsonspabbi Matt Groening er búin að ráða þau á All tomorrows partíið í maí sem hann kúreitar. Þaðan koma þau funheit hingað. Mér sýnist vera tvær plötur sem maður þarf að tékka á með þeim, Welcome to Mali frá 2008 (lagið hér að ofan er af henni) og platan sem þau gerðu með Manu Chau 2005. Já og svo hittu þau Barack þegar þau spiluðu þegar hann fékk Nóbelinn. Miðasala er hafin á midi.is og miðað við listann á midi.is er giggið miklu vinsælla en Latabæjarhátíðin!
---
Jamm. Og svo líður mér svona 43% eins og allt sé að fara til andskotans og að þjóðin verði flutt af skerinu á næsta ári (þetta hlutfall eykst í réttu hlutfalli við hvað maður nennir að lesa mikið af svartagallsröfli á Eyjunni), en svona 57% að það verði bara allt í lagi og að þetta rúlli allt áfram af gömlum vana.

10.03.10

Copy/paste frá Kristjáni Frey: TÝND HLJÓÐFÆRI: Kæru vinir, ég er miður mín. Ég er búinn að tapa symbalatöskunni minni (sjá mynd af samskonar tösku). Taskan er full af trommudiskum (symbölum), einhverjum kjuðum, hi-hat klemmu og fl. (m.a.s. er einn svartur Camper skór oní töskunni) Hún tapaðist í flutningum, fyrir viku síðan. Taskan fór frá skemmtistaðnum Batteríinu, uppá Grandrokk við Smiðjustíg og þaðan niður í bæ á skrifstofu við Vonarstræti. Ef einhver veit um töskuna: krissrokk@gmail.com eða 772-7007. Takk!
---
Svo þessum mótbárum Jóns Egils Bergþórssonar sé svarað vil ég benda á til að sanna hvað ég hef ógeðslega djúpan bíómyndasmekk að uppáhaldsmyndirnar mínar eru: Grease II og þarna myndin með Whoopie Goldberg.
---
Ég hef oft tjáð mig um músíktengd bíópikk. Nowhere boy um unglinginn Lennon sér maður, veit ekki hvenær hún kemur hingað, ef hún kemur þá á annað borð. Þetta er reyndar alltuggið efni, Lennon og mammans og það allt . Svo er glæný mynd um kvennabandið The Runaways á leiðinni með Dakota Fanning (ekki lítil lengur). Þetta var nú svo sem ekkert súper æðislegt band þótt „Cherry bomb“ sé dúndur stöff. Joan Jett varð miklu þekktari sóló fyrir I love rock n roll (sem var reyndar kóverlag með einhverjum Arrows). Rokkrefurinn Kim Fowley sem setti bandið saman er athyglisverður karl sem maður þarf að grafast betur fyrir um. Held það hafi ekki verið skrifuð almennileg bók um hann. Hann sendi mér einu sinni bréf. Þá voru Sykurmolarnir funheitir og í Rolling Stone viðtali var minnst á Snarl kassettu og gefið upp heimilisfang Erðanúmúsik. Bréfum rigndi inn og þar á meðal eitt frá Kim sem bað um spólu. Hann var sísnuðrandi eftir næsta stóra hitti og hélt kannski að hann fyndi það á Snarl spólu! Heyrði reyndar aldrei í honum aftur! Hér er Kim með gaurum í mjög alvarlegum/sprenghlægilegum umræðuþætti um pönk og nýbylgju í Tomorrow show Tom Snyders frá 1977. Kim hefur yfirbragð slísí karakters og er oftast lýst þannig. Er hálfgerður Roger Corman rokksins eða eitthvað. Auk þess að pródúsera haugana af efni (þar á meðal novelty hittarann They're coming to take me away ha-haaa, sem var spilaður í algjöra hengla í Lögum unga fólksins) gerði Kim fullt af sólóstöffi. Eitt besta lagið sem ég hef heyrt með honum er þetta:


Kim Fowley - Bubblegum
Kom fyrst út á 7" 1969. (Kim á wiki. Offisjal heimasíða. Kims Diskógrafía)
---
Það er allt að verða kresí hjá FM Belfast. Blöðin halda ei vatni yfir giggunum: MusicOHM, Spoonfed, Groove (í Osló). Grímur umboðsmaður og bassaleikari segir: Á túrnum var fullt á mörgum stöðum. Uppselt í Kaupmannahöfn, París og London. Frakkland var geggjað – og troðið í Lausanne....Bandið fer á 23 tónleikaferð sem hefst í Kananda og endar í Þýskalandi. Spila á Spot í Danmörku og Great Escape. Sumarið er hlaðið festivölum. Sjáðu síðan stemminguna: París / Brussel / London.
---
Mikið snilldar Gusgus-videó er komið á netið. Ekkert stuð í Fellunum fyrr en Dressmannkallarnir koma. 
---

Harpa Gunnarsdóttir - Elsku kisa mín
Af 7" frá 1975. Ekki veit ég meira um Hörpu eða hvað varð um hana, en allavega tók hún Obladí á plötunni og er því komin hingað. Obladí Pauls Maccartneys er ábyggilega mest spilaða Bítlalagið á Íslandi og hreinasta plága um árabil. Það kom á Hvíta albúminu og Paul samdi það í ska-fílingi. Hljómsveitin Marmalade tók ómakið af Bítlunum að gefa það út á singul 1969 og með marmilaðinu fór það á toppinn. Hér má sjá marmilaðiútgáfuna. Svo er ekki ólíklegt að fyrir hugarfylgsnum sveimi andlit Corkís þegar lagið skellur á.

07.03.10
Gerði ógilt. Ég hefði nú haldið að fleiri hefðu gert ógilt því þetta var eiginlega ógild kosning, svo rosalega mikið rugl og ekki verið að kjósa um skýra valkosti heldur geta menn bara túlkað Neiið út og suður. Og hvað svo? Þjóðarjeppinn er ennþá fastur í drullunni því menn ýta á hann úr sitthvorri áttinni, en ekki allir í sömu átt. Og svo er hann með sex stýri. En er þá ekki bara fínt að koma með SKÝRSLUNA! til að flækja þetta aðeins meira.
---
Næsta plata The Fall kemur út 26. apríl á Domino. Heitir Your Future Our Clutter. Hér er Mark E Smith að tjá sig um plötuna Hex Educational Hour (útg 1981), sem jafnan er talin meðal allra bestu platna bandsins. Nokkur lög af henni voru tekin upp í Hljóðrita. Eitthvað er nú karlinn farinn að kalka því þessar lýsingar hans á Íslandi 1981 eru, erm, nokkuð frjálslegar:

Was there any kind of grand scheme behind recording some of it in Iceland?
MES: Er, no. Because in them days Iceland was a closed country not like it is now. They didn’t have rock bands and beer was illegal and stuff like that. So we did a show there and it was a big deal for them. It was ridiculous; a quarter of the population of Rekyjavik turned out to see us. Women, children, the lot. They’d never seen a group like us before. So me being me I said ‘Let’s record something here.’ And we went and recorded Iceland and Hip Priest in this lava cave. It was where Icelandic bards go to record their Icelandic poems. That’s why the sound on those tracks has that snap on it. 

Fólk sem les þetta sér fyrir sér hraunhelli a la Indiana Jones eða eitthvað, en það er nú bara verið að tala um Hljóðrita þar sem einn veggurinn var/er með hrauni. Reyndar má, ef vel er gáð, enn finna hassköggla inn á milli hraunsins eftir, eh, „skáldin“ sem tóku þarna upp.

06.03.10
Ef maður vill kjósa „Fokkessum ríkuköllum, þeir geta bara þrifið skítinn upp eftir sig sjálfa. Niður með dólgakapítalismann!“ - hvað kýs maður þá? Krossar maður við Nei og skrifar svo ofangreint á miðinn og gerir hann þar með ógildan? Varla fer maður og gerir bara pent Nei því þá er maður að gera eitthvað sem Blesi og Zombíselurinn vilja að maður geri. Og ekki gerir maður það. Sjitt, þetta er nú meira ruglið. Stærsti smjörklípuhlunkur Íslandssögunnar, svo vitnað sé í Andra Snæ í Fbl í dag. Er fábjánagangurinn, ringulreiðin og stefnuleysið jafn yfirþyrmandi hjá einhverri annari þjóð í heiminum?
---

Hér er góð hugmynd. Fyrirtækið Worn Free sérhæfir sig í að endurskapa klassíska t-boli sem guðdómlegir rokkarar voru myndaðir í. Reyndar rándýir bolir (v/ gengisins) en góð hugmynd, eins og ég segi.
---
Evil Madness eru með 3ju plötuna í bígerð. Hér má heyra forugan smekk.
---
Hér má lesa um Bítlana og minningar. Ó minningar. Þegar ég fékk Bítlaæði sirka 1976-77 fór ég milli plötubúða og reyndi að kaupa litlar Bítlaplötur því ég hafði ekki efni á stórum. Hvergi fengust litlar bítlaplötur en einhvern veginn komu rauðu/bláu safnplöturnar inn á heimilið. Þess má geta að ég er enn með Bítlaæði.
---

Hljómar - Einn á ferð
Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsta útgefna íslenska bítlakóverið. Kom á fyrsta LPi Hljóma (SG, 1967), en sú plata er með frábæru tíðarandatengdu umslagi eftir meistara Þorstein Eggertsson (helvítis kjaftæði! Umslagið gerði Hilmar Helgason!). Lagið er Nowhere man sem kom út á Rubber Soul 1966. Íslenskan texta gerði Ómar Ragnarsson.

