TOPP 5! 51. vika: Skakkamanage - Christmas del sol / Singapore Sling - Song for the dead / Jerry Yester and Judy Henske - Snowblind / Frogs - Here comes santa's pussy / New Buffalo - I've Got You and You've Got Me (Song of Contentment) ELDRI LISTAR
30.12.06
Ahh... Mikið hlakkar mig til þegar kílóið af Nóakonfektinu klárast og ég get litið framan í vigtina aftur. Ég stenst ekki kíló af Nóaviðbjóðinum, slíkur nautnaseggur er ég. Og hei!, það má nú veltast um í sykri og fitu í minningu frelsarans. Fór til tengdó á Hvammstanga og las Rokland (sjá Menningarafurðir). Svo erða bara kalkúnn og skaupið (vona það besta en býst við því versta) og svo nýtt ár og einhvern veginn hægt að halda áfram en ekki bara vera á rauðu jólaljósi eins og vill vera. Hér er annar listi, ég er listamaður.

Topp 10 bestu myndirnar sem ÉG SÁ 2005:

1. Sideways
2. Napoleon Dynamite
3. Paha maa
4. Oldboy
5. Walk the line
6. Dig! 
7. Sin City
8. Voksne Mannesker
9. Palindromes
10. Bad Santa

26.12.05
Plötur ársins, plötur ársins. Nú eru allir að velja plötur ársins. Ég get auðvitað ekki verið minni maður og hérna koma því PLÖTUR ÁRSINS AÐ MÍNU MATI!

                      Íslenskar
                         1 Trabant - Emotional
                         2 Sigur Rós - Takk
                         3 Emilíana Torrini - The Fisherman's woman
                         4 Ég - Plata ársins
                         5 Benni Hemm Hemm - Benni Hemm Hemm
                         6 Kimono - Arctic death ship
                         7 Siggi Ármann - Music for the addicted
                         8 Hjálmar - Hjálmar
                         9 Jeff Who? - Death before Disco
                         10 Hudson Wayne - The battle of the banditos 
                         11 Ampop - My Delusions
                         12 Rass - Andstaða
                         13 Sex Division - Lengi lifi lýðveldið
                         14 Hermigervill - Sleepwork
                         15 Hairdoctor - Shampoo
                         16 Úlpa - Attempted flight by winged men
                         17 Dr. Spock - Dr. Phil
                         18 Seabear - Singing arc ep
                         19 Leaves - The angela test
                         20 Worm is Green - Push play
                         21 Mínusbarði - Strákarnir okkar
                         22 Vax - Oh no 
                         23 Ölvis - The Blue Sound
                         24 Baggalútur - Pabbi þarf að vinna
                         25 Kira Kira - Skotta

