TOPP 5! 50. vika: Suzi Quatro - Sticks and stones / Loney, Dear - The City The Airport (CSS Remix) / Gavin Portland - A cool way to hold hands / SubAudible hum - Sugarcoat / The Mint chicks - She's back on crack      ELDRI LISTAR
16.12.06
Mæli með Tónlistarþættinum á sunnudaginn. Bestu íslensku lögin 2006, samtals 30 stk með 30 flytjendum, spiluð frá númer 30 og alla leið á toppinn. Geðsturlað.
---
Það er stórkostlegur árangur hjá Mána Svavarssyni að komast í 4 sæti með síngul (Bing Bang) í Englandi. Þetta er besti árangur íslensks lags á þeim lista. Björk komst reyndar í 3. sæti með It's Oh so quiet, en það er ekki eftir hana heldur gamall hollywood slagari. Hæsta sem Björk náði á þessum lista með eigið lag var með Hyperballad sem fór í 8. sæti. Alda Björk tröllakona komst hinsvegar í 7. sæti með sitt stuðlag. Þess má geta að í frumbyrjun S.H.Draums slitnaði upp úr samstarfi mín og Hauks og Steina sem endaði með því að þeir voru komnir í bílskúrinn hjá Mána í Fossvoginum og byrjaðir að æfa með honum í nýju bandi. Það stóð þó stutt og ég náði þeim yfir í bandið aftur. 
---
Vinsældir lagsins sýna glöggt að Lazy Town er vinsælt stöff og spurning hvort lagið nær hærra. Það væri aldeilis saga til næsta bæjar að það væri íslenskt lag á toppnum í jólavikunni í Englandi. Jólasmellir síðustu ára eru t.d. Bubbi byggir lagið árið 2000, Spice Girls voru á toppnum 1996, 1997 og 1998, Do They Know It's Christmas? hefur verið þarna þrisvar með mismunandi flytjendum og Slade voru þarna 1973 með sinn jólarokkara. En núna Máni? Það væri geðveikt.
---
Varðandi Latabæ þá nenni ég nú ekki að vera með gagnrýnin leiðindi í garð þáttarins eins og nokkuð hefur borið á. Strákurinn hefur gaman að þessu (og foreldrar eru þakklátir fyrir allt sem krakkarnir fíla) en persónulega er margt barnaefni sem ég fíla betur, t.d. Spongebob og Pingu, en drottinn minn hræódýri það er til mun verra stöff en Latibær. Magnús Scheving er náttúrlega hvílíkur ofvirkur meistari að það hálfa væri nóg. Við skemmtum meira að segja einu sinni saman á barnagiggi hjá Æskunni í Tónabæ. Ég með Prumpueitthvað og hann þá nýbyrjaður með Latadæmið, hoppaði eins og þindarlaus héri í gallanum og sló í gegn. Það eina sem ég þoli ekki við Latadæmið eru þessi "buff" sem annar hver krakki er með á hausnum. Sem betur fer er Dagbjartur ekkert að biðja um slíkt. Áfram Latibær!
---
Hefi svarað músikspurningum á síðu Buddy Miles Express...

13.12.06
Til hamingju færeysku hommar!
---
Ætli verði allt fullt af allsberu fólki á laugarveginum þegar/ef olíukónar verða dæmdir í sektir eða fangelsi? Margir hafa víst lofað að hlaupa þar niður í skinnu einu ef þessir gaurar verða dæmdir. Og hvernig er það, hefur einhver hlaupið allsber niður Laugarveginn svo vitað sé? 
---
Ég lifði lifinu lifandi í dag og fór í Sælkerabúð Nings (besta búðin í bænum). Þar var kominn nýr gosdrykkur sem var of góður til að vera sannur: Calpico Soda með jógúrt bragði! Lærða gagnrýni um þenna drykk (120 kr dósin!) með lesa á Gossíðunni

12.12.06
NT. Fór á hausinn. Helgarpósturinn. Fór á hausinn. Pressan. Fór á hausinn. Eintak. Fór á hausinn. Stöð 3. Fór á hausinn. Þjóðviljinn. Fór á hausinn. Dagur. Fór á hausinn. NFS. Fór á hausinn. Talstöðin. Fór á hausinn. Radíó Reykjavík. Fór á hausinn. Tíminn. Fór á hausinn. Alþýðublaðið. Fór á hausinn. Aðalstöðin. Fór á hausinn. Ég man ekki meira en það hefur örugglega farið á hausinn líka. Að reka fjölmiðil á Íslandi (300.000 manns, ég endurtek, 300.000 manns) er geðveiki nema það sé gulltryggt með ríkisfé. Framboðið snöggtum meira en eftirspurnin sem sannaðist á geðveikan hátt þegar tíðindaleysið og áhugaleysið dró lífið úr NFS. Samt eru ennþá menn sem trúa því að NFS hefði getað gengið á endanum ef Jón Ásgeir hefði viljað tapa á því í nokkur ár í viðbót. Staðreynd: Það er ekkert að frétta hérna 90% úr árinu. Staðreynd: Það eru ekki nógu margir almennilegir blaðamenn til að segja frá því þótt eitthvað væri að gerast hérna. Staðreynd: Það er enginn að hlusta. Það er enginn að lesa. Það nennir enginn að fylgjast með engu. Staðreynd: Eina liðið sem hefur gaman að fylgjast með "hræringum á fjölmiðlamarkaði" (sem er næstum því það eina sem margar blöggsíður fjalla um) er fólk sem starfar í fjölmiðlum. Það telur að naflinn á sjálfum sér sé það sem allir vilja glápa á. Staðreynd: Þessi umræða er zzzz....
---
Trommarinn úr Glitter-bandi Garys Glitter er á Íslandi! Þetta kalla ég frétt!

10.12.06
Ríkisstjórn Ísraels og Jólasveinninn kynna með eftirvæntingu: Topp 5imm:


Suzi Quatro - Sticks and stones: Kameltá er ekki kúl nema huxanlega í silfurlitum glansgalla og Suzi gamla Kvatró er ein af fáum sem kemst upp með kameltá. Hún rokkaði svona líka helvíti vel bakk in ðe seventís og er enn að. Hér er lag af fyrstu plötunni hennar Can the Can frá 1973. 


Loney, Dear - The City The Airport (CSS Remix): Enn einn Svíinn að geraða gott, Emil Svanängen frá Janköping. Ljómandi stöff, plata á Sub Pop (Loney Noir) og hér stærsti smellurinn í mixi frá brazilíubeibum í CSS.


Gavin Portland - A cool way to hold hands: Þórir, Kolli, Addi og Sindri, inflúenzeraðir af Touch and Go bands such as Shellac, The Jesus Lizard and Slint. Dischord bands such as Fugazi, Nation of Ulyssess and Black Eyes. Scandinavian hardcore bands such as Lack, Breach and Refused and Swami bands such as Hot Snakes and Drive Like Jehu, eins og segir á mæspeissíðu. Hrottagóð plata Views from Distant towns nú fáanleg. 


SubAudible hum - Sugarcoat: Nokkuð alvarlegt band frá Melborune, Ástralíu. Af plötu 2, In Time For Spring, On Came The Snow. 


The Mint chicks - She's back on crack: Nýsjálenskt groddarokk frá Auckland, plata 2 heitir "Crazy? Yes! Dumb? No!".