04.03.10

Bakþankinn í dag fjallar um eftirlífið og gríska jógúrt (og e.t.v. um kosningarnar á laugardaginn líka). Grískt jógúrt er ekkert grín.
---
En talandi um kosningar þá toppa þessar næstu alla hina vitleysuna sem maður hefur látið hafa sig út í. Allar kosningar eru rugl svo sem, því maður fær alltaf það sem maður á skilið (og það er nú alltaf eitthvað svakalegt) og svo skiptir þetta lið alltaf um skoðun eftir því hvoru megin við borðið það er. En þessar kosningar á laugardaginn toppa samt allt í ruglinu. Jafnvel það þegar ég lét hafa mig í það að elta eitthvað þrugl í Samfokki um flugvöllinn kjurt eða burt (ég man ekki einu sinni hvort ég vildi hann kjurt eða burt). Svo ekki sé nú talað um það þegar ég kaus á milli Vigdísar og einhverrar kerlingar frá Vestmannaeyjum. Ég teiknaði forláta klámmynd á seðilinn og hef alltaf séð smá eftir því auðvitað átti ég að kjósa Vigdísi. En jæja, mitt atkvæði skipti ekki sköpum. 
---

Gorillaz - Superfast jellyfish (feat. Gruff Rhys & De La Soul)
Nýja Gorillaz platan er ekkert slor, reyndar bara þétt og fín, léttleikandi og hress. Þetta lag greip einna fyrst. Sólskin í hverjum dropa. Plötuna alla má heyra á músíkheimasíðu Ríkisútvarpsins í Ameríku en þar má oft heyra glænýtt gæðaglundur í heild sinni. (aðsend aðfinnsla: Bara að benda þér á að það ekkert sem kallast getur ríkisútvarp hér í Ameríku. NPR er algjörlega rekið af frjálsum framlögum að mestu frá venjulegu fólki, en einnig eitthvað er um það að fyrirtæki láti af hendi rakna til að styðja við stöðvarnar. Áður fyrr lét alríkið eitthvað fjármagn renna til þeirra en því er lokið í dag. Ingimar)

28.02.10

Unglingagrín 2010: Elliheimilið Brund. Þú ættir að skammast þín.
---
Dóri trommari hefur ráðist í það þjóðþrifaverk að setja viðtal EIR við Gunnar Jökul á Youtube (hluti 1 / hluti 2). Viðtalið er frá 1994 og þar minnist Gunnar á sólóplötu sem hann er með í bígerð. Hún kom árið eftir og heitir Hamfarir. Ég var að vinna í Japis á þessum tíma og man alltaf eftir þeim undrunarsvip sem kom á menn þegar platan fór undir geislann. Gunnar hafði mikla trú á þessu og fyrsta pöntun af plötunni voru 3000 eintök. Ég segi kannski ekki meistaraverk, en þetta er plata sem er mjög minnistæð, einstök og sönn.
---
Meiri sagnfræði: Í Bloggheimum Léos má lesa mikla samantekt um Borgarbíóið í Kópavogi (blogg nr. 615). Maður kom þarna stundum, enda í göngufæri. Ég sá Quadrophenia þarna, hún hefur líklega ekki verið með texta, ég allavega man eftir því að ég skildi lítið í henni. Svo sá ég Andy Warhols Dracula þarna í þeirri hráu þrívídd sem var í boði á þessum tíma og líklega Polyester Johns Waters með lyktarspjaldinu. Í Borgarbíói voru stundum tónleikar og sjálfur spilaði ég með F/8 þarna 23/8/1980. Eðal-lænupp: Fræbbblarnir, Utangarðsmenn og Kjarnorkublúsararnir auk okkar. Það er mér minnisstæðast frá þessu giggi að þegar allir Fræbbblarnir voru komnir á svið nema Stebbi trommari varð smá bið eftir honum. Hann var að skíta og var all nokkuð gantast með það áður en bandið keyrði í gang. Jónatan Garðarson var á svæðinu og skrifaði um giggið í Vísi.

27.02.10

Gott er að eiga góða vini, vindla og nóg af kóki. Það rifjaðist upp fyrir mér að einu sinni voru bæði til "litlar" og "stórar" kók. Miðað við það sem nú þekkist í gossvolgri finnst manni varla hafa tekið því að bjóða upp á svona líkar stærðir - hvað er þetta, einn sopi sem er meira í "stórri" kók en "lítilli"? Ég vísa annars á gosumfjöllun mína í Fbl í dag. Takið eftir að orðið lýðheilsa kemur þar hvergi við sögu. Þó ég vilji ekki lasta gosið þá er dáldið skrýtið hvað við þömbum mikið af því þegar við höfum "besta vatn í heimi" rennandi úr öllum krönum. Það er eins og að vera giftur Ungfrú Íslandi en halda fram hjá með tannbrunninni jussu á efri hæðinni.
---
Það hefur orðið vart við gríðarlegt þunglyndi í fjölmiðlum þessa vikuna. Jafnvel enn meira en vanalega. Það eru einhver óveðursský sem eru endalaust að hrannast upp og nú verður kreppan ekki auðveldari en menn héldu - eins og sagt var fyrir nokkrum vikum - heldur miklu krappari og mun ekki ná harmrænni fullnægingu fyrr en í byrjun næsta árs þegar 11% verða atvinnulausir. Æ fokking sjitt. Troðið sokk í ykkur, vælukjóar (eru mín skilaboð þar sem ég nenni ómögulega að tjá mig meira um "ástandið" í dag.) Ætla ekki allir annars á kjörstað eftir viku? Djók!
---
Hérna eru kúl Bretar að reyna að segja umheiminum frá bjartsýninni á Íslandi. Bogi í Hliði og fleiri góðir leggja hönd á plögg.
---
Á þessari síðu hefur Luciano Dutra í Brasilíu þýtt nöldurgrein mína "Syngið á íslensku!" yfir á portúgölsku.
---
Vesen alltaf á þessari íslensku. Gæsalappirnar geta ekki einu sinni verið "í lagi". Nei nei, maður þarf að ýta á „alt 0132 og svo á alt 0147“.
---
Já sæll, það er þessi Edda í kvöld og Popppungur er tilnefndur. Einu sinni áður var ég tilnefndur og þá vann Jón já komiði sæl. Hann er ekki tilnefndur í kvöld svo það er séns. Ætli maður mæti ekki, en mér skilst að það sé enginn áhugi fyrir þessari hátíð í bransanum. Allir svo fúlir út af niðurskurðinum. Held maður eigi að mæta eins tötralega og maður getur til að mótmæla. Ég er búinn að fá Grímu og Ístón svo það er alveg pláss fyrir eins og eina Eddu. (viðbót: ÚTSVAR!? Eruði ekki að fokking kidda mig?)
---
Enn meira aðsent af kvistum, nú frá AVS: í svari við nafnlausu ábendingunni þá er téður læknir með
plastpokana hinn margfrægi Þjóðarbókhlöðudraugur. Ég veit svosem ekki
hvort fólk utan Háskólans kannist mikið við þá nafngift. En ef þetta er
sami náungi, þá má sjá hann tala löngum stundum við sjálfan sig bæði í
Odda og á Bókhlöðunni. Stundum virðist tal hans beinast að tiltekinni
manneskju og ef viðkomandi bítur á agnið má hann búast við stórundarlegu
samtali í kjölfarið.
Ég vissi raunar ekki að hann sinnti raunverulegum rannsóknum, enda býst
maður ekki beinlínis við því af manni sem dröslast með eldgömul dagblöð í
plastpoka talar um ketti og annað eins handahófskennt við sjálfan sig inná
Þjóðdeild Landsbókasafns.
---

Helgi Pétursson - Þú vilt ei mig
You wont see me af Rubber soul (1965) sem Þú vilt ei mig á sólóplötu Helga, Þú ert, sem var tekin upp í Hljóðrita jan, feb 1979 af Gunna Þórðar, sem útsetti einnig. Textann gerði Helgi. Týpíkal albúm trakk, bæði hjá Bítlum og Helga. 

25.02.10
Stórtíðindi: Hinn mikilfenglegi meistari INSOL verður í Harmageddon á XINU kl. 16 í dag (fimmtudag) og mætir með gítarinn. Þetta er svokölluð skylduhlustun. Það tók sig upp gamalt stuð hjá Insol í fyrra og hann gaf út tvo nýja diska seint á síðasta ári. Báðir eru góðir.
 


Insol - Borgaðu fyrir burgeisana
Það og það er „skemmtaraplata“, en þó er mixað inn gítar og munnhörpu. Textar áleitnir og harðir, oft um hrunið (enda samdir í hruninu), en einnig efni sem var samið árið 1997. Hér er lag sem ristir djúpt og þar sem hlutirnir eru sagðir án umbúða og orðagjálfurs. 

Við sem bara vorum krútt
verðum nú í skuldafangelsi, 
fyrir allskonar kúka
plokkandi af þér seðlana, búandi til helsi

(með fyrirvara um að ég hafi ekki heyrt þetta rétt)

Þarf að segja meir? Frábært lag af frábærri plötu!


Insol - Adolf Hitler
Á Ísland skal aría griðland fer Insol inn á viðkvæmar slóðir og kallar á endurmat á nasismanum. Þetta er kassagítarplata, munnharpa í bland. Hér er lagið Adolf Hitler. Aldrei hefur jafn fallegt verið samið um jafn glataðan mann. Vafasöm plata, þó ekki sé meira sagt!
---
Vert er að minnast á að myndin Burkina Faso 8600 km er nú sjáanleg hjá Þorsteini Joð.
---
Og fyrst verið er að ræða um netvörp þá er meistari David Lynch nú með seríu í gangi á síðu sinni sem hann kallar The Interview Project. Þar er rætt við (ó)venjulega Ameríka á heimavelli. Það er reyndar sonur Davids, Austin, sem stendur á bakvið þetta, en það er ekki (svo mikið) verra fyrir það.
---
Hér er nafnlaust uppdeit með kynlegu kvistana:
* Afar mjósleginn náungi, með sérviskulegan svip, sem oft er á ferðinni á svæðinu Hverfisgata/ Lækjargata... "Franz Kafka" --> Líklega er um að ræða sagnfræðing, með upphafsstafina GFG, vann lengi fyrir óbyggðanefnd 
* Einn sem situr lon og don á Þjóðarbókhlöðunni og rýnir í gömul handrit og fræðibækur og er alltaf með tvo sneisafulla plastpoka af blöðum meðferðis... --> Þetta er læknir, með doktorsgráðu frá Englandi. Hefur lítið sinnt lækningum að undanförnu en hefur tekið að sér ýmis ritverkefni, skýrslugerð og þess háttar. Tekur verkefni sín mjög alvarlega og er leitun að nákvæmari manni.
---
Annars var Þefhestur tvímælalaust orð gærdagsins. 

21.02.10
Sullubergur er að alveg að gera sig í Kosti. Ég fer þangað upp á amrískt eðalgóss sem ekki fæst annars staðar. Við erum að tala um Starbucks-kaffi, Reese's Peanut butter cups og fleira jömm. Reyndar mætti hann íhuga að selja stöffið í minni pakkningum, maður leggur kannski ekki alveg í heilu sekkina af amerísku sælgæti sem maður hefur ekki smakkað fyrr. Í gær prófaði ég kókoshnetu M&M í hvítum pakka en því miður er það alltof sætt og væmið og ég mun ekki kaupaða aftur. Nú er að vona að Sulli fari í rótarbjór og krímsóda og þá fyrst fer hann í guðatölu.
---

Ísland í Suðurveri er nýjasta ísbúðin í bænum. Selur Kjörís (best) og Holsels-ís (langbest) og er með myndir af beljum upp um alla veggi. Hin fínasta búð, en allar ísbúðir ættu samt að sjá sóma sinn í að vera með blautþurrkur því það vill sullast og klístrast þegar maður er með krakka. Sæta-aðstaða er þokkaleg, ég sakna þó staðar þar sem hægt er að kaupa jafnt ís og kaffi og sitja í bólstruðum básum með kannski rótarbjórsflot í uppháum glerglösum eins og maður sé í American Graffity eða eitthvað. Það vantar ofur-ísbúð í Rvk. Ég mæli eindregið með skyrís með aðalbláberjum beint úr beljunum á Holseli, það er tótal snilld - tvær kúlur á 540 kall, hálfur lítri á 950 kr. 
---
AVS sendi kvista-viðbót:

Uppábúni miðasölumaðurinn í Regnboganum er ekki einungis það, heldur er
hann framkvæmdastjóri Regnbogans. Hann má oft finna í leið 14, uppábúinn
með volduga skjalatösku, sem hann heldur um líktog hún innihaldi gullforða
Seðlabankans. Ég tók fyrst eftir honum sem barn og hann vekur jafnan
alltaf athygli mína, en mér hefur þó aldrei borið gæfa til að muna hvað
hann heitir.