                         Erlendar 
                         1 System of a Down - Mezmerize / Hypnotize
                         2 Art Brut - Bang bang rock n roll!
                         3 The White Stripes - Get behind me Satan
                         4 Kaiser Chiefs - Employment
                         5 Paul McCartney - Chaos and creation in the back yard
                         6 Caribou - The Milk of Human Kindness
                         7 Circle - Tulikoira
                         8 Jason Forrest - Shamelessly exciting 
                         9 The Fall - Fall head rolls
                         10 Chemical brothers - Push the button
                         11 Andrew Bird - And the mysterious production of eggs
                         12 Wolfmother - Wolfmother
                         13 Datarock - Datarock
                         14 The Bravery - The Bravery 
                         15 Lightning Bolt - Hyperactive mountain 
                         16 Sons and Daughters - The Replusion Box
                         17 Franz Ferdinand - You Could Have It So Much Better With
                         18 Panico - Subliminal Kill
                         19  Gorillaz - Demon days
                         20 Gruff Rhys - Yr Atal Genhedlaeth
                         21 200 - Viva La Republica
                         22 Stephen Malkmus - Face The Truth
                         23 Black Mountain - Black Mountain
                         24 Beck - Guero
                         25 M.I.A - Arular
---
Annars er ég eiginlega hættur að hlusta á plötur sem heild. Hlustunun er farin í það form að vera á endalausu shuffle, eða maður setur upp pleilista til að taka með í ræktina. Ég nenni þó ekki að ganga svo langt að segja að tími albúmanna sé liðinn. Kannski bara að gullaldarár albúmanna sé liðinn. Það er eflaust slatti af plötum sem maður á eftir að heyra sem kæmust inn á þennan lista. Ég er t.d. nýbúinn að redda mér nýju Deerhoof og er ekki frá því að hún sé nógu góð til að komast á topp 10. En hún kom bara of seint. Er þó búinn að tékka á bæði My Morning Jacket og Sufjan Stevens, sem eru vinælar á svona listum, en er ekki að fíla þær plötur neitt sérstaklega. 
---
Valdi tvennu SOAD af því ég er búinn að hlusta á þessar plötur (sérstaklega þá fyrri) svona 80-100 sinnum í ræktinni. Þetta er magnað stöff til fitubrennslu, vitsmunalegt kraftþungarokk með ádeilutextum. Art Brut minna mig á gamalt enskt stöff eins og TV personalities, Fall og Wire. Ég hlusta nær aldrei á enska texta, en hjá Art Brut eru þeir nógu góðir til að troðast í gegn. Kaiser Chiefs eru framlenging á Blur og Pulp. Gott stöff. Paul McCartney er Paul McCartney og White Stripes White Stripes. Halda sínu.
---
Ekkert meistaraverk kom út á Íslandi í fyrra, en Trabant er besta platan – hressandi slísí og subbuleg. Emilíana er mjög góð konu- og kertaljósaplata og Sigur Rós toppa ( ) en ekki ÁB. Singapore Sling kom of seint út til að sleppa á þennan lista. Alveg topp 10 material samt. 

24.12.05


Kæru vinir! Gleðileg jól!

23.12.05
Ekki spurning, þetta er hugheilasti dagur í heimi...

21.12.05
Jamm... Popppunktur bara búinn og Milljónamæringar sigurvegarar. Frekar óvænt svona, þeir duttu jú út á móti Rúnna Júl í 8-liða keppni fyrstu seríunnar, en svona er þetta: Allt mögulegt í PP. Enginn Tónlistarþáttur fyrr en 8. janúar og engin ástæða til annars er maður sé bara í jóla tzjilli. Skýt hérna að Topp fimm sem er kominn á gjalddaga:


Skakkamanage - Christmas del sol: Þriggja laga jóladiskurinn "Nýju jólalögin" lá í lúgunni og kom jólastuðinu af stað. Ég býð spenntur eftir plötu frá Skakka.


Singapore Sling - Song for the dead: Taste the blood of... er sjölaga kröflugos í rokkhól Sling en þar hefur eldvirknin sjaldan verið jafn mikil. Þetta er magnað byrjunarlagið og minnir á Scientists á plötunni Human Jukebox. Sling í skóinn!


Jerry Yester and Judy Henske - Snowblind: Jerry var í Lovin Spoonful (frábært band) en Judy er trúbbi. Þau voru hjón. Þetta lag er ofsa gott. Af "Farewell Aldebaran" 1969 sem á sér nýtt líf eftir að hafa verið þöguð í hel bakk inðe olddeys. Frank Zappa gaf út.


Frogs - Here comes santa's pussy: Þessir voru svaka flipp með hommabrandara. Sá þá í CBGBs sirka 1990. Voru í balletdressi með vængi á bakinu og eitthvað. Smá jólagrín hér! Platan "It's only right and natural" er meistaraverkið þeirra.


New Buffalo - I've Got You and You've Got Me (Song of Contentment): Sólóband Sally Seltman frá Melbourne. Af plötunni The Last Beautiful day. Kengúrukrútt. Nammi namm. 

19.12.05
Rúv tekur Extras til sýninga. Gaman!
---
Borat er að gera allt vitlaust í Kasekstan. Las það í DV. Líka að það sé á leiðinni heil mynd um meistarann. Tja, myndin um Ali G var náttúrlega slöpp, en vonum það besta með Borat. Hann er nú eiginlega fyndnari en Ali hvort sem er. Algjör snilld. Kasekstan woman only make love to buttom.
---
Las það líka að Séra Flóki sé enn og aftur með leiðindi. Nú er hann að segja 6 ára börnunum að jólasveinninn sé ekki til. Nokkuð fyndið komandi frá manni sem er í fullri vinnu við að plögga gömlum hulduverum frá miðausturlöndum.