05.12.06
Úff það er allt kreisí að gera. Æfingar hófust í gær á Abbababb! söngleiknum. Verður frumsýndur líklega 4. febrúar. Einvala snilldarlið kemur að verkinu. Svo sendi ég í fyrsta skipti lag í Eurovision. Átti svo helv gott popplag og sendi það að gamni. Heiða söng á demóinu og kom með melódískt innlegg. Og hvað heldurðu, lagið ÉG OG HEILINN MINN komst í 24 laga pottinn og við verðum með. Komum í sjónvarpinu og allt. Lagahöfundar eru annars svipaður hópur og í fyrra eins og sjá má á þessu lista. Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst í skallapopplandsliðið og þeim sem vilja senda samúðarkveðjur er bent á Unicef.
---
Heyrði á tal grínrasista í sturtunni í dag. Þeir voru að tala um fólkið sem er alltaf að þrífa niðrí World Class. Það er víst komið nafn á það, Hreindýr.

03.12.06
Alcan og Félag fjárfesta kynnir með stolti: Topp 5imm!


Jon Spencer/Solex - Complication: Tveir Íslandsvinir, núrokkabillítöffarinn Spencer og hin hollenska Solex sem spilaði fyrir tómlegan Innpúkasal í sumar leiða hér saman "hesta" sína og juðast á einu af lagi The Monks (sjá mynd). Lagið er á tvöföldum Monks tribjút pakka, Silver Monk Time, þar sem ýmiskonar lið riðlast á arfleið Monks (heimildarmynd um þessa einstöku sveit er komin út), m.a. Singapore Sling og The Fall. (Bónus: The Monks - Complication) - Meira um Munkana.


Cornelius - Gum: Japanski Cornelius er mættur með plötuna Sensuous, fyrstu stúdíóplötuna sína síðan Point (2001). Platan er að mestu mjúk áferðar en með göddum, eins og til dæmis þetta lag sem er drullukeyrsla.


Jamie T - If you got the money: Jamie T verður hugsanlega mega stjarna á næsta ári, en hann er þessa dagana að "gera allt vitlaust" í heimalandinu Englandi. Er tvítugur og svona The Streets/Lily Allen-týpa, persónulegi trúbadorinn. Dilla sér í hliðunum.


The Brakes - Hold me in the river: Þessir ensku djöflar dæla út hittunum á plötu #2, The Beatific Visions. Hér er magnþrunginn rokkslagari, töff skítur.


Skuli Sverrisson - Geislar hennar: Gamli bassaleikarinn í Pax Vobis er kominn með sólóplötu sem er helv flott. Hann hefur náttúrlega spilað með Blonde Redhead og hér eru áhrifin gríðarleg. Ólöf Arnalds syngur eins og teppalagður engill.
---
Að auki er hér áhugaverð múzzikk á netinu: Wallspace syngja fallegt lag um Iggy Pop / Hestreður spila drullupönk / Færeysku pönkararnir í 200 eru með nýja plötu og gefa 4 lög á heimasíðunni sinni / Jónas Sigurðssondansar meðan malbikið svífur / nýtt jólalag frá Bloodgroup!
---
Skv Birtu sýndi Rúv myndina Maðkur í mysunni í gærkvöldi. Hvergi kom fram hvað myndin heitir á frummálinu svo maður var alveg á gati. Nema auðvitað að þetta hafi verið stórmyndin Worms in the whey. Skv nýjum lögum (að ég held) ber nú að íslenska erlend bíómyndaheiti. Spurning bara hvað við fáum marga maðka í mysunni út úr því.

02.12.02

Framtíðin er þriggja hjóla. Hér eru bílar með þremur hjólum.

01.12.06
Meðan stjórnmálamenn falla hver um annan þveran biðjandi fyrirgefningar á hinu á þessu, Írak, tæknilegum mistökum, væri þá ekki ágætt að þeir bæðu allir sem einn fyrirgefningar á þeirri sturlun að þrjár kjúklingabringur í frauðbakka kosta 1.995 krónur í Hagkaupum? Hvaða geðveiki er það? Eru svona rosalega erfitt að rækta hænur? Og svo mættu þeir biðjast fyrirgefningar á því í leiðinni að maður er allt lífið að borga íbúðina sína og þegar upp er staðið hefur maður borgað hana sex sinnum eða eitthvað þökk sé vaxtaokri og verðtryggingu. Hvernig væri að biðjast fyrirgefningar á því? Og kannski að lofa að gera eitthvað í því. Ekki að loforðin skipti miklu, en...
---
Toto að koma til Íslands! Hver kannast ekki við lög eins og Hold the Line, I'll supply the love og Africa? Allt háklassa lög. Nú er vonandi að Foreigner og REO speedwagon fylgi í kjölfarið. Meira iðnaðarrokk!
---
Hingað til hefur manni verið bannað að þykjast vera eitthvað annað en blaðamaður þegar maður skrifar greinar. Það er því nokkur nýbreytni af þessari underkóverblaðamennsku í nýjustu Ísafold þar sem blm vinnur í viku á elliheimilinu Grund. Er nú stíflan brostin og allt fyllist af underkóverstöffi?

29.11.06
Hvaða meistari nennti nú eiginlega að klippa þetta saman og til hvers?!

26.11.06
Pönkið er ekki dautt! Nei, The Stranglers á NASA 6. mars! Nú án asnalega vöðvabúntsins sem söng! Þriðja skipti sem þeir spila hérna. Meira pjönk.
---
Og nú Topp fimm, alltaf með púslin á puttanum.


White Noise - Love Without Sound: Þó þetta hljómi eins og eitthvað sem Warp Records gæti gefið út í dag þá er þetta merkilegt nokk af plötunni An Electric Storm frá árinu 1969, sem sé stöff sem er svo langt á undan sinni samtíð að það hálfa væri helmingi meira en nóg. Platan er öll í þessum dúr og hugarsprengjandi dót, poppað en gegnsýrt. White Noise var að stærstum hluta verkefni hins bandaríska David Vorhaus sem bjó í Englandi. Nánar hér á heimasíðu Julian Cope og jafnvel hér í blaði fræðimanna. (Bónus: White Noise - Firebird (Beach Boys á rafgeimasýru... af sama meistaraverki.)


Fræbbblarnir - Brekkan: Los Fræbbblos eiga 2 lög á nýlegri tribjút plötu fyrir Hörð Torfason. Hér er annað þeirra.


Benni Hemm Hemm - Brekkan: Út er kominn Benni tvö, Kajak. Plata sem gefur hinni ekkert eftir í lagmennu þjóðlagakrútti og alltumlykjandi gúddí fíling. Sándið í ár!


Welcome - Sirs: Las í Mojo að þetta hljómaði eins og Syd Barrett-svæðis Pink Floyd erfðabætt með Pere Ubu sirka 1979 svo mér skrikaði fótur og tékkaði áðí. Drulluflott meira að segja. Amrízkt en gefið út af Feitum ketti. Fyrsta platan heitir Sirs eins og þetta lag. Magnað stöff verður að segjast, sumt eins og örlí The Who meira að segja, en rosalega fjölbreytt plata og fín. Djöfull er ég að kaupa Welcome!


