30.10.09

Ég var búinn að lofa krökkunum að kveðja McDonalds og við gerðum það kl. 18 í gær. Það var geðsturluð röð bæði inni og úti en undarlega snögg þjónusta engu að síður. Ég fékk mér ekki neitt, nartaði bara í nokkrar franskar úr barnaboxunum. Ég er pollrólegur yfir þessu. Yrði kannski æstari ef KFC væri að hætta með sinn fitulekandi gæðamat. Svo hlakkar mig miklu meira til að fara á Ömmu Habbý sem nú er flutt til Ísafjarðar frá Súðavík en að heimsækja McDonalds í útlöndum. Maður fer samt út af krökkunum, þeim finnst gaman að fá dótið.
---

(12/50) Booker T. & the M.G's - Time is tight
Ýkt kúl instrúmentall af því bara. Bandið var húsband hjá Stax útgáfunni og lék inn á mörg hundruð smelli. Gerðu líka haug af eigin efni. Hér er mynd af þeim með konu með þokukennd brjóst.

29.10.09
Ég er með plan: Læra til prests. Fá brauð. Kássast í nokkrum fermingastelpum. Fá 30 millur. Getur ekki klikkað! Og Jesús og Guð veltast um í gröfinni skellihlæjandi yfir þessari vitleysu.
---
Hér geturðu tekið þátt í umræðunni umða hvort ég sé geðveikt æðislegur með rosagóð viðhorf eða bara ömurlegur sellátfáviti sem er að engu gagni fyrir byltinguna. Ef ég væri almenninlegur ætti ég að taka upp dulnafnið Polli Pott, græða á mig dredda, byrja að skvatta og sprauta sýru á illþýði auðvaldsins. Annars er þetta allt auðvitað bara spurning um stemmingu.
---

(11/50) Roger Daltrey - Mc Vicar
Townshendinn í gær og nú Rogerinn líka frá 1980. Moon nýlátinn en The Who tók allt þátt í að spila inn sándtrakk á þessa Mc Vicar mynd sem enginn man eftir. 

28.10.09
Dreymdi að ég væri að taka viðtal við Þorstein í Hjálmum í alla nótt. Hvað var það eiginlega? Kannski eitthvað hint um að ég hugsa of mikið um vinnuna? 
---
Um þessar stundir býður Austur-Indíafjelagið upp á afmælismatseðil á 4.990 kr. á mann. Staðurinn fagnar 15 ára afmæli. Setið var við öll borð þegar ég og ástkær eiginkona skruppum í gær. Þetta er náttúrlega einn af uppáhaldsveitingastöðunum manns og því von á góðu. Ég varð fyrir smá vonbrigðum, fannst ég ekki fá alveg nógu mikið að borða og einn rétturinn, grænmetisréttur, var lélegur. Í forrétt var ágætur lax. Svo komu þrír aðalréttir, góðir kjúklinga og lambaréttur úr Tandoori-ofni og svo þessi grænmetisréttur sem var eins og frosið grænmeti afþýtt í súpusósu. Vægast sagt ekkert spes. Í eftirrétt var frábær indverskur ís. Ferðin breytir þó ekki þeirri skoðun minni að pleisið er topp-pleis. Ekki klikka á því að fá þér Mangó-lassí í fordrykk. 
---
Óvenjumikið af íslenskum rokkbókum kemur út fyrir þessi jól. Þegar er mönguð ævisaga Magnúsar Eiríkssonar, Reyndu aftur, komin út. Von er á þremur bókum frá Senu, en reyndar ekki fyrr en um miðjan nóvember: Söknuður, metnaðarfull ævisaga Villa Vill eftir Jón Ólafs, Sjúddirarirei, ævisaga Gylfa Ægissonar, eftir Sólmund Hólm og svo litrík kaffiborðsbók, 100 bestu um bestu plötur Íslandssögunnar e. Arnar Eggert og Jónatan Garðarsson. Þar eru listaðar alls 200 bestu plöturnar úr viðamikilli könnun sem var framkvæmd fyrr á árinu. Ég á þrjár plötur á þessum lista. Samkvæmt honum er Abbababb! besta platan sem ég hef gert, þykir númer 65, mitt á milli Gæti eins veri Þursaflokksins og Íslands Spilverksins. Næst kemur æ með Unun númer 130 mitt á milli Á hljómleikum með Þursunum og Ómissandi fólks með KK og Magga Eiríks og loks Goð S.H.Draums númer 194, mitt á milli Tonk of the Lawn með Agli S og Illur arfur með Sykurmolunum. Það er ekkert marka þennan lista!
---
En, semsagt nóg að lesa íslenskt. Hef annars verið að þræla mér í gegnum One Train Later, ævisögu Andy Summers, gítarleikara The Police. Hún er fín. Hann er þjóðhetja í Argentínu eftir að hann sparkaði í hausinn á einhverju fastistasvíni sem var að tuddast á áhorfendum á Police-tónleikum 1981. Hann vældi sig reyndar undan handtöku baksviðs, en argentínska æskan elskan hann samt fyrir að mótmæla yfirganginum. Andy var byrjaður í blúsböndum örlí sixtís svo þetta er yfirgripsmikið og Andy er ágætur penni.
---
Ef þið skyndilega skyldi svengja í líbanskt sixtís-popp er Do You Love Me? með Bendaly Family algjörlega málið.
---

(10/50) Pete Townshend - And I moved
Þetta er B-hliðin á sínglunni Let My Love Open the Door, en bæði eru lögin af sólóplötu Hú-arans frá 1980, Empty glass. Ágætis stöff þótt menn hafi verið búnir að tapa æskuljómanum þegar hér var komið við sögu. 

27.10.09
Ég borða stundum á KFC af skammarlegri ánægju. Þegar fitan spýtist á diskinn er hátíð í bæ en svo skammast maður sín eftir á. Það er nú bara eins og með margt. Ég hef eiginlega aldrei verið sólginn í McD en krakkarnir elska þetta út af dótinu. Allt hjá McD var innflutt (hmm...) svo með krónuna svona var sjálfhætt. Það kemur Metro sem verður víst með dóti í barnaboxunum líka. Kannski maður kaupi eitthvað dót til að hafa á lager og laumi svo í poka frá Búllunni, því hamborgararnir þaðan eru hágæða stöff. Stóru M-skiltin fyrir utan McD verða tekin niður á laugardaginn en maður kveður pleisið með stæl, það er ekki spurning. Ég sé enga ástæðu til að fagna lokun McD. Ekki frekar en ef Kók myndi hætt að fást. Er það kannski næsta skref?  Nei ég segi svona...
---

(09/50) Stephen Stills - Relaxing town
Eilítið kántrírokk frá Stefáni Stillta af annarri sólóplötu hans frá 1971. 

26.10.09
Keyrði fram hjá Sullenberger sem hlýtur að fara að opna. Hann er hættur við að láta búðina heita Smartkaup. Nú er komið nýtt skilti: Kostur.
---
Var að spá í að skrifa eitthvað um stjórnmálaeitthvað eða peningaeitthvað og nasista og eitthvað svona, en nenni því svo bara ekki. Varð strax svo þreyttur eitthvað. Hugsaði: Æi eru þetta ekki allt ágætis kallar sem vilja bara gera eitthvað skemmtilegt þangað til þeir drepast? En samt. Það er svo mikil heift alltaf í þessu liði. Heift og húmorsleysi. Náhirð og náskershirð og hvað þetta heitir. Eins og lífið sé einhver keppni sem hægt er að vinna. Þetta er allt svo leiðinlegt og andlaust og glatað eitthvað. Maður fer að halda að hrunið hafi ekki verið nógu skelfilegt til að breyta einhverju. Gamla settið sem reifst eins og riðuveikar rollur alla leið inn í hrunið heldur gjamminu áfram upp úr hruninu. Ekkert hefur breyst. Enginn lærði neitt. Enginn lítur í eigin barm. Enginn tekur til í garðinum sínum. Allt er við það sama. Valdarúnk á Rúnklandi.
---
Ég held ég haldi því bara áfram í átakinu Djöfull er mér eitthvað drullusama um allt nema rassgatið á mér og mínum (þó ég borgi glaður (eða þannig) allar skattaálögur sem okkar heilaga ríkisstjórn hleður á mig). Það getur samt vel verið að ég hlunkist yfir í Háskólabíó á nýju Micahel Moore myndina.
---
Mun betra að gleyma sér við alvöru stöff, eins og mat (er að spá í að tékka á afmælistilboðinu á A-Indíafjelaginu) og músik. Á Hlekkjasíðunni er barmafullt af góðu drasli. Nýjasta viðbótin er þessi öflugur unglingur í Brasilíu með haugana af góðu pönki. Þeir sem fíla Magazine ættu svo að skálma yfir á BBC og tékka á nýlegu giggi með bandinu í þætti fyrrum Fallarans Marcs Rileys.
---

Caterpillarmen - Idle Hands / Monkey See Monkey Doo
Nýjasta platan í Brak-seríunni er Adopt a monkey með proggtröllunum í Caterpillarmen. Þeir fara ekki í launkofa með áhrifin. Það er samt meira í gangi en bara progg, þetta minnir t.d. á Pink Floyd á meðan Syd Barrett var enn í bandinu. Fréttatilkyninningin er svona: Caterpillarmen, heitasta og ferskasta hljómsveit höfuðborgarsvæðisins, hefur sent frá sér sína fyrstu plötu, Adopt a Monkey. Platan inniheldur sjö lög, kaflaskipt til hins ýtrasta og hljóma þau eins og óskilgetið afkvæmi Pink Floyd, King Crimson og Emerson, Lake & Palmer eftir útúrproggað kókaínpartí á miðjum áttunda áratugnum.
---

(08/50) Al Castellanos - Together 1-2-3
Netið er ekki beint blindfullt af upplýsingum um Al og cha cha cha-ið hans. Fann þó fremur jákvæða dóma um smáskífuna í Billboard síðan 1956! En það má dansa við þetta.

25.10.09
Stöð 2 sýnir heimildamynd Hjálma – Hærra ég og þú – í kvöld!!!
---

(07/50) Flosi Ólafsson & Pops - Það er svo geggjað að geta hneggjað
Respekt...

