05.10.10

Ég er sallarólegur og hef enga þörf fyrir að æsa mig á Austurvelli, sorrí. Held líka að það sé enginn skárri í augnablikinu en Steingrímur og Jóhanna og þetta lið, þótt auðvitað mættu þau vera miklu duglegri í peppdeildinni og allt upp á borðinu-deildinni. Og þó, kannski er fullt af ógeðslega kúl og kláru fólki - svona álíka æðislegu og því sem samdi Rannsóknarskýrsluna (sem virðist vera eina fólkið á landinu, sem almenn sátt ríkir um að sé klárt og kúl) - sem Ólafur Ragnar gæti skipað í utanflokkastjórn og þá yrði allt rosa æðislegt og allir fengu allt sem þeir vildu. Svoleiðis fólk væri allavega laust við þann inngróna aumingjaskap og spillingarfnyk sem leggur um alla fjórflokka. 

Fúlt samt að það eigi að skella á einni massífri kryppu núna - eins og mér sýnist vera málið. Ég var ekkert að spá í þessu í minni Pollýönnu, en svo fyrir svona viku fór allt í einu að læðast að manni sá grunur að það væru "erfiðir tímar framanundan". Kvíðahnútur hnýttur á fréttastöðvum. Ég hélt satt að segja að kryppan væri að klárast, eða allavega að bráðum gætum við farið að "horfða til himins". 

Hvað á að gera? Þola vondu tíðina og bíða spenntur eftir því að Bauhaus opni og til hugarangurs lesa sér daglega til um hvað ríkukarlarnir eru enn að græða mikið þrátt fyrir allt og fá afskrifað – eða erða bara bylting á Ísland? Og hvernig bylting þá? Eitt massíft fokk off til hinna auðvaldsknúnu Vesturlandanna og allra helvítis ríkukarlanna, sem "við" skuldum pening og fá þá í staðinn "Kúbu norðursins". Vinir Ólafs Ragnars kæmu sterkir inn og það yrðu endalausir Rússneskir og Kínverskir dagar í Hagkaupum. Ööömmm.

En mótmælin, já.

"Nú vilja Sjálfstæðismenn fá sitt "vanhæf ríkisstjórn" móment og vera með smá byltingu. Hvað varð um "kommúnistapakkið"? - segir einn á FB og annar bættir við "að sjá Óla Björn Kárason varaþingmann Þorgerðar Katrínar tromma á tóma N1 olíutunnu skapar nokkrar spurningar."

Myndin hér að ofan sýnir enmitt Óla Björn Kárason, bráttumann alþýðunnar, í grengjandi stuði að mótmæla. Er hann hæfari en einhver annar að tosa þjóðina á hárinu upp úr rústunum? Hvernig er það annars með þessa blessuðu flokkadrætti - verða þeir alltaf til staðar? Eru þeir ekki ástæða þess að allt situr fast? Flokkadrættirnir í þjóðfélaginu. Fólk er að væla um að "flokkarnir vinni saman" en svo hefur það ekki hugmyndaflug til annars en að flokkadraga sig í drulluna sjálft. Þetta Sjálfsstæðislið er vissulega slepjulega lummó upp til hópa, það er erfitt að halda öðru fram, en verður ekki að hafaða með því a.m.k. 30% þjóðarinnar mun alltaf kjósa þetta? Er það ekki staðreynd að fólk mun skipa sér í hópa að eilífu – við getum kallað það vinstri og hægri. Á að koma öðrum hópnum fyrir á Norðurlandi og hínum á Suðurlandi? Virkar ekki samfélagið þegar bestu element þessara tveggja hópa vinna saman? Ég hefði haldið það. 

En annars. Ef mig langar til að stinga hausnum í sandinn þá geri ég það bara. Tek hann kannski upp þegar ég heyri óm af lausnum og hugmyndum en ekki í eggi að smallast á gömlu steinhúsi. Kannski verður fjölmiðlalaus dagur í dag.
---

Hvíta bókin hans Einars Más var á frábæru tilboði á lagersölu Forlagsins, en ég keypti hana ekki því ég er kominn með kryppuofnæmi. Nenn'enni ekki lengur. Ég tók algjört kast á Einari Má einu sinni. Fannst ljóðabókin hans Er nokkur í Kórónafötum hér inni svo æðisleg að ég eyddi heilum degi (25.05.1982) í að "endurvélrita" og hefta hana saman blaðsíðu fyrir blaðsíðu. Ég á sem sé þessa ljóðabók í einu eintaki. Forsíðan er öðruvísi, svona: 

Þetta er önnur ljóðabókin hans, Gallerí Suðurgötu 7 gaf út 1980. Mér fannst hún bera af, en Sendisveinninn er einmana kom út fyrr sama ár og Róbinson Krúsó snýr aftur kom 1981. Svo kom Riddarar hringstigans 1982 og megameik. Á sama tíma var Einar Kárason í miklu uppáhaldi líka. Ég las Þetta eru asna Guðjón svona þrisvar. Ljóstollur Ólafs Gunnarssonar var líka í miklum metum en Guðbergur Bergsson var líklega í allra mestum metum, gamla æðislega stöffið og alveg að Sögunni af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans. Þar koma fyrir hin frábæru hljómsveitarnöfn Steiktir naflar og Úldinn skítur. Mætti kannski skipa þessa meistara í utanflokkastjórn? Ljóðastjórnin svokallaða.


Án orma - Dansaðu fíflið þitt, dansaðu / Án orma - Ástardraumur
Strákarnir í Án orma voru líka hrifnir af Einari Má og gáfu út tveggja laga plötu 1981 með lögum við texta Einars. Ég þekki því miður ekki sögu Án orma í þaula, eða Amon Ra, fyrirrennara bandsins, en þeir komu allavega frá Austfjörðum og í bandinu voru að minnsta kosti þeir Hörður Bragason og Jón Skuggi, sem skömmu síðar gerðu killembilly garðinn frægann með Oxsmá. Bandið var umvafið dulúð á meðan það starfaði eins og sést á neðangreindri frétt. Ekkert varð því miður af frekari útgáfustarfssemi Án orma fyrirtækisins.

03.10.10

Fór á forsýningu á Buddy Holly söngleikinn í nýuppsjænuðu Austurbæjarbíói. Var bara nokkuð hrifinn. Þetta er 40% sjó, 40% tónleikar og ekki nema svona 20% leikrit. Ingó er mjög traustur í þessu hlutverki, ekki að sjá að hann sé einhver áhugaleikari að stíga sín fyrstu skref, og allir bara helvíti þéttir og góðir, sándið gott á góðu blasti og flutningur mjög fínn. Jói G frábær sem þessi bjánalegi kynnir á síðustu tónleikum Buddys í Iowa, Felix og Björgvin Franz traustir og flottir, já og bara allt dúndur gott, strákarnir sem leika Crickets og stelpurnar og blökkufólkið og bara allir alveg tipp topp. Maður komst alveg í fíling. Dagbjartur (7 ára) kom með og var líka mjög hress með sýninguna.


Þessi tónlist er náttúrlega frábær, sögulega er þetta flest satt og rétt í verkinu (auðvitað allt ýkt og tjúnað til svo það sé flottara á sviði), en ég naut þess reyndar að vera nýbúinn að sjá The Buddy Holly Story, bíómynd frá 1979 með Gary Busey í hlutverki Buddys Hollys. Kannaðist því vel við söguna. Þetta er auðvitað stutt saga því Buddy dó þegar hann var 22 ára. Pældu í því. Búinn að koma miklu í verk samt og það er ekkert svo víst að hann hefði komið sterkur inn í síðara tíma bítl og sýru. Samt aldrei að vita. Buddy var það leitandi og frjór tónlistamaður að það er aldrei að vita nema hann hafi verið með puttann á púlsinum og komið með einhverja æðislega sýrupoppplötu 1967. Ef... ef...? 


(Mynd: Eina LP plata BH & The Crickets)
Buddy lagði línuna fyrir það sem síðar kom. Samdi lögin sjálfur og tók upp, var leikstjóri eigin tónlistarferils, ekki leiksoppur annarra. Það er frábær einfaldleiki í útsetningum sem er svo heillandi við fyrstu verk hans. Og náttúrlega gripið í melódíunum. Bítlarnir voru geðveikir aðdáendur og fengu þá hugmynd að fyrst Buddy gæti samið lög þá gætu þeir það líka. Í upphafi Bítlasögunnar mætti George Martin með lag sem hann hafði þefað uppi og vildi að strákarnir myndu taka upp og gefa út, lagið How Do You Do It? Hann fullyrti að þetta lag væri „Number 1 song“. Hann var ekki að ljúga því eins og kom síðar í ljós (Gerry & the Pacemakers fóru með lagið á toppinn). Bítlarnir létu til leiðast og tóku upp lagið en voru alls ekkert ánægðir með það, fannst það bara ömurlegt og voru auk þess ekkert hrifnir af þeirri hugmynd að gefa út lög eftir aðra (nema þá klassísk lög sem þeir héldu uppá eins og Twist and Shout o.s.frv.). Þeir sannfærðu George Martin um að leggja lagið til hliðar og reyna við annað lag sem John Lennon hafði samið, Please Please Me. The rest is history. Og hverjum er þetta að þakka? Buddy Holly!


Auk þess var Buddy harður í horn að taka. Honum og ýldubelgnum Ed Sullivan sjónvarpsmanni lenti saman. Af Wikipediu

There was another side to Sullivan: he could be very quick to take offense if he felt he had been crossed, and could hold a grudge for a long time. This could unfortunately be seen as a part of his TV personality. Jackie Mason, Bo Diddley, Buddy Holly, and The Doors became intimately familiar with Sullivan's negative side.

On January 26, 1958, for their second appearance on The Ed Sullivan Show, Buddy Holly and the Crickets were scheduled to perform two songs. Sullivan wanted the band to substitute a different song for their record hit "Oh, Boy!", which he felt was too raucous. Holly had already told his hometown friends in Texas that he would be singing "Oh, Boy!" for them, and told Sullivan as much. During the afternoon the Crickets were summoned to rehearsal at short notice, but only Holly was in their dressing room. When asked where the others were, Holly replied, "I don't know. No telling." Sullivan then turned to Holly and said "I guess The Crickets are not too excited to be on The Ed Sullivan Show" to which Holly caustically replied, "I hope they're damn more excited than I am." Sullivan, already bothered by the choice of songs, was now even angrier. He cut the Crickets' act from two songs to one, and when introducing them mispronounced Holly's name, so it came out vaguely as 'Hollered' or "Holland." He also pronounced Holly's backing band as what sounded like "The Picketts". In addition, Sullivan saw to it that the microphone for Holly's electric guitar was turned off. Holly tried to compensate by singing as loudly as he could, and repeatedly trying to turn up the volume on his guitar. For the instrumental break he cut loose with a dramatic solo, making clear to the audience that the technical fault wasn't his. The band was received so well that Sullivan was forced to invite them back for a third appearance. Holly's response was that Sullivan didn't have enough money. Film of the performance survives...

Já og er hér: http://www.youtube.com/watch?v=DIpc2nsYQUs


Svo kom dauðinn með eintóm leiðindi eins og vanalega. Hin unga eiginkona Buddys, María Elena, missti fóstrið svo sonur Buddys er ekki einu sinni á meðal vor. En tónlistin lifir.

Hafi Buddy Holly æði gripið um sig má kafa dýpra.

Remembering Buddy: The Definitive Biography of Buddy Holly e. John Goldrosen og John Goldrosen þykir besta Buddy ævisagan. Hef ekki lesið hana en ætla að gera það.