The Brian Jonestown Massacre - Servo: Blöggið í dag byrjaði á tilkynningu um gigg (Stranglers) og því líkur á annarri tilkynningu: The Brian Jonestown Massacre á NASA nú á MIÐVIKUDAGINN 29. nóv. Meira að segja elliært gamalmenni eins og ég er að spá í að skella mér. Singapore Sling og Jakobínarína fita pakkann til hins ítrasta og Brian Jonestown munu eflaust standa sig vel, enda Anton áhugasamur um land og þjóð eftir áralangt ástarsamband við Slingapor Swing og hangir kannski með meðvitund framyfir gigg. 2500 kall inn og ekki spurning! Ég mæli með að þú horfir á DIG! til upphitunar, þó það sé reyndar allt uppspuni sú mynd, eða svo segir Anton. (Bónus: The Brian Jonestown Massacre - Seer (af nýjustu plötunni We are the Radio 2005) + The Brian Jonestown Massacre - Telegram (af Bravery Repetition and Noise 2001).)

25.11.06
Þá hef ég lokið minni vakt á Fbl í bili og fer á fullt að einbeita mér að söngleiknum Abbababb! Enn er stefnt að frumsýningu í kringum jan/feb 07. Til að fagna frelsi frá vinnuþrældómi fór ég í Smáralind og tvímennti á James Bond. Fyrst var þó "kalkúnaveisla" á TGIF sem stóðst ekki væntingar sökum smás skammtar og dýrtíðar. Tek þó fram að ég er enn afar velviljaður í garð TGIF. Pakkað var á Bond enda er þetta besta Bond sem ég hef séð. Það þýðir þó ekki að þetta sé æðisleg mynd, en alveg 3 stjörnur af 4. Byrjaði á svaka aksjón á byggingarsvæði og toppaði það ekki síðar í myndinni. Þarna var til dæmis ekkert sprengja allt í tætlur dæmi í endann. Miðað við píkuandlitið Pírs Brosnann, sem minnir alltof mikið á Stefán Jón Hafstein til að vera kúl, er þessi nýji Craig hvaðsemannheitir nokkuð traustur. Hann var laminn illilega í punginn en var kominn á fullt á lovintrestið skömmu síðar. Greinilega með stálpung. Óraunveruleg þvæla semsé en besti bond ever, líklega. 

22.11.06
Maður sem safnar dótabílum og er með massífa síðu um þetta áhugamál. Við feðgar förum oft þarna inn og skoðum.
---
Nú er tími mandarína, klementína, eða hvað þú vilt kalla þetta. Eftir jól verður þetta mun verra. "Jólaappelsínur" kallar sonur minn þetta.
---
Uss það er lítið að nenna lengur sem betur fer. Allur snjór að hverfa.

19.11.06
Uss það er nú á mörkunum að maður nenni þessum snjó. Vildég ætti trilljón. Þá væri ég farinn til heitu landana. En nei. Harketta af sér. Til dæmis með einum nettum Topp 5imm á kantinum:


The Dead Boys - All this and more: Viðurstyggilegt pönkband frá Ohio sem gaut lifrum í CBGB's á sokkabandsárum p-ö-n-k-sins. Young loud and snotty er fyrsta platan, kom út 1977 og er drullupönkið uppmálað og hressandi í helvítis hríðarbyl.


CSS - Meeting Paris Hilton: Eða Cansei de ser sexi frá Brasilíu, kafloðnar stuðstúlkur og einn rolulegur karl með hjálpræðishersklætt diskópönk sem er að tútna út á heimavistum víðsvegar. Platan heitir nú bara CSS og er helvítis stuð í rassgatið.


Charlotte Gainsbourg - The song that we sing: Dóttir Serge og Jane Birkin mætt með sólóplötu nr. 2. Sú fyrri kom 1986 þegar hún var 15 ára svo það er ekki seinna vænna. Ýmsir merkismenn leggja Charlotte (sem frægari er fyrir leik en söng), t.d. Airmennin tvö, Jarvis og Neil úr Divine Comedy. Platan heitir 5.55 og er misjöfn en þetta lag er einna best og minnir á karl föður hennar. 


R. Dean Taylor - There's a ghost in my house: Hvítur soulsöngvari frá Toronto sem reyndi fyrir sér hjá Motown en stóð í skugga frægari manna og kvenna. Þú kannast kannski við þetta lag (frá 1965) í flutningi The Fall.


The Radiators - Gimme head: Ástralskt nýbylgjustuðrokk frá 1980. Hljómar einhvern veginn eins og það gæti verið nýkomið út, svona Strokes/Weezer fílingur í því, en textinn náttúrlega fyrir neðan allar hellur karlrembunnar. Uss.

15.11.06
Rektor Stuð!
---
Ég stal og sveik og hélt framhjá konunni minni með kengúru og tróð pakka af bréfaklemmum upp í sáðrásina á mér. En það voru tæknileg mistök.
---
Komst loksins að í TMM sem er ekkert smá heiður. Þórunni Hrefnu sem ég lúsles finnst þetta meira að segja gott stöff sem er ekkert slor. Ekki það ég hafi reynt áður að fá birt eftir mig í TMM en mig minnir að það hafi verið einn af draumum mínum í menntaskóla að fá birt þarna.

12.11.06
Jesús og María áttu ekki tölvu en það gerir þú. Topp 5imm vesgú:


The Ettes - No more surprises: Gamlaskólarokk frá LA. Líta nú svaka fínt út krakkarnir í bandinu og gætu hæglega fengið vinnu í Russ Meyer mynd, nei ekki með nógu stór brjóst, segjum frekar vinnu í endurgerðinni á Beyond the valley of the dolls.


Sarah Blasko - The Albatross: Áströlsk söngkona syngur um sjóinn á nýjustu plötunni sinni. Seiðandi!


The Who - We got a hit: Gamlir þreyttir og gráir... en í stuði! Fyrsta platan í einhver 24 ár er Endless Wire: sæmilegt stöff svo sem en því miður: staðreyndin er að rokk yfir 30 er tímaskekkja, hvað þá yfir 60. Róleg róleg, ég segi bara svona.

X - I don't wanna go out: Látinn er Ian Rilen bassaleikari og rokkari, 58 ára af blöðrukrabbameini. Hann lék með Rose Tattoo (ac/dc tvö), en fannst það ekki nógu hart svo hann stofnaði pönkbandið X í Ástralíu 1978. 


Capybara - Ástin: Grafarvogssveitin Capybara sendi frá sér sína aðra skífu á þessu ári, Loðdýr í Astralí. Fyrr á árinu kom út þröngskífan, Eyrun af risahamstri, í takmörkuðu upplagi. Loðdýr í Astralí er þeirra fyrsta breiðskífa og inniheldur hún samtals tíu lög. Meðlimir Capybara eru þeir Ívar Smárason aðalsöngvari, Hrafnkell Flóki Einarsson sem spilar á gítar og syngur, Steinar Jónsson trommuleikari og á bassann ber Magnús Már Arnarsson og eru þeir allir á fjórtánda ári. Það er óhætt að segja að Loðdýr í Astralí sé þrekvirki. Öll vinnsla plötunnar var í höndum hljómsveitarinnar að undanskilinni masteringu en hún fór fram í Stúdíó Tíma og var í höndum Curvers Thoroddsen. (af vef Smekkleysu)
---
Bestu Sykurmolaábreiður Popplands má nú hlíða á hér.
---
Gríðarlega mikið af Kanadísku stöffi er hér, þar á meðal þessi listi heitustu Kanadamannanna sem var að röfla um í þættinum í dag.
---
Tyrkjagudda er kúl! Jamm, Tyrkir eru líka svalir - kannski næsti svalasti staður í heimi, hvað veit maður. Þetta er svalasta blaðið og hér má ná sér í tyrknesk demó með allskonar böndum.
---
Sigur mannsandans: Árni Johnsen aftur á þing! Og skítléleg úrslit í Samfok, hvorki Bryndís
né Ögmunds á þing bara gamla jukkið. Hverjum er ekki sama, svo sem.