Hinsvegar veit ég vel hvað skeggjaði strætóbílstjórinn heitir, Pétur
hlaupari - ég man nú ekki hvers son. Hann bar alltaf út Dag Tímann, síðar
Dag. Fræg saga er til af því þegar hann svindlaði í Reykjavíkurmaraþoni
með því að hjóla hluta úr leið; mér vitandi eini maður sem hefur verið
dæmdur úr keppni þar (ef sagan er sönn).

Báðir þessir tengjast leið 14 og má ég til með að nefna annan enn
einkennilegri mann sem ég hef séð bregða fyrir á þeirri leið og kringum
strætistöðvarnar á Hlemmi og Lækjartorgi undanfarin 12 ár. Hann er
hávaxinn með snjóhvítt krullað hár og rauðari í framan en Jeltsín á
mánaðarlöngum bender. Hann er einhverslags smákrimmi að ég held, fór að
minnsta kosti jafnan fremstur meðal jafningja í hópi þeirra ógæfumanna sem
nú sjást varla lengur í miðbænum, og oftar en einu sinni sá ég hann, með
tvo hálfaumingjalega náunga bakvið sig, reyna að kúga fé útúr einhverjum
rónanum. Einhverju sinni var hann skyndilega búinn að lita hárið svart og
kominn í nýjan leðurjakka og hafði því greinilega komist í einhverjar
álnir, en næst þegar ég sá hann hafði rótin vaxið uppúr og karlinn
óvenjufölur að sjá. Svo eitthvað hefur stórveldi hans farið hnignandi.

Þetta eru að sjálfsögðu bara hálfskáldsögur af kynlegum kvistum, en ég tel
fulla þörf á að minnast þeirra sem maður hefur svo oft velt fyrir sér og
ekki alveg getað áttað sig á hvaðan kæmu. 
---

Orion & Sigrún Harðardóttir - Enginn veit / Orion & Sigrún Harðardóttir - Stef úr Family way
5-laga 7" EP plata Sigrúnar Harðardóttur og Orion, sem Fálkinn gaf út 1968, er ekki með einu heldur tveimur Bítla-lögum. Þ.e., þarna er I will (af Hvíta albúminu, svo þau hafa verið snögg) með texta Eysteins Jónassonar, eins Orion-manna + stef úr The Family Way, en það er einhver bíómynd sem Palli MacC gerði hljóðsporið við 1966 (hvernig sem honum vannst nú tími til þess í öllu bítlaæðinu). Eins og heyrist var Orion langt frá því að vera væld - maður sér fyrir sér lakkskó, lakkrísbindi og seinni tíma frama við bókhald og klassíska tónlist. 
(Ég þakka Jónasi fyrir gesta-ripp).

20.02.10

Gríðarlegur faglegur metnaður er lagður í grein mína um kynlega kvisti í Fbl í dag. Mæli með henni. Ég er búinn að vera smá með svona kalla á heilanum síðustu daga. Jafnvel farinn að sjá fyrir mér bók. Fólk hefur skoðanir á þessu og finnst þetta spennandi efni. Ég var að spá í þessu á Facebook og spurði hverjir væru kynlegu kvistir nútímans - fólk sem vekur athygli á götunum. Fólk kom með allskonar nöfn:

* Björk (mér finnst hún nú bara Kjarval nútímas - líklega álíka mikið glápt á hana og hann)
* Geir Ólafs (topp náungi og mikill listamaður)
* Ástþór Magnússon (líkt og Jóh Kr. er hann með frið og forsetaembættið á heilanum)
Bergur Ebbi vill meina að „gæjar eins og * Sverrir Guðjónsson verða örugglega mega-legend í framtíðinni þó að hann sé reyndar ósköp venjulegur fjölskyldumaður sem gengur um í leðurbuxum og með hatt.“
Kristinn Pálsson kom með „Einn * afar mjósleginn náunga, með sérviskulegan svip, sem oft er á ferðinni á svæðinu Hverfisgata/ Lækjargata og er líklegast að vinna í einhverju ráðuneyti. Hann lítur hreinlega út eins og útfararstjóri í Lukku Láka bók og manni grunar líka að hann hafi oft verið böggaður af auglýsingafólki um að ljá krafta sína í þeirra þágu...“ - Hér mun verið að ræða um náunga sem er afar grannvaxinn og ég kalla Franz Kafka með sjáfum mér.
* Auddi og Sveppi - af því krakkar elta þá örugglega um með hrópum og köllum.
* Einn sem situr lon og don á Þjóðarbókhlöðunni og rýnir í gömul handrit og fræðibækur og þykist vera að vinna landi og þjóð mikið gagn með fræðistörfum. - Þessi er einnig ALLTAF í Björnsbakaríi á Fálkagötu á morgnanna um helgar og er alltaf með tvo sneisafulla plastpoka af blöðum meðferðis.
* „Hláturkellingin“ sem var alltaf í strætó, * tælenska konan með flöskurnar á hjólinu, * sorphirðukona með grýluhár.
* Jón hlaupari frá Akureyri.
* Maðurinn með öfgasíðaskeggið sem keyrði strætó og bar út. Fór hlaupandi um bæinn og stundum aftur á bak!
* Uppábúni miðasölumaðurinn í Regnboganum.
* Ýmsir meistarar eins og S. Grímsson, Jói á hjólinu, Valdi koppasali, o.fl.

Þannig að kenningar um að heilbrigðiskerfið hafi étið upp alla kynlega kvisti á ekki við rök að styðjast. Það vakti athygli mína þegar ég var að grúska í þessu að fyrir svona sirka 80 árum voru gefin út póstkort með svona liði. Þar var stórstjarnan Ástar-brandur á mörgum kortum, en hann leit út eins og Flea í Red hot chili peppers. Mikið pönk. Hér er hann:

---

Aldrei fór ég suður er framundan um pás-k-ana. Fyrsta holl ýlfrandi skemmtikrafta hefur verið opinberað og má búast við enn einni snilldinni í ár.
---

Seabear - Softship
We built a fire er önnur plata Seabear og að sögn Sindra meira indie rokk á meðan fyrri var kántrífolk. Þetta er algjör eðall og ætti maður að segja: Gáfumannapopp? Bróðir Sjóbjórs hefur búið til ilmandi indie-myndband.


Buxnaskjónar - Lífsgæðaformúlan
Brjálað unglingapönk frá Akureyri. Eitt besta hljómsveitarnafnið í dag og allt sungið á íslensku. Nýtt lýðveldi er plata nr. 2 frá bandinu og það er hin ofursjúklega Brak útgáfa sem gefur út. Þetta er reyndar eina lagið með banjói á plötunni en engu að síður er þetta dúndurstöff alla leið.

18.02.10

Grunnskólinn á Neskaupsstað setti upp söngleikinn Abbababb! á dögunum. Því skrattans nær komst ég ekki austur (les: drullaðist ekki austur) en hér má sjá myndir. Hér er Hr. Rokk í sjoppunni með þeim Óla, Aroni Neista og Höllu. Mér sýnist þetta allt vera stelpur samt.
---
Í dag birtist fyrsti Bakþankinn með titli sem ég skil ekki: Vergur upplýsingaþéttleiki
---
Stafrænn Hákon gefur út sína 6. plötu nú í mars og ber nafnið Sanitas. Þetta er hörku kvikindi og má heyra hvernig Hákoninn hefur færst æ lengra frá gufusoðnum þokuslæðingi og nær poppi og þyngra rokki í lagasmíðum sínum... Þetta liggur í eyrum uppi sé til að mynda hlustað á lagið Emmer Green.
---

Ég - Já, þessir vísindamenn
Hljómsveitin Ég er mjög fín. Það hrúgast upp lög hjá hljómsveitinni sem hafa ekki komið út á plötu, þar á meðal heil plata, Lúxus upplifun, sem enn er bara til í eternum. Þetta lag myndi vera á henni ef hún væri til. Ég er að segja Róberti að setja þetta bara á netið, en hann er fastur í hugmyndinni um plötu sem maður heldur á. Kannski gefur hann sig. Rappararnir eru farnir að gera þetta. Gera bara netplötur. Ástþór Óðinn er til að mynda einn, með heila nokkuð traustvekjandi hipp hopp popp-plötu á Gogoyoko. Það kostar ekkert að skrá sig og svo getur maður streymt það sem maður vill. Annar rappari, Ramses er að gefa út EP sem hann ætlar að láta liggja á myspace-síðunni sinni. Ég veit það ekki. CD diskar eru bara eitthvað drasl fyrir manni. Það er annað hvort straumur, fælar eða ilmandi vinýll við sérstakar aðstæður.
---

Nútímabörn - Hvenær vöknum við?
Hefst ég þá handa við nýtt pródjekt, Bítlarnir á íslensku. Það skýrir sig gríðarlega mikið sjálft, lög með Bítlum (eða eftir Bítla) sem hafa ratað á íslenskar plötur. Þetta er nú alveg smá slatti. Fyrst kemur We can work it out (smáskífa 1965) með texta eftir Ómar Ragnarsson, sem hafði mikinn áhuga á svefnrannsóknum á þessum tíma og pælir hér í því hvenær við vöknum í raun og veru. Lagið kom út á einu LP-plötu Nútímabarna (útg. SG 1969). Ég er með einhver 10 lög lænuð upp í þetta prójekt en muni ofurnördar eftir einhverju þá er um að gera að drita á mig línu.

12.02.10
Hefi „opnað“ Insol síðu, enda tvær nýjar plötur nú fáanlegar með meistaranum. Eru plötur Insols þá orðnar 10 talsins + safnplatan sem Brak gaf út í fyrra. Diskarnir fást í Smekkleysu og Havarí. Möst að eiga komplít safn. Ég er að segja þér það.
---
Það er nú meira helvítis peningasuðið í fréttum á hverju kvöldi. Allir fréttatímar eru orðnir eins og mánaðarmót hjá manni sjálfum þegar maður liggur í bælinu og veltir því fyrir sér hvort maður eigi að borga allan myntkörfuseðilinn og helming af vísanu eða allt vísað og fresta myntkörfuseðlinum um mánuð. Eða... En allt á trilljón sinnum stærri skala náttúrlega. Annað hvort þarf að borga ógeðslega mikið út af þessu Icesave eða fokking hryllilega ógeðslega mikið. Og svo framvegis. Maður hlustar samt og vonar að það komi upplífgandi fréttir um að einhver peningabyttan hafi verið gerð gjaldþrota og sé á leið á Hraunið. As if. Ágætt samt að vera með 5 millur á mánuði eins og þessi sem setti Icelandic á hausinn. Nóg þá að vinna einn mánuð á ári. Samanber Enter.
---
Popp/vegasjoppur: Surfer Blood er ekki bara kúl hljómsveitarnafn heldur líka ágætur kvartett frá Florída. Er hér að hlusta á fyrstu plötuna þeirra - Astral Coast -  sem er ágæt. Sérstaklega er lagið Swim æsandi, flott hvernig þeir yfirhlaða bergmáli á það. Ungrokkarinn Jay Reatard lést á dögunum, ekki nema 29 ára. Nú hefur komið í ljós að það var vegna sukks, kók og bús í onum. Hann var alveg ágætur. Smá pönk svona, alveg hressandi. Ég hlustaði á nýjustu plötuna hans í headfónum þegar ég var að keyra þarna á milli Hólmavíkur og Borðeyrar í sumar. Hvað er sú leið kölluð? Ferlega langt og leiðinlegt ferðalag sem nú er búið að útrýma með nýrri heiði. Styttir leiðina til Ísó um helling. Það er engin sjoppa á leiðinni svo það varð enginn fúll yfir þessari styttingu. Hmm... Spurning með þetta að stytta allar leiðir. Nú vilja menn stytta leiðina til Ak og kötta bæði Blönduós og Varmahlíð frá. Skil vel að sjoppumenn séu fúlir. Það er líka bara partur af stuðinu og renna í hlað í Blö og Varm í þessi 1-3 skipti á ári sem maður keyrir norður. Skil samt alveg trukkakarlana líka sem fara þetta daglega. Það voru þrjár sjoppur í Hvalfirði þegar göngin komu. Vegasjoppur eiga undir högg að sækja. Það er engu að síður geðveikt stuð að hjóla Hvalfjörðinn í góðu veðri á sumrin þótt það sé bara ein sjoppa eftir og hún ekki svipur hjá sjón miðað við gullöld Hvalfjarðarsjoppna. Maður myndi örugglega ekkert taka á sig krók í Blö og Varm ef stytting væri komin. Bara þjóta beina leið. Svo ég er tvístígandi yfir því hvort mér lýst á fyrirhugaða styttingu þjóðvegarins til Ak. Kannski má bara setja nýja sjoppu við nýju leiðina?

11.02.10
rosa fína leikna mynd um ævi og störf Joes Meeks. Myndin heitir Telstar: The Joe Meek story og rekur þessa hommapoppdramatík til hinstu stundar. Eitthvað skemmtilega krípí og geðveikt við Joe gamla og músíkin og sándin verða skoðuð í því samhengi. Hann lét eftir sig ógrynni teipa með tilraunadóti, sem gengur undir nafninu The tea chest tapes. Keypt á uppboði en enginn hefur heyrt (nema eigandinn væntanlega). Sumir fara dýpra í kappann en aðrir, sjálfur nenni ég ekki á djúpsjávarmið.
---
Jónsi er kominn í indjánabúning og flengir hér koffort af krafti. Menn hefðu viljað sjá dverg stökkva upp úr því í lok lagsins en það verður ekki á allt kosið. Nú þegar Jónsi er farinn að syngja á ensku eins og allir hinir spyr maður sig hvort enskan sé endanlega komin til að vera í íslensku poppi. Það heyrir til undantekninga að menn syngi á íslensku. Og kannski er það leiðinlegasta við það að maður er eiginlega hættur að nenna að tala um það. Menn byrja bara strax að röfla um lítið málsvæði og bla bla. En þá er nú gott að við eigum allavega nokkra alvöru menn eins og Bjartmar, Megas og Bubba...

07.02.10
Ég minntist á kynlega kvistinn Odd sterka hér að neðan. Í framhaldinu er þetta búin að vera hálfgerð Odds sterka helgi. Ég fór að þessum merkilega steini hans Odds sterka  í gær. Steinninn er fyrir neðan Ármúla 3, við endann á bílastæði.

Á steininn er meitlað: Oddur Sigurgeirsson, ritstjóri 1927. En maður myndi ekki sjá það nema vita hvað ætti að standa, því þetta er orðið mjög veðrað:


Árið 1927 birtist í Alþýðublaðinu smáklausa um þennan stein:

Oddur lést 1953 en það hefur sem sé ekki verið farið eftir þessum fyrirmælum enn, að höggva stykki úr steininum og setja á leiðið hans. Síðasta brotið í þessum míní-Odds sterka æði sem ég hef verið í var að skoða leiðið hans. Hin frábæra síða Garður gefur upp að það sé að finna í Fossvogskirkjugarði, í reit H-19-0003. Ég þangað. Ég bjóst satt að segja við að koma að ómerktu leiði en það var nú aldeilis ekki. Við mér blasti gríðarlegur bautasteinn:

Það er því algjör óþarfi að ég beiti mér fyrir því að steininn í Ármúla sé sagaður í sundur svo hægt sé að fara með áletrunina á leiðið. Með svona kúl legstein er ég viss um að Oddur er ekkert gangandi aftur og hrellandi fólk. 
---
Í hinni skemmtilegu frásögn af Oddi á heimasíðu göngufélags Rannsóknarlögreglunnar, Ferlir, kemur fram mjög skemmtileg slagsmálalýsing af Oddi. Mér þykir við hæfi að draga hana sérstaklega fram því flestir nenna væntanlega ekki að lesa hitt: Margar skoplegar lýsingar Odds voru hafðar eftir honum um afreksverk hans og hreysti. Hann á að hafa sagt um áflog sem hann lenti í. „Þá kom hann á móti mér með hnífinn í annarri og hnefann í hinni. Svo lagði hann á flótta. Ég á undan og hann á eftir.“  - Snilld!
---
Pabbi (f. 1926) man vel eftir Oddi af götum Rvk. Pabbi sagði Odd hafa verið lítinn vexti og alltaf á eftir kellingum. Var smámæltur og sagði alltaf Dísa Dísa (eða Díþa, Díþa) og byrjaði að kássast eitthvað þegar hann sá skvísu. Pabbi minntist á annan kynlegan kvist, man ekki hvað hann sagði að hann hafi heitið, Jóhannes, minnir mig. Sá var alltaf mjög reffilegur til fara í bláum jakkafötum og gríðarlega myndarlegur eins og Clark Gable eða eitthvað (ekki ósvipað og Jói á hjólinu), en var bara með rugl í skelinni. Fékk víst frítt í strætó og í rútur og fór mikið um landið. Það sem gerði þennan Jóhannes svo furðulegan fyrir utan ruglið í skelinni var að hann seldi klámmyndapóstkort af sjáfum sér - sem einhverjir spaugarar höfðu væntanlega narrað hann til að gera - eitt kortanna bar yfirskriftina Lífsins spjót, sem þarf ekki mjög fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvernig leit út. Ætli þessi kort hafi varðveist? Mjög áhugavert væri að líta þau augum.
---
Íslenski hljómsveitarbankinn er í mikilli lægð. Hvorki hefur verið lagt inn né tekið út lengi. Ég sá eina fyrirsögn í fréttagáttinni nýlega sem væri gott hljómsveitarnafn: Sex höfuðlaus lík í Mexíkó (leika á Sódómu í kvöld). Fréttafyrirsagnir eru ekki verra en hvað annað til að nefna hljómsveitir. 
---

(50/50) Hljómsveit Ingimars Eydal, Helena og Þorvaldur - Sumarást + Mig dregur þrá
Og þá er komið að því! Síðasta innleggið í RLPK. Þrælheit Akureyrarsveifla frá 1968, Nancy og Lee verður Helena og Þorvaldur, en ég er nú bara ekki með það á hreinu hver tók Mig dregur þrá upphaflega. Eins veit ég varla heldur hvað Mig dregur þrá þýðir! Ég minni hins vegar á SG síðuna á íslensku Wiki.

06.02.10
Er það bara ég, eða lætur einhver annar þessa Vísa auglýsingu með bjánanum á hækjunum fara í taugarnar á sér?
---
Ég er sæmilega sáttur við síðustu Bakþanka, Úrræði og lausnir
---
Ég snæddi á Brasilíu og horfði á nýjustu mynd Coen bræðra.
---
Eurovision já. Ég held með Hvanndalsbræðrum, þó ekki nema vegna þess að þeir syngja á íslensku og eru hressir. Lagið er líka ágætt, allavega öðruvísi lag en við höfum sent áður út. Hera vinnur þetta þó væntanlega, eða Jógvan, svona miðað við fyrri reynslu mína af þessari keppni og símakosningu landsmanna. Aldrei að vita samt. Áfram Hvanndals!
---

(49/50) The Tremeloes - Let your hair hang down
Meinlaus poppsýra frá 1967, b-hliðin af stærsta smellinum, Silence is Golden. Silence var upphaflega með Four Seasons, en þetta lag, Láttu hárið á þér lafa, sömdu þrír úr The Tremeloes. Bandið var svona hálfgert b-band í bresku bylgjunni, en náðu þó það langt að koma hingað og spila 1965 - og aftur 1985 á Broadway! Meira um bandið á Wiki. Enn kemur Tímarit.is sterkt inn:

(Úr Vísi 1965)

04.02.10    Frík fortíðar

Eru enn til „kynlegir kvistir sem setja svip á bæjarlífið“? Ég veit það ekki. Ekki sýnist manni það nú svona í fyrstu. Ég fór að pæla í þessu því ég heimsótti Stein Skaptason og hann var með nýja mynd upp á vegg, gullfallega litaða ljósmynd af Oddi Sigurgeirssyni fornmanni. Oddur þessi var fæddur um 1870 og setti gríðarlegan svip á bæjarlífið á síðustu öld. Ég hafði aldrei heyrt um Odd áður og kynnti mér hann aðeins á því frábæra apparati Tímarit.is. Þar fann ég m.a. skemmtilega grein eftir Pétur Pétursson þul úr Mbl 2003. Svo virðist sem Oddur hafi gefið út tímaritið Harðjaxl (töff nafn) og hann auglýsti reglulega í Alþýðublaðinu eftir krökkum til að selja það. Oddur klæddi sig upp í víkingabúning á sunnudögum og spasseraði um bæinn með hund og hest sér við hlið. Víkingabúningurinn kallar fram hugrenningatengsl við listamanninn Moondog sem klæddi sig líka upp í víkingaátfitt í NY og spilaði guðdómlega músík inn á plötur. Mesta kleim tú feim Odds var að Kristján konungur X talaði við hann á Alþingishátíðinni 1930. Við frekari eftirgrennslan á alnetinu fann ég svo góða umfjöllun um karlinn hér.
---

(úr Dagblaðinu 1978) 
Þegar ég var ungur voru aðallega tvö góð frík sem settu svip á bæinn, þ.e.a.s. Reykjavík. Kópavogur er allt önnur saga. Þetta voru Guðmundur „litlaskáld“ Haraldsson, dvergur og meistari og Jóhannes grínari, krypplingur, eða maður með herðakistil einsog meira pc er að segja. Báðir eru dánir. Guðmundur var stundum fullur og að sníkja pening. Ég sá einu sinni kaupmann í kjörbúð sem var þar sem Kofi Tómasar frænda er núna gefa honum aur. Guðmundur hékk oft í bankanum þar sem ég var að vinna og var alltaf að muldra eitthvað í barminn. Mér heyrðist það vera „djöfull er hann ljótur þessi“ einu sinni þegar ég gekk framhjá. Guðmundur tróð upp 1987 á Hard Rock Café með Stuðmönnum, nýbyrjaðri Ný dönsk og S.H.Draumi. Hvílíkt læn öpp! Það hefur verið eitthvað gott flipp í meistara Jakobi. Þetta var magnað gigg og Guðmundur stórfenglegur enda draugfullur. Hann sagði alltaf á milli laga: „Er þetta ekki gott hjá mér? Er þetta ekki gott hjá mér?“ Guðmundur gaf út bækur sem ég hef aldrei lesið. Biggi Baldurs er hrifinn af þessu og fleiri, t.d. Bragi Ólafsson, sem er fan. Biggi skrifaði mikinn bálk um Guðmund, hér.
---

(Úr DV 1988)
Jóhannes grínari hékk oft á rafmagnskassanum á Lækjartorgi og horfði glottandi á fólkið sem gekk niður Bankastrætið. Hann hló af öllum sem voru eitthvað asnalegir, flissaði t.d. að vini mínum sem er feitlaginn og gólaði jafnvel eitthvað uppnefni á eftir honum. Jóhannes varð frægur fyrir stórleik í myndum Friðriks Þórs, en hann var fríkið hans Friðriks á meðan Hrafn Gunnlaugsson hafði annan meistara og frík á sínum snærum, Svein M. Eiðsson. Jóhannes gaf út almanak í einu eintaki í mörg ár og það kom frétt um það á hverju ári í Dagblaðinu og Vísi. Ég man vel eftir því. Hér skrifar Jónas Haraldsson svo fallega í tilefni af andláti Jóhannesar 1997.
---


(47/50) Pónik og Einar - Jón á líkbörunum + Ég veit
(48/50) Pónik og Einar - Herra minn trúr + Ástfanginn
All slöku hefur verið slegið við í RLPK að undanförnu, en nú skal bætt úr með einum tvöföldum. Ég þarf að fara að klára þetta því ég er með næsta „pródjekt“ reddí á kantinum. Hér koma tvær hliðar á plötum Póniks og Einars, sem er það fyrsta sem Magnús Eiríksson gerði á plötu. Topp stöff og fágæti. Ég birti hér bara texta hráan upp úr Eru ekki allir í stuði, for yr reading plesjör:

Nokkrir ungir menn með Magnús Eiríksson gítarleikara í fararbroddi stofnuðu Pónik árið 1964. Þegar Einar Júlíusson hraktist úr Hljómum, hljómsveitinni sem hann hafði stofnað, bauðst honum að fara yfir í Pónik, sem varð góð lyftistöng fyrir alla. Meðlimir Pónik voru um tvítugt en Einar aðeins eldri. Þó meðlimirnir væru í fastri vinnu spilaði hljómsveitin mikið á böllum, mjög oft í Keflavík, þó flestir meðlimanna væru búsettir í Reykjavík. Sveitin hitaði upp hjá Brian Poole & The Tremeloes og ávann sér slíkar vinsældir árið 1965 að hún hafnaði í öðru sæti á eftir Hljómum í vinsældakosningum Fálkans. Sjálfur var Einar var kosinn besti söngvarinn. Í því tilefni ræddi vikuritið við bandið, m.a. um stelpur og aðra æsta aðdáendur.
Fálkinn: Er mikið um það, að aðdáendur ykkar biðji um eiginhandarskrift?
Magnús: Já, ég er nú hræddur um það. Ég hef meira að segja orðið svo frægur að skrifa á magann á einni stelpunni.
Sævar Hjálmarsson: Ja, ég hef nú aldrei komist lengra en að skrifa á handlegginn á þeim.
Úlfar Ágúst Sigmarsson: Hljómsveitarstjórinn verður að hafa forréttindi.
Fálkinn: Hver er mesta kvennagullið í hljómsveitinni?
Úlfar: Það er Sævar. Dömurnar fá næstum því aðsvif, þegar hann sendir þeim sitt töfrandi augnaráð.
Sævar: Þetta er fráleitt. Það er enginn vafi á því að Einar á mestan sjensinn af okkur.
Magnús: Já, Einar er mesta kvennagullið. Þær snarfalla fyrir ómótstæðilegum persónutöfrum hans, að maður tali nú ekki um spékoppana.
Fálkinn: Hafið þið þurft á lögregluvernd að halda vegna óláta á dansstað?
Sævar: Það var eitt sinn, er við vorum að leika 17. júní í Keflavík, að maður um fimmtugt, vel við skál, æðir upp á hljómsveitarpallinn og sló til Magga, en honum hefur ekki þótt hann árennilegur, því hann snéri sér strax að mér all ófrýnilegur ásýndum. Mér leist nú ekki á blikuna og hörfaði undan, en í því leggur Einar frá sér hljóðnemann og hjólaði í kallinn. Ekki varð þó neitt um meiri háttar slagsmál, því brátt kom lögreglan og dró kauða burtu.

Pónik í London
Pónik var ein af hljómsveitunum sem Jón Lýðsson ætlaði að gefa út þegar hann stofnaði hljómplötuútgáfuna UF hljómplötur (UF = ungt fólk). Jón hafði uppi fremur stórar hugmyndir og sendi Pónik til London í október 1966 til að taka upp átta lög fyrir tvær 7" plötur. Ferðin stóð yfir í tæplega viku og var mikið ævintýri, enda höfðu tveir meðlimanna ekki komið til útlanda fyrr. Upptakan á öllum lögunum tók rúmlega dagstund. Í Maximum Sound hljóðverinu höfðu Kinks og Paul McCartney verið skömmu áður, en á meðan Pónik tók sér hlé frá upptökum kom hljómsveit frá Vestur Indíum og með henni aragrúi vina og vandamanna. Sveitamennirnir íslensku urðu forviða yfir þessum exótísku menningarstraumum.
Magnús: Þetta var furðuleg samkoma og músikin svo rammfölsk, að annað eins höfðum við ekki heyrt. Varst var þó, hve aumingja fólkið lyktaði ferlega. Kvað svo rammt að því, að Einar gekk með ilmvatnsglas um salinn þveran og endilangan eftir á og úðaði í öll horn.
Magnúsi fannst að auki Carnaby Street "skelfing ómerkileg" gata og Pónik fann þar engin föt við sitt hæfi. Betra fannst strákunum að versla á Oxford Street. Þeir litu einnig inn á Whiskey A Go Go klúbbinn, en urðu ekki hrifnir, heldur hálf fúlir af því að tónlistin var svo hátt stillt. "Þessi reynsla okkar verður sennilega til þess að við förum að hafa nánara eftirlit með mögnurunum okkar". 
UF kom fyrri smáskífunni út í febrúar 1967. Þrátt fyrir að á plötunni væri íslenskun á vinsælu lagi úr myndinni The Sandpiper, "The Shadow of your smile", og vafasamt lag eftir Magnús sem var bannað í útvarpinu, "Jón á líkbörunum", dó platan í fæðingu. Seinni skammturinn kom ekki út fyrr en rúmu ári síðar. Þá hafði Tónaútgáfan á Akureyri keypt útgáfuréttinn af Jóni. Sú plata gekk aðeins betur, enda varð eitt lagið vinsælt, "Léttur í lundu", sem Karl Hermannsson, sá sem hafði verið örstutt með Hljómum, samdi. Öll hin lögin voru eftir Magnús, sem var hættur í Pónik þegar platan kom út. Hann hafði viljað fara aðrar leiðir en Einar söngvari og aðrir í hljómsveitinni. Pónik hélt áfram í nokkur ár án hans og varð elliærari með hverju árinu, enda hræringar í tónlist og hippismi í loftinu sem sveitin aðlagaðist illa. Pónik spilaði þó mikið og víða og var vinsæl ballgrúppa. Einar söng með sveitinni af og til, en einnig söng Þorvaldur Halldórsson og síðar Ari Jónsson og Sverrir Guðjónsson. Pónik gaf út þrjár tveggja-laga plötur 1973 og 74. Af þeim naut sólarlandarlagið "Bíllinn minn og ég" mestrar hilli. Pónik héldu áfram ballharkinu í ýmsum myndum út öldina. Eina LP-plata sveitarinnar, Útvarp, kom út 1982 og þótti vönduð, en varð ekki mjög vinsæl. Magnús stofnaði hins vegar Blues Company og tók þátt í nýbylgjunni í blúsrokkinu í kringum 1969.  Sveitin starfaði með hléum fram eftir öldinni og gerði nokkrar atrennur til plötugerðar, þó ekki hafi það tekist enn. Samhliða blúsnum var hann í ballhljómsveitina Lísu sem þróaðist smám saman yfir í Mannakorn.

31.01.10
Ameríkanar eru svo miklu þróaðri en við að gera bíómyndir um vonda ríka kalla. Náttúrlega vegna þess að þeir hafa svo langa sögu af ríkum vondum köllum. Í Batman frá 1989 er t.d. Jack Nicholson Jókerinn og í einu atriðinu keyrir hann um bæinn í skrúðgöngu og hendir seðlum í bolinn. Ég sá þetta í gær. Minnti mann dáldið á suma. En talandi um vonda kalla og góða þá skrifaði ég fjölmiðlarýni um daginn sem ég set hérna inn:
Hverjir eru vondu karlarnir?
Það er einhver upplausn og ófullnægja í sálarlífi þjóðarinnar - leyfi ég mér að taka svo tilgerðarlega til orða. Það er þessi yfirþyrmandi grunur um að það sé ekki búið að gera upp alla lausu endana, að öll kurlin séu ekki komin til grafar, að uppgjörið hafi ekki enn farið fram, sem nagar landsmenn. Hvers vegna hefur enginn sætt ábyrgð enn þá? Hvers vegna hefur ekki hræða verið handtekin í sambandi við hrunið mikla?
Þetta er alltaf miklu einfaldara í bíói eða í sjónvarpinu. Þar fer aldrei á milli máli hverjir eru vondu karlarnir og hverjir eru góðu karlarnir. Vondu karlarnir eru samviskulaust pakk, sem hugsar ekki um annað en að græða peninga. Þótt það sé naumt þá vinna góðu karlarnir í 99 prósent tilvika í skáldskap. Vondu karlarnir þurfa alltaf að sæta ábyrgð í lokin í þykjustuheimum. Annaðhvort farast þeir á hroðalegan hátt eða eru teymdir burt í járnum. Í steininum geta þeir svo dúsað og hugsað sinn gang næstu áratugina.
Í alvöruheimum gerist ekki neitt. Allavega ekki á Íslandi. Hvar eru handjárnin og málsóknirnar á hendur alvöru glæpamönnum? Kemur kannski aldrei sá dagur að maður geti sagt: Jæja, mikið var að þetta lið fékk það sem það á skilið? Eru kannski engir vondu karlar?
Ég veit það ekki. Ég bara hreinlega veit það ekki. DV er búið að moka skít mánuðum saman og alls konar skítapakk virðist dregið fram á síðum blaðsins. Ég er vinnandi maður og hreinlega nenni ekki að setja mig inn í þetta allt svo DV er orðið eins og hvert annað suð fyrir augunum á manni að þessu leyti. Þeir eru samt ábyggilega að gera góða hluti.
Ég vona innilega að þegar, og ef réttlætið nær fram að ganga á Íslandi, verði það sett fram á álíka einfaldan hátt og í sjónvarpsþáttum. Nokkurn veginn svona: "Þessi og þessi eru vondu karlarnir og hrunið er þeim að kenna. Nú taka þeir út sína refsingu." Þá fyrst verður maður kannski sáttur við að borga og borga upp í hrunagatið mikla.
---
Að þessu sögðu þá eru hugmyndir Sigmundar Ernis um skýrsluna miklu góðra gjalda verðar, þó það sé reyndar eyðsla á pappír að prenta þetta og láta liggja á brettum á bensínstöðvum. Ég held a.m.k. að þetta sé nú ekki það skemmtileg og auðmelt lesning að maður nenni að lesa hana. Fínt að fá bara útskýringar á auðskyldu máli og myndir af vondu köllunum með.
---

HÆ HÆ það er hægt í takmarkaðan tíma að downloada frítt eða hlusta á 2 ný remix (REDD LIGHTS remix & FM BELFAST remix) af nýja SOMETIME singlinum  "Optimal Ending" á RCRD LBL! Góða skemmtun :)
---

Valrós - Millionaire
Hljómsveitin Valrós hefur sent frá sér nýtt lag. Lagið heitir Millionaire og er annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Það var samið um stelpu árið 2006 en á einkar vel við í dag, fjórum árum síðar. Myspace.
-Millionaire-
You can throw your wallet away
When you're with me I pay
I buy you clothes and things you like
I buy you dinner every night.