Og svo er það náttúrlega hin endalega Buddy dýrkunaraðferð: Heimsókn í Buddy Holly Center í Lubbock, Texas. Ef sýningin gengur vel, eins og hún ætti að gera, og peningarnir velta inn í stríðum straumum, hlýtur að vera skroppið þangað með kastið og krjúið þegar sýningum líkur. Ég ætla a.m.k. að skreppa einn daginn! (í sömu ferð og í Graceland, Nashville o.s.frv.)

02.10.10
Það urðu engar náttúruhamfarir. Manngert kerfi ofhitnaði bara vegna massífrar græðgi  og sprakk. Það er verið að tjasla því saman. Það er allavega verið að tjasla einhverju saman. Vonandi einhverju öðru samt. Og hver á að stjórna súpunni? Mér sýnist Sjálfsstæðisflokkur og Framsókn vilja komast að aftur – þeir halda a.m.k. að það sé eftirspurn eftir sér. Þá yrði nú aldeilis friður í samfélaginu. Kosningar? Kommon, það búa bara 315.000 manns hérna. Halda allir að eitthvað kraftaverkafólk sé í felum upp á háalofti? Einhverjir geðveikt frábærir Vilmundar Gylfasonar sem bíða bara eftir að frelsa okkur úr hrammi auðvaldsins og reisa fullkomið land allsnægta og jöfnuðar?
Ég er búinn að fá svo mikið óverdós af þessu endalausa hjakki að ég óskaði þess ekki einu sinni að Ólafur Ragnar fengi egg í hausinn. Hvað er hann samt alltaf að röfla um Kína og Rússland? Eru það ekki axlir hins illa? Sama hvaða gott kemur? Allir voða glaðir í hergagnaverksmiðjunni í Sandgerði? Dorrit góð samt. Ég trúi því ekki að hún sé orðin sextug.
Samt lýsandi fyrir allt og allt að eymingja presturinn sem enginn veit hver er, frænka hans Eiríks Jónssonar, fengi egg í hausinn, en ekki aðalgaurarnir. Er það ekki alltaf þannig? Svo kom hreinsunardeildin á bullandi yfirvinnutaxta og allt búið í bili. 
Ég vil helst hlusta á þá sem tala í lausnum. Ekki opna á ykkur kjaftinn nema það fylgi lausn á vandamálinu. Nenni ekki þessu endalausa allir æpandi og gólandi, forsetinn gerandi eitt, ríkisstjórnin annað, stjórnarandstaða í kasti, allt brjálað og geðveikt. Allir þusandi og vælandi og hrópandi bandbrjálaðir í heimtufrekju og blindu á eigin mistök og lesti. Það þarf að koma sér niður á sameiginleg markmið og stefna svo þangað. Þegar hjakkið er orðið óbærilegt slekk ég bara í anda Geðorðanna, sem ég þreytist ekki á að tönglast á - #6 er klassík. Ooo, það er svo gott að slökkva.
Vikuleg sjónvarpsútsending þar sem Jóhanna og Steingrímur (því við höfum ekkert skárra lýðræðiskjörið eins og er) færu yfir stöðuna og peppuðu upp mannskapinn væri strax eitthvað. Helst samt eitthvað annað fólk en þau. Það er farið að fylgja þeim kvíðahnútur. Pepp er gott. Því glasið er alltaf hálft – þetta er alltaf bara spurning um það hvort þér finnist það hálf fullt eða hálf tómt (svo gripið sé til klisjulegra samlíkinga). Katrín Jakobs er náttúrlega bæði lífleg og hress og væri fullkomin í pepp. Peppmálaráðherra Íslands. Hún var dj hjá Gústa Boga í gær í Hinu opinbera (þú getur hlustað á dj Kötu hér) og var bara svaka kúl, spilaði töff stöff og var flott. Hún er sko menntamálaráðherrann minn. Þetta segi ég án þess að ég sé eitthvað á leiðinni að sjúga af opinberum spenum. Sótti ekki einu sinni um Listamannalaun, en síðast séns til þess var í gær. 
Mér fyndist það líka dáldið flott ef Barack Obama kæmi hingað í heimsókn. Öndergránd blaðið Mogginn greindi frá í gær að Jóhanna hefði boðið honum. Ég myndi mæta með börnin og veifa fána þegar bílalestin færi hjá. Nei, í alvöru. Maður verður að hafa eitthvað.
---

Stubbi og Stuðkarlarnir - Ég er táningur
Stubbi og Stuðkarlarnir var eitt af þessum frábærlega hallærislegu böndum sem Stúdíó Bimbó á Akureyri gaf út örlí 80s. Bandið var held ég frá Siglufirði. Aðalmennirnir voru Stubbi (Kristbjörn Bjarnason) og Leó Ólason sem samdi bæði lögin á smáskífunni sem kom út 1983. A-hliðin, Með kveðju til þín, er Geirmundarleg ballaða, en B-hliðin, Ég er táningur, er skemmtilegt stuðpopp. Ekki síst fer trommuheilinn "Þrusi" á kostum. Tímarit.is gefur ekki mikið uppi um þetta dæmi. Einn dóm fann ég þó, neikvæðann mjög eftir Braga Ólafsson í Tímanum, frá 1983. 

01.10.10

Kvöldstundin með Frímanni Gunnarssyni var frábær í Háskólabíói á miðvikudagskvöldið. Mikilfenglegt var að vera í nálægð við Klovn-karlanna, enda Klovn svo geðveik snilld. Frank fór með gamanmál á ensku og var ekkert svo ægilega fyndinn. Óvanur því að grínast á ensku og kannski of fullur. Hjartaknúsarinn Casper Christiansen kom í settið, en þeir voru ekkert ægilega skemmtilegir þar heldur. Svo kom Jón Gnarr og var á ensku sem var dáldið asnalegt. Hann hefur náttúrlega ekki haft tíma til að endurnýja atriðið sitt sökum anna við annað svo hann var mest með stöff sem ég hafði heyrt á Söguloftinu í Borgarnesi, nema bara á ensku. Fyrir hlé var aðalstöffið. Ari Eldjárn svoleiðis geðveikt góður og Friðrik Friðriksson brá sér í hlutverk Dr. Jóns Jóns Jónssonar, ömurlegs grínara, sem var frábærlega fyndinn. Ég hélt ég myndi pissa á mig. Finnski karlinn var góður en norska stelpan ekkert svo. Gunnar Hansson sem Frímann var svo náttúrlega algjörlega meiriháttar. Mjög fínt allt saman og ógeðslega gaman!
---
Finnski grínistinn, André Wickström, talaði um dvöl sína á Íslandi. Hann var skiljanlega óánægður með Bláa lónið. Borgaði 4500 kall ofan í en tók eftir því að þeir sem voru með íslensk kort (s.s. þeir sem eru íslenskir) þurfa "bara" að borga 1500 kall. Helvítis rasismi, hvæsti hann sármóðgaður. Sagðist þó hafa náð sér niður á lóninu með því að skíta í það. Þetta er auðvitað ömurleg framkoma hjá Bláa að láta svona. Hvað þurfa þeir eiginlega að græða mikið á þessu lóni sínu? Mér dettur ekki í hug að fara þarna og ekki heldur þótt ég sé með útlendinga. Segi þeim að þarna sé stundaður rasismi og að þetta sé okur túristagildra dauðans. Miklu meira fútt bara að fara í einhverja af þessum æðisgengnu sundlaugum sem við eigum. Samskonar mismunun á sér stað hjá öðrum túristafyrirtækjum. Það kostar meira í hvalaskoðun ef maður er útlendingur heldur en ef maður er Íslendingur. Þetta er náttúrlega niðurlægjandi rugl. Er þetta ímyndin sem útlendingar eiga að hafa af Íslendingum? Okrandi smásálir sem gera vel við "sitt fólk"? Fólk á að skammast sín, verðleggja sig á sanngjörnu verði og því sama fyrir alla. Hvað eruði að spá?
---
Nýja ókeypis vikublaðið FRÉTTATÍMINN kemur í fyrsta skipti út í dag. Ég skrifa í blaðið, er með neytendahorn (Umboðsmaður neytanda) og skrifa plötudóma í örskeitastíl. Þetta vinnur saman, Okursíðan og hornið í blaðinu. Svo endilega dælið á mig okurdæmum og neytendapælingum. Þar sem sellát samningur minn við Iceland Express rennur ekki út fyrr en um áramótin er ég vanhæfur til að fjalla um flug að sinni.
---

Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar - Allt er eitthvað
Sólstrandargæjinn Jónas Sig sendir nú frá sér síngúl nr. 2, sem jafnframt er titillag tilvonandi plötu "Allt er eitthvað". Diskurinn ku vera „heilmikið ferðalag“ og Jónas og Ritvélarnar bjóða áhugasömum að koma með og taka þátt í því ferðalagi með þeim í (ný-uppgerðu) Tjarnarbíói þann 12. Október. (tengill á giggið). Spennandi!
---

Benny Crespo's Gang - Night Time
Nýtt og sneddí lag með Benny. Lovísa syngur. Sendingin kom með fréttó: Hljómsveitin Benny Crespo's Gang hefur sent frá sér lagið Night Time. Lagið er það fyrsta sem sveitin gefur frá sér af nýrri plötu sem hún vinnur hörðum höndum að um þesssar mundir en aðdáendur sveitarinnar hafa beðið spenntir eftir nýju efni frá sveitinni frá því að hún gaf út samnefnda plötu árið 2007.
Lagið er sungið af söngkonu sveitarinnar, Lovísu, en hún er kannski betur þekkt undir listamanns nafninu Lay Low. Í þessu lagi er undirspilið frábrugðið því sem aðdáendur Lay Low eiga að venjast en það sem einkennir lagið er taktfastur trommuleikur, skemmtilegt samspil gítars, bassa, hljóðgerfla og grípandi söngmelódíu.
Fyrsta plata sveitarinnar, sem kom út árið 2007 innihélt rokkaða, taktskipta og nokkuð flókna tónlist, sem minnir á ,,prog”-risa 8. áratugarins að viðbættum ferskum og nýjum vindum. Meðvitund um fortíðina í tónlist, frjó hugsun, áhugi og kraftur einkennir Benny Crespo´s Gang, að viðbættum hæfileikum liðsmanna sveitarinnar.

29.08.10

(mynd: Tóti Leifs)
Nú sýnist mörgum eitt og annað um hitt og þetta, aðallega þó þetta með Why try Haarde og það. Ýmsir taka trylling á Facebook og eru svekktir og sárir að fleiri svefnhaugar hafi ekki verið leiddir upp að gálganum, vilja kosningar til að fá einhverja nýja sem geta þá væntanlega tuddast á „okkur“ líka, enda sama rassgatið undir þessu öllu þegar til kastanna kemur – er það ekki? Margir eru sárir og svekktir og sumir eru orðnir svo brjálaðir að það fossar út úr þeim gallið, helst það að Íslendingar séu upp til hópa djöfulsins drullusokkar og fávitar og skríll og væli væli væl. Þeir sem láta svona eru líklega í mestri skuldasúpunni. Ég væri líka brjálaður ef ég skuldaði tvöhundruð milljónir fyrir 30 milljón krónu bjálkahús og sautján fyrir pallbíl, sem kostaði sex og er alltaf með tóman pallinn og kemst hvergi í bílastæði. Í safnhaugi leiðindanna fann ég eitt gullkorn, sem datt í kommenti frá Guðveigu Eyglóardóttir, þeirrar sömu og rak veitingastaðinn Halastjörnuna og kom fram undir kántrínafninu Guðveig Take me Home á síðustu öld. Full ástæða er til að taka undir þetta með henni: „Mér er farið að líða eins og barni á leikskóla þar sem allir leikskólakennararnir eru á LSD og mamma og pabbi eigi aldrei eftir að sækja mig.“
---

Pálmi Gunnarsson - Þorparinn (vinsamlegast hækkaðu í botn!)
Hinn frábæri Pálmi Gunnarsson er sextugur í dag. Til hamingju með það! Pálmi hefur auðvitað sungið haugana af frábærum lögum og er snilldar bassaleikari. Af mörgum góðum lögum þá fer ég í mesta stuðið við að heyra Þorparann (kom upphaflega út á sólóplötu Magga Eiríks, Smámyndir, 1982). Það er frábært þegar þetta lag kemur í útvarpinu þegar ég er undir stýri. Þá hækka ég allt í botn og skrúfa niður rúðuna. Bónus: Dubstep Remix útgáfa Terrordisco af laginu.
---

Jóhann Jóhannsson - Pods
Jói í Hallgrímskirkju á föstudagskvöldið! Lagið hérna Pods er af and in the endless pause there came the sound of bees. Fréttóið er svona: Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík og 12 Tónum er það sannur heiður að kynna stórtónleika með Jóhanni Jóhannsyni, sem haldnir verða í Hallgrímskirkju föstudagskvöldið 1. október næstkomandi. Þetta verða fyrstu tónleikar Jóhanns á Íslandi í fjögur ár, en hann hefur verið að gera það gott á erlendri grundu að undanförnu.
Jóhann verður ekki einn síns liðs á tónleikunum því hann mun hafa fimm manna hljómsveit sér til halds og trausts. Hana skipa þau Matthías Hemstock á slagverk, Una Sveinbjarnardóttir og Gréta Guðnadóttir á fiðlur, Guðmundur Kristmundsson á víólu og Hrafnkell Egilsson sellóleikari.
Á tónleikunum mun sveitin spila tónlist af þremur plötum Jóhanns; Englabörnum, Fordlandia og IBM 1401, a User's Manual, í bland við nýtt efni sem enn hefur ekki komið út.
Þá mun Magnús Helgason jafnframt sýna kvikmyndir sem hann hefur gert sérstaklega við tónlistina, en Magnús er yfirleitt með sveitinni þegar hún leikur á tónleikum erlendis. Kvikmyndir Magnúsar hafa ekki verið sýndar áður á Íslandi.
Í lok síðasta árs kom út hljómplata Jóhanns “and in the endless pause there came the sound of bees” hjá 12 Tónum og í apríl var hún gefin út hjá Type útgáfunni um allan heim. Hljómplatan inniheldur tónlist úr kvikmyndinni Varmints sem hefur fengið fjölda verðlauna og var m.a. tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Tónlistin sjálf hefur fengið verðlaun á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum og Japan.
Fyrri plötur Jóhanns hafa fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum og var Fordlandia til dæmis víða á listum yfir bestu plötur ársins 2008. Auk þess fékk platan Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötuna í flokki sígildrar- og samtímatónlistar.
Miðasala á tónleikana fer fram í verslun Eymundsson, Austurstræti, á riff.is og í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Miðaverð er 2.500 kr. en 2.000 fyrir passahafa RIFF.


Daisy Hill Puppy Farm - Speedball
Jóhann var sem kunnugt er í hinni æðsigengnu Daisy Hill Puppy Farm. Erðanúmúsík og Lakeland (sama settöpp og gaf út Goð) gaf út 4-laga EP plötu Daisy árið 1988. Ógeðslega gott stöff, frægast var kóverið af Blondie laginu Heart of Glass – ég man enn eftir þeirri unaðstilfinningu sem streymdi um mig þegar ég lá á bakinu í B&B í London 1988 og John Peel spilaði lagið í útvarpinu – en þrjú frumsömdu lögin voru hvert öðru betra. Jói var orðinn einn í bandinu á endanum og önnur 4 laga plata, Spraycan 12", kom út 1989. Ég fann þessa frábæru mynd af vintage Daisy Hill í skólablaði MH frá því 1988. 
---
vol. #1:

(Sirkus/Fbl. 04.05.2007)

28.09.10
Iceland Airwaves er næstum því yfirþyrmandi frábær í ár, enda er orðið uppselt. Þarna eru haugarnir af böndum, mörgum sem maður hefur aldrei heyrt minnst á áður. Maður þarf að hafa einhverja yfirsýn á þetta, svo nú hefi ég, þriðja árið í röð, búið til AIRWAVES FITUBRENNSLU MIX. Þannig geturðu hlustað á böndin á Airwaves á meðan þú brennir af þér fitu. Þú einfaldlega halar niður skjalinu, setur það í spilarann þinn, spilar það og hreyfir þig í takt (á þrekstiga, hlaupabretti, o.s.frv.) Þetta er hávísindalega hannað fyrir hámarks fitubrennslu. Það eru reyndar bara erlend bönd í þessu mixi, enda af svo hrottalega miklu að taka. Svo án frekari formála: 


AIRWAVES FITUBRENNSLA 2010
1. Harrys Gym – Attic
2. LCMDF – Something Golden
3. Crocodiles – Summer of Hate
4. Mondkopf – La dame en bleu
5. Robyn – Dancing On My Own
6. Neon  Indian – Deadbeat Summer
7. Bombay Bicycle Club – Always like this (James Rutledge Remix)
8. Rival Consoles – Arp
9. Think about Life – Set you on fire
10. Diamond Rings – Show me your stuff
11. Alex Metric – Discotron
12. Hurts – Better Than Love (LightsoverLA Remix)
13. The Amplifetes – It's my life
14. Dominique Young Unique – Show my ass
15. Slagsmålsklubben – Övningsköra
16. Spleen United – Suburbia
17. Film – Berlin (NTEIBINT Remix)
18. Chateau Marmont – Beagle
19. The Joy Formidable – Popinjay
20. Factory Floor – Lying
21. Silver Columns - Cavalier
22. Dan Deacon – The Crystal Cat
23. Everything Everything – Qwerty Finger
24. Oh No Ono - Ba Ba Baba Ba Ba Well Anyway
25. Jaakko & Jay – Equalizer
26. The Vandelles – California Killer
27. Toro Y Moi – Leave Everywhere
28. Tunng – Take
29. Timber Timbre – Magic arrow
30. The Antlers – Two

En hvað er svo best? Sko, ég ætla ekki að missa af Timber Timbre, sem ég varð alveg húkkt á eftir að heyra lag með bandinu í Breaking Bad. Þetta er alveg frábær plata með þeim, sú nýjasta, sem heitir eins og bandið, Timber Timbre. Það verður gaman að sjá þetta læf (kl. 19.30 laugardaginn 16. okt í Listasafninu). Svo er bara allt vaðandi í spennandi stöffi þarna sem maður getur dottið inn á. Til dæmis eru tvö svona töffara bönd, a la Singapore Sling/Jesus &The Mary Chain, að spila, Crocodiles og The Vandelles - bæði bandarísk og mjög fín. Neon Indian, Diamond Rings og Toro Y Moi eru spennandi listamenn og hljómsveitin Tunng er góð. Svo ekki sé talað um öll íslensku böndin sem eru hvort öðru meira spennandi. Sem sé, hátíð í bæ komming öpp.
---

Vert er að minna á kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni og gestum, sem fer fram í Háskólabíói á miðvikudagskvöldið. Ég skil ekki af hverju það er ekki fyrir löngu orðið uppselt á þetta. Er almenningur í tómu rugli hérna? Ég og Lufsan ætlum allavega að mæta og sjá Frímann, Hvam, Gnarr og allskonar annað grínlið, sem ég hef aldrei heyrt um áður en er örugglega frábært, fara á kostum. Verð reyndar að viðurkenna þá óhæfu upp á mig að hafa ekki séð Frímanns-þættina sem nú er byrjað að sýna á Stöð 2. Þegar ég var að vinna á Fbl fékk maður að kaupa alpakka á allar stöðvarnar fyrir skít á priki, en nú þarf ég að borga einhvern 7000 kall á mánuði bara fyrir Stöð 2 (og Bíórásina sem maður horfir aldrei á). Ég er auðvitað ekki að gera mikið fyrir frábæra íslenska dagskrárgerð með því að tíma ekki að kaupa áskrift. Ég eiginlega drulluskammast mín fyrir þetta. Sé þó fyrir mér að hlaupa beint út í búð þegar Frímanns-serían kemur út á dvd og síðan líka þegar Hlemma-videó gerir það, en það er eflaust frábært stöff. 

27.09.10

Við Biggi fórum til Egilsstaða, stungum í samband með Steina í tónlistarskólanum og S. H. Draumur var risinn úr feninu eftir 17 ár. Ég hélt við yrðum eins og gamlir aumingjar með sinaskeiðarbólgu og liðagigt en það var nú öðru nær og eftir fjórar æfingar um helgina er ég ekki í neinum vafa um að S. H. Draumur hefur aldrei verið betri! Þetta var alveg dúndur ferð og við gerðum allt sem er hægt að gera æðislegt á þessum slóðum. Má þar nefna að ganga upp að Fardagafossi, en þar má ganga á bakvið fossinn inn í hellaskúta. Á leiðinni hittum við alþjóðleg ungmenni sem gáfu okkur snúða. Ekki amalegt það.


Við skruppum til Seyðisfjarðar sem eins og er allir vita er einn æðislegasti bær í heimi. Í Skaftfelli eru bestu pítsur austurlands og þótt víðar væri leitað. Við vorum svo stálheppnir að fá guided tour um hús alþýðulistamannsins Geira - Ásgeirs Emilssonar - en hann var mikill meistari, bæjarróni, snillingur og furðufugl. Krakkarnir í listamiðstöðinni Skaftfelli hafa verið að hefja Geira á verðskuldaðan stall í sumar, m.a. með sýningu og útgáfu á bók, en Geiri dó 1999 og skildi eftir sig listmuni sem má finna um allan Seyðisfjörð. Hans forté var að skera út fíngerða stóla úr áldósum. Hann var líka aðdáandi Vigdísar eins og allir almennilegir menn. Hann fékk að búa í þessu litla húsi sem hann gerði að höll sinni og skreytti á alla kanta. Alveg meiriháttar stöff.


Í næsta húsi við okkur þar sem við æfðum er Kiddi og hans landsfræga Videó-fluga. Ég hef vitað um Kidda árum saman en aldrei séð hann fyrr. Hann var í leigunni og í bana stuði. Við vorum bransalegir í spjalli og kom í ljós að hans leiga er líklega sú eina sem enn er rekin í bílskúr. Þegar videóleigurnar byrjuðu fyrst voru þær oft í bílskúrum. Kiddi byrjaði með leiguna 1979 og er því vel sjóaður. Talið barst að hinum ýmsu spólu-tegundum á sokkabandsárum videósins og Kiddi er áhugamaður um þetta og dró fram risastóra V-2000 vél, en V-2000 þótti á tímabili það flottasta, svona eins konar Blu-ray fortíðar. Kiddi eyddi miklum tíma í að reyna að opna tækið og ná spólunni út en allt kom fyrir ekki. Kiddi hefur gerst áskrifandi að Stöð 2 til að sjá Spaugstofuna og Hlemmavideó, sem ætti náttúrlega að höfða til hans. Auk þess kom í ljós að Kiddi hyggst setja á fót samtímasafn í framtíðinni. Topp maður, Kiddi!


Á Egilsstöðum er Café Valný, sem var opið kl. 8 laugardagsmorguninn þegar ég gekk þangað á morgungöngu. Þar fékk ég túnfiskbeiglu og dobble café latté, sem bæði smökkuðust eins og best gerist í erlendum stórborgum. Algjör snilld. Enda fór ég daginn eftir og nú með strákunum og fékk mér það sama. Valný rúls! Þar fyrir utan var sáralítið að ske í bænum og við enduðum á því á laugardagskvöldið að éta ís á bensínstöðinni á næsta borði við unglingagengi. Svo heim að horfa á Saturday Night Fever í sjónvarpinu. Sem sagt, 1986 all over again!