11.11.06
Ég ætlaði nú ekkert að kjósa í þessu samfylkingarprófkjöri en svo hringdi Steinunn Valdís og ég búinn að vera í auglýsingum og svona hjá henni svo ég verð að slá til og veita stuðning. Ég veit nú ekki alveg hversvegna ég er allt í einu orðinn einn helsti stuðningsmaður hennar, en ég er alveg til í að styðja næstum því alla aðra líka ef fólk vill – nema þá helst þennan Jón aría þarna með gulu húðina sem mér lýst afar illa á. Það er annað hvort að styðja engann eða bara alla og ég hef tekið síðari kostinn en bara Steinunn sem hefur séð sér leik á borði. Af samfokki lýst mér einnig vel á Bryndísi Ísfoldi, enginn annar t.d. búinn að gefa mér safndisk með hressandi ungböndum í bland við eldri og Guðrún Ögmundsdóttir er fín svona camelkerling með puttann á púlsi réttindamála og ég fíla hana. Ég held að við værum í ágætis málum ef eintómar Guðrúnar Ögmundsdætur væru við völd + nokkra Gunnara í Kópavogi (Einar Bárðason stjórnmálanna) til að ösla í framkvæmdum. Annað er misdapurlegt í þessu kjörvali, sumt jafnvel alveg út í hött, en annað ókei, en ég lofa svo sem engu um hvert mitt atkvæði fer næsta maí. Ætli það verði ekki bara VG. Fíla menn sem kalla hálfvita hálfvita.
---
Frumflutt verður lagið Frelsum Aron Neista hjá Jóni Ólafs í kvöld.
---
Þeir láta ekki deigan síga strákarnir í Trabant: hér er nýtt lag og videó. Kynskiptiaðgerðin á Rassa tókst svona líka helvíti vel en þessi nýji trommari er greinilega alveg úti að skíta.

10.11.06
Bjadddna Hell varð svo mikið um Megas sellát möguleikann að hann setti saman eftirfarandi auglýsingu: Megas auglýsir KFC. Væri náttúrlega enn flottara ef skárri Megaseftirherma en ég sæi um djobbið.

09.11.06
Ég væri líka brjálaður ef allir sem ég þekki væru dauðir út af "tæknilegum mistökum".
---
US og A: Nú með aðeins minni brennisteinsfýlu.
---
X-F! Nei, djók.
---
Mark E Smith selur Mitsúbissí. Hvað næst? Megas að auglýsa KFC?

07.11.06
Skv áreiðanlegum heimildum koppa úr innstu búrum Rúv hefst næsta syrpa af Lost í Sjónvarpinu um mánaðamótin jan-feb. Einnig er vert að benda á að eins og hálfs tíma tónleikamynd með Pixies á Belfort-hátíðinni í Frakklandi í júlí 2004 verður sýnd þann 15. nóv. Að lokum í þessari almannaþjónustu fyrir Rúv má benda á að ég sjálfur verð gestur hjá öðlingspiltinum Jóni Ólafssyni næsta laugardag.

05.11.06
Á jólabazar Hringskvenna var margt um manninn og mikið pönk. Jólaland Blómavals var gott og í Húsasmiðjunni má fá kassa sem snjóar innan í. Í Garðheimum rústaði Db járnbrautarlest þegar enginn sá til og horfði stjarfur á véljólasvein segja stórhættulegar biblíusögur. Á Amokka mátti svo fá gómsætar kökur. Svona var sunnudagur í fárviðrisslotinu.
---
Ekki láta fát koma á hænurnar þínar þótt hér sé Topp Fimm:


The Long blondes - Weekend without makeup: Frá Sheffield spilandi melódískt úrkynjunarpopp a la örlí Blondie og Pulp. Someone to drive you home er fyrsta breiðskífan og þetta er nú albesta lagið þar, límkennt viðlag og allir hressir.


Belle & Sebastian - The monkeys are breaking out the zoo: Colours are brighter er barnaplata á vegum Belle & Seb-"liða" og ágóði rennur til góðgerðarmála. Hugmyndin var einföld, nokkrir toppkandídatar (Franz Ferdinand, Snow Petrol, Four Tet, Jonathan Richman etc) voru fengnir til að frumsemja eitt barnalag á kjaft og útkoman er drulluskemmtileg. Hér er framlag skipuleggjendana sjálfra. 


Lonnie Irving - Pinball machine: Flutningabílstjórablúgrasslag frá 1960. Lonnie var 28 ára þegar hann gaf þetta út en hann varð ekki eldra því hann lést í des 1960. Síðar var lagið kóverað af The FALL en bara læf. Annars er netið alveg tómt þegar kemur að Lonnie Irving og ekki einu sinni til mynd af honum.


Magga Stína - Um óþarflega fundvísi Ingólfs Arnarssonar: Maggan er mætt með klassísk Megasarlög + 3 ný á Magga Stína syngur Megas. Ljúfsár plata en töff.


Helmus und Dalli - Good n Evil: Af Drunk is Faster, formálalausri tilraunaplötu Davíðs Þórs Jónssonar og Helga Svavars Flís-"liða". Þeir kunna ekki að borða ís. Einskonar Gusgusigitalgeðveiki með kokteil, kántrí og acid jazz kryddum. Sægur sóknarfæra.
---
Þetta datt mér í sturtu á dögunum: Rassgat (sungið við lagið White Light/White Heat með Velvet Underground:)

Rassgat
Rassar sitja á stól um allan bæ 
Rassgat
Og inn í rössum segja rassgöt hæ
Rassgat
Litla gatið það er brúnt og fínt
Rassgat
En eitt í nærbuxum er alveg týnt
Úúú úúú Rassgat

o.s.frv.

04.11.06
Einskonar hámarki í plötusöfnun nær maður þegar maður byrjar að safna 78 snúninga plötum. Ég hef aldrei náð svo langt, eða ekki enn, en hér er heimasíða manns sem ku næstum hafa komplíterað 78 snúninga katalókinn íslenska.
---
Eftirsjá er af Þór Jakobssyni veðurfræðingi. Vinkið í lok hvers tíma var öðlingslegt og þessi þörf fyrir að hafa gömlu heiti dagana með. Gaman þegar menn fá að hafa sérkenni sín með í sjónvarpið.
---
South Park bútleggsíðan hraðar sér á milli staða eftir því sem lögin elta hana uppi. Ætli þetta sé ekki nýjasta hýsingin.