24.10.09
Gebbað stuð var á Slátri í Dalabúð, Búðardal, þar sem Airwaves-æskan náði úr sér þynnkunni í gærkvöldi. Ef ég hefði fattað að ég var með myndavél á símanum hefði ég getað myndað FM Belfast að borða kjötsúpu, hljómsveitirnar Black Sheep og Grjóthrun í geðveiki stuði og strákinn í Agent fresco með burknahárið að borða slátur. Hann var reyndar stoppaður af Búðardals-löggunni út á götu fyrir að líta svona út. Góssentíð hjá löggunni í Búðardal að geta stoppað svona mikið af skrítnu liði. Sjálfur brunaði ég í bæinn með mínu liði belgfullur af ilmandi kjötsúpu og reyktum rauðmaga og með minningar um ágætis gigg. Við Haukur og Heiða ræddum aðallega um bíómyndir á leiðinni heim, þar sem kom í ljós að Haukur Morðingi er með æsandi bíómyndablogg á Snobbhænsn. Þau vældu bæði tvö um ágæti nýju Tarantino-myndarinnar svo ætli maður neyðist ekki til að sjá það helvíti. Já og svo þarf maður að skoða Michael Moore nýju, verst hvað hann er orðinn feitur.
---
Júdas voru síðast í RLPK og ég spurði hvaða lag væri verið að kóvera. Hjörtur B Hjartarson kom með svarið: Everybody loves a lover - á YOUTUBE -  Þetta er semsé gamalt Doris Day-lag. Eitthvað rámar mig líka í barnatexta eftir Ómar Ragnarsson og gott ef Anna Vilhjálms söng þetta ekki líka, eða Helena? Soldið sérkennilegt lagaval hjá rokkhljómsveit, en hefur ábyggilega gert  sig á Vellinum, segir hann. Og hérna líka í feitum fílingi læf með The Shirelles.
---

(06/50) Billy Myles - Honey bee
Rispaði litluplötuklúbburinn telur niður til jóla. Nú erða hressandi doo-wop rokk og ról með Billy Myles. Hann samdi ansi góðan bálk sönglaga sem má forvitnast um á heimasíðu útgáfuréttarsíðunnar sem sonur hans rekur í dag, enda lést karlinn 2005.

22.10.09

Þetta er allt lýgi! Heiminum er stjórnað af skriðdýrum utan úr geimnum! Þetta er ein af bestu samsæriskenningunum samkvæmt Wired. Þessu (ó)tengt: Life magazine er með myndasjó um bestu göbb sögunnar. Það er þó ekkert gabb að Spútnik er mest seldi poppari í Noregi. Hann er sambland af Hallbirni og Jóhannesi á fóðurbílnum. Keyrði út um allt og seldi kassettur með sjálfum sér á bensínstöðvum. Þannig varð veldi hans til og nú er hann söluhæsti popp-Nossarinn ever. Búinn að selja milljón+ eintök! Hann rekur safn um sjálfan sig og þetta er stutt heimildarmynd um það. Hver segir svo að Norðmenn séu ekki kúl.
---
Ef þú verður í Búðardal núna á föstudagskvöldið ferðu vitanlega á rokkhátíðina Slátur í Dalabúð. Dagskráin er svona: 
20:00 Black Sheep
20:30 Dr. Gunni
21:10 Grjóthrun
21:40 Agent Fresco
22:20 Reykjavík!
23:00 Rass
23:40 Retro Stefson
00:10 Fm Belfast
---
Árið bráðum á enda og maður þarf að fara að huga að því hvaða plötur stóðu upp úr á. Það er náttúrlega alltaf einhver helvítis hellingur gefinn út og maður reynir auðvitað að vera á tánum. Ég get alveg tekið sýni:


Girls - Lust for life
Sé maður á annað borð tékkandi á því hvað sé að ske hefur verið erfitt að komast hjá því að sjá hljómsveitarnafnið Girls síðustu misserin og menn gapandi og gólandi yfir fyrstu plötu bandsins, Album. Við frekari athugun er þetta ágætis indie-popp - hljómar næstum eins og eitthvað breskt NME86 frá 1986. En allavega, til að tryggja athygli mun aðalmaðurinn eiga æsandi bakgrunn, eða eftirfarandi: Girls frontman Christopher Owens grew up in the Children of God cult. His older brother died as a baby because the cult didn't believe in medical attention. His dad left. He and his mother lived around the world, and the cult sometimes forced his mother to prostitute herself. As a teenager, Owens fled and lived as a Texas gutter-punk for a while. Then a local millionaire took Owens under his wing, and Owens moved to San Francisco. There, he and Chet "JR" White formed Girls, and recorded Album, their debut album, under the influence of just about every kind of pill they could find.


Air - Sing sang sung
Þeir ilma af hágæða rakspýra og lúkka eins og þeir vinni í GK enda franskir og í fullum rétti. Nýja platan með þeim heitir Love 2 og er popp. Þetta lag er flaggskipið um þessar mundir og er að sjálfssögðu gasalega lekkert og smart. Talandi um ilmvötn má geta þess að netverslunin Ilmvatn segist vera með ódýrasta stöffið. 
---

(05/50) Júdas - Mér er sama
Eins og sést og heyrist er rispaða platan í dag snar-helluð. Engu að síður heyrist lagið í gegnum rispurnar. Þetta er eitthvað kóverlag, ég giska á að þetta sé eitthvað með Blood Sweat & Tears (ég þoli alveg að vera leiðréttur). Þetta er sýnishorn af Júdasi áður en Maggi Kjartans gekk í Trúbrot 1970. Júdas tók svo upp þráðinn aftur 1973. Eða eins og stendur í Eru ekki allir í stuði?: Nokkrir strákar í Keflavík höfðu spilað saman um tíma sem hljómsveitin Ekkó. Þegar strákarnir breyttu nafninu í Júdas, að áeggjan Þorsteins Eggertssonar sem fannst Ekkó of grunnskólalegt, fór fljótlega að færast fjör í leikinn. Nafnabreytingin átti sér stað árið 1969 og föst mannaskipan komst á bandið. Potturinn og pannan var Magnús Kjartansson (hljómborð og söngur). Aðrir voru bróðir Magnúsar, Finnbogi (söngur og bassi), Vignir Bergmann á gítar og Ólafur Júlíusson, bróðir Rúnars í Trúbrot, á trommur, en Hrólfur Gunnarsson tók fljótlega sæti hans við trommurnar. Enn síðar bættist söngvarinn Ingvi Steinn Sigtryggsson við og Sigurður Garðarsson tók að sér umboðsmennsku. Hann bókaði bandið á böllum og kom því að í sjónvarpsþætti þar sem m.a. var flutt bítlalagið "Help" í sömu útgáfu og Deep Purple höfðu tekið það á plötu árið áður. 
Árið 1970 blandaði Júdas sér í toppbáráttu hippabandanna. Á þessum tíma ríkti hörð samkeppni í bransanum, menn gengu ört á milli hljómsveita og poppsíður blaðanna höfðu ekki undan að segja frá nýjustu breytingunum. Strákarnir í Júdasi þekktu goðin í Trúbroti vel, Maggi Kjartans hafði m.a.s. spilað með Hljómum þegar mikið lá við. Þegar Júdasi bauðst að gera litla plötu hjá Tónaútgáfunni töluðu þeir við Karl Sighvatsson, sem var meira en til í að leggja þeim faglegt lið við upptökurnar. Vildu margir meina að Karl væri þar með fyrsti "pródúser" íslenskrar rokksögu því áður höfðu upptökumenn bara séð um þetta allt saman. Tveir erlendir slagarar með íslenskum textum voru teknir upp í febrúar, en platan kom ekki út fyrr en um haustið. Þá hafði Magnús tekið sæti Karls í Trúbrot og foringjalaus lá Júdas í salti næstu árin.

21.10.09
Hægt er að sjá kreppuklámið á hollensku stöðinni hér, ef einhver fræðilega nennir. Ég hef reyndar ekki nennt að horfa á þetta allt ennþá en ég held það séu engir álfar í þessu og ekkert Bláa lón. Ég er þarna eins og eitthvað fífl að tafsa og benda út í loftið. Ég skrifaði Bakþanka um þetta dæmi einu sinni, hér.
---
Ég man að þegar XD seldi vinum sínum Símann (af því það átti að vera svo æðislegt að láta einkaaðila eiga allar sameignir þjóðarinnar (eins og síðar hefur komið í ljós að var alveg rétt ákvörðun - MÚHAHAHAHAHAHAHAHA!!!)) átti að nota aurinn til að reisa "hátæknisjúkrahús". Alfreð Þorsteinsson situr því einhversstaðar núna og er að pæla í þessu hátæknisjúkrahúsi sem rís auðvitað aldrei því það eru allir búnir að kúka í sig. En þarf nokkuð þetta hátæknisjúkrahús? Nei, auðvitað ekki. Skurðlæknir sem vill ekki láta nafn síns getið sendi línu: Í tilefni af hugleiðingunum um Bauhausið þá langaði mig að benda á að í þessum tveimur risahúsum (Bauhaus og Krepputorg) væri upplagt að koma fyrir allri starfsemi LSH eins og hún leggur sig. Og það á svæði sem ekki er sérlega langt frá þungamiðju höfuðborgarinnar og með fullt af plássi fyrir frekari byggingar, bílastæðahús, aðflug þyrlu, mjög góðar umferðaræðar og svo framvegis. Þarf sennilega ekki að byggja mikið í viðbót. Svo væri hægt að byggja flottara á svæðinu þegar hagurinn fer að vænkast.
Ef einhver er að halda því fram að það þurfi að sérhanna byggingarnar sem sjúkrahús þá er það ekkert nema bull. Það er einmitt gott að 
innrétta svona stór hús þannig að það sé alltaf hægt að aðlaga inveggi og færa til starfsemi eftir því sem starfsemin breytist. Það þarf nefnilega stöðugt að vera að aðlaga húsnæðið starfseminni. Það er eitt af þessu rándýru vandamálum núverandi sjúkrahúsa. Því miður held ég að maður fái nú aldrei þetta í gegn en mér finnst hugmyndin rakin snilld. Sparnaður á hæsta stigi.
---

(04/50) The Bonzo Dog Doo-Dah Band - Canyons of your mind
The Bonzo Dog Doo-Dah Band (síðar The Bonzo Dog Band, The Bonzo Dog Dada Band og The Bonzos) var breskt grínflipp sem ég hef aldrei lagt mig sérstaklega eftir. Þeir voru í þessu Neil Innes, sem síðar gerði The Rutles og vann með Monty Python og Vivian Stanshall, sem var mikill flippgaur og alltaf á fylliríi með Keith Moon í nasistabúningi. Eini hittari bandsins var I'm the Urban Spaceman, en mér finnst B-hliðin, þetta lag, skemmtilegra. Hér er greinilega verið að hjóla í lagið Windmills of your mind sem var væmið og vinsælt á þessum tíma. Myndbandið við þetta er svo ekkert slor. En það er náttúrlega ekkert rispað.