Glott & meistaraflokkur Breiðabliks 1991 - Þetta er Breiðablik!
Við fórum í sund á Seyðisfirði. Það er innilaug og pottar og sauna í kjallara. Allt frekar hrörlegt og meiriháttar. Það var enginn í afgreiðslunni en útvarpið var í gangi og þar voru síðustu mínúturnar að líða í leik Breiðabliks og Stjörnunnar með tilheyrandi fullnægingarstunum íþróttafréttamannsins. Breiðablik Íslandsmeistari! Það var nú mikið! Til hamingju með það og mitt áhugalausa Blikahjarta tekur smá kipp. Ég var alltaf áhugasamari um að safna flöskum en horfa á leikinn þegar maður var á vellinum í eldgamla daga. Svo reyndi ég að verða svona miðaldra karl sem mætir á leiki og er eitthvað að pæla í þessu, en ég bara nennti því ekki eftir nokkur misseri. Þetta er bara ekki nógu merkilegt - sorrí. Íþróttatónlist er að sama skapi gríðarlega ómerkilegt fyrirbæri. Undantekning á því er þessi kassetta sem gefin var út 1991 þegar Breiðablik gat ekki rassgat. Valli í Fræbbblunum var á þessum tíma með hljómsveitina Glott sem gerði þetta lag með leikmönnunum. Það er gaman að þessu! Áfram Breiðablik! Nú þarf QPR bara að fara að taka einhverja titla svo fullkomnum álögum sé létt af því að ég haldi með eintómum lúseraliðum.
---

Original Melody - Cosa Say
Ný plata er að koma út með Original Melody. Bjart og huggulegt íslenskt hip hop, en því miður á ensku. Jæja, fréttatilkynning: 
Original Melody er elsta og jafnframt eina hljómsveit landsins sem býr til hip-hop tónlist
á enskri tungu. Hlómsveitin hefur talið daga sína frá árinu 2000. Áhöfnin samanstendur
af Fonetik Simbol, tónsmiður og DJ hljómsveitarinnar, sem hefur unnið með mönnum
á borð við Chino XL, Sabaac Red, Shawn Jackson, og Blu svo eitthvað sé nefnt. Þrír
rapparar fylgja Fonetik; Immo (1985 aka Ívar Schram), S.cro (1986 aka Ragnar Tómas
Hallgrímsson) og Shape (1987 aka Þór Elíasson).
Hljómsveitin gaf út frumraun sína, Fantastic Four, í apríl 2006 og hefur síðan þá komist
í hóp meðal stæðstu hip-hop sveita landsins. Fantastic Four hlaut prýðis móttökur og
komst lagið Regrets m.a. í spilun hjá sænskri útvarpsstöð undir stjórn tónlistarmannsins
Timbuktu. Þrátt fyrir að frumraun hljómsveitarinnar hafi innihaldið 23 lög hefur Original
Melody nú klárað nýja plötu sem inniheldur 13 lög.
Nýja plata Original Melody ber titilinn Back & Fourth og mun koma út 1. október. Eins
og fram hefur komið inniheldur platan 13 lög. Tvö þeirra bjóða upp á gest að nafni
Þorsteinn Kári en sá hinn sami var fyrsti og upprunalegi söngvari Hjaltalín. Þrátt fyrir
að platan sé ekki enn komin í sölu hefur hún nú þegar vakið mikla lukku en nokkrir
umboðsaðilar og plötufyrirtæki hafa óskað eftir dreifingar - og kynningarétti erlendis.
Original Melody hefur komið fram á yfir hundrað tónleikum. Hljómsveitin hefur hitað upp
fyrir nöfn eins og Raekwon, Afu-Ra, The Pharcyde, Guru úr Gangstarr (RIP), Prozack
Turner og önnur vel þekkt Hip-Hop nöfn. Auk þess hefur bandið komið fram á Iceland
Airwaves síðustu fjögur árin og mun einnig koma fram þar í ár. Til gamans má geta þess
að leikarinn heimsfrægi Harrison Ford lét sjá sig á tónleikum þeirra á Nasa árið 2006.
---
Og meira íslenskt rapp: Rapparinn Ástþór Óðinn hefur varpað fram nýju lagi, Front 2 back

23.09.10
Bolaframleiðendur athugið...

...einn góður sem segir alla söguna. Megið eiga þessa hugmynd.
---

Nasa 14. okt. Skítsæmilegt lænöpp! (Annars er Airwaves lænöppið hér...)
---
Ég birti hér að neðan fyrstu umfjöllunina um Bítlana í íslensku dagblaði. Nú er komið að Rolling Stones. Þetta er úr Vísi 27. febrúar 1964, fyrsta greinin á íslensku um "Hina skoppandi steina":

---
Bítlarnir eru náttúrlega miklu betri en Stóns. Ekki að það þurfi endilega að bera böndin saman, eða að það þjóni einhverjum tilgangi. Ég er að lesa frábæra ævisögu Lemmy úr Motörhead, White Line Fever. Hann er fæddur 1945 og því á rökréttum aldri í Bítlabyltingunni. Um Bítlana og Stóns segir hann m.a.:

Fyrir feitan skammt af bítlakóverum vísa ég á The Better Beatles. Hljómsveit frá Omaha sem starfaði í kringum 1980 og tók postpönkaðar og níhílískar útgáfur af Bítlalögum. Skrýtið!
---
En að allt öðru: Gígjan, hið frábæra lag með Gylfa, Rúnari Þór og Megasi má heyra hér

22.09.10
Hér er ágætis grein um hugsanlega neytendabyltingu á Íslandi. Hér hefur löngum verið níðst á neytendum - okurprísar, geðveikislega ósanngjörn lánakjör, vinnuþrælkun vegna fáránlega lágra lágmarkslauna... Ég held nú að fleiri landsmenn vildu sjá eitthvað gert í þessu heldur en þeir sem eru eitthvað hugsi yfir starfsháttum alþingis, stjórnlagaþingi eða hvað illskiljanlegu leiðindum manni er boðið upp á. Örugglega fleiri sem vildu fá að lifa í sanngjarnara þjóðfélagi, en þeir eru að spá í því hvort Geir og Ingibjörg fái eitt ár skilorðsbundið fyrir aulaskap og sofandahátt. Afhverju þarf Ísland alltaf að vera svona mikið rugl? Eru Íslendingar heimskari en annað fólk? Eitthvað cabin fever í gangi í smæðinni og allir ofan í nærbuxunum á hvorum öðrum? Er það ekki augljóst að fáir hafa það of gott á meðan margir hafa það of skítt? Svokölluð vinstri stjórn ætti að einbeita sér að því að laga þetta, ekki eyða tímanum í stagl um sjálfa sig.
---
Séu tíð næturþvaglát að bögga þig, mæli ég – eins og Ingvi Hrafn – með SagaPro. Ég hef haft óþarfa bögg af pípulögn, tók eina töflu af þessu í gærkvöldi og svaf átta tíma í einum unaðslegum rykk. Ég er eins og nýsleginn túskildingur. Keypti pakkann með 40 töflum í Heilsuhúsinu á 2.250 kr. Kannski var ég að styrkja viðurstyggilegan gróðrapung og kennitöluflakkara með því að versla við Heilsuhúsið, maður hefur bara ekki yfirsýn yfir það hvar er óhætt að versla samviskulega séð. Er t.d. í lagi að versla við Bónus núna eftir að Gamli hætti? Ekki það að ég hafi siðferðisþrek í svona, myndi versla við Hitler Pot Satansson, ef hann byði besta dílinn. Auðvitað lágmarkskrafa í samfélaginu að maður þurfi ekki að elta ólar við þetta. Fari menn á hausinn eiga þeir að fara á hausinn og láta sig hverfa, ekki endurholgast í annarri mynd með hjálp stjórnvalda, eins og einhverjar viðurstyggilegar geimverur í lélegri sci-fi mynd.
---

Þá er GOÐ+ komin í framleiðslu í útlöndum. Eins og sést var ekkert verið að finna upp hjólið framan á umslaginu, reyndar einum plús bætt við. Þetta verður stórfenglegur pakki. Á fyrri diskinum verður meistaraverkið Goð í besta sándi sem um getur. Orri í Slowblow bakaði orginal teipin í ofninum heima hjá sér, svo var þetta stafrænt unnið í himneskan hátíðleika - án þess þó að verða súputeningur - af Aroni Arnarssyni stórsnillingi. Tíu lög af hinum plötunum, álíka trakteraðar, eru á disk 2 – "+" – auk 14 laga af kassettum. 34 lög sem sé samtals. Rúsínan í pylsuendanum er 32 bls bæklingur í algjöru súperleiáti Jóa Kjartans. Við erum að tala um alla söngtextana (þar er allt ilmandi í teenage angst og 80s fyrringu!) og sögulegan texta frá mér og Bigga. Svo allt vaðandi í myndum, plaggötum og límmiðum. Spikfeitur næsari.

S. H. Draumur spilar svo þann 14. okt á Nasa með Ham og fleiri böndum (kannski). Þetta er hluti af Airwaves og enginn kemst inn nema hann borga sig inn á alla hátíðina. Þar sem þetta er svimandi díll spilum við samdægurs nokkur lög í Havarí og áritum kannski plötur. Þetta er ekki allt, því hugmyndin er að taka tvö sérstök GOÐ gigg einhvern tímann fyrir jól, spila GOÐ í heild + annað efni. Einu sinni í Rvk og einu sinni á Akureyri. Nánar auglýst síðar eins og sagt er. Ég og Biggi erum að fara að fljúga til Egilsstaða á föstudaginn og þar verður hamast alla helgina með Steina gítarleikara. Nauðsynlegt að við verðum almennilegir, en ekki eins og gamlir karlpungar sem þjást af næturþvaglátum, þegar við stingum í samband fyrir framan fólk.
---
Amiina heldur útgáfutónleika sína á Nasa í kvöld fyrir plötuna Puzzle. Sin Fang Bous hitar upp og góðir gestir munu kíkja uppá svið. Ég minni á lagið What are we Waiting for sem hér var mp3bloggað um daginn. Meira um giggið hjá Rjómanum.
---

Suicide Coffee - Party People
Egill frændi minn (þessi í miðjunni) á Akureyri er ógeðslega kúl, fílar Stooges og Singapore Sling og er í hljómsveitinni Suicide Coffee. Bandið kemur í bæinn á morgun (fimmtudagskvöld) og spilar á Sódómu Reykjavík ásamt Koi, Markúsi og Saytan (Saytan má heyra í á Rjómanum). Einn rauður inn (Facebook tilkynning um giggið). Suicide Coffee mun án efa hita upp fyrir S. H. Draum þegar/ef við spilum á Græna hattinum, enda þrusu band eins og heyrist á þessu tóndæmi. Kannski maður bregði sér á Sódómu um hánótt, enda eru manni nú allir vegir færir með SagaPro þvaglátstöflurnar upp á vasann. 


Reykjavík! - Kate Bush (læf úr Backyard)

FM Belfast - Underware (læf úr Backyard)
Hér koma tvö ískrandi hress tóndæmi úr myndinni Backyard sem nú um stundir er sýnd í hinu æðislega Bíó paradís. Athugaðu að þú mátt hvorki hlusta á né niðurhala þessum lögum nema þú hafir séð myndina eða ætlir að gera það. Bannað að svindla nema þú viljir fara til niðurhalshelvítis og pínast yfir lögunum Zombie með Cranberries og Doctor Jones með Aqua, sem þar eru spiluð í endalausri lúppu á eyrnablæðandi styrk.

21.09.10
Bíó paradís - nýja listabíóið í gamla Regnboganum - er rosaleg snilld. Brjálæðislega metnaðarfullt að kýla á svona artí-bíó í Lummuvík og það er eiginlega heilög skylda manns að stuðla að því að halda þessu gangandi og mæta a.m.k. einu sinni í viku í bíó. Ég fór þarna loksins í gær á Backyard. Það er fínt dókúment um einn dag 2009 og 7 bönd í góðu stuði í garðinum hjá Árna og Lóu: Borko, múm, Sin Fang Bous, Rvk!, FM Belfast, Hjaltalín og Retro Stefson. Kannski full melló póst-krútt fílingur í gangi framan af (sorrí krakkar að koma með "k"-orðið), en gaman að fá æsta Rvk! til að fokka þessu upp og æsandi FMB-nærbuxnasýningu í lokin. Það verður snilld að sjá þessa mynd árið 2040.
---
Nú eru allir og amma þeirra með tárin í augunum yfir þessu Youtube myndbandi af hlaupagikknum Ben Davis. Hann tók sig á og hljóp af sér spikið. Þetta er ágætlega hvetjandi boðskapur. Það er leiðinlegt að vera feitur, maður verður þunglyndur og allt getur farið í steik. Ef maður vill léttast þá léttist maður bara og lykillinn að því er ótrúlega einfaldur: Borða minna, hreyfa sig meira. Engar töfralausnir, próteinbarir, sjeikar og duft, bara ótrúlega beisik stöff sem virkar. Viljastyrkur er allt sem þarf. Og um hann segir Ben: If you want to do something with your life, if you really want to do it, just do it. I promise that you can. You just have to do it. And when you do, you’ll be happier for it.
---

Sacha Baron (Borat/Brúnó) á að leika Freddie Mercury í væntanlegu bíópikki. Það er ótrúlega rökrétt.
---

Tatarar - Gljúfurbarn / Tatarar - Fimmta boðorðið
Tatarar eru þekktastir fyrir smellinn Dimmar rósir, sem kom út á smáskífu 1969 en var endurvakinn í ótal söngvakeppnum framhaldsskólanna á 10. áratugunum. Bandið gerði þó aðra smáskífu ári síðar með breyttum mannskap. Þar var á ferð gríðarlegt hipparokk með harmrænni textagerð um sorglegt ástand heimsmála. Þetta er sjaldgæf smáskífa sem nauðsynlegt er að draga upp úr glatkistunni. Þegar hér var komið við sögu var Jón "bassi" Ólafsson orðinn aðalsöngvari bandsins, en hann fór síðar í Pelican og starfaði mikið með Pétri Kristjáns. Gestur Guðnason, gítargoðið frá Siglufirði, var einnig genginn í bandið. Gestur er einn af þeim sem má bráðlega sjá á ljósmyndasýningu Pjeturs Geirs Óskarssonar á Kaffi Grand við Frakkastíg (sýningin opnar 2. okt). Pjetur var í Kastljósinu á föstudaginn. Svavar Gests gaf báðar Tatara-plöturnar út og skrifaði liner notes á þungu plötuna 1970:

18.09.10

Í kvöld: Úrslitaleikur Popppunkts: Lights on the Highway - Skriðjöklar í beinni. Þetta er jafnframt 100 þáttur Popppunkts! 83 bönd hafa keppt í Popppunkti frá upphafi! Ég hef búið til litla síðu - POPPPUNKTUR x100 að þessu tilefni. Ekki missa af vinsælasta þætti landsins skv. Capacent!
---

Nei sko! Nýja Popppunkts-spilið – Enn meiri Popppunktur - Íslenska tónlistarspilið – er nú í framleiðslu úti í Kína og kemur til landsins í nóvember. Eins og sjá má lítur það ógeðslega flott út og er geðveikislega skemmtilegt. Eins og gefur að skilja verður það megaplöggað hér á síðunni næstu mánuðina. 

17.09.10
Nenni ekki að velta þessum gjaldeyrisdómi mikið fyrir mér. Mér er þó spurn hvort ég fái endurgreitt fyrir tortúr Renault-b/dílinn. Er það annars eitthvað náttúrulögmál að Íslendingar fái alltaf skítadíl þegar þeir taka lán? Kaupa kannski hús á 30 millur en hafa borgað 300 millur þegar upp er staðið 40 árum síðar (eða eitthvað þaðan af verra). Manni skilst að lánakjör séu mun betri víða annars staðar. Með þessum myntkörfulánum, sem var farið að bjóða upp á í góðærinu, sá fólk loks fram á að þurfa ekki að svíða eins í bakaríið ef það sló lán fyrir einhverju. Þetta átti að vera miklu betri díll, var hamrað á, en þá sá auðvitað enginn fram á að Íslenska efnahagsundrið væri byggt á kviksyndi. Ekki það að fjölmargir slógu auðvitað lán fyrir einhverju algjöru rugli, flottræfilshætti og geðveiki. Er þetta ekki annars það sem við fáum með ESB - mannleg lánakjör en ekki þrælahaldsdíla? Það og danskar kjúklingabringur á fínum prís. Og kannski minni grautarhausargang í almennri stjórnsýslu. Gúdd enöff 4 mí.
---

Empire - Out Of Our Hands
Hin ekki svo ömurlega síða Flick my life gróf upp gamalt plötuumslag sem  Jakob Frímann kom að árið 1974. Þeir á FML eru eðlilega að gantast með lúkkið á liðinu. Fortíð Jakobs kemur sífellt á óvart. Hann virðist hafa verið gríðarlega afkastamikill í London í seventísinu og spilað inn á þessa plötu auk þess að spila með Long John Baldry og svo allt Stuðmannagrínið líka. Ævisaga Jakobs Frímanns, ef hún verður einhvern tímann gerð, verður hnausþykk. Þetta band, Empire, sem Jakob er þarna í, var leitt af Peter Banks, sá hins sama og hafði verið með Gunnari Jökli í The Syn nokkrum árum fyrr. Hann var sem kunnugt er stofnmeðlimur í Yes. Sydney Foxx, hin eggjandi söngkona, var gift Peter á þessum tíma og samstarfið tók víst svo mikið á að þau skyldu. Þessi plata er furðuleg og ekkert sérlega skemmtileg. Ægiprogguð og svo með þessa söngkonu, en söngkonur voru sjaldséðar í progginu, held ég (ekki það að ég þekki progg-söguna vel), hvað þá svona ástríðufullur gellur eins og Frú Foxx. Lengsta lagið heitir Shooting Star, er 12:35 mín í fjórum köflum. Einn kaflanna heitir Iceland on the Rocks, svo eitthvað hefur Jakob getað otað sínum íslenska tota í þessu dæmi. Progghausar hafa skrifað um plötuna hér. Sé Jakobs skammtinum ekki fullnægt í dag má vísa á Bone Symphony videó, en þar er komið allt annað og tölvupoppaðra hljóð í strokkinn. Þarna má sjá njúveif-uppgrýlaða Röggu Gísla fara hamförum á forláta raftrommusetti.


Þetta kom í Lesbók Moggans, 07.07.1963, og er – eftir því sem ég kemst næst – það fyrsta sem skrifað var um The Beatles á Íslandi. Ekki var gamli djassistinn Svavar Gests (aka essg.) ýkja hrifinn af þessu nýja bandi - „Allt að því hjáróma söngur, eilítið falskur á köflum.“ 


The Feelies - Everybody's Got Something To Hide (Except Me And My Monkey)
Þessu þarf náttúrlega að fylgja Bítlalag. Í síðasta Popppunkti var óeðlilega erfið spurnin í flokknum "Apalög" (sem ég hélt auðvitað að enginn myndi velja). Þar var spurt hver tók Everybody's Got Something To Hide (Except Me And My Monkey) af hvíta albúmi Bítlanna á plötunni Crazy Rhythms árið 1980. Þetta vissi vitanlega enginn. Rétt svar er hljómsveitin The Feelies (wiki), sem er frábært band frá New Jersey og gerði þessa frábæru plötu Crazy Rhythms fyrir Stiff útgáfuna 1980. Þetta er klassík og á mínum topp 15 lista. Eftir Crazy Hearts kom ekki næst plata fyrr en 1986, og svo eitthvað fleira dútl, en ekkert hefur verið nærri því eins gott síðan. Bandið hefur staðið í kombakki undanfarin misseri eins og öll alvöru bönd.

16.09.10
ÁHUGASAMIR ATH: „UPPSELT“ Í SAL Á POPPPUNKT LÆF - SORRÍ!
---

Eins og allir vita á Ómar Ragnarsson stórafmæli í dag. Er sjötugur. Ég er auðvitað aðdáandi meistarans eins og allir rétthugsandi Íslendingar. Annað væri sturlun á hæsta stigi. Ómar hefur komið mikið við sögu í blogg-pródjekti mínu, Bítlarnir á íslensku. Það er undarlegt til þess að hugsa að Ómar og John Lennon séu jafn gamlir. Kannski vegna þess að manni finnst Lennon ennþá fertugur eins og þegar hann var skotinn. Ómar grasserar sum sé í Bítlarnir á íslensku pródjektinu og það má hala niður/hlusta á eftirfarandi:

* Ómar Ragnarsson – Karlarnir heyrnalausu (Twist & Shout) af LP 1966 - (til að fyrirbyggja bréf frá besservisserum skal strax tekið fram að ég veit að þetta er ekki Bítlalag, per se!)

* Hljómar - Einn á ferð (Nowhere man) textann gerði Ómar Ragnarsson, Hljómar I LP 1967

* Gamli kagginn (Yellow Submarine) - Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar flytur ásamt Ómari Ragnarssyni. Ómar á sjálfur textann. Upptakan er úr útvarpssal – og var upphaflega flutt í þættinum „Söngur og sunnudagsgrín“ árið 1967. 

* Nútímabörn - Hvenær vöknum við? (We can work it out) – textinn er eftir Ómar Ragnarsson, Nútímabörn LP 1969

* Ómar Ragnarsson – Eitthvað út í loftið (Uncle Albert, Paul McCartney lag) smáskífa 1972, Ómar gerði textann

* Sumargleðin - Ó manstu je je je... – (Bítla-syrpa – textinn eftir Ómar Ragnarsson) Sumargleðin syngur LP 1981

Ekki svo lítið. Auk þess kom Ómar við sögu í öðru blogg-pródjeki sem hét RLPK (Rispaði litli plötu kúbburinn). Þar var boðið upp á b-hliðina af einni af fyrstu plötum Ómars, lögin Bítilæði og Trunt, trunt...korriro. Lagið Bítilæði er eftir Ómar og EP-skífan kom út 1964. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Ómar hefði fyrstur manna byrjað á að kalla Beatles Bítlanna, en ég hef svo sem engar heimildir fyrir því. Þetta er ef til vill eitthvað sem aldrei verður hægt að útkljá. Leiðréttu mig ef þetta er rangt.