03.11.06
Ég nenni ekki að tala illa um sjónvarpsþáttinn Gegndrepa enda eflaust einhver sem hefur gaman að þessu, en það er óþolandi að þeir geti ekki látið þetta hætta á réttum tíma. Maður bíður spenntur eftir Sigtinu og King of Queens, sem er ágæt amerísk drulla, en þá er þetta Gegndrepa að tefjast um 15-20 mínútur í hvert einasta skipti. Enginn prófessionalismi, greinilega.
---
Veit einhver hvernær Lost byrjar aftur í Ríkissjónvarpinu?
---
Bakþankar úr Fréttablaðinu eru farnir að koma hér inn undir liðnum Ritstörf.
---
Meistari Óskar Pétur, sem er farinn að blogga í massavís, vísar í The Fall að taka Zappa. Ég horfði á þetta með syni mínum og hann sagði þegar Mark E Smith rak upp sitt fyrsta gól: Pabbi minn! En hann tók það reyndar til baka.

31.10.06
Nú líður að happy times því Borat kemur í bíóin í vikunni. Þeir sem ekki fá nóg geta glaðst yfir eyddum senum á You Tube, sumt er nokkuð fínt. Þá má sjá viðtal David Lettermans við Borat hér (smella á Big Show Highlights - en þetta hverfur væntanlega bráðlega). Myndin er annars að fá góða dóma,  8.3 á IMDB, 9.4 á Metacritic og 91% ferskur tómatur á Rottna tómati.

30.10.06
Hugsa sér að maður hafi hangið 4 ár í MK og annað eins í Iðnskólanum þegar maður hefði getað farð í eitthvað svona: Verkefni á fyrsta ári í leiklistardeild listaháskólans lauk með því að karlnemandi pissaði yfir stúlku. Nemendurnir fengu u.þ.b. klukkustund til að klára verkefnið áður en þau sýndu það frammi fyrir bekknum. Þau eru á fyrsta ári á leiklistarbraut og á nýrri námslínu sem heitir "Fræði og framkvæmd." Í þessu tiltekna verkefni voru þrír drengir og ein stúlka. Drengirnir voru í læknasloppum en stúlkan nakin. Þeir klipptu hluta af hárinu af henni, því næst klipptu þeir af henni skapahár en verkefninu lauk með því að einn drengjanna kastaði af sér þvagi yfir stúlkuna. (Nánar)

29.10.06
Hér er topp 5, mun skemmtilegri topp 5 en sá í Valhöll.


Evil Madness - So successfully evil: Stilluppsteypustrákar, Jói Daisy, Pétur Dj Musician, Curver og Nilsen leiða á plötu Evil Madness - Demon Jukebox saman spólgraða hesta sína og láta þá riðlast á raftækjum um dágóða stund. Útkoman er vægast sagt blóðug. 

Jennifer Gentle - I do dream you: Fellini, Pasolini, smjörgreiddir stubbar að reyna við stórbrjósta beib á vespum: Þetta er sú mynd sem maður hefur af Ítalíu. Hef reyndar aldrei komið þangað en finnst myndin Il Postino góð svo hver veit hvað gerist. Þrátt fyrir trú um annað virðist mikið að gerast í Ítalíu upp á góða músik. Hér má lesa sér til, en þetta er á heimasíðu Ítalans  Piero Scaruffi, sem margir kannast kannski við. Þetta magnaða lag er með helstu sækadelíupoppsveit Ítala í dag og tekið af "Valende", sem Sub Pop gaf út í fyrra. Syd Barrett er þeim hugleikinn.


Luke Haines - Off my rocker at the art school bop: Baader-Meinhoff platan og fyrsta Black Box Recorder platan eru meðal allra mestu uppáhaldsplatna minna. Minna hrifinn er ég af The Auteurs. Nú er Luke Haines, sem er heilinn á bakvið þetta allt, búinn að gera sína #2 sólóplötu, sem þetta er einmitt titillagið af. Næs.


Elvis Costello - Lip service: Ég tók ekki almennilegan Elvis Costello pakka fyrr en fyrir svona 10 árum þegar ég þræddi búðirnar. Mín niðurstaða er sú að þrjár fyrstu plöturnar séu algjör snilld sem fólk hreinlega ber skylda til að kynna sér. Þetta er af "2, This years model frá 1978. Elvis lifir!

Hi lo trons - Science fiction music: Ég heyrði þetta í þættinum Marzipan og hugsaði vá hvað söngvarinn er alveg eins og Elvis Costello. Engu að síður fínt lag og þessir Kanadagaukar eiga slatta af öðru ágætis stöffi. Þetta er af nýjustu plötunni, Bella Simone sem kom út nýlega. 

26.10.06
Hommar í Færeyjum eiga undir högg að sækja, sem er slæmt. Annars eru Færeyjar í 214 sæti á listanum yfir stærstu þjóðir heims og geta hoppað upp í rassgatið á sér. Mótmælum má skila hér
---
Það er ótrúlegt að einu sinni hafi ég fílað Nirvana því mikið helvíti er þetta leiðinlegt dópistavæl og unglingadrasl.
---
Guðbergur Bergsson er aftur farinn að hugsa á vef JPV. Hér!
---
Jón Gnarr stefnir að tríólógíu um æsku sína. Fyrsta bókin, Indjáninn, kemur út bráðlega og fjallar um líf Jóns til 12 ára aldurs. Hinar tvær eiga að fjalla um líf Jóns sem pönkara á Hlemmi og sú síðasta um "Núpsárin", svokölluðu. Þeir sem hlustuðu á Tvíhöfða (og hver gerði það ekki) munu eflaust kannast við mikið af þessu og mikið djöfulli er gott að fá þetta í bók.
---
Hef bæði fengið frábært gos og ógeðslegt gos að undanförnu. Um bæði má lesa á gossíðunni sem varð vinsæl um hríð eftir að rúnksíðan B2 benti á hana.
---
Það er til vitnis um ógnvænlegri heim að fólk virðist alveg vera hætt að sjá fljúgandi furðuhluti.
---
Í Tónlistarþættinum á morgun spila ég svaka gott stöff og er með vandaða umfjöllun um ítalskt progg. Þá heyrum við í glænýjum jólasveini.

23.10.06
Hentugt að vera dópisti í poppinu. Fyrst fær maður gott plögg fyrir að vera svaka töff dópisti á ystu nöf en svo fær maður annað eins fyrir að segjast vera hættur og þetta hafi allt verið rugl og kannski stígur líka mamma fram og tjáir sig. Ég meina, helmingi meira plögg en ef maður væri bara einhver ódópaður lúser. Hvar væri þessi Baby Shambles ræfill sem enginn hefur heyrt í ef hann væri ekki heróínsjúklingur?
---
Húrra! Bráðum (á fimmtudag) byrjar Sigtið aftur. Hér er linkur fyrir video-dagbækurnar og þarna er líka trailerinn fyrir 1.þáttinn. Á heimasíðu Gunnars Hanssonar er svo meira.

22.10.06
Í Hagkaupum hittum við feðgar meistara Valgeir Guðjónsson. Hann sagði: Hva, bara verið að viðra kvikindið? Það mun vera tilvitnun í frægan íslenskan poppara.
---
En nú eins og skeiðklukka: Topp fimm:

Franco Battiato - Meccanica: Af plötunni Fetus frá 1972. Glimrandi ítalskt tilrauna progg-raf frá náunga sem ég hef ekki lesið mér mikið til um ennþá. Virðist þó hafa slegið í gegn á landsvísu um 1980, en þar á undan gerði hann þessa plötu og margar aðrar í svona og svipuðum stíl. Þetta minnir um margt á stöff Gnome fyrir hryllingsmyndir Dario og sumt af stöffinu hans Ennio Moricone. Helvíti eru ítalir hressir. Umslagið á Fetus var bannað á sínum tíma enda kaþólikkum illa við svona utanáliggjandi fóstur.


Mastodon - Hand of stone: Ekkert smá þokkalegt þungarokk frá Atlanta. Kemur sterkt inn með yfirtökutilboð í líkamsræktarhlutabréf SOAD. 


Ned Collette - Boulder: Trúbadorhuggulegheit frá Melbourne, Ástralíu. Ned ku einnig í hljómsveitinni City city city sem ég hef aldrei heyrt um áður. 


Pönkbandið Fjölnir -  Hin hamingjusama hóra: Pönkbandið Fjölnir hefur vakið athygli (mína amk) að undanförnu með drullugóðu pönki og skemmtilegum textum. Ég fékk fyrsta diskinn þeirra í afmælisgjöf og er óhætt að segja að skrattanum hafi verið skemmt. Ellefu pönklög í hressum gír þar og voða fínt. Hér er eitt, en fleiri má t.d. finna á rokk.is.


Gunnar Þórðarson - Blóðrautt sólarlag: Gunnar gerði tvær ágætis sólóplötur seventís og hér er titillag úr sjónvarpsmynd e. Hrafn Gunnlaugsson (sem gerði textann). Eðal hryllingsdiskó frá Gunnari af seinni seventíssólóplötunni (1978).
---
Airwaves segirðu? Nei blessuð vertu ég nennti ekkert á það magnaða dót. 

21.10.06
Hlerunarkjaftæði endalaust.
---
Sofnaði yfir myndinni The Constant Gardener í gær. Skilst að Ralph Fínnes hafi verið drepinn. Þar hafiði það! 
---
Stefni á að sofna yfir Syriana í kvöld.

20.10.06
Hvalakjaftæði endalaust. 
---
Sá Mýrina með fína fólkinu í gær. Mýrin --> bíó XXX
Hafði ekki lesið bókina en þetta hélt vel og var bara helvíti flott, þó kannski ekki endalaust æðislegt. Ég er t.d. ekki ennþá með það á hreinu hver drap Grétar og af hverju. Ingvar og Ágúst Eva eru ekki sannfærandi feðgin en annað var flott, t.d. Björn Hlynur, sem var frábær sem Sigurður Óli (og skemmtileg týpa sá gaur) og Atli Rafn, sem var traustur sem veiki maðurinn. Senunni stal þó Theodór Júlíusson sem Elliði, mest sannfærandi illmenni í íslenskri mynd til þessa! Tónlistin var góð, senurnar margar æðislegar og semsé algjört möst sí myndi ég haldi. Kannski slær Mýrin aðsóknarmet Með allt á hreinu, hvað veit maður. 
---
Minntu mig á það næsta þegar ég kaupi hjá KFC að mér finnast kjúklingabitarnir þar viðurstyggilegir.

15.10.06
Þetta er gott og fengið frá treehugger.com - kort sem sýnir hversu lengi jörðin væri að hreinsa sig af mannkyninu. Ef við myndum öll drepast í nútronsprengingum á morgun tæki það skitin 200.000 ár fyrir jörðina að jafna sig. Óafturkræft hvað? Nú er svo bara að vona að trúarleg og pólitísk geðveiki aukist enn meira svo þessi vitlausa dýrategund fari að kála sér. Á þessu íslenska bloggi er að finna ýmislegt klikkelsi í amerískri politík, en þar er kannski helst að búast við heimsenda á næstunni, enda trúir helmingur þjóðarinnar að þá verði allt þrusugott, þeir fari til himna en trúlausa pakkið stikni á jörðinni í 7 ár þar til Jesús og hinir góðu trúuðu marseri niður til að dilla sér í 1000 ára ríkinu. Svaka fínt þegar svona bullandi geðveikishugmyndir grassera í hausunum á ráðamönnum, ha?

---
Og svo kl. 14 í dag, þú mannst, Erveifs!

14.10.06
Á morgun í tónlistarþættinum, massíf Iceland Airwaves keyrsla - gæti auðveldlega verið 12 tíma þáttur, svo mikið af stöffi. Þetta er náttúrlega algjör geðveiki og bara á fimmtudaginn gæti maður leikandi langað að vera á 4 tónleikum í einu. En það verður að niðurskera. Hér er topp 5, beztu áhugaverðustu fimm erlendu öktin á jólum tónlistargeggjarans (og ekki einu sinni það, það er fullt af álíka áhugaverðu stöffi þarna, t.d. allt það íslenska).


Metric - Hand$hake$: Kanadískt popprokkmegamóbíl, smá Blondie, smá þyngsli, ekkert smá gott stöff. Platan í fyrra, Live it out sokkaétandi heilagafiski. Metric spila með Love is all, frábæru sænsku bandi, og rjómalengnu heimaútsæði: Lay Low, Æla, Reykjavík!, Skátar - allt þetta á Nasa á fimmtudaginn.


Datarock - Maybelline: Norskir Trabant, getum við sagt til að auðvelda greiningu. Tveir hressir í jogginggöllum, komu með plötuna Datarock í fyrra sem er á köflum stórfokkingfín. Eru á Gauknum á fimmtudagskvöld með öðrum Norsurum (og Þýskurum) The Whitest Boy Alive (mínímal snurfus) og íslensku góðgæti, Skakkamanage, My Summer as a Salvation Soldier og Eberg.


Tilly & The Wall - Rainbows in the dark: Rúsínukrútt frá Nebraska. Tveir gaurar, þrjár stelpur, þar af ein sem sér um "trommuleik" með fótunum, hún sem sé steppar (sérstakt). Bottoms of Barrels er plata #2. Steppkrúttin koma fram á miklu Moshi Moshi giggi í Hafnarhúsinu á fimmtudag ásamt þrem öðrum Moshi Moshi-öktum, sem öll eru drulluspennandi: Hot club de Paris (nýir Arctic Monkeys?), Klaxons (postpunkdiskófílingur frá London) og Mates of State (fínt hjónapopp frá USA). Eins og þetta sé ekki nóg þá verða þarna líka Mugison og Ske. 

Trost - Guy le superhero: Svansklappandi Berlínarstelpa með súrmeti í trogum. Fer ekki troðnar slóðir og er ekki við eina fjölina felld, passar þó eins og flís við rass og kallar ekki allt ömmu sína. Trust me heitir nýjasta platan. Trost klárar föstudagskvöldið í Þjóðleikhúskjallaranum en á undan verða m.a. Shadow Parade og Lára búin að spila á sig gat. 


Walter Meego - Romantic: Amerískir miðríkja Daft Punks kannski? Allavega nokkrir náungar á uppleið og allt það. Spila á miklu maraþon hestamóti á Nasa á laugardag með New york sexítæm bandinu Brazilian Girls, Þórunni Antoníu og félögum í Fields, Hermligervli, Wulfgang, Úlpu o.fl. Sama kvöld eru svo Kaiser Chiefs í Hafnarhúsinu. KC eru líklega "stærsta" bandið á festivalinu í ár og full ástæða til að sjá þá, enda Entertainment platan þeirra ljómandi gott popp a la Blur og Madness. Til hamingju!