20.10.09
Eftir Bauhaus færsluna í gær fékk ég email: Þú bloggar í dag um Bauhaus húsið. Ég heyrði það um daginn frá bankamanni að þar væri nú hver fermetri nýttur...undir verðmæta bíla sem fjármögnunarfyrirtækin hafa tekið til sín og bíða eftir að geta flutt erlendis og selt. Þannig að þetta er í alvörunni fangelsi...skuldafangelsi. Ég skrifaði til baka að þetta hlyti að vera urban legend því ég hefði ekki séð neitt líf þegar ég var að flækjast þarna á sunnudaginn. En hvað veit maður svo sem? Ég var ekkert að kíkja á gluggana.
---

Ég þurfti að fara með bíl Satans í 30.000 km skoðun í B&L í gær. Hann er á rekstrarleigu til 3ja ára og kostaði á mánuði í upphafi sirka 50.000. Manni fannst það dáldið mikið en hélt að það væri allt innifalið í því, skoðun og viðhald. Svo kom hrun og nú er hann á 92.000 á mánuði. Það eru sem betur fer bara 5 greiðslur eftir. Við losnum við hann í apríl. Bremsurnar þurftu náttúrlega að vera ónýtar svo þar fór 30.000 kall í þennan helvítis bíl í viðbót. Átti það ekki að vera innifalið? Nei nei, bara skoðun og spurning. Núúú... (eins og bjáni). En er eðlilegt að bremsurnar í tæplega 3ja ára gömlum bíl séu ónýtar? Það springa perur í honum svona þrisvar á ári og ég þarf að borga það líka. Þegar upp verður staðið verður þetta dýrasti bíll í sögu mannkynsins. Djöfull ætla ég að vanda valið á næsta bíl ógeðslega vel og ekki láta plata upp á mig myntkörfuláni. Tja, þau eru víst ekkert í boði ennþá.
---
Og svo er Renault fyrirtæki Satans. Það sögðu mér hollenskir sjónvarpsmenn sem ég var að flækjast með í vor. Þeir sögðu að á 7. eða 8. áratugnum hafði fyrirtækið látið drepa einhverja franska verkamenn og að Renault væri oft tengt hægri öfgamennsku. Ég dauðskammaðist mín fyrir að vera á svona bíl. Maður veit ekki neitt! Þessi þáttur þarna á hollensku stöðinni var víst sýndur í gærkvöldi en það er ekki hægt að sjá hann á netinu. Pródúserinn er víst að senda mér hann á spólu. Þetta er enn eitt svona íslenska kreppuklámið. Hvað gerðist? Hvernig gat þetta hent? Og ég og einhverjir dúddar látnir svara því og inn á milli skot af Úlfarsfellinu og mér að grenja á bílastæðinu hjá Bauhaus og eitthvað svona. Vantar bara dramatískt kammerverk frá HÖH.
---
En allavega: strákur sótti mig í vinnuna til að sækja bílinn þegar var búið að yfirfara hann og ég spurði strákinn um Bauhaus. Hann sagðist halda að Toyoto og bílaleigur væru að geyma bíla þarna, en væri svo sem ekkert með það á hreinu. Þetta er því allt hið dularfyllsta mál ennþá.
---
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af bílum í geymslum. DV greindi frá einhverri geymslu þar sem lúxus-leikföng útrásarvíkinga standa nú og eldast. Það mun vera önnur svona geymsla annars staðar, segir urban legendið allavega. Þar má sjá hvert Icesave-aurinn rann. Þau eru mörg urban legend hrunsins og góðærisins. Það ætti einhver að taka þetta saman.
---
Sé gratt unglingarapp úr Grafarvogi yðar tebolli mætti þá ekki beina athygli yðar að McKrizz og lagi hans Illað.
---

(03/50) Don Gardner & Dee Dee Ford - Don't you worry
Eðalsál í morgunmat. Það er margt flott við þetta. Að grúfið haldist allan tímann og breytist ekki neitt, eins og eitthvað krautrokk. Og svo er leibelinn kúl og lógóið hjá Fire Records gríðarflott. Þau Don Gardner og Dee Dee Ford voru í „anda“ Ike og Tinu, en ég veit ekki hvort þau lögðu hendur á hvort annað. Hún er annars fátækleg wikifærslan.

19.10.09
Vikan hefst á mánudegi sama hvað hver segir um að hún byrji á sunnudegi.
---
Þarna stendur aumingja Bauhaus stórhýsið eins og draugur:

Þjóðverjagreyin voru árum saman að reyna að komast í samkeppni á Íslandi og svo loksins þegar það gekk voru þeir 30 dögum of seinir fyrir heildarhrunið. Eru engin plön með allt þetta pláss? Held það væri upplagt að breyta yfirgefnum Bauhausgeyminum í fangelsi. Er ekki skortur á fangelsum? Þarna kæmust alveg 100 manns fyrir. Það er meira að segja fangaheld girðing allt í kring þar sem fangar gætu lyft lóðum eða hvað það er annars sem fangar dunda sér við. 


Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé rakið dæmi. Skella upp einum varðturni með vélbyssu og gaddavír á toppinn á girðingunni og málið er dautt.
---

(02/50) Terry Stafford - Suspicion (1964)
Þetta lag var samið fyrir Elvis og kom út með honum á LP plötunni Pot Luck 1962. Varð síðan smá hittari með Terry. Terry Stafford lést árið 1996 úr lifrarbilun. 

18.10.09

Allt er vaðandi í amerísku góssi í Klinkinu (við hliðina á Hagkaupum í Skeifunni) þessa dagana eftir að gámurinn kom loksins. Eðal rótarbjórinn IBC var í sendingunni og fleiri tegundir goss, sem og karamellupopp, allskonar spennandi salsa og allrahanda dót. Maður er dálítið í E-efna og MSG-rússi núna og sér fram á lífrænan grænmetis- og skyrdag í dag.
---
Horfði á There will be blood á Bíórásinni. Hann var voðalega mislukkaður eitthvað þessi Daníel. Svo horfði ég líka á Artúr og Mínímóana, sem er nú svona með því betra sem maður hefur séð í barnabíóbransanum. Hún er t.d. mörgum sinnum betri en Alvin & The Chipmunks. Það er að koma ný Artúr-mynd. Og reyndar ný Alvin mynd líka!
---

Sykur - Bite me
Ný plata Sykurs er hressi-sintapopp úr Bloodgroup/Fm Belfast deildinni. Sykur eru 3 ungir strákar, 17-20 ára, og eiga erfitt með að koma Bjartmari fyrir sig, eins og lesa mátti í viðtali við þá í Fbl í gær. Platan er flott og fjölbreytt, lumar á fínu poppi eins og þessu lagi (sungið af Rakel sem syngur í Útidúr) og ósungnum sintafólum. Fábært eða frábært heitir platan.
---
Nú hefst starfssemi Rispaða litlu plötu klúbbsins. Fram að jólum verður talið niður með 50 lögum af rispuðum litlum plötum hér á blogginu, vonandi einhverjum öðrum en mér til ánægju og yndisauka. Þetta geta verið bæði A eða B hliðar og stundum tvö lög í beit ef það er EP-plata. Við byrjum í dúndurstuði með Johnny & The Hurricanes, sem eiga m.a.s. innlegg á íslensku wikipediu, annars mun ég vísa á innlegg á ensku wiki.

(01/50) Johnny and the Hurricanes - Reveille rock (1959)

17.10.09
Svínaflensan hefur ekki enn gert vart við sig. En krakkarnir voru slappir með eyrnarbólgu og hita svo ég var smá heima og komst í að raða plötusafninu mínu. Það er auðvitað grundvallaratriði að plötusafnið sé í stafrósröð. Í efri röð eru íslenskar plötur frá A-Ö. í neðri röð frá vinstri eru LP-plötur frá "öðrum" löndum. Svo kemur N-Ameríka frá A-Z og loks breskt efni frá A-Z. Breska röðin er lengst. Nú getur maður auðveldlega fundið OMD við hliðina á Gilbert O'Sullivan og Bill Nelson við hliðina á New age steppers. Allt annað líf!
---
Við svona flokkun þarf maður að setja sér reglur. Til dæmis að flokka útlenda menn eftir eftirnafni en Íslendinga eftir fornafni, alveg eins og á bókasöfnum. Þegar menn kalla sig gælunöfnum, eins og t.d. Jah Wobble, þá er sá flokkaður eftir gælunafninu, en ekki eftirnafninu. Jah fer í J en ekki W. Bönd sem heita The-eitthvað eru ekki flokkuð eftir The-inu, heldur hinu sem kemur á eftir. The The væri þó flokkað í T, en ég á auðvitað enga plötu með The The enda hundleiðinlegt band. Bönd sem heita tölustafir fara í stafrófið. 10cc fer í T-ið. Þá flokka ég sóló-plötur manna í beinu framhaldi af bandinu sem þeir eru þekktastir fyrir. Á eftir Bítlunum koma sólóplötur Bítlanna og á eftir Wire kemur sólóplata með Colin Newman. Innan hvers listamanns/bands eru plöturnar svo flokkaðar eftir útgáfuári, elsta platan lengst til vinstri. Já já já já, sei sei sei sei.
---
Maður þarf auðvitað að setja sér reglur víðar en í flokkun LPplatna. Fólk hefur verið að væla um nýtt Ísland og að allir eigi að vera góðir eitthvað, en það verður auðvitað að byrja á sjálfum sér. Ef öllum langar svona ægilega til að vera góðir þá er ágætt að byrja á að taka sér tak í umferðinni og setja sér reglur umða hvernig maður á að keyra. Eða öllu heldur: Að fara bara eftir fokking umferðarreglunum! Þess vegna gef ég alltaf stefnuljós, tala aldrei í farsíma (fátt er meira óþolandi en fávitar í farsíma undir stýri) og stoppa alltaf fyrir gangandi vegfarendum ef þeir eru að bíða við gangbraut. Ég hef tekið eftir því að fólk á almennt mjög erfitt með að fara eftir þessum einföldu reglum.
---
Slatti er til af góðu Bítlagríni. Heil mynd, náttúrlega, The Rutles, og margt fleira. Gríngaur heitir Peter Serafinowicz og er með þætti á BBC. Þar er hann með metnaðarfull innslög sem heita Ringo Remembers og fer sjálfur í hlutverk allra Bítlanna. Gott stöff. Eitt klassískt bítlagrín er svo auðvitað George Martin gísl úr Big train. Er ég að gleyma einhverju?
---

Jah Wobble - Betrayal
Public Image Ltd - P.I.L. - er með kombakk þessa dagana. Það er bara Rotteninn sem er af alveg orginal liðinu, en með honum eru Lu Edmonds og Bruce Smith, sem komu inn 1986, og einn glænýr á bassa. Maður hefur takmarkaðan áhuga á bandinu og hefur alltaf haft. Eins og Metal box á nú að vera æðisleg þá hef ég aldrei kveikt á þessu og hef takmarkaðan áhuga á þessu þunglyndisdöbbrokki öllu. Merkið var reynda töff og fyrsta lagið samnefnt bandinu var fínt og svo seinni tíma popp eins og Rise, en Metal box og sérstaklega yfirþyrmandi leiðindin Flowers of romance hafa aldrei átt eitthvað sérlega upp á mitt pallborð. Í orginal lænöppinu spilaði Jah Wobble á bassa. Hann gerði sólóplötuna The Legend Lives on - Jah Wobble in Betrayal árið 1980. Þar notaði hann í leyfisleysi eitthvað efni af Metal box og þetta skapaði svo mikið umrót að hann var rekinn úr bandinu. Hann var reyndar þreyttur á eiturlyfjaruglinu í félögum sínum og slappleikanum í bandinu samfara því svo hann var feginn að sleppa. Platan er döbbað tilraunapopp og alveg ágæt. Sýnishornið er fyrsta lagið á plötunni.