17.12.05
Í gær heyrði ég svaka bransasögu af einhverjum Óla partýpítsu, þáverandi kærustu hans Helgu Möller (ég kemst í hátíðarskap, þótt úti séu snjór og krap), JFM og þáverandi kærustu hans, leikkonunni Önnu Björns. Sagan gerist í LA sirka 1976 og við sögu koma kókaín, sundlaug við LA-villu, stigi í sömu villu og kvenmannssköp. Pönslænið er "...og þá varð Möllan alveg brjáluð!" Mjög góð saga! Mér skilst að Rassi prump, unnusta hans og Davíð Þór píanóséní hafi haft þessa sögu til grundvallar gjörningi sem þau fluttu í Klink og Bank á dögunum. Voru víst öll allsber. Hvar var DV eiginlega? 
---
Ég heyrði líka sögu af ónefndum forstjóra ónefnds flugfélags sem kýs að vera til ama og leiðinda þegar hann flýgur á milli landa – drullufullur og böggandi farþega. Þegar skjálfandi flugfreyjurnar ætla að segja sínum manni til syndanna er hann með svörin á reiðum höndum: "Á'ðetta – má'ðetta".
---
Gaman að þessum nýríku hálfvitum! Í staðinn fyrir Kallakaffi hvernig væri nú að einhver skrifaði þætti um þennan nýja aðal landsins? Þættirnir gætu verið í stíl við Sopranos. Kannski maður neyðist til að skrifa þetta skjálfur ef enginn annar ætlar að gera það.
---
365 vinnur aldrei stríðið með svona lélegum útburði. Vegir blaðbera Fréttablaðsins og DV eru algjörlega órannsakanlegir. Oftast dettur þetta ekki inn fyrr en um hádegi. Stundum á kvöldin. Stundum kemur ekki neitt. Stundum kemur Fbl en ekki DV. Stundum DV en ekki Fbl. Ég er fjölmiðlasikk og gerðist því áskrifandi að Mbl til að fá fokkings blað á morgnanna. Mbl kemur ALLTAF fyrir kl. sjö. Ef Fbl og DV kæmu ALLTAF fyrir kl. sjö þyrfti ég ekki að vera áskrifandi að Mbl. Sé það samt ekki gerast. Kannski lagast þetta þegar góðærið er búið. Þá nennir kannski einhver með fullu viti að bera út fyrir þau lúsalaun sem 365 eru að bjóða.

15.12.05
Það er áberandi hvað allir eru góðir núna. Til dæmis þessi sem gaf Unicef 21 millur (og fékk í staðinn ómalað verk eftir Hallgrím Helgason). Og svo erða náttúrlega Einar Örn, sem er búinn að slá í gegn með uppboðinu sínu. Sjálfur á ég hæsta boð eins og er í Simpsons dvd-pakka 1&2 hjá honum en einhver Hjalti gæti reynst skeinuhættur. En þetta eru vissulega tímar til að vera góður. Í janúar er hægt að vera vondur og eigingjarn aftur. Eða ekki.
---
Ætli jólaskapið komi nokkuð fyrr en bara á aðfangadag? Þessi jólalagasúpa sem allsstaðar gutlar er nú ekkert að virka á mig. En hér er smá ókeypis jólastöff: Sufjan Stevens er með maníu. Auk þess að demba út plötum ótt og títt gerði hann jólaplötur sem liggja frítt á netinu í Zip-fælum. Hér má hlaða því inn. Hér er svo skemmtileg síða með fullt af ókeypis tölvupoppi. Í discographiunni má t.d. hlaða niður 8 jólalögum (plötunni The 8bits of Christmas).
---
Hér er Rolling Stones túrinn. Verður maður ekki að sjá þessar kempur? Koma varla hingað eins og ég var að röfla um. Það stóð víst svaka tæpt, þeir voru næstum búnir að kýla á Ísland þann 6 júní en tóku Bergen fram yfir á síðustu stundu. Þetta segja mér heimildarmenn í bransanum. En þá verður maður bara að leggja fót undir land, t.d. á Wembley í ágúst. 
---
Hef verið að lesa STEINARNIR TALA sem Biggi þýddi. Mjög gott stöff, skildueign rollinga og rokkara myndi ég halda. Annars fullt af álitlegum rokkbókum núna. Maður þarf að lesa rokksögubók Tomma Tomm, Pétur Poppara e. Hreinsson, Hr. Rokk og þessa Lennon bók. Greinilega margir sem veðja á rokkbækur í ár sem er gott.