12.10.06
Ég er náttúrlega glataður gaur sem fer sjaldan úr húsi eftir kl. 18. Þannig fór ég hvorki á Gorbasjeff né Jónatan Richman, sem var að sögn þrusugóður og ég er búinn að naga á mér handarbökin síðan. Hins vegar fór ég á sérstaka SMSsýningu á myndinni um Borat og hefi þegar gefið henni fullt hús stiga á viðeigandi stað.
---
Í dag flæktist ég um með þeim mikla listamanni Baltasar Kormáki og gerði síðan grein um það ferðalag sem kemur í Fbl á morgun. Mér líst vel á Mýrina, held hún sé góð. Lufsan fór á Börn, sagði hana góða, nema hvað hún þoldi illa þessa aumingja í myndinni og langaði til að tuska þá til og koma fyrir þeim vitinu.

08.10.06
Hörmungarfréttir: Dagný Jóns að hætta í stjórnmálum! Sjaldan hefur ein kona gert eins mikið á 4 árum. Hjúkkit að Birkir ætlar ekki að hætta líka.
Gleðitíðindi: Egill byrjaður aftur og mikilfengleg viska Bjarna Harðarsonar fær nú tækifæri til að brjótast fram á ný eins og fossandi fallvatn. 
Feðgar sáu Önnu og skapsveiflurnar í Tjarnarbíói - ágætis 28 mínútur, flott og fínt, eins og maður segir.
---
Tónlistarþátturinn kl. 14 (eða líklega þar um bil, þetta byrjar nú sjaldnast á mínútunni) og nú: T5!


The Modern lovers - I'm straight: Iðnó á þriðjudaginn 10. okt, Jónathan Richman, jákvæðasti maður bransans snýr aftur með góða skapið! Miði er möguleiki. Hér er hann í upphafi ferilsins, einna stórkostlegastur. (Bónus: Jonathan Richman - Give Paris one more change - Jónatan í dag, jákvæður!)


Darkel - My own sun: JB úr Air sóló! Kallar sig Darkel og plötuna Darkel. Hér er melódían úr Blue Monday eða eitthvað sem minnir mikið á það. Töff lag!


Serge Franklin - Exister: Af six+seventís safninu Neurotic Reactions. Þetta er fransmaður með sítarsýrulag sem veldur ugg og gleði, eða ættum við að segja, ugglegði?


The Hidden cameras - Awoo: Hommaband frá Toronto í gífurlegu stuði. Titillag nýjustu plötunnar.


Mekons - I'll have to dance then (On my own): Gamalt pönk frá Leeds 1979. Bandið átti eftir að gera alls konar skít í framtíðinni og er held ég ennþá starfandi. Tekið af safnplötunni FAST PRODUCT - THE FIRST YEAR PLAN, sem Steini gítarleikari S.H.Draums átti og var með eftirminnilegu umslagi. (Bónus: Hinar sveitirnar á plötunni: 2.3 - All time low / Scars - Horrorshow / The Gang of four - Armalite rifle / Human League - Circus of death)
---
Putin rússlandsforseti átti afmæli í gær. Ég sé að uppáhaldsandstæðingur hans hefur verið skotinn í tilefni dagsins. Já ég var að sjá V for Vandetta.

07.10.06
Í dag er stórfengilegur dagur enda á ég afmæli, er 41. árs. Ég sendi öllum sem sendu kveðjur þar að lútandi kveðjur þar að lútandi. Fjörutíu og eins árs er náttúrlega fáránlegt sé miðað við staðla sirka 1986, en lítið við því að gera nema stefna að hreysti Valdimars Örnólfssonar (74) eða unglambalúkki Röggu Gísla, sem er einmitt fimmtug í dag. Önnur stórmenni sem deila deginum með mér eru Randver Þorláksson, langbesti meðlimur Spaugstofunnar (57), Skapti Ólafsson stórsöngvari (79) sem mér skilst að muni bráðum gefa út sinn fyrsta longplayer og einhver af Bakkavarabræðrunum (sá ég í Fbl). Meðal erlendra stórmenna sem eiga afmæli í dag eru Vladimir Putin, Rússlandsforseti (54), Sellóleikarinn Yo-Yo Mama (51), Desmond Tutu þjóðhetja (75), vísindamaðurinn Niels Bohr (121), Kevin Godley, kenndur við 10cc (61), Jón Kúkar Mellukamp (55), Toni Braxton og augnaskakkur Thom Yorke (bæði 38 í dag). Sem sé: Glæsilegur hópur stórmenna sem öll eru mjög svipuð og ég sé gengið út frá fræðum stjörnuspekinga.

05.10.06
Var á Akureyri um síðustu helgi. Sá Kaktus og Bakteríus. Frekar fúlt að það skyldi aldrei koma risastór tannbursti og sópa þeim út, en litlu börnunum var skemmt. Mér var hinsvegar stórlega skemmt í Iðnaðarsafninu og sá margar gosflöskur úr grárri forneskju og stórkostlegri iðnaðarsögu Akureyrarbæjar. Hér eru þrjár tegundir af Valash og ein af Morgan's Cream Soda, sem er uppspretta gosáhuga míns. Hélt ég myndi fá nostalgíuflashback við að sjá Cream sóda flöskuna en svo var ekki. Mig rámar bara ekkert í þessa flösku og í minningunni finn ég bara bragðið. Valash-flöskunum man ég heldur ekki eftir, enda enginn áhugamaður um appelsín. Allt var þetta búið til af Sana.

Hins vegar mundi ég vel eftir Lindu piparmintum:

Mífa tónböndum:

og Duffys buxunum:

Það var mikil umræða á sínum tíma að Sambandið væri að sella-át með því að hafa svona útlensk nöfn á buxunum sínum, en svarið auðvitað var að krakkarnir vildu bara útlenskt og það þýddi ekkert að selja þeim "Góðu Gefjunarbrækurnar". Þess má geta að mér sýnist karlfyrirsætan þarna vera strákur sem vann mér í bankanum en varð síðar einn sá fyrsti sem lést hér á landi úr alnæmi (vonandi er ég ekki að rugla með þetta). En allavega, skrítið að rekast á hann þarna.
---
Vandaðan Bakþanka um sama efni má lesa hér, og sést vel á honum munurinn á bloggi og blaðagrein.

02.10.06
Ég byrja stundum að skrifa eitthvað hérna en fatta þá að gáfulegra væri að nota það í vinnunni (Fbl) enda ekki beint eins og gáfulegar hugmyndir leki út úr eyrunum á manni. Fbl er hvort sem er ókeypis og líklega aðeins fleiri að lesa það. Svona líður bloggið fyrir starfið. Alkunn fakta.
---
Melabúðin kl. 19 á sunnudegi er leiðinlegt pleis, sérstaklega ef maður er að panta sér franskar kartöflur. Sá að Svandís Svavarsdóttir kann táknmál, en að öðru leiti bölvað hangs.

28.09.06
Gríðarlega er skeggjaða jakkafatavélmennið sem Framsóknarflokkurinn gróf upp og dubbaði kóng misheppnað. Það eina jákvæða sem mér dettur í hug að segja um manninn er að hann er með svipaða ósjálfráðu andlitskippina og Jón Gnarr. Sif og Guðni eru sjarmatröll við hliðina á þessu. Sjitt, það er næstum að maður sakni Halldórs moðerfokking Ásgrímssonar.
---
Minni á þáttinn CSI Miami kl. 22 í kvöld... djók.

26.09.06
Fór á fjallið Strút og þegar ég kom til baka beið mín mynd sem Pétur Magnússon hafði sent mér í rafpósti að gefa strútum í Danmörku 1997. Pétur vissi ekkert að ég var á Strút. Kosmískt!

(Fleiri myndir af mér að gefa dýrum frá fyrstu dögum internetsins)

24.09.06
Hei! Hættu að naga húsgögnin. Hér Topp Fimm!


Sykurmolarnir - Köttur:  Óvæntasta kombakkband ársins! Hér eru Molar læf á Hard rock café í RVK 21 okt 1987. Þau voru nýbúin að fá góðar móttökur í Englandi svo loksins mætti einhver á tónleika hér – fólk nennir ekki að sjá einhverja vitleysinga spila í Hlaðvarpanum en um leið og sömu vitleysingar eru búnir að fá svaka dóma í útlöndum fyllist Hard Rokk. Svona er þetta bara krakkar mínir. Hér er góð stuðútgáfa af Ketti. Johnny Triumph er með í stuðinu enda nýbúinn að syngja Luftgítar.


Harpo - My teenage queen: Sænski stuðgæinn sem sló í gegn með Moviestar (eða María eins og það hét með Deildarbungubræðurm) hér með sallafínan glamrokkara af væntanlegri glysruslsafnplötu Kickin and stompin': Yet more junk shop glam.


Fujiya & Miyagi - Collarbone: Fujiya & Miyagi er ekki vinsælt japanskt kvennadúó heldur gríðargott tríó frá Brighton, UK. Það hefur víst gert 3 plötur en ég hef bara heyrt þá nýjustu, Transparent things, sem fer umsvifalaust í hóp 10 bestu platna ársins. Og nafnið: Miyagi was taken from the Karate Kid and Fujiya was the name of a record player, segja þeir.


Spencer Dickinson - Primitive: Jon Spencer og einhverjir Dickinson bræður gerði plötu í Japan 2001 sem er nú komin út allsstaðar. Platan er kannski ekkert spes en þetta lag er allavega gríðargaman. Gamla góða töffið.


Glaxo babies - Christine Keeler: Gríðargott núveif frá Bristol 1979. Einhver af þeim var líka í The Pop Group. Eitthvað af þeim fór síðan í Maximum Joy. Eins og sést veit ég ekki mjög mikið um 1980-Bristol senuna en maður ætti að tékka betur á þessu enda póstpönkið mikið vaxtarhormón. (Bónus: Meira nýbylgjupönk með saxófón: Blurt - The fish needs a bike (breskt 1984) og James Change & The Contortions - Designed to kill (New York 1979).
---
Sé ekki betur en KK ætli að kæra Grapewine fyrir að hafa kallað sig KKK. Um þetta grafalvarlega (not) mál má lesa í nýjasta tölublaði hins villta blaðs sem gerir nú alla velmeinandi borgara gráhærða með soratali um dáðustu syni landsins. Erum við að sjá fram á lokauppgjör, DV-stæl?
---
Ég myndi kjósa Ómar á þing. Ég myndi m.a.s. styðja það að Ómar yrði einvaldur á Íslandi. Hvernig er hægt að vera ósammála Ómari Ragnarssyni? Það er bara ekki hægt.
---
Farið var á Strút í Kaldadal í gær. Gríðarlega gott útsýni þaðan, sérstaklega á Eiríksjökul sem er alveg framan í manni í panorama með Lang- og Þórisjökul on ðe sæd. Skakklappaðist aðeins oní Surtshelli líka en fíla ekki hella. Finnst alltaf eins og það sé að fara að detta eitthvað ofan á mig og finnst myrkrið og kuldinn og innilokunin óþægileg. Hellar eru rusl! En fjöll eru frábær!
---
Nostalgía dagsins í boði Steins Skaptasonar:

21.09.06
Hugo Chavez er helvíti töff gaur. Já auðvitað er brennisteinslykt af Bush. Ætli Davíð Oddsson hafi fundið fýluna?
---
Ægilegur svíðingsskapur er þetta að reka gamla bassaleikarann í Þeyr úr organistastóli. Kombakk kannski?
---
Cliff Richards í Höllinni! Ég mæti. Eða ekki.
---
Bara svo það sé á hreinu: Nei, ég hef akkúrat engan áhuga á sprengiefni.

20.09.06
Þrátt fyrir svaðilfarir mínar í Viðey síðast sé ég ekki betur en ég verði að fara enn einu sinni út í eyjuna ljótu þann 9. okt til að sjá Yoko Ono halda á skóflu. Fer náttúrlega sem virtur blaðamaður. Vonandi verður Sean með því þá get ég sleikt mér upp við hann og sagst vera eini maður á landinu sem fílaði plötuna hans Into the sun (sem er reyndar alveg satt).
---
Fólk hefur spurt mig hvort ég sé orðinn nasisti vegna hakakrossins hérna til hliðanna. Svo er ekki enda er blessuð svastikan eldgömul úr heiðni eða eitthvað. Þar fyrir utan er þetta munnur ákveðins aðila sem gefur öllu saman dýpri og óvæntari merkingu. Segi ekki meira en rétt svar fer í pott sem fer í annan pott sem fer kannski í einhvern pott sem Rás 2 er örugglega með um þessar mundir enda fáir með eins marga potta í gangi og Rás 2.

18.09.06
Sykurmolarnir kombakk 17. nóv nk. Detta mér nú allir dauðar lýs úr höfði (hvaða viðbjóðs samlíking er það eiginlega? Er hún upprunin á 19. öld?).
---
Það er rugl! Íslam eru ekkert ómannúðleg trúarbrögð, sagði maðurinn og skaut nunnu í barnaskóla í bakið. Nema það sé bara enn ein anti-araba lygaþvælan frá gyðingum? Annars liggur það í augum uppi að umskornir eru uppspretta alls pirrings í heiminum í dag. Hvaða lið er umskorið? Gyðingar, arabar og Bandaríkjamenn. Og á hverjum er mest vesen? Gó figjör, eins og kerlingin sagði.

17.09.06
Að hugsa sér: Topp fimm!

Facon - Vísitölufjölskyldan: Eina íslenska Syd Barrett kóverið kom út hjá SG árið 1969 á þessari EP plötu Facon frá Bíldudal. Ég er frjáls sló í gegn en fáir hafa heyrt "Vísitölufjölskylduna" með íslenskum texta Péturs Bjarnasonar bassaleikara sveitarinnar. Jón Kr. rekur nú Melódíur minninganna, poppmynjasafn á Bíldudal.  (Bónus: Pink Floyd - The Gnome, orginallinn af fyrstu LP Pink Floyd) 


The Beasts of Bourbon - The hate inside: Vel frambærilegir ástralskir suddar segja hér nöturlega sögu af manni sem fer yfir um. Kom út 1988.


Kinky - Again and so on: "Reina" er þriðja breiðskífa Kinky frá Mexíkó. Gerðarlegt rafrokk með harmóníku.


Chad VanGaalen - Flower gardens: Kanadamaður sem dundar í herbergi (sjá mynd). Lagið er af hans 2arri plötu hjá Sub Pop útgáfunni, Skelliconnection. 


Bonnie "Prince" Billy - Love comes to me: Opnunarlag nýju plötunnar, The letting go, sem Valgeir Sigurðsson tók upp í Gróðurhúsinu. Slatti af Íslendingum leggur lið. Plötunni verður án efa hampað í hástert næstu misseri...

---
Hvað gerðist í gamla daga?