15.10.09
Engin svínaflensa í dag. Er ég sloppinn? Er of snemmt að fagna?
---

Það hlýtur að hafa verið seventís sem maður var að sleikja gospillur. Það átti að leysa þetta upp í vatni til að fá gosdrykk en maður stakk alltaf pillunum upp í sig og lét gjósa innanmunns. Svo var þetta líklega bannað vegna krabbameinsvaldandi efna, allavega man ég ekki eftir þessu eitís og upp úr. Maður fær sér stundum svona vítamín-pillu í vægri og ófullnægjandi nostalgíu. Gospillurnar gömlu voru að öllum líkindum svokallaðar Fizzies, sem enn eru framleiddar og hægt er að kaupa í USA. Hér er heimasíðan ef fólk vill ganga alla leið í nostalgíunni og panta sér nokkrar gospillur. Ef dollarinn væri ennþá 60 kall myndi maður kannski stökkva til.
---
Nostalgía fólks er í eitthvað jafn „ómerkilegt“ og gospillur, gamlar drykkjarumbúðir og gamalt gos. Ég man eftir þessu, ég man eftir þessu, segir fólk alveg snar þegar það kemst í gamalt dót. Það hefur enginn áhuga á gömlum stjórnmálamönnum. Ég man eftir Lúðvíki Jósepssyni! Ég man eftir Geir Hallgrímssyni! Enginn segir svona, nema einhverjir lúðar. Því er eðlilegt að gossöfn séu starfandi í heimalandi gossins. Hér er til dæmis eitthvað gosdrykkjasafn, hér er annað og hér er enn annað. Ef Spur-flaska birtist á fornsölu hverfur hún um leið á yfirverði. Sjálfur væri ég alveg til í að kaupa tóma Spurflösku á tja, 5000 kall?!
---
Talandi um nammi þá á ég erfitt með að ákveða hvort sé betra Conga eða Malta. Stundum finnst mér Conga, stundum Malta. Verst finnst mér að Pops sé hætt að fást. Það var brakandi snilld. Rommí maður hefur ég aldrei verið, en mig minnir að Biggi Baldurs hafi verið sólginn í Rommí á tímabili - fannst bragðið svo fríkað.
---
Airwaves er á fullu. Ef maður á ekki armband er fullt ókeypis offvenú. Svo er allt vaðandi í list, t.d. ljósmyndasýning Harðar Sveinssonar, Myndir & mayhem, í Kaffistofunni, Hverfisgötu 42. Þar eru líka tónleikar, t.d. í dag:
17:00 : DJ Flugvél og geimskip
18:00 : Mammút
og á morgun: 
17:00 : Sykur
18:00 : Who Knew
19:00 : TBA

Hörður sýnir margar fallegar rokkmyndir, til dæmis þessa: 

---
Það var dáldið fríkað að sjá gamla Popppunkta í upprifjunarþætti Sjás eins. Ég birti þessa mynd af mér akfeitum 2004 mér sjálfum til aðvörunar ef ég ætla að fara að aumingjast eitthvað í spinninginu:


Þetta er annars þegar Rósa Ingólfs var leynigestur. Hún var í þessum búningi og það tók álíka langan tíma fyrir liðin að fatta hver þetta væri og þegar Gylfi Ægisson var leynigestur. Aumingja Rósa var orðinn rennsveitt þarna undir. Leynigestir í Popppunkti hafa verið hálfgert klúður. Tekið alltof langan tíma eða alltof stuttan eins og þegar Pétur heitinn Kristjánsson var leynigestur. Þá fattaðist hann strax af því bítlaskórnir stóðu undan búningnum. Einu sinni átti Magnús Eiríksson að vera leynigestur en upptakan tafðist úr hófi svo Maggi lét sig eðlilega hverfa. Lét ekki bjóða sér svona hangs. 
---
Þegar allt breyttist ekki er Bakþanki númer 111.

14.10.09
Þetta lítur ekki nógu vel út. Það er svona eins og ég sé að fá flensu. Svína? Það er bara annað hvort að ösla þetta úr sér eða væla.
---
Ég sniffaði aldrei lím. Líklega þorði ég bara ekki. Held ég hafi ekki misst af miklu. Þetta var í gangi í gaggó. Ég man eftir einu sinni þegar allir héngu fyrir utan smíðastofuna og biðu eftir kennaranum að strákar voru með lím í plastpoka niðrí tröppum og voru með hausana ofan í þessu. Komu svo ægilega dópaðir undan pokunum og fóru í smíði í bullandi límrússi. Svo getur maður hæglega orðið grænmeti af þessu. Það var ungt lím-fórnarlamb sýnt í sjónvarpinu til forvarnar og þar sat það slefandi manni til viðvörunar. Ég er ekkert sérstaklega áhugasamur almennt um að dópa mig út úr. Aldrei myndi ég þora á LSD, tja og eiginlega ekki nenna því heldur. Nenni ekki að vera fastur í einhverjum hippalegum ofskynjunum tímum saman án þess að geta rönd við reist. Allt þetta drasl er líka bara best í fyrsta skipti (segja þeir). Til að mynda ku heróín í fyrsta skipti vera eins og að fá það sjö sinnum í einu í paradís étandi rjómaköku um leið. Eftir fyrsta skiptið erða bara hjakk, eins og að pissa á Hlemmi étandi Fisherman's friend. Náttúrlega er dálítið slappt að fara á mis við þessa einu æðislegu heróínvímu - miðað við það hversu mikið mælt er með þessu -  en maður verður bara að velja og hafna. Yngri ég talaði oft um að maður myndi prófa allar tegundir eiturlyfja á elliheimilinu, en nú er ég farinn að sjá að ég muni ekki nenna því. Yngri ég taldi líka fullvíst að maður myndi pottþétt reyna að hafa mök við næstu konu ef maður væri í flugvél sem væri að hrapa, en í dag skil ég nú ekki hvaða helvítis vitleysa það var. 
---

The Ruts - West One (Shine On Me)
Hið enska The Ruts var ansi gott band. Pönk og raggídöbb og staðfast rokk í góðum graut og söngvarinn Malcolm Owen ægilegt buff og töff á því. Fyrsta platan kom 1979 en árið eftir, í júlí, sprautaði Malcolm sig yfir móðuna miklu með heróín-óverdósi. Hann var 25 ára. Í desember 1980 kom út safnplatan Grin & bear it sem ég keypti á Akureyri á dögunum. Margt gott þar. Til dæmis þetta, sjötta smáskífa bandsins.
---
Mogginn um sniffið 5. feb 1982:

13.10.09
Það er búið að hræða mann með að þjóðin skuldi 700 milljarða v/ Icesave en að það sé bara 15% af helvítinu og að börn og barnabörn verði hér í handjárnum frameftir öllu, sbr. umslagið á nýju Egó-plötunni. Svo koma fréttir um að þetta verði bara smotterí eftir allt, einhverjir skitnir 70 milljarðar, og maður er bara, ha, hva? Ööö....? 
---
Svona er þetta. Og svínaflensa. Það eiga 50% að fá hana. Ég er nú eitthvað svínaður á því, finnst mér, ég veit ekki, er ég kominn með eitthvað? Og svo í vor verður maður bara, já, svínaflensan? Nei, ég man ekkert eftir því. Hét það ekki fuglaflensa? Það er alltaf verið að djóka í manni. Því vil ég brýna fyrir fréttafólki að hætta að jappla á "fréttum" um eitthvað sem getur hugsanlega gerst, heldur reyna að halda sig við eitthvað sem er búið að gerast. Eitthvað fast í hendi. Fréttamenn hljóta annars að vera ansi framlágir þessa dagana. Allt djúsí stöffið birtist fyrst í erlendum fjölmiðlum, eins og sú frétt að Siggi sumarhöll sé á leið í hakk og handjárnin.
---
Kíkti loksins á Lucky records, nýju vinýlbúðina á Hverfisgötu. Hún er algeðveik og eins og best gerist erlendis. Þarf að kíkja betur þegar seddan eftir Akureyrar-vinýlferðina er gufuð upp. Það var bara alveg slatti að gera þótt það væri kl. 18 á mánudegi. 
---
Vinir okkar hjá Kjörís hafa gefið út nýjan ís sem lúkkar gríðarlega vel. Þetta er svona seventís ís í pakka og svo sker maður sneiðar. Þau segja: Umbúðirnar eru óvenjulegar og má telja öruggt að þær kalli á ljúfar minningar hjá mörgum en þessi ís er pakkaður í gömlu góðu pappaöskjuna eins og við gerðum fyrir fjörtíu árum. Með því náum við niður verðinu. Þau kalla þetta tilboðsís og það eru tvö brögð, súkku og vanillu. Fengum okkur súkku og blandaða ávexti með í dós svo þetta yrði pottþétt seventís. 
---

Hallur Ingólfsson & Halldóra Malin Pétursdóttir - Down down
Disaster songs er hörkugóð plata sem Hallur Ingólfsson (áður trommari Ham og núverandi stjórnarformaður XIII) hefur búið til með söngkonunni Halldóru Malin Pétursdóttur. Þau syngja bæði og músikin er svona Mazzy Star, Julee Cruise, Portishead-dæmi sem er alveg að svínvirka. Verulega flott. Þessi fer pottþétt á topp 10 yfir bestu plötur ársins.


The Nits - New flat
The Nits - Different kitchen
Ein af þeim lukkuplötum sem ég kippti með úr vinýlhaug Bubba á Akureyri var platan New flat með The Nits. Ég kom af fjöllum þó platan hafi komið út árið 1980. Bubbi sagði að þetta væri hollenskt band og "öðruvísi". Það var sell. Svo er platan assgoti skemmtilegt. Alltaf gaman að finna eitthvað sem maður vissi ekki um. Maður veit svo sem lítið um hollenskt rokk nema þetta standard stöff eins og Golden earring, Focus, Shocking blue og The Ex. Þetta er náttla bara toppurinn á hollenska rokkísjakanum. Við athugun kemur í ljós að The Nits er enn starfandi og þessi skífan sem ég keypti var #3. Þetta er mikil vísitölunýbylgja um fyrringu nútímalífs og svona rugli sem gáfumenni voru upptekin af í kringum 1980. Ég heyri í Police, Gang of four, Split enz og Devo við fyrstu hlustun. Maður þarf greinilega að fnna fleiri The Nits plötur því þetta er gott band.

12.10.09
Í dag kæmi á óvart ef Stóri sleikur skylli á. He he, við nennum þessu ekki lengur, að rífast svona endalaust eins og einhver fífl, myndu þeir segja "Náskersmenn" og "Náhirðin", og aðrir sem deilt hafa hér eins og einhverjir Sturlungar árum saman, og skella sér saman í sund og sleik. He he, við skulum bara vera vinir, okkur finnst öllum gaman að græða og grilla og skulum bara hætta þessu rugli, eh? Það myndi hafa hvílík áhrif að sjá Jóhannes í Bónus og Davíð Oddsson faðmast á sundskýlum að heit gleði og ástarbylgja myndi streyma yfir þjóðina. Kreppa? He he, rugl mar. Allt fullt af kindum og fisk hérna og algjört pís of keik að búa til paradís á þessu skeri þar sem örfáir búa. Getum við það?! Já! (Bubba byggir stæl). 
---
En nei nei. Það verður hjakkað í þessari viku eins og þeim síðustu á Hjakklandi. Hjakkað í haustsuddanum. Hjakkað í heimsku og skammsýni lítilmenna. Góða skemmtun.