13.12.05
Þá er það lýðnum ljóst: Milljónamæringarnir og Geirfuglarnir keppa í síðasta Popppunkti í heimi á sunnudaginn. Það ætti að verða almagnaður leikur.
---
Dagur B Eggertsson er genginn í Samfylkinguna. Vá æðislegt.
---
Jón Baldvin Hannibalsson ætlar kannski að taka þátt í stjórnmálum aftur. Vá æðislegt.
---
Ónefndur maður á Toyotu skipti um rúðuþurrkur í morgun. Vá æðislegt.
---
Það er ekki baun í bala í fréttum. En ég var reyndar að kaupa baunir áðan (malaðar - Morgungull frá Kaffi Tár, fjórmælalaust besta kaffið, tekur Starbucks í nefið) og ég á líka bala (bláan).
---
Ef mig vantaði listamannsnafn í eitthvað hliðarverkefni myndi ég taka upp nafnið Donald Fuck. Tja, dáldið barnalegt reyndar.
---
Er ekki stórhættulegt fyrir fólk sem þjáist af ofsóknaræði að vera með email? Ég var t.d. núna að fá ruslpóst frá Lalita Duguay með subjektinu "Uncle Bashing". Í póstinum stóð:

CIALIS 30 PILLS - $169.99
VIAGRA 30 PILLS - $134.99
VALIUM 30 PILLS - $85.99
XANAX 30 PILLS - $123.99
SOMA 30 PILLS - $75.99

Er ekki hægðarleikur að túlka þetta sem skilaboð frá geimverum eða CIA?

12.12.05
Ágætt að byrja mánudaginn og vikuna á ægihressum Topp fimm:


Lydia Lunch & Die Haut - Der karibische Western: Á fyrri helmingi 9. áratugar var Lydia Lunch mikil draumakona í hugum óframfærinna nýbylgjurokkara. Hún helti olíu á eldinn með að leika í nokkrum listrænum klámmyndum. Hún vann með allskyns liði, þ.á.m. Die Haut frá Berlin sem unnu líka með Nick Cave og ýmsu liði. Ein besta niðurstaðan var þetta frábæra lag sem kom út á tólf tommu 1982.


Mogollar - Eastern love: Tyrkneska sixtís rokkið er stórskemmtileg samsuðu tveggja menningarheima. Bítlabít með miðausturlandakeim og allir í stuði! Mogollar voru meðal stærstu hetjanna og eru enn að! Þetta stöff má t.d. kanna á safnplötunum "Love, Peace and Poetry: Turkey" og "Turkish Delights - 26 Ultrararities from Beyond the Sea of Marmara".


Mavi Isiklar - Kanamam: Meira tyrkjabít – Hvernig er hægt að slá hendinni á móti svona glæsilegri hljómsveit!


My Morning Jacket - Off the record: Fólk er alveg að farast yfir nýjustu plötu þessara vina Dave Grohls, "Z", svo ég varð náttúrlega að athuga málið og sei sei: Jú jú, þetta er bara nokkuð fínt stöff. Svona kántrí Flaming Lips eða eitthvað...


The Chills - I Love My Leather Jacket: Nýsjálenskt og poppgott frá eitísinu. Nú má lesa heljarinnar grein um Nýsjálenska stöffið á Rjómanum, hinu íslenska Pitchforkmedia, sem er vissulega virðingarvert framtak og allt það. Endilega þó að muna að þegar maður skrifar um tónlist þá á maður ekki að vera í sama fíling og þegar maður skrifar ritgerð í Háskólanum. Eða það finnst mér allavega. Semsagt: Meira rokk, minni leiðindi! Svo var nú kannski óþarfi að stela nafninu frá Sýrðum rjóma (nema þetta sé tribjút?) – það hefði t.d. verið hægt að kalla þetta Ostinn, Fjörmjólkina eða Jógúrtið.

---
Tuð úr ranni fortíðar hér: