GOSDRYKKJASÍÐA Dr. Gunna


Tegund: Engiferdrykkur Lífrænt Solla
Fengið: í Bónus (næstum því 300 kr)
Framleitt: í "ESB fyrir Aðföng"
Heimasíða: http://lifraent.is/
Staðreyndir:  Engifer er undirstaðan í allskonar fínu gosi og má finna slatta af því hér. Nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Ginger_beer
Niðurstaða: Oft eru svona "heilsu" engiferdrykkir mjög bragðlitlir - kannski af því að fólk sem nærist á "heilsu"fæði er orðið svo næmt á brögð að það þarf ekki meira bragð. Þessi er sem betur fer bragðmeiri en flestir svona sem ég hef smakkað (t.d. þessi frá Naturfrisk) og því líklega besti engiferdrykkurinn sem í boði er á Íslandi. XXX


Tegund: Mountain Dew Energy
Fengið: í búð á Íslandi (Egils flytur inn)
Framleitt: í Chelmsford, UK
Heimasíða:  http://facebook.com/mountaindewuk
Staðreyndir: Það eru til allskonar Mountain dew, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Mountain_Dew
Niðurstaða: Speisuð neongræn flaska vekur vonir um gott smakk. Smakkast hins vegar eins og venjulegt Mountain dew með óskilgreindu "skítabragði" og er því ekki spennandi. X


Tegund: Big Red
Fengið: í Kosti (79 kr)
Framleitt: í Austin, Texas
Heimasíða: http://www.bigred.com/
Staðreyndir: http://en.wikipedia.org/wiki/Big_Red_(drink) - Alveg óskilt samnefndu tyggjói, Big Red.
Niðurstaða: Eldrautt og vemmilegt en gekk í krakkana enda "blóð" ekki oft á matseðlinum. Smakkast í sjálfu sér álíka og hið eldrauða cream soda sem ég hef fengið í asíubúðunum hérna (t.d. Fanta Red). Ágætt en ekki eftirsóknarvert. XX


Tegund: Pussy natural energy
Fengið: í Kosti (225 kr)
Framleitt: í Englandi
Heimasíða: http://www.pussydrinks.com/
Staðreyndir: Nafnið á að vekja athygli og það gerir það, enda líklegt að karlpungar taki sér dollu af Pussy sjá þeir hana. Skv heimasíðu er drykkurinn "sýn" Jonnies Shearers, sem mixaði drykkinn í herberginu sínu og setti fyrst á markað í næturklúbbum Lundúna 2004.
Niðurstaða: Ágætis orkudrykkur, smakkast betur en þetta venjulega sull, það virðist vera meiri ávaxtakeimur af þessu. Alls óvíst þó um  aukna orku. XXX


Tegund: Bundaberg Root beer
Fengið: í Melabúðinni!
Framleitt: í Bundaberg í Ástralíu (?)
Heimasíða: http://www.bundaberg.com/info/home/
Staðreyndir: Bundaberg gosverksmiðjan framleiðir ýmsar tegundur goss og virðist nú vera í sókn inn á nýja markaði, m.a. England þaðan sem rótarbjórinn hefur borist til Melabúðarinnar.
Niðurstaða: Ástralski rótarbjórinn er frábrugðinn þeim ameríska (sem ég fíla betur). Ástralski er meira í ætt við pólska maltið sem maður getur keypt í pólsku búðunum, bara aðeins betra og sætara og með gosi. XX


Tegund: Uludag gazoz
Fengið: Smári sendi mér frá Þýskalandi.
Framleitt: í Bursa í Tyrklandi
Heimasíða: http://www.uludaggazoz.com.tr
Staðreyndir: Af heimasíðuni: Being produced strictly in accordance with its mysterious formula since 1933, Uludag became a "legend" in the soft drink sector.Its special formula , has been unchanged for years and it is hidden as a precious secret and is known by three persons only.
Niðurstaða: Það er auðvitað þónokkuð nýjabrum í því að smakka tyrkneskt gos þótt það smakkist bara eins og 7-up, nema bara einhvern veginn öðruvís, jafnvel betur, enda er ég enginn 7-up maður, eða glærdrykkjamaður yfirleitt. XX


Tegund: Kutztown Root Beer
Fengið: Jen sendi mér.
Framleitt: í Kutztown, PA
Heimasíða: http://www.kutztownbottlingworks.com/index.html
Staðreyndir: Verksmiðjan að síðan 1851. Eru líka í bjórnum.
Niðurstaða: Í meðallagi rótarbjór, smá líkur kóki. XXX


Tegund: AJ Stephans Sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Sodapopstop
Framleitt: í Fall River, MA
Heimasíða: http://www.ajstephans.com/
Staðreyndir: Gosverksmiðja AJ Stephans gerir gamaldags gæðagos. Lestu t.d. um það hér.
Niðurstaða: Ég hef aldrei gert nákvæman samanburð á sarsaparilla, root beer og birch beer og þekki því ekki muninn. Þetta er eiginlega allt og hið sama fyrir mér og þar að auki er verksmiðja með sitt eigið bragð svo þetta rennur allt í eina unaðslega kássu. Ég var kvefaður þegar ég drakk þetta og flaskan orðin amk 3 ára svo ég treysti því bara að þetta hafi verið fínt stöff eins og annað frá þessu merki sem auglýsir sig sem New England's Best Tonic. XXX


Tegund: Harboe Squash Orange
Fengið: Í Hagkaup á dönskum dögum
Framleitt: Í Skælskör, Danmörku
Heimasíða: http://www.harboe.com/da/Products/Denmark/Laeskedrikke/squash
Staðreyndir: Norðurlöndin eru ekki sérlega spennandi þegar kemur að gosdrykkjum.
Niðurstaða: Til hvers að drekka dansk gos, sem smakkast eins og Fanta, þegar maður hefur íslenska Appelsínið, sem er toppurinn á þessu dóti. Alltaf gaman á þessum dönsku dögum í Hagkaup samt. XX


Tegund: Carabao Energy Drink
Fengið: Í búðinni Víetnam, Suðurlandsbraut
Framleitt: Í Thailandi
Heimasíða: http://www.carabao.co.th/th/
Staðreyndir: Afhverju smakkast allir orkudrykkir eins, eða eins og einhvers konar afbrigði af hvorum öðrum?
Niðurstaða: Rosalega sætt og kúl flöskur en virkaði ekki rassgat, amk ekki á mig (ekki frekar en aðrir orkudrykkir). Alveg sæmilega gott samt, en svo sem bara eins og allir þessir drykkir.  XX

Tegund:
Wonderfarm Korean Ginseng

Fengið: Í búðinni Víetnam, Suðurlandsbraut
Framleitt: Í Malasíu
Heimasíða: http://www.wonderfarmonline.com
Staðreyndir: http://www.wonderfarmonline.com/discover/glance.php
Niðurstaða: Smakkast eins og moldarvatn sem búið er að sykra. Kláraði samt dósina (ekki nema 250 ml) svo þetta fær X


Tegund: Bubble Up
Fengið: Pantað frá Sodapopstop
Framleitt: Í Jasper, IN, USA
Heimasíða: http://www.realsoda.com/
Staðreyndir: Ævagamalt fyrirbæri (1917) sem framleiðslurétturinn á hefur verið seldur og keyptur af nokkrum aðilum. Er nú framleitt af Real Soda; hugsjónafyrirtæki, sem berst gegn áldósum og framleiðir allskonar sögulegt gos í gleri.
Niðurstaða: Mjög líkt 7-up nema með vott af ekta lime-bragði, þó ekki nógu miklu til að það skipti sköpum. Það var byrjað að framleiða Bubble Up á undan 7 up svo 7 up er stælingin, ekki öfugt. XX


Tegund: Pommac
Fengið: Tengdó kom með frá Svíþjóð
Framleitt: Í Svíþjóð
Heimasíða: http://www.pommac.se
Staðreyndir: "Kampavín gosdrykkjana" - sænskur eðalmjöður sem reynt var án árangurs að markaðssetja í USA sixtís - http://en.wikipedia.org/wiki/Pommac. Ég drakk gullfallega kampavínslega 1.5 lítra flösku í áramótapartýi og varð ekki meint af.
Niðurstaða: Sætari, mýkri og mildari en venjulegur epla-cider, enda bruggaður í eikurtunnum í 3 mánuði eins og koníak. Fínt stöff. XXX