11.10.09
Það er ekki séns að ég kaupi tvennar Sloggis nærbuxur á 3.990 kr í Hagkaupum! Eins og mig langar nú mikið í Sloggis nærbuxur.
---
Eitt er fáránlegt við "fréttir". Fyrsta frétt allan daginn í gær á Rúv var sú að prófessor Gunnari Helga stjórnmálafræðingi fyndist eitthvað (man ekki alveg hvað honum fannst - eitthvað um VG, Samfó, ble bla). Fyrsta frétt! Var ekkert skárra að frétta?! Hvernig er hægt að láta það vera fyrsta frétt að Gunnari Helga stjórnmálafræðingi finnist eitthvað?! Þetta er ekki merkilega en eitthvað blogg út í bæ. Það er ekki frétt að Gunnari stjórnmálafræðingi herra prófessor finnist eitthvað, er það? Það er ekki einu sinni merkilegt - bara enn ein skoðunin í endalausum og hundleiðinlegum skoðunarhaug sem auðveldlega má drukkna í ef maður passar sig ekki. Er það ekki frekar frétt þegar eitthvað gerist, ekki þegar einhverjum finnst eitthvað? Og hvernig var þessi frétt fengin? Hringi Gunnar stjórnmálafræðingur herra prófessor sjálfur inn og sagði hvað honum finnst eða var hringt í hann og hann inntur eftir því hvað honum finnst? Og afhverju þá? Sjitt, okkur vantar frétt, best að hringja í prófressor Gunnar og heyra hvað honum finnst og japla svo á því allan daginn. Kommon pípol! Ekki vinna vinnuna ykkar með rassgatinu.
---
Á meðan Rúv var úti á túni með allt á hælunum mátti heyra mun meiri speki á Kananum hjá 2höfða. Þar kom m.a. fram að Guðfríður Lilja er húmorslaus og skilur ekki nútímagrín og að Jón er orðinn vinur Tussu á Facebook. Einnig þá skoðun að besta stjórnin væri einræði ef einræðisherrann væri góður en ekki vondur eins og þessir einræðisherrar hafa tilhneigingu til að verða.
---
Þess má geta að bókamarkaðurinn út á Granda er með síðasta opnunardag í dag og ég er að spá í að fara og kaupa Moby Dick. Sé fyrir mér að verða svo lengi með hana að ég geti ekki tekið hana á safninu nema safna skuldum og rugl.
---
Í eðal hamborgurum þar sem amerískir fornmunir hanga á veggjum finnst mér Ruby tuesday hafi tekið afgerandi forystu á landi Ísa. Bæði er miklu ódýrara þar heldur en hjá TGIF og matseðillinn er hörkuspennandi. Til að fagna fæðingu minni var etið þar í gær og ég er ekki frá því að nú eigi ég nýjan uppáhaldsborgara sem heitir Boston blue burger og er helbert æði. Ekki klikka á að láta pimpa upp frönskurnar þínar með bræddum osti, beikonbitum og sýrðum rjóma. Til að fara alla leið í sælunni var Chocolate Tallcake tekin í eftirrétt, en hún dugar vel fyrir heila vísitölufjölskyldu. Djísús fokking kræst. Nú verð ég á brettinu samfleitt til jóla. Og Elísabetu fannst þetta ekkert slor heldur. 

---
Þetta var ágætt hjá gömlu köllunum:

10.10.09
Fólk er að segja okkur í hinum fína þætti Sölva að það hati engan. Jónína Ben hatar engan og er alveg til í að fá "þessa menn" í detox og Davíð Oddsson sagði um daginn að hann hataði engan, þótt hann fyrirlíti kannski einhverja. Þess má geta að ég hata engan og fyrirlít engan heldur. Það getur samt vel verið að mér finnist einhverjir asnalegir.
---
Note to self: Ekki fara á Stjörnutorg kl. 19 á fimmtudagskvöldi. Þá eru ekkert nema skinkuð gelgjudýr þarna með bert tanað milliskvap og læti. Best fannst mér þegar bólugrafinn mútuþegi, ekki ósvipaður Napoleon Dynamite, spurði: Hei, ert þú ekki kallinn í Út og suður?
---
Hér eru gagnmerkir þættir af Rás 1 um pönk á Íslandi. Umsjónarmenn eru Árni Dan og Jón Hallur. Upphaflega sent út 1997 en nú endurflutt, kannski vegna pönksýningarinnar í Kópavogi.
---

Ýkt hallærislegt prjónadrasl er hér! Getur einhver bent mér á síðu með álíka hallærislegum gömlum póstkortum?
---

Louis C.K. er góður uppistandari og grínisti. Það er slatti með honum á Youtube, m.a. eitt sem heitir Suck a bag of dicks.
---
Áríðandi tilkynning að norðan:

Já, auðvitað geri ég það!

09.10.09
Jæja, Lennon 69 í dag og geipilegt stuð í Hafnarhúsinu. Súlan tendruð á ný og Yoko, Sean og popplandsliðið í magnþrungnu Lennonstuði fram á nótt. Mikil dagskrá.
---
Einnig er Magga Eiríks dagur í dag því hin geðveikt frábæra ævisaga er að koma út og platan með Buff/Magga þar að auki, Reyndu aftur heita bæði bókin og platan. Magnús syngur sumt sjálfur en Buffin annað og Buffin útsetja lagabankann algjörlega upp á nýtt. Þetta er bara helvíti skemmtilegt enda algjörir snillingar í öllum stöðum. Mikil húllumhæ eru vitanlega framundan þessu að lútandi. Við skulum fá hljóðdæmi:


Buff - Ég er á leiðinni
---
Helgi Björns og Kokteilpinnarnir ætla að slá upp svingdansiböllum í fiftís-stíl á laugardögum í Þjóðleikhúskjallaranum í vetur. Þetta hljómar spennandi. Maður á ábyggilega eftir að drífa sig í sparigallann og dansa úr sér kreppuhrollinn. Helgi bað mig um að þýða og staðfæra þrjá erlenda texta fyrir plötuna Kampavínið og tók ég það að mér þótt ég finnist ég ekkert sérstaklega hæfur í svona. Ef Helgi Björns hringir segir maður bara ekki nei. Ég finn á mér (I got loaded með Peppermint Harris) er eitt af þessum þrem og Helgi og kó tók það í Kastljósi í gær. Helvíti gott bara hjá þeim - sjá hér.
---
Fyrir viku birtist þessi auglýsing frá Sohosól í DV:

Þetta er svo mikil snilld að ég kemst alltaf í gott skap að rifja upp góða frasa úr þessari auglýsingu. Stöff eins og "Shitload" af kremum, !!Þroskaheftar perur!!! , þú verður ekki brúnn/n á að standa þarna fíflið þitt!! og ATH! Manson-lúkkið er út komið og tanið ykkur í drullu! Djöfull ætla ég að vona að Sohosól splæsi aftur í heilsíðu með nýjum frösum. 

08.10.09
Það er gaman að eiga afmæli á Facebook. Algjörlega umvafinn afmæliskveðjum allan daginn. Mí læk. En nú er ég sem sé orðinn 44 ára sem er geðveiki og rugl. Eða þú veist, hvað er hægt að gera í þessu? Ekki neitt! Þá hef ég ekki nema 6 ára til að eignast Ford Mustang. 
---
Afmælisdagurinn var nú ekkert rusl. Ég hitti Ómar Ragnarsson, var að taka viðtal við hann fyrir helgarblaðið, og hann lék á alls oddi. Þetta verður svona skemmtibransaviðtal, enda er Ómar margfaldur og við minntust ekkert á náttúruverndina. Hann er með kombakk í skemmtiprógrammið þessi misserin enda að halda upp á 50 ár í bransanum + 70 afmæli á næsta ári. Hann tók eitt lag fyrir mig, Harðlífi, sem hann samdi 11 ára í sveit 1951. Ég mátti því miður ekki taka það upp en það var mjög gott.
---
Bíógagnrýni eftir mig um Guð blessi Ísland birtist í blaðinu í dag. Ég var ekkert alltof hrifinn. Ég snéri aftur í Háskólabíó í gær og ætlaði að mynda plaggatið af mér og Elísabetu sem var þarna í fordyri bíósins kvöldið sem var frumsýnt. Þetta var mynd af mér með Elísabetu á háhesti á einum af Hödda Torfa fundunum í fyrra. Þegar ég ætlaði að taka mynd af plaggatinu á nýja myndavélasímann minn frumsýningarkvöldið gat ég það ekki því batteríið var að verða búið. Lélegt! En nú var ég sem sé búinn að hlaða og ætlaði að smella af. En þá var plaggatið horfið og komin plaggöt fyrir Sinfó í staðinn. Og nú þori ég ekki að sníkja plaggatið því dómurinn var ekki nógu jákvæður. Lús lús sitúeisjón.
---
Iceland Airwaves er í næstu viku og því ekki seinna vænna en að mæta með hina árlegu Airwaves fitubrennslu (þá þriðju). Gjösso'vel:


ICELAND AIRWAVES 2009 FITUBRENNSLA, inniheldur:

Metronomy – Radio ladio (Radioclit french remix) (ft. Marina)
Jojo de Freq – Make some noise!
Micachu & The Shapes – Golden phone
Dr. Spock – Dr. Organ
Morðingjarnir – Nálægt norðurpólnum
Darling Don’t Dance – Wake up pity song
The Postelles – 123 stop
Me, The Slumbering Napoleon – She’s a maniac
Casiokids – Gront lys I alle ledd
Motoboy – Young love (Regina-remix)
Trentemöller – Moan
Alaska in Winter – Speed boat to heaven
Kasper Bjørke feat. Fm Belfast – Back & spine 
The Drums – Let’s go surfing
Cancer Bats – Hail destroyer!
Bárujárn – Skuggasörf
James Yuill – No pins allowed
When Saints of machine – Fail forever
Napoleon IIIrd – Zebra
The Golden Filter – Thunderbird
Sykur – Rocketship
Feldberg – Don’t be a stranger
Choir of young believers – Action/Reaction

Það skýrir sig svo sem sjálft hvernig á að nota þetta mix, en það er sem sé bara að hala niður fælnum, smella honum í mp3-spilarann þinn, hamast eins og naut í flagi eftir taktinum (hvernig sem þér finnst sæmilega skemmtilegt, bretti, vél eða úti að skokka), halda áfram í klukkutíma án þess að vera með eitthvað væl, svitna eins og svín og missa líklega svona 1000 hitaeiningar, eða sirka þrjú Snickers (lítil). Á meðan færðu smjörþefinn af helstu böndunum á Iceland Airwaves í ár. Þetta er vin vin sitúeisjón.

06.10.09
Það fundust rúmlega 100 Popppunkts-spil á bretti hjá Eimskip. Þau eru nú komin í sölu í Elko í Lindum á 995 kall stykkið. Ég myndi halda að það væri ágætt verð fyrir 2.5 kíló af algjörri snilld. Þetta er síðasti séns til að nálgast þetta spil. Það kom út fyrir jólin 2004 og hefur verið ófáanlegt lengi. Það er svona verið að spá í því núna að koma með nýja útgáfu af spilinu á næsta ári. Mér þykir líklegt að af því verði.
---
Insol best of platan sem Erðanúmúsik ætlaði að gefa út verður gefin út hjá Brak hljómplötum í nóvember. Þetta eru góð skipti og ég er viss um að þetta verður algjört meistaraverk!
---
Reyndi aðeins að glápa á stjórnmálafólkið röfla í gær. Það vantar náttúrlega allan eldmóð í Jóhönnu. Drakúla alltaf slappur þótt Ömma hafi þótt hann bestur. Við höfðum tekið upp fyrsta þáttinn af Hamrinum og horfðum bara á hann. Ágætis stöff alveg. Dáldið erlendis og eftir bókinni, en er það ekki fóður sem rennur best niður þegar maður situr með takmarkaða heilastarfssemi á síðkvöldum við blikkandi kassa?

05.10.09
Ég segi það satt að ég nenni ekki fréttum lengur. Ef Icesave-umræðan væri brandari myndi hausinn á þér springa ef þú heyrðir hann einu sinni enn. Einu fréttirnar sem ég mun nenna á næstunni eru þær þegar byrjað verður að leiða menn í handjárnum inn í löggubíla. Þá skal ég horfa. En þangað til, æ nei. Lífið er of stutt fyrir þetta. Ég nenni ekki til dæmis þessum risahlemmum í DV af fjármálarugli einhverra blöðrusela. Það er eins og að læra fyrir próf að reyna að skilja þetta. Ég nenni bara handjárnunum. Vona að þær fréttir fari að koma bráðlega. En þangað til nenni ég alveg Serði Monster/Sverri Stormsker:

Sverrir Stormsker - Mín slísí saga er sönn
Af væntanlegri plötu.
Mín slísí saga er sönn
(Lag: Jacques Brel. Texti: Sverrir Stormsker)

Ég átti höll og eðal bíl,
og einkaþotu, jú og krakkaskríl,
já ég var æðislegur gaur.
Ég var dáður, átti aur,
núna ataður er aur.

Nú ógeðslanda drekk eg dræ,
og drepst á hverju kvöldi yfir Sky.
Ég bý í venjulegri blokk.
Drottinn, þetta er þvílíkt sjokk.
Fjandans helvitis fokking fokk.

Ég er foj, ég’er í fönn. 
Öll min slísí saga’er sönn.
Þó´hún sé lygileg 
er hún sannari en ég.

Goodbye mitt sukk og svínarí
og svindilbrask og glæpakompaní
hvar ég fékk bellibrögðum beitt.
Fyrir það ég fékk jú greitt.
Fólkið skilur ekki neitt.

Goodbye mín snekkja’og lúxuslíf.
ég lengur ekki’í einkaþotum svíf.
Nú tek ég strætó einsog pakk.
Horfinn er minn kadilakk.
Ég fæ klígju, ullabjakk!

Ég er foj, ég’er í fönn. 
Öll mín slísí saga’er sönn.
En öll lög eru hjóm, 
ég mun ekki fá neinn dóm.

Goodbye mitt skuggalega líf,
ég lengur ekki neina tinda klíf,
jú það er marflatt þetta sker.
Engir dalir eru hér,
aðeins krónur, því er ver.

Ég á í felum í útlöndum
jú eitthvað pínupons af milljörðum.
Ég held ég flýji’af Íslandi.
Hér eru allir hvíslandi
ef ég er eitthvað sýslandi.

Ég er foj, ég’er í fönn. 
Öll mín slísí saga’er sönn.
En öll lög eru hjóm, 
ég mun aldrei fá neinn dóm.

Ég er foj, ég’er í fönn.
Öll mín slísí saga’er sönn.
Hún er svívirðileg,
hún er sönn en ekki ég.

Fólk gargar á mig, gefur mér púst
fyrir það eitt að hafa´allt lagt í rúst.
Já þetta er nú þakklætið.
Ég mun aldrei finna frið
fyrr en ég eignast almættið. 

Goodbye minn faðir, fjandi er hart
að flýja þegar ógert er svo margt.
Svo mörgu´á eftir að stela hér.
Fjölda banka á þetta sker.
When you see them I´ll be there.

Ég er foj, ég’er i fönn. 
Öll mín slísí saga’er sönn.
Ekkert í þessu skil, 
allt er farið fjandans til.

Ég er foj, ég’er i fönn. 
Öll mín slísí saga’er sönn.
Þó hún sé lygileg 
er hún sannari en ég.

Ég er foj, ég’er í fönn. 
Öll mín slísí saga’er sönn.
En öll lög eru hjóm, 
ég mun aldrei fá neinn dóm.

Ég er hálfviti já,
jibbí jibbí jibb jei,
algjör hálfviti já,
ligga ligga ligga lá.

Sverrir Stormsker: Söngur, bakraddir, kassagítar, píanó, orgel, 
rafmagnsgítar, trommur, bassagítar, hljómborð.
Útsetning: Sverrir Stormsker, með hliðsjón af útsetningu Terry Jacks.
Upptökustjóri: Sverrir Stormsker.
Stúdíó: Fjarupptökur.is, Flúðaseli 86.
Upptakari: Snorri Snorrason.
Hljóðblöndungar: Vilhjálmur Guðjónsson og Sverrir Stormsker.

04.10.09
Það gerist alltaf eitthvað rosalegt þegar við Steinn förum til Akureyrar. Síðast dó Michael Jackson en í gær urðu Blikar bikarmeistarar. Veeiiii! Áfram Breiðablik! Tilgangur ferðarinnar í gær, sem gengur undir nafninu Vinýlskreppur 3 (V1 var rosaferðin í sumar, V2 Borgarnes), var að sækja vinýlhaug sem Steinn hafði keypt hjá Bubba nokkrum sem var með vinýlsölu í Norðurportinu, hinni dvergvöxnua frænku Kolaportsins á Akureyri. Þetta var hátt í tonn svo það þýddi ekkert nema að leigja bíl frá Bílaleigu Akureyrar, sem bæ ðe vei er rosalega æðisleg bílaleiga með allskonar magnaða bíla á frábæru verði. Þrusugóð bílaleiga, Bílaleiga Akureyrar! Ég var dræver og meðhjálpari. Kl. 06 lögðum við af stað. Kl. 08:55 vorum við komnir til Blönduóss. Þá var ekki búið að opna N1 svo við þurftum að pissa úti. Blöndóss er einhver fegursti staður á landinu. Póstkort:

Kl. 10:45 vorum við komnir til Akureyrar, sem eins og fólk veit stendur við Eyjafjörð, fegurstan fjarða. Alltaf er geðveikt að koma til Ak. Samt er ég ekki frá því að það sé ekki til almennilegt kaffi á Ak. Ég held að Kaffitár sem með margfalt betra kaffi en Te og kaffi og Kaffitár hafa ekki útibú á Ak. Méf finnst þetta að minnsta kosti þar til Te og kaffi fara að bjóða manni upp á súkkulaðispæni til að smella í lattéinn sinn. Ég vil nefnilega tvöfaldan latté með súkkulaðispænum. Kaffitárs latté er líka alltaf tvöfaldur á meðan hjá Te og kaffi þarf maður að biðja sérstaklega um tvöfaldan og borga auka. Eins og sjá má hafði kyngt niður snjó á Akureyri:

Það þýddi ekkert að hanga yfir þessu svo það var beint strik í Norðurportið í vígalega plötukassa Bubba. Steinn gat vitaskuld bætt aðeins við áður-verslaðar-í-gegnum-síma-hrúgur og sjálfur komst ég í allfeitt og keypti fullt af Bubba. Hann er með hauga af metal sem höfðar náttúrlega ekki til mín, en þess má geta að hann verður með markaðinn áfram í allan dag á milli 11 - 17. Tveir góðir:

Frúin í Hamborg er vitanlega með besta vinýlherbergi í heimi og var að sjálfssögðu heimsótt. Hér er Steinn með Gallabuxur, ómissandi safnplötu í hvert plötusafn.

Stelpurnar í Frúnni eru alltaf gríðarlega hressar enda engin ástæða til annars, þó ekki nema væri fyrir það að sumarið í ár er besta ár í sögu Frúarinnar. Búðin var smekkfull allan tímann sem við vorum þarna, sem er ekkert skrítið því Frúin er æðisleg.

Það var matvælasýning í íþróttahúsinu. Fengum að smakka, þar á meðal Brynjuís, sem síðar vannst ekki tími til að heimsækja (hneyksli!). Þetta verður eina Akureyrarferð mín sem ég fer ekki í Brynjuís. Á matvælasýningunni var aðstaða til að grínast í líki Friðriks IV:

Þó við meikuðumst ekki í Brynju fékk ég minn Kólisterólborgara á Greifanum:

Og er svaka hress með það, eins og sést. Þegar Steinn var að skoða Iðnaðarsafnið og ég var sofandi út í bíl hringdi Gunnar Tryggvason, fyrrum gítarleikari Póló og vinur okkar Steins. Hann hafði loksins lesið Facebook-skilaboðin frá mér og við upp að Botni þar sem Gunnar býr með 75 orgelum og all mörgu dóti öðru. Hann hellti upp á kaffi og dró fram búnka af litlum plötum. Hann var í ótrúlega góðu stuði og leyfði okkur að hirða eins og okkur listi. Ég tók smáskífutromluna fyrir miðri mynd og hugsa mér nú gott til glóðarinnar þegar ég verð kominn með Crosley grammifóninn minn inn í stofu.

Svo var brunað í sollinn á ný og komið þangað samdægurs kl. 22:45. Á leiðinni hlítt á pönk og Partýzone, Burn samþjappað orkuskot tekið á Ak fyrir heimferð (er ekki frá því að það hafi haldið mér mjög hressum til Borgarness) og etin ein vangefin pylsa í Skaðarskála. Niðurstaða: Glæsilega velheppnuð vinýlferð og hefst þá upptalning á góssinu:

(Gunnar í Póló):
Smáskífutromlan
Ævintýri - Illska/Lífsleiði (án umslags)
Harpa Gunnarsdóttir - ep (án umslags)
Ábót ep
The Crystals - All grown up
---
(Frúin):
Póló & Erla - Ég bið þín ep
Póló & Bjarki - Lásí skó ep
Hljómsveit Svavars Gests & Raggi Bjarna - Limbó ep (án umslags)
Barbapabba ep (án umslags)
Terry Jacks - Seasons in the sun
Abba - The album
Abba - Waterloo
Mannakorn - Í gegnum tíðina
Supertramp - Breakfast in America
---
(Bubbi):
Jah Wobble - The legend lives on... Betrayal 
Simon & Garfunkel - Wednesday morning, 3 AM
The Photos  - lim ed 2 LP edition (vannabí Blondie powerpop frá 1980)
George Harrison - Cloud nine
The Records - Crashes (powerpop frá 1980)
The Pretenders - The Pretenders
Eagles - One of these nights
David Bowie - Hunky Dory
Orchestral Manoeuvres in the Dark - Orchestral Manoeuvres in the Dark 
Ruts - Grin & bear it
Paul McCartney - Tripping the Live Fantastic (3 lp)
Paul McCartney - Flowers in the Dirt
Bob Marley & The Wailers - Survival
VA - The Shape of Finns to come (safnplata með finnsku pönki frá 1980)
The Knack - Get the knack
Elvis Costello - Out of our idiot
Sex Pistols - The great rock n roll swindle
X - Los Angeles
X - Wild gift
The Skids - Scared to Dance
The Skids - Days in Europa
The Skids - The Absolute Game
The Ramones - Road to ruin
The Slits - Cut
The Nits - New flat
Kim Fowley - International heroes
20/20 - 20/20 (powerpop frá 1979)
The Professionals - I didn't see it coming (tveir gamlir Sex Pistolsar að rembast eitthvað 1981)
Siouxsie & The Banshees - The scream
Tracey Ullman - You broke my heart in 17 places
Led Zeppelin  - Houses of the holy

...úff, þetta er náttúrlega bilun. Þá er bara að fara að rýma einhverjar hillur!
---
ps - Trommusessjónmaðurinn Clem Cattini sem hér er minnst á að neðan mun ekki hafa spilað í You really got me heldur einhver Bobby Graham. Hef ég fengið tvær poppnördaábendingar um þetta. Það er greinilega ekki allt alveg satt í Wikipedíu!

03.10.09
Ekki missa af Tvíhöfða á Kananum fm91.9 í dag frá 13 - 16. „Góður gestur“ kíkir við upp úr kl. 15.

02.10.09

Halló halló!!! Bónus Póló?! „Þetta gamla góða Póló!“ Ég man ekki eftir bleiku svíni á gamla pólóinu en maður gefur þessu engu að síður séns, það er ljóst, þótt ég geti ekki alveg séð að ég muni geta sturtað 2 lítrum ofan í mig. Ekki í hvelli allavega. Spurning hvort þetta svali hinni nostalgísku kröfu um Pólóið sem maður heyrir stundum.
---
Góðar umbúðir með spennandi mynd af vörunni eru æskilegar þegar maður á að æsast upp til að kaupa nýja vöru. Ég er alveg til í að gefa nýja Sveppagratíninu séns, en er ekki beint hvattur til þess af mjög svo illaheppnuðum umbúðum. Brúnt og slepjulegt og minnir á kæfu og blauta táfýlusokka, eða hvað finnst þér? Persónulega hefði ég ekki haft mynd af þessu gratínu heldur listrænar myndir af sveppum og alls ekki svona kúkabrúnt.


---
Fíton-blaðið kemur út í dag, fullt af spennandi efni. Meðal annars:

Klukkaðu hausinn ef þú vilt lesa þetta. Svo því sé haldið til haga þá er þessi pistill að hluta endurvinnsla á „fyrirlestri“ sem ég hélt fyrir auglýsingabransann í vor (eða hvenær sem það var) + smá kvót í ævagamlan Fókus-pistil sem kom til í framhaldi af því að eitthvert símafyrirtækið byrjaði með mjög kötting edge herferð fyrir kort sem var kallað „Rauður“.
---

Þú og ég - Á Sprengisandi
Nú nú, þá er það Gunni Þórðar í Borgarleikhúsinu í kvöld og til að minna enn á þann möstsí viðburð er hér gríðarleg pródöksjón eftir meistarann af annarri plötu Þú og ég, Sprengisandur. Hún kom út 1980, ofan í Bubba-geðveikina, og því var kannski ekki alveg sama stemmningin fyrir stílhreinu diskóinu og árið áður, þegar Ljúfa líf kom út. Kom þá allt fyrir ekki að bandnu væri snarað í síða frakka og látið bera logsuðugrímur fyrir andlitinu. Eins og heyrist svífur andi Moroder hér yfir vötnum og ég efast um að Á sprengisandi verði nokkurn tímann jafn kúl og töff og í þessari rosalegu útgáfu. Til að fullkomna pakka kvöldsins á auðvitað að bregða sér á 30 ára afmælisdansleik dúettsins Þú og Ég á Players Kópavogi í kvöld að loknu Gunna-gigginu, en þar troða Buff líka upp.
---
Það var aldeilis ekki „einhver“ Clem Cattini, sem lék inn á plötu Gunnars (sjá hér að neðan). Clem er hreinlega einhver merkilegasti sessjón-trommari sögunnar og á wikipedia síðunni hans sést að hann spilaði á 45 númer eitt lög í Bretlandi. Hugsið því um Gunna Þórðar þegar þið heyrið æsandi bítið í til dæmis Kung Fu Fighting, Get in on með T.Rex og It's not unusual. Samkvæmt þessu á Clem meira að segja að hafa trommað You really got me með Kinks! Kannski var það eitthvað svipað og þegar Ringo þótti ekki nógu góður á Love me do og sessjón-maðurinn Andy White var látinn tromma. Ringo fékk þó að vera á tambórínunni.

01.10.09

Gunnar Þórðarson - Magic moments
Það væri vangefin sturlun að missa af sólótónleikum Gunna Þórðar í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Þar ætlar hann að spila úr sinni glæsilegu söngbók, einn með kassagítarinn held ég, nema það eru nokkrir kappar bókaðir með honum og spila líklega líka, allavega í sumum lögum. Gunnar hefur spilað svipað gigg úti á landi en aldrei á mölinni fyrr. Um upphitun sjá Svavar Knútur og Buff. Miðasalan er hér
Gunni er náttúrlega íslenski Paul og Brian og Burt rúllað upp í einn mann og hann var algjör kóngur 60s og 70s. Hljómar, Trúbrot, Einu sinni var, Þú og ég... Það þarf ekki að þylja þetta upp. Mörgum kann eflaust að þykja 80s-Gunni enn betri, en ekki mér. Hér er lítið lag af fyrstu sólóplötu Gunnars frá 1975. Platan gekk ekki súpervel en hefur elst glæsilega. Sándlega gefur lagið fyrirheit um bæði Þú og ég-diskóið og Einu sinni var-snilldina. Gunnar gerir allt í þessu lagi nema að tromma, það gerir einhver Clem Cattini.
---
Samsæri aldarinnar? Morrissey og Díana prinsessa.
---
Bakþankinn heitir Yfirdrátturinn og er náttúrlega haugalýgi. Eða hvað?

30.09.09
Conan O'Brien datt á hausinn á föstudaginn svo sýna þurfti gamlan þátt. Hann mætti aftur á mánudaginn og sagðist hafa skilið plottið í Lost í 5 mínútur í heilahristingnum. Meistari. Nýlega var hann með annan grínsnilling, Ricky Gervais, í settinu. Sá var að kynna nýja mynd eftir sig (einhverja væmna grínmynd, væntanlega, sem maður glápir þó eflaust á), en Ricky eyddi þó meiri tíma í að kynna leik sem hann hefur fundið upp - Typpi eða pungur? Leikurinn gengur út á að vera í náttbuxum með gati og draga typpi eða pung í gatið og láta andstæðinginn giska á hvort þetta sé typpi eða pungur í gatinu. Mjög góður leikur. Ricky er með blogg og gerir mikið af því að birta asnalegar myndir af sér. 
---
Eitthvað er á Facebook að græða. Ég á t.d. svo marga vini þar að ég þyrfti að leigja mjög stóran sal ef ég ætti að koma þeim öllum fyrir. Stundum koma æðislegar myndir þar. Æðislegar í þeim skilningi að þær eru af mér. Svo var einum manni líst svona í gær í kommentahala, en ég ætla ekki að segja hver lýsti eða hverjum var verið að lýsa: (Hann er eins og) „sólblóma smjörlíki með skaparhár“ - þess má þó geta að ég sé Sólblóma stundum í sturtu í WC og nú fer ég alltaf að hugsa um Sólblóma þegar ég sé hann. Hvaða rugl er þetta annars um að það séu gleðikonur í WC?! Aldrei hef ég nokkurn tímann séð nokkurn sem lítur út eins og hóra þar (djók).
---

Lady & Bird - Not going anywhere
Barði og Keren „hafa sent frá sér“ metnaðarfulla sinfóníupoppplötu La Ballade of Lady & Bird, a project by Keren Ann Zeidel & Bardi Johansson. Innihaldið er sinfóútgáfur af eldri lögum af plötum þeirra tveggja + fyrri samstarfsplötunni, tekin upp með Sinfó í Háskólabíói á Listahátíð í fyrrasumar og svo doktorað til í eftirvinnslu. Þetta er eðlilega sófistikaterað og flott fram í fingurgóma fagurkerans. Sjáðu viðtalið við Barða á föstudaginn. En á meðan geturðu horft á Konfekt á Youtube.

29.09.09
Ríkir kallar eiga allt, þ.m.t. fjölmiðla (nema Grapevine, þeir eru bláfátækir). Eða ríkt lið, segjum það. Er ekki einhver vellauðug ekkja sem á Moggann? Fólki finnst þetta einhver tíðindi en svo er auðvitað ekki. Þegar ég var að vinna á Pressunni svona 1993-4 átti einhver Friðrik blaðið. Maður sá hann aldrei og eina sem maður vissi var að hann var giftur Elínu Hirst og átti víst að nota frasann: Greiddur reikningur, glatað fé. Hann skipti sér aldrei af því hvað maður skrifaði og þá var enginn að tala um eignarhald fjölmiðla og bla bla. Hann hefði kannski skipt sér að því ef ég hefði skrifað greinina "eigandi Pressunnar er algjört fífl". Nú er látið að því liggja að hér séu blóðug átök um leifarnar af landinu. Ríkukallarnir komnir í hár saman og eitthvað samsærisröfl. Æ ég veit það ekki. Veit bara að ég hef mjög takmarkaðan áhuga á að fylgjast með þessu bændur-flugust-á dæmi í smáatriðum. 
---
Hverjir eru góðu kapítalistarnir? Er ekki sama rassgatið undir þessu öllu? Eru það góðir kapítalistar sem geta takmarkað gróða sinn við einhverja ákveðna upphæð? Geta grætt í hófi? Allir sjá að græðgi útrásarliðsins fór úr böndunum. Það skammtaði sér ógeðslegar upphæðir. Davíð brjálaðist og tók út úr bankanum. Svo hætti hann alveg að vera brjálaður. Afhverju var hann ekki brjálaður áfram og barðist á móti þessari þróun? Hann vill eftir sem áður að gróði dragi samfélagið áfram, en hversu mikill gróði er í lagi? Hvenær verður gróði of mikill? Það væri gaman að heyra gáfumenni ræða um gróðann og hvenær hann verður sjúklegur og hættulegur.
---
Ríkukallarnir altso ráða öllu en svo hefur maður sorgarsögu Borgarahreyfingarinnar fyrir nefinu til að sjá hvað gerist þegar „venjulega fólkið“ ætlar að láta til sín taka. Þau ætluðu að vera svo miklu betri en allir hinir. Siðrænni. Æðislegri. Fyrir fólkið. É ræt. Þetta er sem sé vonlaust. Homo Sapiens er drasl. Enginn getur bjargað þessari fáránlegu dýrategund og óviðbjargandi íslensku þjóð nema velmeinandi geimverur. Og hugsanlega innganga í Evrópusambandið. Þá getum við kannski orðið svipað æðisleg og Svíar.
---
Ég held að þetta hafi nú verið leiðinlegasta bloggfærsla mánaðarins. Sem er ókei af því mánuðurinn er að verða búinn. Og þá kemur nýr með ennþá meira stuði!

28.09.09
Einu sinni var til hljómsveit sem hét Gaddavír. Töff nafn. Veit ekki hvort það var út af henni, en í gamla daga talaði fólk stundum um Gaddavírsrokk. Svo var líka talað um Graðhestarokk. Þetta vísar til einhverslags örlí hefímetals, maður sér fyrir sér að Slade og Deep Purple hafi fallið undir þessi gullfallegu og ýlfrandi rokkuðu lýsingarorð. Nú er til hljómsveitin Bárujárn og þeir eru með ýkt lekkert lag gefins á Grapevine (SÆKJA!). Bárujárnsrokk var náttúrlega mikið notað einu sinni yfir Hefí metal. Pönk var kallað ræflarokk og Jensguð reyndi að innleiða „pung-rokk“ í tímariti sínu Halló. Nú virðast ensku heitin yfir tónlistarstefnur einfaldlega hafa unnið. Pönk er kallað pönk, metall kallaður metall, elektró elektró, teknó teknó, og rokk og popp er kallað rokk og popp. Í árdaga rokks var ýmislegt reynt til að íslenska fyrirbærið. Ég vitna í bók mína:
Hvað á bólan að heita?
"Rock and roll" varð einfaldlega að "rokki", eða "rokki og róli" í huga fólks. Nokkuð var þó pælt í því á frumskeiði rokksins hvað þessi nýja tónlist og dans ætti að heita. "Vagg og velta" var uppástunga Lofts Guðmundssonar í samnefndu lagi. "Rugg og velta" var ein hugmyndin og maður hringdi í Velvakanda Morgunblaðsins og stakk upp á "hoppi og skoppi". "Rokk og rúll" var tillaga dagblaðsins Tímans. Ónefndur nemi í MR fann upp á "húllum hæ", en í menntaskólanum á Akureyri gekk rokkið um tíma undir nafninu "Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum", eða einfaldlega "trunt". Nokkur hætta þótti þó á að þessi nafnagift gæti sært þjóðernisstolt Íslendinga -- "því vissulega er truntið þjóðlegt!"
Það hefði þó verið gaman ef orðið trunt hefði fests við rokkið, því þá værum við kannski í dag með "Radio X -- eina útvarpsstöðin sem truntar".
---
Ég veit ekki hvort Fm Belfast ætla að gera eitthvað á þessu ári. Gefa út, meina ég. En allavega eru þau hér með í ágætu lagi með einhverjum Dana, Kasper Björke á Youtube. Búinn að vera að kíkja á lænöppið á Iceland airwaves til að búa til þriðja árlega brettamixið af stöffinu þar. Eins og áður hefur komið fram er ég að fíla ensku Micachu í botn, en annað rosa áhugavert er danska 60s-kvennabandið Darling don't dance, norsku Casiokidssem spila grúví instrúmental og ammrísku The Postelles eru að spila ágætis sálar-pönk. En það vantar óneitanlega stærri atriðin á hátíðina í ár. Það er væntanlega glötuðu gengi íslensku krónunnar um að kenna. Djísús fokk.
---
Og ekki kaupa Ben & Jerrys dós í 10-11 (1499 kr) nema þú viljir endilega borga 501 kr meira fyrir hana en í Hagkaupum (998 kr). Þú gætir reyndar neyðst til að spreða 501 meira í svona dós ef þú færð óstjórnlega löngun í svona á milli kl. 20 og 10.

27.09.09

Halelúja! Ég lét undan svívirðilegri græðginni og fékk mér gsm-síma með myndavél. Nú get ég tekið stórfenglegar ljósmyndir úr lífi mínu - verið með svokallað myndablogg. Hér er hápunktur síðustu viku - Cheerios-turn í Hagkaupum í Skeifunni. Já, líf mitt er fyllra og betra með þessum síma, ekki spurning. Ég tók fleiri myndir:


Hér er Frikki pönk að skoða pönksýninguna í Kópavogi. Og hér er mynd úr sjónvarpsveri Rúv:


Margrét og Brynja að lesa fréttirnar læf. Við stóðum þarna á bakvið, við Felix, alveg reddí í úrslita-PP. Maður hefði nú aldeilis getað skandaliserað - stokkið allsber inn í fréttatímann. En nei nei, ekkert pönk í manni lengur. Bara settlegur þægur kall sem var meira að segja að borga upp yfirdráttarheimildina sína. Já, ég notaði sellátaurinn í það. Maður fær ekki einu sinni kvittun þegar maður borgar upp svona yfirdrátt, hvað þá handklæði eða bolla. DV hringi í mig og var að forvitnast um þetta Iceland Express dæmi og hin ægilegu svik við neytendahugsjónina og eitthvað svona og spurðu hvað ég hefði fengið borgað. Ég skammast mín nú svo fyrir að hafa selt mig fyrir svona lítið að ég vildi helst ekki segja blaðakonunni það. Gaf mig þó á endanum og sagði að ég hafi fengið 1/1600 af því sem Bjarni Ármannsson vill ekki borga af skuldum sínum. Og reiknaðu nú. 
---
Öll familían fór á nýju Sveppamyndina. Það var smekkfullt bíó og allir í stuði. Elísabet hafði aldrei farið í bíó áður á ævinni og sat stjörf yfir þessu. Maður gerir nú ekki meira kröfur en að börnin hafi gaman og það gerðu þau. Sveppi virkar því sem barnamynd. Ég svaf full mikið til að vera dómbær, en gæti þó trúað að það mætti alveg vera feitari söguþráður í þessu. Aðeins feitari. Það var sniðugt að láta þetta gerast á Vellinum en til dæmis hefði þá mátt hafa eins og einn amerískan eftirlegu-hermann spretta upp og hræða strákana. Maður skildi ekkert hvað Egill Ólafsson átti að vera. Eins hefði mátt taka þetta „pabbi minn er biskup“-grín í Góa enn lengra og láta hann faðma stóran karl í svartri skikkju í enda myndarinnar þegar fullorðna fólkið sækir strákana út á Leifsstöð. Boðuð er framhaldsmynd, Sveppi og dularfulla hótelherbergið, svo Sveppastuðið er væntanlega bara rétt að byrja.
---
Stórfréttir úr fornöld! Bjössi bassaleikari F/8 fann fornminjar. Hann skrifaði og sendi myndir: „fór í gamla skúffu „heima“ í Hrauntungunni og fann þar filmu frá því í den og hér er afraksturinn... eitthvað af þessum myndum eru reyndar á sýningunni. Teknar á „Kodak Instamatic“ sem búin var leifturkubbi! Ekki man ég þó hver tók myndirnar.... Þá fann ég í sömu skúffu kassettu með upptöku frá giggi í Kópavogsbíó... gæðin úr bílskúrsupptökunum eru nú reyndar meiri en þó má m.a. heyra að allt ætlar um koll að keyra meðal áhangenda F8.... engu líkt! Þarf að koma þessu á mp3...“ 
Þar sem stöffið hrannast upp var ekkert annað að gera nema að opna sérstaka F/8 síðu og þar hef ég sett inn allar myndirnar sem Bjössi sendi. Þarna eru líka upptökur og svo á eflaust eftir að bætast við giggið sem Bjössi talar um úr Kópavogsbíói + gigg úr Norðurkjallara MH sem ég á á spólu.

Myndirnar eru allar frá giggi í Snælandsskóla 30/4 1981. Ég lýsi gigginu sem „Yeech“ í dagbók, sem hefur væntanlega þýtt að þetta var slappt gigg. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hef stigið inn í Snælandsskóla, en hann er á jaðri Fossvogs og ekki á því svæði í Kóp sem maður hélt sig á. Eins og sést lít ég gríðarlega töff út í Sex Pistols bol sem ég man nú hreinlega ekki eftir að hafa átt. Allir í bandinu eru 1965-módel svo við urðum 16 ára 1981. Á þessari mynd sést í bakið á Ara Einarssyni, sem spilaði með F/8 síðustu tvö giggin. 


Hér er Ari og það sem verra er: hann er að spila á gítarinn minn, þennan forláta Gibson SG. Ég keypti þennan gítar af einhverjum eldri poppara man ég en Ari hlýtur að hafa fengið mig til að skiptast á gíturum á þessu giggi. Ég man allavega ekkert eftir þessum gítar sem ég er að spila á og veit ekki einu sinni hvaða tegund þetta er. Svona hefur Ari getað ráðið yfir manni því hann var náttúrlega í Fræbbblunum, eins og Tryggvi Þór söngvara, og því ansi mikið meira kúl en maður sjálfur. Hér er Tryggvi Þór, gríðartöff íþróttatýpa eins og sjá má:


Mjög töff! Þarna á bakvið sést Haukur trommari flengja settið. Haukur kom áfram með mér í hljómsveitirnar Geðfró og Beri-Beri (Sigga Beinteins söng í báðum - og ætli maður fari ekki að rifja það allt upp með hljóðdæmum næst) og síðan í S.H.Draum. Spilaði þar til Biggi tók við 1986 og inn á Bensin skrímslið skríður EPið. Haukur rekur skartgripabúðina Carat í Smáralind í dag. Svo var það Bjössi bassaleikari sem hér sést pönka með Ara:


Bjössi kom yfir í Geðfró, en skömmu síðar beit ég það í mig að ég vildi spila á bassa frekar. Varð því sveitin leyst upp en stofnuð skömmu síðar aftur án Bjössa, og hét þá Beri-Beri. Söngkonan víðfræga Sigga Beinteins var í báðum þessum böndum, og þegar henni var hent út vorum við eftir þrír, ég, Haukur og Steini og úr varð S.H.Draumur. Þessi mynd af mér hangir uppi á Pönksýningunni (ég ætla rétt að vona að þú hafir séðana?) og er nokkuð töff. Gríðarsmart afturhlutinn á mér og nokkur pönkspenna í loftinu hjá áhorfendum, sýnist mér:


Þarna hef ég strax verið farinn að girða mig upp að geirvörtum, sem er auðvitað mest töff, eins og allir vita. En talandi um Pönksýninguna þá hefur hið metnaðarfulla Tónlistarsafn í Kópavogi sett nokkur videó á forsíðuna, meðal annars HFF að flytja ástarlagið frábæra, „Jón Sigurðsson“. Kópavogur rulez! Punk's not dead!
---
Byrjunin á hverju ferðalagi er að kaupa Lonely Planet bók um staðinn sem maður ætlar að heimsækja. Þess vegna keypti ég mér bók um Berlín í gær. Ég var búinn að leita út um allt og næstum búinn að panta á Amazon á endanum en fattaði þá að bókin fékkst í Iðu. Þar er langbest úrval af svona bókum í bænum. Búinn að fletta bókinni aðeins og sé að í Berlín er Ramones-safn. Það er þá allavega kominn einn staður sem maður tékkar pottþétt á.
---
Hin gullfallega Beth Ditto er allsstaðar þar sem maður kemur þessa dagana með The Gossip og Heavy Cross. Það er gaman, ég er alveg að fíla fólk sem sparkar í rassgatið á staðalímyndum. Platan sem lagið er á er alveg ágæt. Og nýja veggfóðrið hér á síðunni er í stíl. Svo er víst komin tískulína líka.

---
(((2009 - 5. hluti)))