S.H.DRAUMUR - GOÐ

Platan er ófáanleg. Unnið er að endurútgáfu. Bráðum...

Mónakó
Helmút á mótorhjóli
Kani
Engin ævintýri
Ég dansa við lík
Glæpur gegn ríkinu
Öxnadalsheiði
Dauð hola
Zaragoza - Panama
Sýrubælið brennur
Englarnir
Ostrur

+ 2 aukalög sem voru tekin upp á sama tíma og Goð og komu út á Drap mann með skóflu 7" EP
Bimbirimbirimbamm
Eyðimörk

HÉR ERU TEXTARNIR!!!


Í Norðurkjallara MH, enn og aftur1988

S.H.Draumur var fyrsta hljómsveitin til að fara og taka upp plötu í nýju hljóðveri sem búið var að setja upp í Álfheimunum. Það hét Stúdíó Gnýr og einn af eigendunum, Sigurður Ingi Ásgeirsson, tók plötuna upp á nýja 8-rása mixerinn. Allt ferlið tók um 50 tíma, við byrjuðum í ágúst 1987 og kláruðum í september. Við vorum búnir að æfa þessi lög sundur og saman og rúlluðum þessu inn í fyrstu eða annarri töku. Svo spilaði Steini nokkur óverdöbb á gítarinn og ég tók eitt eftirmiðdegi eða svo í að garga þetta inn. Aðstoðarmenn komu líka við sögu: Sigurður Sigurðsson blés í munnhörpu í Öxnadalsheiði, Tómas R. Einarsson þandi nikku í Engin Ævintýri, Sigurður Halldórsson spann á selló í Ostrum og Össur Geirsson, Jónas Björnsson og Sören vinur þeirra blésu í lúðra í Zaragoza - Panama. Einn sunnudaginn kom svo Stebbi Gríms og við tókum myndina fyrir umslagið, stilltum okkur upp í sólgleraugunum á honum og Biggi smellti af. Platan var mixuð á 8-rása borðinu og skellt á 2-rása teip, sem var sent út til Englands og platan pressuð þar. Simon nokkur Lake, fínn náungi sem bjó í Southend-on-sea, var með útgáfufyrirtækið Lakeland og hjálpaði okkur og tók þátt í kostnaðinum. Hann fékk einhverja dreifingu á plötunni í Englandi og hún fékk ágæta dóma í NME og Melody Maker. Pressunin tafðist og svo sjóferðin og tollmeðferðin, en loks komu um 500 eintök hingað í byrjun janúar 1988. Platan fékk svaka góða dóma og það var nú gaman. Einnig fannst mér gaman þegar ég sá hana í afturglugga á bíl sem var lagt við Mokka kaffi. Þá einhvern veginn fannst mér ég búinn að meikaða.


Á Duus-húsi, enn og aftur rétt einu sinni 1987