Saying no to you is something I can't do
Money spent on you is money well spent

You want new shoes I buy a pair
Baby I'm a millionaire
New jeans around your pretty legs
One day I'll buy a Gucci bag

Saying no to you is something I can't do
Money spent on you is money well spent

I can give you anything you like
tell me what you want and I will buy it.
I can give you anything you lalalalalala like
tell me what you want and I will buy it.

30.01.10
Sönn saga:
2007: Þú ert 19 ára og vinnur á lager og færð 200kall útborgaðan á mánuði og kaupir náttúrlega rosa bíl á 5 millur á myntkörfuláni. Þér finnst það meika sens og bankanum líka. Ég meina, það eru allir að þessu! Afhverju ekki þú líka? Þú ert enginn aumingi heldur maður með mönnum á almennilegum bíl.
2010: Myntkörfulánið komið í 10 millur, kagginn alltaf bilandi, lagerinn farinn á hausinn (þetta var sko byggingalager) og þú stórskuldugur og ekki orðinn 23 ára! Þér finnst samfélagið hafa brugðist þér - hvað ætlar ríkisstjórnin og bankinn að gera fyrir mig? Þú ert saklaust fórnarlamb hérna. E'haggi? Hvar eru úrræðin? Ömmm... tímavél svo þú getir verið aðeins minni bjáni fyrir þremur árum?
---
Svona er þetta út um allt. Álftanes er náttúrlega bilaðasta dæmið. Þar er kagginn sundlaug! Og svo tekur enginn ábyrgð á neinu og allir væla og vilja bara fá kaggann frítt upp í hendurnar og skuldirnar niðurfelldar. Afhverju ekki þú líka? Stóru gaurarnir eru að fá allt niðurfellt, e'haggi?
---

Hvað kom gott út úr góðærinu? Vitanlega ekki skuldaklafarnir sem allt eru að drepa. Ég veit: Nú er frítt inn á öll listasöfn og kostar ekki 500 kall eins og það var áður en Mörgæsin splæsti. Þetta er vitanlega eins og að segja að þú hafir fengið gefins naglaklippu þegar búið var að fjarlægja af þér löppina. Það er samt gaman að geta valsað inn á söfn án þess að taka upp veskið. Nú er geðveikislega góð sýning í Hafnarhúsinu, Ljóslitlífun, þar sem drykkjufélagar mínir af Óðinsgötu 18b, strákarnir í Stiluppsteypu, eru allir mættir með ógeðslega kúl stöff plús fullt af öðru liði. Einna frábærast fannst mér dótið hans Helga Þórssonar, sem hefur greinilega étið yfir sig af börrítós því hann er orðinn svo mexíkóskur. Þetta er mjög fjölskylduvæn sýning og krakkarnir mínir stilltu sér upp við verkið hans. Í dag kl. 14 er einmitt dagskrá fyrir alla fjölskylduna í tengslum við sýninguna. Það er einmitt það sem maður gerir frekar en að hanga eins og bjáni yfir handboltaleik. Ég segi samt: Áfram Ísland! svo ég verði ekki tekinn af lífi fyrir landráð.
---

  Bjartmar og Bergrisarnir - Feikmeik
Annað sem er gott út úr góðærinu að nú vakna menn hressir og endurnærðir í listum. Til að mynda Bjartmar sem er að mixa í feita plötu um þessar mundir með Birki Rafni sem var í Single Drop (sem sló í gegn á Myspace fyrir nokkrum árum) + Agli Rafns og Júlla Guðmunds, syni Rúnna Júl. Í þessu lagi spilar reyndar Frosti Jr. á trommur. Þetta er fyrsti forsmekkurinn af plötunni væntanlegu og gallklárt að Bjartmar er í gríðarlegu stuði og með þrælfínt lið með sér. Bjartmar segir að lagið hefði getað verið miklu lengra því hann sleppti fjórum erindum, m.a. um verkalýðsfélögin. Hækkið í botn og lesið textann:

Feikmeik
Lag og texti: Bjartmar 

svo fljúgandi frjáls sem hann harmnes nú er
haltur á báðum um ritvöllinn fer
sem hirðheili konungs sér haslaði völl
þar sem dvergtröllið ríka réð í goðanna höll
en þá klikkaði feikmeik
þetta var bara feikmeik
og grillgróðasagan var öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
en grillgróða trú flytur fjöll

einkavæddir aðalsdagar gengið höfðu í garð
með genatískum tilbrigðum um tengslatjútt og arð
spruttu úr öllum skúmaskotum blöðrulánabullur
kúlulánakerlingar og pólitískur sullur
því þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
og grillgróðahagspekin öll
þetta var bara feikmeik
æ plís gef mér meikbreik
en grillgróða trú flytur fjöll

álftanes undrið lagði fingur í lófa
í lofræðum fálkaði hann glysróna og þjófa
sem fönix um heiminn flaug fram og til baka 
en þegar kolanámutenórinn tók  bí bí og blaka 
þá bara klikkaði feikmeik
þá klikkaði feikmeik
og gríllgróðasagan var öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik 
en grillgróðatrú flytur fjöll

kvótamóralsmorðinginn var flúinn út í lönd
níðsár eftir saddam sem hann og bússi lögðu í bönd
en heilinn bak við glæpinn sótti í svörtulofta híling
en þá geggjaðist hann gordon brán og rústaði öllum fíling
því þetta var bara feikmeik 
eitt allsherjar feikmeik 
og grillgróða sagan var öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
en grillgróðatrú flytur fjöll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
og grillgróða sagan því öll
æ plís gef mér meikbreik
þetta var bara feiksjeik
og grillgróða hagfræðin öll

pakkadíla poppararnir flugu um allan heim
sungu hádú jú læk æsland og var tekið höndum tveim
skáldin skitu á smjörpappír og drógu glæp í gegn
að skiljast bara á íslandi var þeim gersamlega um megn
því þetta var bara feikmeik
eitt allshverjar feikmeik 
og grillgróðasagan var öll
þetta var bara feikmeik
æ plís gef mér meikbreik
og grillgróða hagfræðin öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
og grillgróðasagan var öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
en grillgróða trú flytur fjöll 

hætt er við að í framtíðinni feimin verði hún sólin
við að gylla vonir mannanna um álgróða og auð
veðsett hefur verið allt hér og flúin árans fólin
en grýla græðir á eftirlaunum og þykist vera dauð
því þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
og grillgróðasagan var öll
þetta var bara feikmeik
eitt allsherjar feikmeik
en grillgróða trú flytur fjöll 
þetta var bara feikmeik
æ gefðu mér meikbreik
grillgróða trú flytur fjöll
þetta var bara feiksjeik
þetta var bara feiksjeik
og grillgróða hagfræðin öll
---
Nei, ég held ég sé ekkert á leiðinni í sjósund. Finnst bara ekkert spennandi að drepast úr kulda. Það getur vel verið að ég endurskoði þessa afstöðu seinna. Eins og ég endurskoðaði þá afstöðu að finnast Melabúðin ömurleg af því hún var svo mikið okur og full af snobbliði úr Vesturbænum. Nú fíla ég Melabúðina í botn. Það fæst allt þar, ekkert svo hræðilegt okur og ég er snobblið úr Vesturbænum. Svo heilsa bræðurnir manni alltaf og starfsfólkið er rosa næs. Starfsmaður Ylstrandarinnar vill aftur á móti benda á sjósundið í Nauthólsvík. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum hittist hress hópur fólks sem hefur sjósund sem sameiginlegt áhugamál. Þess má geta að Ylströndin er opin á þessum dögum sem hér segir: mánudaga 17:00-19:00, miðvikudaga 11:00-13:00 og 17:00-19:00 og föstudaga 11:00-13:00. Aðgangur ókeypis, sturtur og heitur pottur á staðnum, kaffi og léttar veitingar seldar gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir.

28.01.10
Hér er könnunin Uniform - hverjir eru heitastir?

Hvers eiga strætóbílstjórar, Securitasstarfsmenn og stöðumælaverðir að gjalda? 
---
Gleymdi snyrtibuddunni minni í WC á Nesinu. Átti ekki leið þangað fyrr en 4 dögum síðar. Buddan fannst og allt á sínum stað nema það var búið að stela 3 ónotuðum Gillette Mach 3 power fushion (eða hvað það heitir) blöðum sem voru þarna í. Engin furða. Þegar ég tékkaði á þessu dóti í Bónus kosta 8 blöð 4000 kall (eða 3998). 500 kall stykkið! Ég hreinlega tímdi ekki að kaupa þetta. Ætli maður fari ekki að bara að nota eitthvað einnota drasl í staðinn. Samt. Er það ekki áskrift á blóðstorkið fés? Ég er í bullandi vandræðum með þetta. Nota allavega þetta eina blað sem eftir er þangað til það dettur í sundur.
---

Hudson Wayne - Cave-in
Eðal eyðimerkurkántrí! Hljómsveitin Hudson Wayne vaknaði nýverið úr löngum dvala. Tæpum fimm árum eftir að síðasta breiðskífa sveitarinnar kom út, hin rómaða Battle of the Banditos, er nú von á nýrri skífu sem ber titilinn How Quick is Your Fish? Platan er væntanleg í febrúar og sem fyrr sjá 12 tónar um útgáfuna. Síðan að sveitin vaknaði til lífs á ný síðastliðið haust, með nýjan gítarleikara í för (Ólafur Jónsson úr The Funerals og Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni), hefur hún komið fram á nokkrum tónleikum. Meðal annars spilaði hún með Ólafi Arnalds í Salnum í Kópavogi og á Duplex tónleikaröðinni á Sódómu. Í lok febrúar næstkomandi er Hudson Wayne á leið til Þýskalands þar sem hún fylgja hljómsveitinni Seabear í viðamikilli tónleikaferð þar um land. Ferðin er farin í samstarfi við Norðrið sem ætlað er að kynna íslenska tónlist í Þýskalandi. Áður en haldið verður í þá reisu mun sveitin fagna útgáfu nýju plötunnar með tónleikum í Reykjavík en nánar verður tilkynnt um það síðar.

23.01.10
Sko gamla, bara kominn í framboð. Allir að kjósa Besta flokkinn! Afhverju ætti ég ekki að vera jafn vel launaður og tja, segjum, Oddný Sturludóttir eða Gísli Marteinn? Ég get alveg talað út um rassgatið á mér og verið í einhverjum nefndum og kjaftæði. Þess má geta að Besti flokkurinn er líka með ungliðahreyfinguna, Ungbest. Ég sé ekki fram á annað en algjört bust í vor.
---
Eins og sést hefur nú liðið heil vika á milli blogga. Það er algjörlega óásættanlegt. Eða ásættanlegt. Mar er bara ekki stemmdari í blögginu en þetta, þessa dagana a.m.k. Síðasti Bakþanki var remake af síðasta bloggi. Svo fékk ég nóg af KFC og er búinn að sjá allskonar myndir
---
Icelandic rock group and part of the Brian Jonestown Massacre posse, Dead Skeletons made my track of the year with Dead Mantra, a song that culminates with a compassionate, almost plea-like mantra of "He who fears death cannot enjoy life". Look for more Buddhist boogie in 2010, skrifar Alan McGee um hljómsveit Nonna Dead og Henriks í Singapore Sling, Hank & Tank og Gogo Darkness hér (í grein í Guardian þar sem hann spáir í snilld ársins) Í Dauðum hauskúpum má svo heyra hér.
---

(46/50) Aneka - Japanese boy
Þetta var víst númer eitt í Bretlandi 1981. Satt að segja hef ég nú bara aldrei heyrt þetta lag áður! Nett Blondie diskópopp með feik japönskum áhrifum. Þetta lag Aneku var algjört onehitwonder og hún hefur ekki sést síðan. 

16.01.10
Maður er orðinn svo advansd í tv-málum. Hef verið að horfa á gamanþáttinn Modern family. Nýtt amrrískt stöff sem er að fá góða dóma. Hann er fyndinn. Svona feel good fjölskyldustöff með smá mockumentary fíli. Líka glápt á Men of a certain age, nýja röð með Raymond, eins og í Everybody loves Raymond. Það er ágætt. Miðaldra gráa fiðringsstöff. Er á tánum í 30 rock og amrríska Office. Búinn með nýjasta Dexter. Það voru allir að röfla um að síðasti þátturinn væri alveg hrikalegur svo við vorum við öllu búin. Segi ekki meira. Svo horfum við á Hung á Stöð 2 sem er fínt stöff.
---
Stundum fílar maður sig eins og rosa töff gaur (oftast sem betur fer, guðdómleg er sjálfsblekkingin) en í gær og fyrradag fílaði ég mig eins og algjöran lúða. Það var leiðinlegt. Þetta byrjaði á fimmtudaginn. Ég lá eitthvað asnalega um nóttina og vaknaði með gömlu kalla verk í vinstra lærinu. Ekkert svakalegt svo sem. Hjólaði í vinnuna. Hjólaði í ræktina til að fara í spinning og þá sprakk á helvítis hjólinu á leiðinni. Ég get orðið geðveikur yfir því hvað allt er vaðandi í drullu og skít og glerbrotum og ælum á því sem maður á að hjóla á. Og ósvífni ökumanna, jedúddamía. En allavega, það var ekkert að gera nema teyma hjólið til baka í vinnuna. Svo situr maður þar og hamrar lyklaborð allan daginn og þá fer verkurinn að ágerast. Er orðinn svakalegur og ég farinn að haltra um. Ekkert að gera nema fá sér skutlu með hjólið heim. Í gær var verkurinn ekkert skárri og ég haltrandi um eins og einhver kroppinbakur. Þar að auki tek ég eftir að það eru komnar holur í Ecco skóna mína, bæði á hægri og vinstri skó. Samt ekki farið að leka í gegn, en öðrumegin er vatn að sullast svo það heyrist í skónum eins og maður sé að putta sultu í hverju skrefi. Ekki fallegt. Ekki töff. Haltur og með aumingjahljóð í hverju skrefi. Svo komst ég ekkert í ræktina vegna haltleikans og Lufsan sagði að það væri gömlu kalla lykt af mér þegar hún sótti mig. Rak mig í sturtu. En það eru takmörk fyrir öllu og kraftaverk sem Íbúfen geta gert. Ég er ekki frá því að ég sé miklu skárri í dag og þá er ekkert í stöðunni nema rífa sig upp, drullast með hjólið í viðgerð og kaupa sér nýja skó. Get náttúrlega ekki sjálfur bætt svona sprungið afturhjól - einum of flókin aðgerð fyrir klaufabárð og svo nenni ég ekkert að standa í því - og ég hef áhyggjur af yfirvofandi skókaupum. Nógu var nú dýrt að fá sér skó fyrir hrun. Ætli nýir Ecco skór kosti ekki 30 þúsund kall eða eitthvað? Mér finnst þetta par ekkert hafa dugað en Lufsan segir að ég hafi gengið í þessum skóm í þrjú ár. Spurning hvort maður eigi að halda sig við Ecco eða fara í eitthvað meira gráa fiðringslegt? Ecco er náttúrlega smá gömlu kalla. Hvar fást töff skór, sem endast í svona fimm ár? 
---
Snæddi á Græna risanum (sjá: vönduð gagnrýni).
---

(45/50) Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur - Ég er í "ofsastuði" + Bónorðið
Hörkufjör frá 1968. Gaman að segja frá því að "ofsastuði" er haft í gæsalöppum í titlinum. Bandið spilaði aðallega á Röðli (skv. ævisögu Villa Vill e. Jón nýdanska). Þar sem Röðull var er nú Ruby Tuesday í Skipholtinu. Einu sinni var þar verslunin Radíóbúðin sem maður keypti sín fyrstu kassettutæki hjá. Ég keypti þar líka Never mind the bullocks í grænu umslagi, þýska úgáfu - eða lét Dagnýju systur öllu heldur gefa mér plötuna í jólagjöf 1979. Hér er fjallað um 4-laga plötuna sem þetta er hlið B á, á íslenska wiki, en snillingurinn Kristján Kristjánsson (sem gerði m.a. umslag Á bleikum náttkjólum) hefur sett allt SG þar inn. Ég veit ekki eftir hvern þessi lög eru upprunalega (R. og I. Berns og Lydiate skila litlu og segja mér ekkert) en ísl. textana gerði Ómar Ragnarsson. Ef einhver ofurnördinn veit um orginalana má hann hósta því upp úr sér. 

12.01.10
Mikið andskoti eru þessi lög í Eurovision leiðinleg. Ætlar virkilega enginn að vera með flipp? Nei, sko, Hvanndalsbræður reyna þó allavega. Það eru komin 10 lög (af 15) og ég hef ekki komið eyra á neinn hittara só far. Hér má hlusta á dýrðina. Bubba og Óskars Páls lagið er ekki að gera mikið fyrir mig. Sándar eins og albúm trakk af einhverri Bubbaskífu. Ætli Hera Björk rústi þessu ekki bara? Iss, 44 ára karlpungur að æsa sig yfir Eurovision. 19 ára ég hefði skotið sig í hausinn vitandi af þessari framtíðarsýn. Svona fávitast maður upp með árunum. Það er annað hvort að fávitast upp og setja á sig innbyggða bros-strekkjarann eða vera bitur og fúll og með allt á hornum sér. Hmm hvað varstu að segja?
---

Já, kynlífsvélmennið Roxxxy! Þetta þykir ægilega sniðugt. Sala hefst bráðlega - 7000 - 9000$ stk (hér). Hver ætli hafi ákveðið að hún liti út eins og söngkonan í Yeah Yeah Yeahs?
---

(44/50) BG og Ingibjörg - Á meðan sólin sefur
Grúví ísafjarðarpoppfönk frá 1970. Svo virðist sem Ingibjörg hafi verið fjarverandi þegar lagið var tekið upp svo Hálfdán Hauksson tók að sér söng. Þetta er af þriðju og seinustu 7" sem bandið gerði hjá SG (plöturnar voru útgefnar 1970, 1971 og 1972) og svo kom LP-platan Sólskins

09.01.10
Draumarnir hafa verið í háklassa síðustu nætur. Í nótt var með ég Jeremy Irons í eftirdragi, meðal annars í myndasjúti með honum fyrir blaðið. Hann var látinn í svona lambúshettu með prjónuðu yfirvaraskeggi og svo var sprautað á hann vatni - myndin tekin þegar gusan demdist yfir hann. Ég hef ekki hugmynd um hvað Jeremy fokkins Irons var að gera inn í hausnum á mér. Fyrir nokkrum dögum var ég svo staddur í stórborg á Grænlandi þar sem allt var mjög chic og smart og ógeðlega kúl Grænlendingar út um allt. Það er mjög gaman þegar heilinn á manni er svona sniðugur á nóttunni.
---
Eins og gefur að skilja nenni ég ekki að koma með langa tölu um Icesave og aukinheldur myndi enginn nenna að lesa það. Ég vil bara segja að það er fáránlegt að hafa stjórnskipulagið svona. Fyrst fara mánuðir í að tuða um þetta á alþingi og svo þegar loksins er komin niðurstaða getur einn fremur ömurlegur karlpungur bara skotið allt í kaf og „vísað til þjóðarinnar“. Ísland er martraðarkenndur farsi, sá lengsti sem saminn hefur verið. Ég verð geðveikur að fylgjast með honum en samt geri ég ekki annað. Hjálp!
---
Er að lesa ÞÞ í fávitalandi, seinna hefti Péturs Gunn. Þórbergur skráði allt hjá sér, veðurfar, klósettferðir og sáðlos, eða það telur Pétur a.m.k. einsýnt að X-in í dagbókunum tákni. Einhver bókmenntafræðineminn gæti því spænt yfir dagbækurnar og skrifað útskriftarritgerðina Sáðlos Þórbergs Þórðarsonar. Það eina sem ég skrái í mína dagbók (Almanak H.Í.) er þyngd af voginni í WC og það er mjög óspennandi og eintóna lesning.
---
Talandi um fávita þá er síðasti Bakþanki minn: Ó nei! Ég er fáviti!
---
Frábært er að rokkabillítíska sé að skjóta rótum í Rvk. Þetta er náttla allt svo ógeðslega kúl lúkkandi stöff og músikin skemmtileg. Maður þarf greinilega að tékka á búðinni Wildcats, Hverfisgötu 39, þar sem mér skilst að rokkabillíið sé allsráðandi. Glymskrattinn er á Xinu á sunnudögum frá kl. 14 - 15.


---

(43/50) Ómar Ragnarsson og Lúdó-Sextett - Bítilæði + Trunt, trunt...korriró
Meira Lúdó og nú með Ómar í frontinum. Bítilæði er eftir Ómar sjálfan, bæði lag og texti. Útsetningu gerði Jón Sigurðsson og fór upptakan fram í Ríkisútvarpinu 1964. Glæsileg notkun á Farfisa orgeli og texti Ómars magnaður. Trunt, trunt...korriró er svo íslenska útgáfan af Do wah diddy diddy Manfreds Manns. Af 4-laga ep sem HSH gaf út sama ár. Mikið stuð og mikil snilld!