15.09.10
Lights on the Highway og Skriðjöklar keppa í úrslitaþættinum af Popppunkti á laugardaginn kl. 19:40. Þetta er jafnframt hundraðasti þáttir Popppunkts. Ég er búinn að telja. Þar sem þetta verður sent út beint vantar okkur áhorfendur í salinn. VILT ÞÚ KOMA Í POPPPUNKT!? Sendu mér þá línu og ég tek frá fyrir þig sæti. Segðu mér bara hvað þig vantar mörg sæti. Fyrstir koma fyrstir fá. Það er ekkert ægilega mikið pláss þarna í stúdíói Sjónvarpsins.
---

Vinýlperrar athugið: Slatti af notuðum og gríðalega vel með förnum vinýl (og reyndar cds líka) til sölu hjá Ara Sigvaldasyni í Fótógrafí verslun hans á Skólavörðustíg 22. Ég rambaði á þetta þegar ég var að fá mér súpu í Noodle station beint á móti og fjárfesti m.a. í Closer með Joy Division og fyrstu plötunum með The Clash og The Cure. Þetta er aðallega eitís-stöff hjá honum, slatti íslenskt líka, til dæmis órispað eintak af Mjötviði mær. Flýttu þér.
---
Ég er búinn að vera eins og grár þroskaheftur köttur yfir fólkinu sem er að stilla út djönkinu fyrir Ameríska daga Hagkaupa. Þeir hefjast örugglega í dag eða á morgun. Eins og ég hef áður sagt er kjafturinn á mér Kani og ég fíla að velta mér upp úr amerískri óhollustu. Ég held reyndar að ég sé ekki einn á báti í því sbr. vinsældir búðaranna Megastore og Kosts, vinsældir Amerísku daganna og örtraðarinnar sem var alltaf á Karnivalinu á Miðnesheiði. Þá opnaði Kaninn hangerinn og bolurinn flykktist að til að mæna á frelsarana og kýla sig út af rótarbjór og sykurfroðu. Ef það yrði gerð könnun er ég nokkuð viss um að fleiri Íslendingar vildu í einhverskonar samband við USA heldur en í Evrópusambandið. En allavega. Mikill metnaður virðist lagður í Amerísku dagana í ár. Allskonar fönkí sykurgos, óraunhæfir nammistaflar og snakkhaugar. Súrrealískt úrval af Starbucks-tegundum og ég ætla rétt að vona að þeir svíki mann ekki um karamellueplin í ár. Dobbelduglegur í ræktinni til að sporna við ofvexti.
---
Jón Gnarr skammar Kínverja hlýtur að vera fyrirsögn dagsins. Besti er besti.
---
Nú er víst raunhæfur sunnudagsrúntur að skella sér til Vestmannaeyja via Landeyjarhöfn. Það er reyndar sjaldan hægt að sigla þaðan því höfnin fyllist jafnóðum af sandi og leir. vill Ögmundur nýtt skip og liggur það þá ekki í augum úti að það verði að vera loftpúðaskip? Loftpúðaskip eru töff. Ég held ég hafi einu sinni farið á einu svoleiðis yfir Ermasundið í Interrail-ferð sautján hundruð og súrsaðar gúrkur. Ég veit annars ekkert um loftpúðaskip. Kannski eru þau ekki framleidd lengur. Kannski myndu þau bara takast á loft og fjúka út í hafsauga þarna undir Eyjafjöllum.
---

M.O.T.O. - Rot Rot Rot
Þegar hljómsveitin Bless fór á ægimagnaðan örlagatúr um Bandaríkin 1990 (smáatriðin verða einhvern tímann framlögð - t.d. í Bless kombakkinu á næsta ári? Ég er ekkert að segja að það verði Bless kombakk. Sjáum fyrst til hvernig S.H.Draums kombakkið gengur.) spilaði hljómsveitin M.O.T.O. með okkur á nokkrum stöðum. Skammstöfunin stendur fyrir Masters of the Obvious. Bandið er nú eiginlega bara Paul Caporino, sem hefur starfrækt það síðan 1981 í allskyns myndum. Hann var með stelpu með sér á trommum þegar við spiluðum með þeim, Becky Dudley, og maður kannaðist því við White Stripes lænöppið þegar það kom fram löngu síðar. Paul er frábær lagahöfundur. Ég hef tekið tvö lög eftir hann, Bless tók Month of Sundays (Sunnudagamánuður) á Snarl 3 og Páll Óskar söng lag Pauls, Ghosts, á Abbababb! (Doddi draugur). Hér er eitt ævagamalt af 7" plötunni Hammeroid! (1988). Textinn á jafn ljómandi vel við nú og 1988, enda gerir fólk ekki annað en að röfla um peninga þá og nú. Næsta plata M.O.T.O. heitir No Way Street og kemur út hjá Criminal IQ bráðlega.

13.09.10
Tek undir hvert orð sem Ómar Ragnarsson sagði um jákvæðnina í sjónvarpinu í gær. Lífið er of stutt fyrir leiðindi. Minni á Geðorðin 10 ef þetta er eitthvað að vefjast fyrir þér.


GOTT STÖFF! Djöfull ætla ég ná mér í miða á sjóið með Frímanni Gunnarssyni í Háskólabíói 29. sept þegar miðasalan hefst á eftir kl. 10 á Midi.is --> BEINTENGING. Frank Kvam og Jón Gnarr eru meðal gesta. Ég trúi ekki öðru en að þetta fari í sögubækurnar. Sögubækur grínsins, a.m.k.


GOTT STÖFF! Fórum í Yo Yo ís sem er nýjasta nýtt í ísbransanum. Hafði séð tómar Yo yo dollur á förnum vegi og það vakti athygli mína. Spurning hvort það sé nýjasta tegund af markaðssetningu, að dreifa tómum umbúðum á götum úti? Þessi ísbúð er á Nýbýlaveginum í Kóp og alveg bráðsniðug. Þetta er sjálfsafgreiðsludæmi og maður mixar sinn eigin ísrétt úr allskonar ísbragðtegundum og nammidrasli og sósum. Hér er bland-í-poka konseptið fært yfir á ísinn. Þetta skotgengur í bolinn enda hefur ríkt feeding frenzy í búðinni síðan hún opnaði fyrir 3 vikum. Svo er þetta vigtað, 100 grömm eru á 169 kall minnir mig. Við vorum öll gríðaránægð með þessa heimsókn og það er örugglega ekki langt að bíða að Yo Yo opni í Rvk því þetta gengur svo vel í Kóp.


GOTT STÖFF! Eins og allir vita eru hinir svokölluðu bloggheimar mannskemmandi tímaeyðsla. Mest vitleysingar og/eða fúlir frethólkar að reyna að vera gáfulegir um leiðindi. Því var sem ferskur andvari að ramba inn á Antík og allskonar þar sem Þórdís Gísladóttir fjallar um það sem hún sem finnur á skransölum. Þetta er besta bloggið í dag!


GOTT STÖFF! Búinn að vera að horfa á þætti með þessum karli, Louie CK. Hann er uppistandari og í þáttunum blandast saman leikin atriði og hann með uppistand. Hann er 42 ára, rauðhærður, fráskilinn og á tvær stelpur. Svona fúlt miðaldra dæmi eitthvað en samt helvíti fyndið og gott.
---
Veit ekki alveg með þennan Landsdóm. Er það eitthvað „uppgjör“ að Ingibjörg, Geir og kó húki einhversstaðar á fæði frá ríkinu í 2 ár? Ef þetta gengur eftir þá finnst mér all augljóslega að verið sé að hengja bakara fyrir smið.

11.09.10

Ég minni á flippleikinn í Popppunkti í kvöld. Fóstbræður og Mið-Ísland í spikfeitu flippi. Ofsa fínt!
---
Popsike er síða sem gott er að vita af. Hún safnar saman á einn stað niðurstöðum úr allskonar uppboðum á vinýlplötum. Þarna geturðu séð hvers virði platan þín hugsanlega er. Eftir lauslega athugun á helstu peningamaskínum íslenskrar rokkútgáfusögu sýnist mér að mest hafi verið greitt fyrir tvöföldu gatefold sjötommuna með Thor's Hammer, Umbarumbamba, 1775$ (sjá). Hún er því "dýrasta plata Íslandssögunnar" þangað til annað kemur í ljós.
---
Hef staðið í miklum fornleifauppgreftri síðustu daga v/ S. H. Draums-útgáfu og kombakks. Nú kemur sér vel að vera anal og geyma allan fjandann. Ég fann til dæmis A4 dreifimiða sem hefur verið gerður fyrir eina giggið sem ég spilaði með Ham:


Ham - Transylvanía (læf)
Ég á kassettu með gigginu (Tunglið 1. okt 1988) og því ekki að fá sýnishorn? Hér heyrist hvernig snilldargítarleikur minn lyftir Ham í hæðstu hæðir. Bandið náði sér aldrei á strik eftir að ég hætti sex dögum eftir giggið. Þetta var svokallað grín.
---

Retro Stefson - Pablo Pauli III
Backyard verður frumsýnd í Bíó-Paradís (sammála Hugleiki, slappt nafn, en það hlýtur að venjast eins og öll önnur nöfn) núna á miðvikudaginn 15. sept. Þetta er ný íslensk heimildamynd sem var valinn besta heimildamyndin þetta árið á Skjaldborgarhátíðinni. Myndin er um tónlistarfólk sem kemur saman í bakgarði við Frakkastíg og spilar nokkur lög.
Eða eins og segir í kynningu um myndinna frá hátíðinni: „Þetta var í ágúst. Árni +1 var með þessa hugmynd: Að dokúmenta ákveðna tónlistarsenu sem honum fannst vera í gangi í bænum. Hann er með kofa þarna í bakgarðinum hjá sér sem hann notar sem stúdíó fyrir hljómsveitina sína FM BELFAST. Bakgarðurinn sjálfur er svo mjög flott útisvið, myndrænn og hressilegur. Þannig að fyrst var hugmyndin að gera nokkurskonar stikkprufu eða portrett af tónlistarárinu 2009 sem svo þróaðist út í þessa mynd.“
Aðrar hljómsveitir sem koma fram í myndinni eru: Hjaltalín, Múm, Borko, Retro Stefson, Reykjavík! og Sin Fang Bous. Á Facebook-síðunni má skoða treiler o.s.frv. 
---

Útgáfufélagið Kimi Records er þriggja ára í dag, 11. september! Afmælinu verður stíft fagnað í Havarí í dag. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Morðingjarnir og Nolo munu leika þar fyrir gesti á milli kl. 14-17. Að sjálfsögðu verða í boði afmælisveitingar. Í tilefni af afmælinu verður efnt til sérstakrar afmælisútsölu í kjallara Havarí á geisladiskum, vínylplötum og öðrum varningi (aðallega bolum). Þar verður hægt að fylla á plötusafnið á kostakjörum. Havarí er opið í dag á milli kl. 12 og 18.

Kimi Records hefur verið starfandi síðan á haustmánuðum 2007 og gefið út jaðarmúsík af ýmsum stærðum og gerðum. Kimi dreifir einnig plötum fyrir fjölmargar útgáfur (innlendar sem erlendar) og tónlistarmenn á Íslandi. Kimi Records hefur einnig staðið að útgáfu á erlendum mörkuðum og hefur gefið út níu plötur í Evrópu og Bandaríkjunum. Á næstu mánuðum koma tvær til viðbótar. Fyrirtækið rekur einnig menningarmiðstöðina Havarí í samvinnu við Svavar Pétur Eysteinsson og Berglindi Häsler (úr Skakkamanage) og sinnir tónleikahaldi og öðrum viðburðum. Félagið er með aðstöðu í miðborg Reykjavíkur og útjaðri Gent í Belgíu. Ekki má heldur gleyma eðalmerkinu Brak, sem er hliðarmerki Kima og sinnir stöffi sem er jafnvel enn dýpra á (síðustu setninguna samdi ég, hitt er úr fréttatilkynningu).