Tegund: Kletta gos cola
Fengið: Út í búð
Framleitt: Á Köllunarklettsvegi, Rvk
Heimasíða: http://www.gosogvatn.is/
Staðreyndir: Ný gosverksmiðja í Reykjavík. Það er sko aldeilis gott mál! Fyrirtækið stælir lúkk og hugmyndir ameríska Jones-gos-sins, en þar er sama hugmynd uppi varðandi ljósmyndir á flöskur (og svipuð heimasíða m.a.s.). Kletta fór af stað með 3 tegundir af gosvatni og eitt gos, cola.
Niðurstaða: Cola er vonlaus staður til að byrja á. Coke og Pepsí mun að eilífu eiga þennan markað og tilraunir til að skrapa í þann bransa eru dæmdar til að mistakast (RC cola, Bónuscola?). Ég bind hins vegar vonir við nýjar tegundir Kletta í framtíðinni. Vonandi líta Klettamenn einnig til Jones þegar kemur að því að markaðssetja nýjar gostegundir - Kletta rótarbjór og rjómagos, ha? Kletta colað er svo sem alveg ágætt, dáldið bragðminna en Coke, enda gervisykur í því (stórhættulegur gervisykur? Hvað veit ég.) í bland við sykur. Mig minnir að Spur hafi smakkast eitthvað svipað og því er ágætt að segja að Kletta sé eins og Spur, enda mun það kveikja nostalgíu hjá mörgum. Drykkurinn fær auka stjörnu fyrir að vera íslenskur! XXX


Tegund: Spike's root beer
Fengið: Bryan Riebeek sem kom á Airwaves 2010 kom með fyrir mig.
Framleitt: Í Providence, Rhode Island
Heimasíða: http://www.spikesjunkyarddogs.com
Staðreyndir: Rótarbjór framleiddur af pulsuveitingahúsakeðju og til sölu í Nýja Englandi.
Niðurstaða: Dökkur og hastur, minnir aðeins á Malt í lit og bragði. Nokkuð fínn og eflaust bestur með pulsunum. XXX


Tegund: Kickapoo Joy Juice
Fengið: Pantað frá Sodapopstop
Framleitt: Í Atlanta, Georgia
Heimasíða: http://www.kickapoojoy.com.my/ (í Malasíu)
Staðreyndir: Þetta byrjaði sem drykkur í teiknimyndasögunni um Li'l Abner (e. Al Capp) en varð svo að alvöru drykk þar sem Al Capp hafði yfirumsjón með kynningunni. Sjá nánar á wiki.
Niðurstaða: Smakkast einhvers staðar á milli 7 up og Mountain Dew. Alveg ljómandi stöff af glærum drykki að vera. XXX


Tegund: Oskar Sylte brus - Ananassmak / Pæresmak
Fengið: Guðjón Örn Emilsson sendi mér flösku frá Noregi
Framleitt: Í Molde, Noregi.
Heimasíða: Fann enga, en á wiki: http://no.wikipedia.org/wiki/Oskar_Sylte_Mineralvannfabrikk
Staðreyndir: Gos frá Oskar Sylte gosverksmiðjunni, sem er staðsett í Molde, þeir framleiða bara gos, ekkert öl, og er nokkuð úrval frá þeim, en þetta ananas gos er flaggskipið þeirra.
Niðurstaða: Ananasinn smakkast betur, nokkuð sætur og fínn og minnti mig á skoska drykkinn Irn Bru, en bara betri og án sterka aukabragðsins. Peran er alltof væmin og alltof sæt og minnti á samskonar eiturgræna drykki, eins og grænt Fanta sem má fá í asíubúðum.  XXX / XX


Tegund: Pepsi Raw
Fengið: Guðjón Örn Emilsson sendi mér flösku frá Noregi
Framleitt: Í illþefjandi verksmiðjuhverfi í Oslo
Heimasíða: http://pepsiraw.co.uk/
Staðreyndir: Pepsi reyna að vera náttúrlegir og kynna þetta sem Pepsi "með náttúrulegu innihaldi", m.a. "kola hnetu þykkni". Skv. Wiki er Pepsi Raw framleitt fyrir markað í Englandi og Noregi.
Niðurstaða: Smakkast eins og pepsi með smá kaffi út í. Það má drekka þetta, en þetta er ekkert sérlega spenanndi. XX


Tegund: Mountain Dew White out
Fengið: á Amerískum-dögum í Hagkaupum
Framleitt: Í illþefjandi verksmiðjuhverfi í USA
Heimasíða: http://mountaindew.com/
Staðreyndir: Það eru til allskonar Mountain dew, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Mountain_Dew
Niðurstaða: Eiginlega alveg eins og venjulegt Mtn Dew, kannski bara örlítið meira út í 7up fíling. Sæmilegt. XX


Tegund: Mountain Dew Typhoon
Fengið: á Amerískum-dögum í Hagkaupum
Framleitt: Í illþefjandi verksmiðjuhverfi í USA
Heimasíða: http://mountaindew.com/
Staðreyndir: Það eru til allskonar Mountain dew, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Mountain_Dew
Niðurstaða: Smá svona fruit punch fílingur í Dewinu. Sæmilegt. XX


Tegund: Dr Brown's Cel-Ray 
Fengið: Heiða keypti í gyðingahverfi í Brooklyn
Framleitt: Pepsi-Cola Bottling company, College Point, New York
Heimasíða: http://www.drsoda.com
Staðreyndir: Hefur verið framleitt síðan 1869 (eldra en Kók!) og er vinsælt meðal gyðinga enda kosher. Var kallað "gyðinga kampavínið" þegar það var vinsælast, 1930 og eitthvað. Wiki.
Niðurstaða: Smakkast sirka eins og daufur cyder með sellerí-lykt. Allnokkuð óspennandi eitt og sér, en meikar aðeins meiri sens með steikarsamloku. Þarf ekki að smakka fleiri sellerígosdrykki um dagana! XX


Tegund: Jones Pure Cane Cream Soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: Í Seattle, WA
Heimasíða: http://www.jonessoda.com/
Staðreyndir: Ég hef áður skrifað hér að þetta sé Ben og Jerrys gosdrykkjana, sem er líklega eitthvað í áttina. Jones eru allavega með ótal bragðtegundir á sínum snærum og eru með það gimmikk að skipta ört um myndir á labelmiðum sínum, sem mér finnst reyndar asnalegt. Fólk getur rm.a.s. sent inn mynd og fengið hana prentaða á gosmiða.
Niðurstaða: Algjörlega frábært rjómagos. Dísætt og unaðslega æðislegt. Fjögurra stjörnu lúxusgos. XXXX


Tegund: Sting Energy drink - Gold Blast
Fengið: Keypt í Global Store, Brautarholti
Framleitt: Í Muntinlupa City á Filippseyjum
Heimasíða: http://www.stingenergy.com
Staðreyndir: Orkusull frá Pepsí, selt í Asíu. Drykkurinn var nýlega kynntur á markað í Pakistan (skv. wiki)
Niðurstaða: Hnausþykkur orkudrykkur, heiðgulur og bragðgóður. Tók ekki eftir að ég væri orkumeiri eftir flöskuna og á 450 kr. mun ég ekki kaupa þetta aftur. XX


Tegund: Dr. Browns Ginger Ale
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: Í Canada dry/Pepsi verksmiðjunni í College Point, NY
Heimasíða: Fann enga nema wikiíð
Staðreyndir: Engiferdrykkir eru margir og mismunandi. Ég veit a.m.k. um einn aðdáanda drykkjana, meistara Jonathan Richman, sem leitaði svona uppi þegar hann kom hingað. Hann ætti að hafa fundið a.m.k. tvær tegundir í heilsubúðunum hér (frá Whole earth of Naturfrisk - báðir gagnrýndir hér að neðan). Sá besti að mínu mati er frá Old Jamaica, sem er hefí góður.
Niðurstaða: Dótið frá Dr. Brown er traust og gott, eins og áður hefur komið fram. Engin vonbrigði voru með ginger drykk þeirra, hann er traustur og góður. XXX


Tegund: X-Ray energy drink
Fengið: í Kosti
Framleitt: Í Danmörku
Heimasíða: http://www.x-ray.is/
Staðreyndir: INNIHELDUR 31.5MG AF KOFFÍNI í hverjum 100ml. Drykkurinn mun vera í samkeppni við Redbull í Evrópu og er "númer 1 í mörgum löndum t.d í Svíþjóð", eins og segir á heimasíðunni.
Niðurstaða: Helvíti góður, mildur og ferskur! Með þessu "magic" bragði sem maður tengir við orkudrykki. Best er svo verðið, ég keypti dósina á 115 kr í Kosti!   XXXX


Tegund: Tango Cherry
Fengið: í Drekanum, Njálsgötu
Framleitt: Í Chelmsford, UK
Heimasíða: http://www.britvic.com
Staðreyndir: Tango er breskt gos, eru aðallega í allskonar ávaxtabragði.
Niðurstaða: Óspennandi gerviefnasætusætt sull. Má svo sem sulla þessu í sig ísköldu á klaka en maður er ekki betri maður fyrir vikið. Bretar kunna ekki að búa til gos!  XX


Tegund: DC Jamaica Strawberry Soda / Pineapple Soda / Grape Soda
Fengið: í Drekanum, Njálsgötu
Framleitt: Á Jamaika eða í Hollandi eða einhvers staðar annars staðar!
Heimasíða: http://www.jamaicadrinks.com/
Staðreyndir: DC Jamaica framleiðir mjög góðan engifer drykk, sem fæst víða í Bretlandi. Þetta dót frá þeim virðist vera einhvers konar aukabúgrein. Þetta virðist vera upprunnið á Jamaíka.
Niðurstaða: Litarefnisvaðandi og dísætt. Jarðaberja er verst, en hitt er sæmó. Ananasið eins og Mix en hálfgert tyggjóbragð af vínberjagosinu. Gaman að smakka en alls ekki spennandi stöff.  X / XX / XX


Tegund: Cult Cola
Fengið: í Bónus (249 kr.)
Framleitt: Í Risskow, Danmörku
Heimasíða: http://www.cult-party.com/
Staðreyndir: Cult er einn af þessum fjölmörgu orkudrykkjum sem hér eru í boði. Þetta er varíantur af Cultinu, Cult Cola - "World's strongest cola".
Niðurstaða: Vont og leiðinlegt, samt ekki svo vont að ég gæti ekki klárað - og engin sérstök áhrif. X


Tegund: Hey Song Sarsaparilla
Fengið: Örn frændi kom með frá Brasilíu
Framleitt: Í Tai Pei, Taívan
Heimasíða: http://www.heysong.com.tw
Staðreyndir: Asíubúar gera sarsaparillu (eiginlega bara annað nafn fyrir rótarbjór - og reyndar hef ég aldrei fengið almennilegt svona asískt gos) og þetta er ein útgáfa af því, frá Taívan. Líklega er taívönsk nýlenda í Brasilíu sem útskýrir að þetta fékkst þar.
Niðurstaða: Súr og fremur ólistug útgáfa af Sarsaparilla/rótarbjór. Ég átti í miklu erfiðleikum með að klára dósina en lét mig hafaða fyrst Örn frændi var svo góður að koma með dós fyrir mig. X


Tegund: Whole earth organic sparkling elderflower
Fengið: Í Maður lifandi
Framleitt: Í Hippalandi
Heimasíða: http://www.wholeearthfoods.com
Staðreyndir: Þetta enska fyrirtæki er með ýmiskonar gos í heilsubúðunum hér og ég hef látið freistast til að kaupa það. Engifer-gosið er skást.
Niðurstaða: Bragðlaust og óspennandi eins og oft vill verða með heilsubúðar stöff.  X


Tegund: Egils Grape
Fengið: Út í búð
Framleitt: Í Árbænum
Heimasíða: http://www.olgerdin.is
Staðreyndir: Alíslenskir gosdrykkir eru fáir í dag og allir á vegum Ölgerðarinnar. Við erum með stórfenglegt Appelsín, la la Mix og hina frábæru Orku, sem ég tel til gosdrykkja þótt það eigi að heita orkudrykkur. Vorið 2010 kom Ölgerðin með glænýjan gosdrykk á markað, eða svona endurbætt gamalt dót, Egils Grape. Nú eru blessunarlega engin gervisætu- eða litarefni í drykknum sem skilar sér í hressandi drykk sem smakkast næstum því heilsamlega. Umbúðir eru "döll", þetta gæti verið uppþvottalögur.
Niðurstaða: Verst bara að grape er hundvondur ávöxtur, þetta ramma bragð er a.m.k. ekki að virka á mig. Mér dettur aldrei í hug að kaupa mér grape og éta og því er ólíklegt að ég eigi eftir að drekka Egils grape í hrönnum. Fyrir grape-ista er þetta þó himnasending. Drykkurinn fær eina auka stjörnu fyrir að vera íslenskur (sama aukastjarna og íslenskar bíómyndir fá). XXX


Tegund: Carters Root beer
Fengið: Fékk senda dós senda frá Smára Lúdvígssyni í Hamburg.
Framleitt: Í Kegworth, Derby
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Rótarbjór framleiddur í Bretlandi. Reynt er að gera dósina sem amerískasta eins og sjá má. Evrópubúar fá engan almennilegan rótarbjór en einhverjar verksmiðjur reyna að fylla þennan markað með frekar lélegum árangri. Umræða um málið er t.d. á facebook.
Niðurstaða: Ekki alveg ekta bragð af þessu. Engin algjör viðbjóður svo sem, en alls ekki nógu gott. Frekar vont eftirbragð. Bretar kunna ekki að búa til rótarbjór! XX


Tegund: Club-mate cola
Fengið: Keypt í Berlín
Framleitt: Í EES
Heimasíða: http://www.club-mate.de/
Staðreyndir: Kóklínan frá Club-mate (sjá hér að neðan), sem er frægur Berlínar-drykkur.
Niðurstaða: Mun skárra en sjálft club-matið, smakkast eins og kók úr sodastreami. Mjög töff umbúðir þó. XX


Tegund: Skull
Fengið: Keypt í Berlín
Framleitt: Í EES
Heimasíða: http://www.drink-skull.de/
Staðreyndir: Sagt vera með epla, guarana og ylliberja (?) bragði.
Niðurstaða: Smakkast eins og léttsúr eplasafi með smá gosi. Alls ekki eftirsóknarvert, en umbúðirnar eru reyndar mjög kúl. X


Tegund: Bionade mit ingwer & orange
Fengið: Keypt í Berlín
Framleitt: Í EES
Heimasíða: http://bionade.com/bionade.php
Staðreyndir: Lífrænt gos í línu frá Bionade. Til eru nokkrar bragðtegundir en ég fann mig ekki knúinn til að prófa fleiri brögð. Fæst út um alla borg.
Niðurstaða: Eins og oft með svona heilsulífræntdót þá er þetta bragðlaust/vont. Engifer og appelsínubragðið rétt fannst en kannski er svona grasfólk með sterkari bragðlauka en ég. Allavega, óspennandi! X


Tegund: Mezzo mix
Fengið: Keypt í Berlín
Framleitt: Af Kóka Kóla í EES
Heimasíða: http://mezzomix.de/
Staðreyndir: Auglýst upp með slagorðinu "Þegar kók kyssir appelsín".
Niðurstaða: Þú getur ímyndað þér hvað gerist þegar appelsíni er blandað við kók og svo yfirfært þessa ímyndun á tunguna á þér. Þetta er reyndar skárra en það hljómar og ég drakk þetta með ilmandi góðum Döner kebab og kláraði flöskuna. XX


Tegund: Dr. Brown's cream soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: Í Canada dry/Pepsi verksmiðjunni í College Point, NY
Heimasíða: Fann enga nema wikiíð
Staðreyndir: Dr. Brown fyrirtækið hóf starfssemi sína 1869 með hinum fræga sellerí-drykk Cel-ray, sem átti að vera barnvænn. Sá er enn framleiddur en ég hef ekki smakkað hann!
Niðurstaða: Þessi krím sódi er traustur og fínn, en kannski ekki að fara hamförum á tungunni. XXX