05.01.10
Þetta er nú bara eins og eitthvað upp úr Andrés Önd eða Simpsons. Eins og t.d. þegar karlinn sem hafði prettað monorail upp á Springfield-búa var á leiðinni til Tahiti með töskur fullur af seðlum. Það er annars voðalega skrýtið að vondu kallarnir tapa bara og fara í steininn í bíómyndum og Andres-blöðum, en í raunveruleikanum, allavega á vitlausa Íslandi, þurfa bara allir hinir - góða fólkið! - að borga á meðan vondu karlarnir valsa um með bros á vör. Þetta er alvaran! Ekki einhver rembingur út í "vonda" útlendinga sem vilja fá auranna sína til baka. Þjóðin þarf að spyrja sig og svara: Hver tók okkur í rassgatið?! Ekki láta smjörklípa sig út í eitthvað Þorskastríð 2 - this time it's personal. Skil vel samt að margir vilji þann vinkilinn á þetta. Sakbitna hyskið vill auðvitað klóra yfir aðalatriðin með aukaatriðum.
--- 
En ekki að ég nenni nú að fara að tuða eitthvað um þetta andskotans ástand. Nei, sör. Á þessari síðu er bara talað um alvöru mál:

(42/50) Kór Öldutúnsskóla - Fjölskylda Barbapapanna + Að hjálpa pabba sinum
Hinir náttúruelskandi Barbapabbar komu ferskir inn í síð-hippið og það þótti tilvalið hjá Iðunni að setja út 4-laga plötu 1974. Hér er hin ilmandi A-hlið.

04.01.10

Það vakti athygli mína um jólin í auglýsingum fyrir heimildarþættina um Goðafoss að Kaktusbúðin sást í svip á ævagömlum Reykjavíkurmyndum. Kaktusbúðin! Það er dáldið kúl nafn á búð. Gúgl skilar engu en Tímarit er með þetta. Kaktusbúðin hefur verið nokkuð dugleg við að auglýsa. Búðin hóf starfssemi 9. nóvember 1936 og síðasta auglýsingin er frá 1954. Hún var á Laugavegi 23, sama stað og Moods of Norway í dag - eða a.m.k. á sömu addressu. 
---
Á sama tíma og ég var að "tímarita" (sbr. gúggla) Kaktusbúðina datt mér í hug að tékka á hljómsveitinni Stunu úr fornbókaverslun, sem ég var í á 9. áratugnum. Þetta var band sem gerði lítið en tók þó upp efni sem var alltaf ætlunin að gefa út á spólu. Ekkert varð þó úr því. Framtakssemin virðist hafa stoppað við það að senda kópíerað eintak til Sigurðar Sverrissonar sem 1984 sá um hina þungarokkslega-sinnuðu "Járnsíðu" í Mbl. Þetta var í þá daga sem blöðin voru með sirka vikulegar poppsíður. Dómur Sigurðar var umbúðalaus og svohljóðandi:

Tímarit skilar bara einni færslu enn um "Stuna úr fornbókaverslun" (með gæsalöppum). Þar eru smakkaðir framandi ávextir í neytendasíðu DV árið 1987. Tamarillo fær eftirfarandi dóm:
Þess má geta að Tamarillo lítur svona út: 

Nafnið Stuna úr Fornbókaverslun vísar vitanlega til klámblaðasölu, en fyrir internet fannst klám aðallega í fornbókaverslunum í Rvk. Á góðum degi fengust þar dönsk klámblöð sem er vitnað til hér: Danskt seventís innréttingapornó. Menn settu það ekki fyrir sig þótt ástand benti til að heilu skipsáhafnirnar hefðu notið blaðanna. Til að lyfta hulunni af Stunu úr fornbókarverslun verður auðvitað að koma tóndæmi:

Stuna úr fornbókaverslun - Úlfgirnd
Hér er Stefán „Varúlfur“ í gríðarlegu stuði og eins og allir nema alvitlausustu þungarokkarar ættu að heyra er hér er ekkert „djók“ á ferð! Hér er mynd en þetta eru reyndar ekki nema tveir úr bandinu:

---
Smá Hamborgarbítl - hér er það Klaus Voorman sem hefur orðið. Svo þarf maður að tékka á Nowhere boy, enda aldrei nóg af Lennon-bíópiks. Kemur kannski bráðlega í bíó hér. 
---

(41/50) Small Faces - The Universal
Small Faces voru við hlið The Who í breska moddinu. Árið 1968 var gott ár fyrir bandið. Þá kom út platan Ogdens' Nut Gone Flake, sem iðulega er talin snilld (finnst hún ekkert spes) og þessi smáskífa. Meira um Lítil andlit á wiki

03.01.10
Eyddi gærdeginum á hinni undursamlegu Kaffismiðju í góðra vina hópi. Labbaði svo heim. Kom við og kíkti á matseðil í glugga Brasilia Restaurante á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu. Fannst allt fremur ódýrt. Það hlýtur að vera markmið á nýju ári að eta þar. Heima horfði ég á hina skoðunarmyndandi kvikmynd Food Inc í tölvunni. Fjallar um matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum. Get ekki sagt að ég sakni McDonalds meira eftir að hafa séð hana. Sérstaklega fannst mér fullyrðingin um að í einum McDonalds hamborgara sé kjöt úr allt að þúsund beljum ógeðsleg. Jæja, nú förum við að éta meiri fisk, sagði ég við Lufsuna eftir þessa mynd. Í anda almennrar siðbótar og skilnings á eðli hlutanna sýndi ég svo stuðning í verki og styrkti Wikipediu um 10 dollara. 
---

(40/50) Lúdó sextett og Stefán Jónsson - Nótt á Akureyri
Í poppfræðum er sérkafli um lög sem byrjuði sem veigalitlar B-hliðar á smáskífum en enduðu sem megahittarar. I will survive með Gloríu Gaynor var t.d. upprunalega b-hliðin á einhverju lagi sem heitir Substitute og Kung Fu Fighting og fullt af öðrum lögum fóru þessa leið að slá í gegninu. Ég man ekki eftir mörgum svona tilfellum hér, en þessi smáskífa frá 1964 er dæmi um þetta. Menn veðjuðu greinilega á að þetta lag, Nótt á Akureyri, yrði vinsælt og settu á a-hlið. Það gerðist ekki, en b-hliðin, Því ekki að taka lífið létt... gerði hins vegar allt vitlaust og Lúdó og Stefán eru örugglega enn takandi það á böllum en láta þetta lag liggja milli hluta.

01.01.10
Árið!
Skaupið? Gott! Uppörvandi og vonandi spádómslega vaxið (lokaatriðið). Sigmundur Ernir sló í gegn, en þessi nauðalíki leikari mun vera hávaxnasti meðlimur Ljótu hálfvitana. Væri alveg til í að horfa á Skaupið aftur. Fæ tækifæri til þess kl. 19:40 á morgun.
2010? Alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika. 2010 er helvíti rennileg tala eitthvað og afmælisár. Ég verð 25 45 ára og á 30 ára bransaafmæli. Auk þess verður hljómplatan Gums með Bless 20 ára og verður ef til vill tekinn upp þráður að því tilefni.
---
Fyndið að það skuli enginn hafa montauglýst í ár. Muniði ekki eftir þessu? Gísli Örn Garðarson í Singapore fyrir Bla bla og svo var tuggið eitthvað ofan í þetta: Þor, dugnaður, atorkusemi bla bla bla. John Cleese og þetta drasl allt. Nú var enginn að auglýsa nema Ispan og Húsnæðislánastofnun og svo náttúrlega Kjörís (sem rúlar!) Sama í gangi í manni ársins í viðskiptablöðunum. Það hefði alveg eins getað staðið utan á þeim: Og maður ársins er: Einhver sjoppugaur sem ekki er búinn að skíta á sig eins og allir hinir sem voru menn ársins í hittifyrra.
---
Heyrði Bubba læf á Rás 2 í gær. Tók tvö glæný lög í  áramótaþætti. Það má hlusta á þetta með því að skrolla svona 12 mm inn hér. Lögin eru mjög bókstafleg. Annað er Enginn vil elska feita stelpu þar sem Bubbi rímar ung við þung og ég beið spenntur eftir að hann kæmi með pung. Það lag yrði á B-hliðinni. Á A-hliðinni væri hið sláandi Hægt andlát 14 ára stúlku. Hva, hefur Bubbi verið að hlusta á Frankie teardrop með Suicide? var það sem ég hugsaði þegar ég heyrði þetta. Góð lög. Bubbi lag-bloggar. Ég fíla Bubba. Mér er alveg sama um allt ruglið á honum. Það er bara hressandi.
---
Shreds er stuð. Hér er einhver búinn að shredda Sometime. Auðvitað er svo einhver búinn að shredda Sigur Rós.
---

Nei andskotinn! Hvað sé ég! Rowland S. Howard dauður! Gamla hetjan! Sá var nú mikilsmetinn þegar ég var í ástralíuhamnum. Aðeins Nick Cave var meira kúl. Ég sem var með honum Rowlandi baksviðs á Roxzý 1985 þegar S.H.Draumur hitaði upp fyrir Crime & The City Solution! Ég var svo starströkk að ég hellti niður úr glasi. Andskotans leiðindi alltaf í manninum með ljáinn. Hér má heyra tvö lög af nýjustu sólóplötu Rowlands, Pop Crimes sem kom út í okt.
---

Hank & Tank - Precious one
The Go-go darkness - Radio talk
Rétt fyrir jól duttu inn tvær frábærar plötur. Songs for the birds með Hank og Tank (Singapore-Henriki og Togga Gumm) og The Go-go darkness með The Go-go darkness (Sling-Henriki og Elsu Maríu Blöndal). Allt er þetta fólk sem gengur með sólgleraugu á nóttunni og tónlistin er í stíl, með sólgleraugu á nóttunni. Plöturnar löðra af melódísku últrakúl rokki. H&T er meira kántrí, Lee & Nancy og Tex Perkins á meðan GGD er meira Suicide, Jesus & the Mary Chain og Cramps. Alls ekkert andlaust hjakkkópí samt, fólk alveg reiðir hæfileikana í þverpokum. Það væri eiginlega þroskaheft ákvörðun af þinni hálfu að athuga ekki gaumgæfilega þessar plötur. Hanktankspeis / Gogospeis.
---

Berndsen - The perfect human
Davíð Berndsen var líka aftarlega á útgáfumerinni og mætti með fína plötu, Lover in the dark, rétt fyrir jól. Þar er örlíeitíssintapopp í pokavís og strákarnir í Sonus Futerae hefðu fengið sáðlát að heyra þessa plötu 1981. Margt mjög fínt í gangi þarna. Berndsenspeis.


Nolo - Pretty face
Þessir lófæpopparar komu svo á Þorláksmessu með fína plötu, No-lo-fi. Gott að sjá að gamla bindindisfélagsnafnið okkur Mikaels Torfa, Bindindisfélagið Nóló, sé komið á hljómsveit. Fjölbreytt og fjörug plata, ekki hress en fjörug. Nolo í speisi
 

---
(((((((Gamli tíminn byrjar hér - 2009 - 7. hluti)))))))