10.09.10

(Mynd: Þetta er bara lítið brot af því sem er í boði er!)
Vinýlperrar takið eftir: Vinýlveisla í Smáralindinni kvöld!
Tveir valinkunnir vinýlmenn - Jón og Jónas - ætla að grisja almennilega og bjóða til sölu ríflega 2.000 LP plötur + aðrar vinýlstærðir í Smáralindinni í kvöld. Verðin eru mjög ásættanleg. Í boði er „allur andskotinn“ - allskonar rokk og popp að mestu, líka djass og klassík, sixties, seventies, eigthies... Megnið er vel með farið. Þessi munnvatnskirtlaertandi vinýlsala fer fram í kvöld, föstudagskvöldið 10. sept, á milli kl. 20 - 22:30 á veitingastaðnum Energia í Smáralind. Barinn verður galopinn. Hvað viltu hafaða betra? Vinýll í Smáralind og barinn opinn? Það má alveg fá sér kaffi líka sko. Instant klassík.
---

Gamli alltaf að plögga. Allskonar plöggað í viðtali við Fbl í dag (og í Mogganum líka, held ég, hef ekki séð Moggann ennþá). Bööö... það er nú kannski aðeins of vel í lagt að segja að það hafi verið „draumur“ Rúnna Júl að vera peð í PP-spilinu, en allavega, það er fínt sell í þessari fyrirsögn, Draumur Rúna Júl rætist í nýja Popppunktsspilinu. Fín mynd eftir Valla þar að auki! 
---

Yoko Ono & The Plastic Ono Band - The Sun is Down
Ég er hamingjusamur eigandi miða á fjórða bekk á tónleika Plastic Ono Band í Háskólabíói 9. okt. Lennon verður sjötugur og grimma ekkjan heldur upp á afmælið í næsta húsi við mig. Vá! Hversu margir Lennon-aðdáendur eru nú grænir af öfund? Miðinn kostaði ekki nema 2000 kjall! Keypti í forsölu í gær á Imagine Peace, en svo hefst almenn miðasala núna á eftir kl. 10 á midi.is. Nýjasta platan með þessu liði heitir Between My Head & The Sky og kom út í fyrra. Fyrsta platan undir Plastic Ono nafninu síðan safnplatan Shaved fish kom út 1975. Þetta er ágætis stöff, Yoko með sitt gamalkunna skerandi væl og gömlukonustunur á útopnu yfir flottum tónum bandsins. Það eru eru engir aukvisar með henni. Sonurinn Sean Lennon virðist ráða miklu í bandinu, en guli maðurinn er annars allsráðandi þarna. Í bandinu eru Haruomi Hosono úr Yellow Magic Orchestra (þetta er frægasta lag þess bands - Halló Siggi Hlö!), kærasta Seans, Yuka Honda, sem gerði hér á árum áður góða hluti með hljómsveitinni Cibo Matto (tékkaðu á þessu lagi, Know your chicken) og Keigo Oyamada, Shimmy Hirotaka Shimizu og Yuko Araki, sem voru öll í hljómsveit japanska listamannsins Cornelius, sem hefur gert frábæra hluti eins og t.d. þetta lag, Count five or six. Þau eru að spila í NY 1. og 2. okt og þá verða gestir m.a. Thurston og Kim úr Sonic Youth, Iggy Pop og Lady Gaga! Það má fastlega gera ráð fyrir að ýmis frægðarmenni láti sjá sig enda er þetta náttúrlega sjötugsafmæli og ekki víst að Yoko verði í standi til að halda upp á næsta stórafmæli Lennons. Hún er jú 77 ára núna. Það verður eflaust vinsæll samkvæmisleikur á næstunni að geta sér til um hvaða frægðarmenni komi með ekkjunni - Ringo? Paul? Pete Best? Rás 2 lætur ekki sitt eftir liggja í þessu frábæra Lennon-fári sem er framundan og er farin í gang með Lennon-laga keppni.
---

Hairdoctor - Dagur eitt
Falsdoktorinn Hairdoctor hefur gefið út sjö laga plötu hjá hinni brakandi fínu Brak útgáfu. Þetta er hin æsilegasta plata. Lóa í FM syngur í þessu lagi og Bóas í Rvk! í öðru. Fréttatilkynningin er svohljóðandi: Alveg hárfín plata, á hárréttum tíma!
Rafdúettinn Hairdoctor hefur gefið plötuna Wish you were hair en þetta er það fyrsta sem heyrist frá doctornum síðan þeir gáfu út frumburðinn Shampoo árið 2005. Platan var tekin upp í Reykjavík og Brooklyn New York árið 2008.
Hairdoctor er gæluverkefni félagana Árna Rúnars Hlöðverssonar og Jóns Atla Helgasonar en þeir hafa brallað ýmislegt á tónlistarsviðinu á síðustu misserum. Jón Atli var m.a. í hljómsveitinni Fídel, er meðal vinsælli skífuþeyturum landans sem DJ Sexy lazer, meðlimur HumanWoman, hársnyrtir, hefur fengist við kvikmyndagerð og ýmsa tónlistaratburði með samstarfsmönnum sínum hjá Jóni Jónssyni ehf. svo eitthvað sé nefnt.
Árni Rúnar er þekktur undir viðurnefninu Árni Plúseinn en hann er aðalsprautan í FM Belfast, Hungry and the burger, hefur fengist við upptökur á tónlist Retro Stefson og er vinsæll endurhljóðblandari á efni annarra. Svo fátt eitt sé nefnt.
Wish you were here kemur út hjá grasrótarútgáfunni Brak-hljómplötum, sem er undir hatti Kimi Records, og er þetta 16. útgáfa Braks og sú fyrsta eftir sumarfrí Bobba Braks, andarinnar sem ræður öllu í herbúðum Braks.
--- 

Luke Haines - Klaus Kinski
Meistari Luke Haines (sem er fæddur sama dag og ég bæ ðe vei, bara 2 árum síðar) var með gott flipp og gaf út 50 plötur sama daginn í einu eintaki hver, Outsider Music vol 1-50. Selt á fínan pening og allt kláraðist náttúrlega á nóinu. Luke er aðallega þekktur fyrir bandið sitt The Auteurs, en mér finnst margt annað með honum betra. Best fyrsta plata Black Box Recorder, England Made Me, sem er ein af plötunum 15 sem ég setti á 15-15 listann minn, og næst best Baader Meinhof konsept platan hans. Bókin hans, Bad Vibes: Britpop and My Part in its Downfall, er líka frábær. Nýjasta platan hans Lúks kom út í fyrra og heitir 21st Century Man. Af henni syngur hann nú fallegt lag um Klaus Kinski.

09.09.10
Sóley og Hanna Birna eru nú sammála sem aldrei fyrr og segja klámgrín Jóns Gnarrs „óviðeigandi“ – Sóley gengur auðvitað lengra og dregur mansal og kynlífsþrælkun inn í pakkann – enda er þetta allt í einum graut í hausnum á henni, bjánalegir sílíkon-Ameríkanar að riðlast og skepnuskapur málsbótalausra skíthæla. Óviðeigandi? Fyrir það fyrsta var auðvitað „óviðeigandi“ að Jón Gnarr hafi verið kosinn borgarstjóri Reykjavíkur, svo hver er fréttin? Reykjavík er með óviðeigandi borgarstjóra af því kjósendur vildu fá óviðeigandi borgarstjóra. Það væru svik við kjósendur ef Jón yrði allt í einu ægilega viðeigandi. Um meinta klámfíkn borgó má hins vegar segja að ég held hún sé í algjöru lágmarki – án þess ég hafi kynnt mér hana sérstaklega. Hann og Sigurjón voru að minnsta kosti aldrei á klámnótum í sínu gríni (öfugt við marga aðra), ekki þá nema til að gera góðlátlegt grín að gröðum körlum. Enda fátt hlægilegra en graðir asnalegir karlar.
---
Fór á frábæra unglingamynd í bíó í gær, Scott Pilgrim vs. the World. Ógeðslega skemmtileg, flott og kúl. Gerir grín að unglingum og indie bransanum. Svaka tölvuleikjaatriði og alvöru músík eftir Sonic Youth, Beck og Metric. Eftir bíó fórum við á Saffran sem er ennþá með sama verðið á matseðlinum og þegar ég fór þangað síðast fyrir ári eða eitthvað. Ódýrt og mjög gott og heilsusamlegt. Allir á Scott og Saffran!
---

Náttúra - Gethsemane garden
Karl Sighvatsson, Hr. Hammond, hefði orðið sextugur í gær. Hann lést í bílsysi 1991. Jónatan Garðarsson er að leggja lokahönd á ævisögu hans og var í upplýsandi viðtali við Popplandið í gær. Ég talaði nú bara einu sinni við Karl, stuttlega. Sat með Bigga Baldurs á Hressó þegar hann kom og fór að tala um aðbúnað og kjör poppara og þá dálítið í hvetjandi tón, en um leið á kvartandi nótunum. Vinir mínir úr Kópavoginum voru stundum að hjálpa honum að róta hammondorgelunum sínum, enda margra manna tak að koma þeim hlussum á milli húsa. Náttúruplatan Magic Key hefur ekki verið sett á CD ennþá (vegna einhvers vandræðagangs í bandinu), en hún er samt fáanleg sem bútlegg sé vel leitað. Ég fór að tala um þessa plötu við Shady Owens einu sinni þegar ég hitti hana baksviðs á Rúnna Júl gigginu í Höllinni. Kom þá í ljós að hún hafði ekki heyrt plötuna áratugum saman og átti ekki eintak. Ég sendi henni auðvitað rippað eintak um hæl. Þetta er hin fínasta plata, ein af aðalverkum hippatímans hér. Karl syngur nokkur lög á plötunni af því Shady var of kvefuð til að syngja allt sjálf, skv. Jónatani í viðtalinu. Mig hlakkar til að lesa bókina. (Viðtal við Náttúru úr Þjóðviljanum 10. des 1972).

08.09.10 (þetta er dáldið töff dagsetning, ekki satt?)

Manowar skrjóðurinn er án efa suddalegasti bíllinn í hverfinu mínu. Mér sýnist hann þó vera kominn á síðasta snúning. Þú messar ekki við Manowar skrjóðinn. Hef samt aldrei heyrt eitt einasta lag með Manowar enda er ég tíu árum of gamall til að hafa húmor fyrir þungarokki. (ps: Ég fékk ábendingu eftir að þessi færsla birtist um að víst væri þungarokk töff og þetta Manowar videó var nefnt því til sönnunar. Uuu, já einmitt!)
---

Nú er það komið á hreint: Lights on the Highway og Skriðjöklar keppa til úrslita í Popppunkti í beinni laugardaginn 18. sept. Næsta laugardag verður hins vegar boðið upp á grín-spesíal, Fóstbræður mæta Mið-Íslandi í æsilegum slag þar sem "gleðin ræður ríkjum". Eins og sjá má á myndum voru liðin gríðarhress fyrir leik (en annað þeirra ekki eins hresst eftir leik).
---

Amiina - What are we waiting for?
Tveir karlpungar hafa bæst á Amiinu, Magnús Tryggvason Elíassen kominn inn á trommur (hefur aðallega hrærst í djassgeirum til þessa) og raf-istinn Kippi Kanínus á elektróník. Amiina sem sé orðin sextett og dáldið meira popp í gangi, heyrist mér, en vanalega. Húrra fyrir því! Nú lítur út fyrir að í gang fari megatörn hjá bandinu því ný plata, Puzzle, er væntanleg 27. sept. Þriggja laga smáskífa var að koma út, heitir What are we Waiting for? og má t.d. versla í gegnum heimasíðu Amiinu. Seiðandi og sætt.
---

(Mynd: "George", "Paul" og "Lennon" í Birth of the Beatles)
Eins og áður hefur komið fram er ég Bítlatrúar. Saga Bítlanna er eins og helgisaga úr Biblíunni bara ekki eins leiðinleg. Og þar að auki sönn. Ég horfði á líklega fyrstu leiknu myndina sem gerð var um strákana, Birth of the Beatles frá 1979 (wiki). Myndin fjallar um fyrstu ár sveitarinnar og er rosa mikið "beint af kúnni". Pete Best mun hafa verið ráðgjafi við gerð myndarinnar. Nokkuð vel er staðið að verki, staðsetningar allar ósviknar - Cavern og Hamborg - en leikararnir sem leika Bitlana eru dáldið asnalegir útlits, sérstaklega "Lennon". Bítlarnir sjálfir munu hafa haft horn í síðu þessarar myndar og reynt að stoppa hana af. Þekki þá sögu þó ekki svo gjörla. Þriggja stjörnu mynd! 

07.09.10
Sellóleikari ELO lést er hann varð fyrir heyrúllu segir á  mbl.is. Sá látni, Mike Edwards (eða Swami Deva Pramada, eins og hann kallaði sig eftir að hann byrjaði í einhverju jógaflippi), hætti reyndar í ELO í janúar 1975 og var því fjærri góðu gamni þegar bandið byrjaði að rúlla inn megahitturunum með sínu ofur-unna og unaðslega kókaíndiskói. Algjört fríkslys þetta með helvítis heyrúlluna. Bóndinn hlýtur að vera í sjokki. Á Daily Mail er góð umfjöllun um málið.
---
Ég tók þátt í hinni vinsælu Facebook-iðju 15 plötur á 15 mínútum. Þetta eru svona plöturnar sem hafa verið „með manni“ og maður mátti ekki hugsa lengur um þetta en 15 mínútur. Hér er listinn.

Fræbbblarnir - Viltu nammi væna *
Purrkur Pillnikk - Ekki enn
Wire - Pink Flag *
XTC - Drums & Wires *
Bítlarnir - Revolver *
Bítlarnir - Sgt. Peppers *
Bítlarnir - Hvíta albúmið *
Elvis Costello - Armed Forces *
The Birthday Party - Prayers on Fire *
The Fall - Slates EP
Devo - Q: Are we not men, A: We are Devo *
Black Box Recorder - England made me *
Iggy & The Stooges - Raw Power
The Feelies - Crazy Rhythms *
Love - Forever Changes *

 * = á 'ana. Restinni þarf ég að redda í orginal formati.
---

impLOG - Holland Tunnel Dive
Sem betur fer hef ég alltaf verið haldinn skrásetningarþörf. Þess vegna á ég handskrifaðan lista yfir allar plötur sem ég átti þegar ég var unglingur. Plötunum eru gefnar einkunnir, 1 - 4. Ég virðist hafa átt þessa tólftommu með impLOG og hún fær bara 1 í einkunn. Þökk sé undursamlegu interneti get ég fundið þetta stöff, endurnýjað kynnin við gamalt drasl og yljað mér á minningunum, gamall maðurinn. Þessi plata átti auðvitað að fá miklu meira en 1 - allavega 3 - finnst mér núna. Þegar ég hlusta á A-hliðina á þessari plötu, lagið Holland Tunnel Dive, kemur það ljóslifandi til mín aftur, enda er í laginu frábær og nýstárleg notkun á ryksugu. Þetta er „hitt ryksugulagið“ - hitt auðvitað með Olgu Guðrúnu - eitursúrt og heillandi lag. impLOG var hluti af No wave bylgjunni í NYC kringum 1980 og kom bara út tveimur smáskífum. Hef ekki heyrt hina en ætli maður leiti ekki bara.

06.09.10


(Mynd: Andri Freyr hefur tekið til hliðar plötu með Stealers Wheel og einhver annar heldur á diski með verkum Eriks Saties).
Salan í Kolaportinu gekk stórvel. Fór inn með 10 kassa, fór út með 4. Allskonar meistarar og snillingar mættu, safnaranördar með stækkunargler á lofti jafnt sem grunlausar gelgjur. Sjálfur Alli Rúts kíkti við til að passa upp á að ég væri ekki að selja plötuna með honum. Að sjálfssögðu var ég ekki að því. Ég er ekki geðveikur. Pólski sendibílsstjórinn sem keyrði mig sagði brandara: Hann hafði verið að keyra tælenska konu með dót og hún spurði hann eftir ferðina: Do you have pussie? Pólski fór alveg í kleinu náttúrlega þangað til það kom í ljós að hún var að spurja Do you have posi? Nokkrir megasafnarara voru mættir klukkutíma fyrir opnun og komust í feitustu bitana (sem voru nú svo sem ekkert svo feitir). Helvíti slæmt samt að það sé ekki hægt að selja sömu plötuna aftur og aftur! Plötumarkaðurinn er orðinn ansi hardkor hérna. Þokkalegir peningar í gangi. Jói í Vonbrigðum var t.d. með Goð LP á 6.500 kall í plötubúðinni sinni í Portinu, sem í alþjóðlegu samhengi er kannski ekki svo mikið. Hér er platan boðin á ríflega það. En það er reyndar erfitt að gera samanburð með svona skrípógjaldmiðil eins og við erum með. Einn daginn er ein Evra 70 kall, þann næsta 180 kall. Það er allavega hagstætt núna fyrir útlendingana að fjárfesta í íslensku dóti.
---
Þessi bransi gengur algjörlega fyrir framboði og eftirspurn. Þegar ég var að byrja að spá í þessu sirka um 1990 var hægt að gera reifarakaup miðað við það sem nú gerist. Ætli ég hafi ekki verið að selja Bjarkar sólóplötuna frá 1977 á 20 dollara (ekki ólíklegt að fá 50.000 kall fyrir hana í dag) og Icecross plötuna á svipað. Ég man ég keypti Icecross plötuna upp í Safnarabúðinni þar sem hún lá í reiðuleysi, kannski 40 eintök eða eitthvað, og seldi til hollensks safnara á spottprís. Arðsemi mín af viðskiptunum hefur nægt fyrir góðu fylliríi og þynnkumat, varla meira. Nú er Icecross platan að fara kannski á 100.000 kall og hefur verið bútlegguð hægri vinstri á CD og LP. Umbarumbamba, tvær litlar plötur Thor's Hammer (Hljóma) í gatefold slífi, er jafnan talin verðmætasta íslenska platan, ætli 250.000 kall sé nokkuð óraunhæft verð fyrir hana, jafnvel helmingi meira. Uppáhalds plötufundssagan mín er svona: Vinir mínir og aðrir í hópi unglinga í unglingavinnuni í Kópavogi ráfuðu inn í yfirgefið hús sirka 1978 og fundu tvo pappakassa í einu horninu sem innihéldu líklega um 20 eintök af þessari rándýru plötu Thor's Hammer (sem var þó auðvitað ekki rándýr á þessum tíma, enda enginn markaður til fyrir hana). Við erum að tala um óspiluð eintök. Þeir skiptu góssinu á milli sín og sumir eiga plötuna jafnvel ennþá, sé grafið djúpt. Þetta brilljant Thor's Hammer stöff hefur vitanlega verið bútleggað út og suður á CD og vinýl, hér er t.d. ein útgáfan, fjögur lög á 7". Þetta er svo mikið fúsk hjá Zönophone útgáfunni, sem "gefur plötuna út" að það er ekki einu sinni rétt hljómsveit framan á umslaginu!

Mikið hafa Gunni og Rúnni allavega breyst. Hvaða hljómsveit ætli þetta sé?
---

(Mynd: Markía Markan býr sig undir að bíta).
Ekki er á hreinu hvaðan frægt ljóð um Maríu Markan og Bob Dylan kom. Það er einhvern veginn svona:

Bob Dylan beit í barkann
á Maríu Markan.
En María Markan
var ekkert nema harkan
og beit í tillann
á Bob Dylan.

Samkvæmt ábendinu mun vísan vera „rétt“ er svona:

Bob Dylan beit Maríu Markan á barkann.
Þá sagði María Markan:
"Það dugir ekkert nema harkan"
Og beit Bob Dylan í tillann

Á Facebook síðu minni auglýsti ég eftir nýju ljóði í svipuðum stíl, sem ef til vill gæti innihaldið þau Yoko Ono, Bono, Ingó og Lay Low. Tveir svöruðu kallinu. Fyrst gítarséníið Þórður Árnason, sem kom með tvö ljóð:

Í gær voru Yoko og Bono á bingó
á borði með J-Lo og Lay-Low og Ingó
Voð’ertu dónó sagði Ingó við Bono
að bjóð’ekki Yoko upp á kleinu og kókó

og svo:

Í gær fóru Yoko og Bono á bingó.
Bar þá að Lay-Low og hann þarna Ingó.
Lay-Low varð undir eins skotin í Ono
...og Ingó hvarf fljótleg'i bólið með Bono

Skáldið úr Skerjafirði, Kristján „Hreinsmögur“ Hreinsson, lét ekki sitt eftir liggja skömmu síðar og kom með tvær limrur:

Hún Yoko dró Bono á bingó,
borðaði kvöldverð með Ingó
og ruddinn hann Bono
...hann reyndi við Ono,
svo hún varð að hringja í Ringo.

Ringó hann buffaði Bono
því bévítans folinn var dónó
og trymbillinn Ringo
ræddi við Ingó,
svo reyndu þeir báðir við Ono.

Líkur þar með ljóðahorninu í dag.
---

Nýdönsk - Umboðsmenn drottins
Einu sinni fyrir ævalöngu sá ég Nýdönsk taka I'm a Believer Monkees í Bíókjallaranum. Bandið hefur náttúrlega aldrei gefið sig  út fyrir að vera kóverband enda með fimm lagasmiði innanborðs. Nú hefur þó fyrsta kóverlagið sem Nýdönsk tekur rekið á fjörur samtímans. Lagið heitir Umboðsmenn drottins og kom út á fyrstu sólóplötu Jakobs Frímanns Magnússonar, Horft í roðann (1976). Jón Ólafsson skrifar: „Textinn er magnaður og á sannarlega erindi við okkur í dag viljum vér meina. Og lagið stórskemmtilegt líka. Lagið er að finna í sýningu okkar NÝDÖNSK Í NÁND sem við frumsýnum í Borgarleikhúsinu í janúar 2011. Enjoy!“ Þetta er auðvitað frábærlega skemmtilegt val hjá strákunum og fín taka.

Umboðsmenn drottins (lag og texti: JFM)
Oft ég vaknað hef upp að morgni
við Umboðsmenn Drottins
og þó ég sporni
minni útihurð við, þeir ryðjast
inn, og heimta tíma minn.
"Vottar Jehóva við erum nefnd
viltu oss fylgja ?"

"Trúðu okkur, treystu okkur,
trúðu að ei sé til betri flokkur !
Trúðu okkur, treystu okkur,
þá veitast mun þér eilíft líf !

Er mig Baptistar biðja létu
þá Bahíar, jógar og Guðsbörn grétu
Úr hernum - Hjálpræðis ,Aðventisti
í musteri sitt með mig dró.
Á fundi þeirra ég Frímúrara leit
og geðveikan Gyðing

"Trúðu okkur, treystu okkur,
trúðu að ei sé til betri flokkur.
Trúðu okkur, treystu okkur,
þá veitast mun þér eilíft líf !

Vart ég hafði þeim varpað á dyr
fyrr en Vísindakirkjan mig sótti heim

Trúi engum, treysti engum
því trú á oss sjálfa 
við fæðing fengum.
Trúi engum, treysti engum
hlaut ég engu að síður elíft líf


Jakob Frímann Magnússon - Umboðsmenn drottins
Horft í roðann, fyrsta sólóplata Jakobs, er helvíti grand, tekin upp í London, Hollywood og Hljóðrita. Jakob var mörgum hnútum kunnugur í Lundúnarsenunni mid-seventís og þess vegna trommar Phil Collins (þá í spikfeitum málum með Genesis) til að mynda í tveimur lögum og allskonar bransalið spilar á það sem Jakob spilar ekki á. Sem betur fer var enginn meikrembingur í Jakobi og hann syngur allt á íslensku. Lagið Röndótta mær varð mikill hittari á Íslandi og þess vegna var þessi plata keypt inn á mitt æskuheimili. Grundig mublan var keypt fyrir jólin 1976 og þrjár plötur með, þessi, Einu sinni var og Lúdó og Stefán. Ég man þetta eins og gerst hefði í gær! Hér er ripp af vinýlnum svo sándið er ekki gott. Þessi plata hefur ekki verið endurútgefin. 
---

Þetta er fínt lag til að blasta í tilefni af því að minningarhellan um Helga Hós verður afhjúpuð á horninu hans kl. 18 í dag. Í dag er liðið eitt ár síðan Helgi stakk af til Sameinuðu þjóðanna.

---
(((((((Það sem gerðist og mun aldrei gerast aftur - e.þ.s. Sjötti hluti ársins 2010)))))))