Tegund: Cherry 7up
Fengið: í Drekanum, Njálsgötu.
Framleitt: Í hræðilegri verksmiðju einhvers staðar, líklega í USA.
Heimasíða: http://7up.com/
Staðreyndir: Ekki er það félegt: Cherry 7 Up flavor, with these ingredients listed: Carbonated water, high fructose corn syrup, citric acid, natural and artificial flavors, potassium benzoate, red 40. One known ingredient that falls under "natural and artificial flavors" is apple juice.
Niðurstaða: Taktu 7up og blandaðu við kistuberjadjúsi og þá færðu þetta. Ööö, ekki erða gott. X


Tegund: Cherry Vanilla Dr Pepper
Fengið: Kjartan kom með úr Cyber candy í London.
Framleitt: Í hræðilegri verksmiðju einhvers staðar, líklega í USA.
Heimasíða: http://drpepper.com
Staðreyndir: Kynnt á markað 2004 og er fyrsti drykkurinn í "Soda Fountain Classics"-línu Dr. Peppers.
Niðurstaða: Eiginlega alveg eins og Dr. Pepper (sem er ekki í uppáhaldi hjá mér), bara aðeins "mildara". Ég fann ekkert vanillu bragð. XX


Tegund: Frostie blue cream soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: Í Temple, TX
Heimasíða: http://en.wikipedia.org/wiki/Leading_Edge_Brands
Staðreyndir: Mjög öðruvísi: heiðblátt gos frá Texas í flösku með jólalegum miða.
Niðurstaða: Smakkast eins og Póló, bara meiri rjómakeimur. Lufsan fékk megnið úr flöskunni enda er hún Pólóisti. XXX


Tegund: Barrel Brothers root beer
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: Í Salt lake city, Utah
Heimasíða: http://applebeer.com
Staðreyndir: Hliðar framleiðsla hjá Epla-bjór, sem er óáfengur epladrykkur frá Utah. Á miða er grínmynd af köllum (bræðrunum?) og sagt að það sé vanillu bragð af þessu, sem reynist svo bara vera lýgi.
Niðurstaða: Þokkalegur rótarbjór, kannski dálítið bragðdaufur þó og kraftlaus. Ekki afgerandi. XX


Tegund: Shasta Black Cherry
Fengið: í Klinkinu
Framleitt: Í Hayward, CA
Heimasíða: http://www.shastapop.com/
Staðreyndir: Shasta er á wiki. Kemur í ljós að þeir gefa sig út fyrir að vera ódýra útgáfan af Coke etc. Black cherry bragð má líka fá hjá mörgum öðrum gosfyrirtækjum. Ég ætti að fíla það enda mikill aðdáandi kirsuberja.
Niðurstaða: Loksins eitthvað gott frá Shasta! Bara mjög bragðgott og ferskt og skemmtilega öðruvísi bragð. Þarf að redda mér fleiri dollum af þessu. (update: Og þær voru ekkert svo góðar svo ég lækka þennan í XX)


Tegund: Shasta Twist lime lemon soda
Fengið: í Klinkinu
Framleitt: Í Hayward, CA
Heimasíða: http://www.shastapop.com/
Staðreyndir: Enn á ný er Shasta flutt til landsins. Shasta rótarbjór var til á Amerískum dögum Hagkaupa og nú eru til tvær Shasta tegundir í viðbót í Klinkinu. Ég fæ það á tilfinninguna að Shasta sé ekkert gæða stöff.
Niðurstaða: Ég er fráleitt hrifinn af glæru gosi og þetta er svona Sprite líki eitthvað og vont og með torkennilegt og vont eftirbragð. Ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálfur. X


Tegund: Bónus Póló
Fengið: í Bónus
Framleitt: Í Bónus
Heimasíða: http://bonus.is
Staðreyndir: Margir hafa ljúfar eitís minningar um pólóið og ég hélt að ég hefði það líka þar til ég smakkaði Bónus póló.
Niðurstaða: Ekki gott heldur vont! Mun betra í minningunni. X


Tegund: Black fire
Fengið: Freyr Bjarnason Wipeout-fari færði frá Argentínu
Framleitt: Í Argentínu, geri ég ráð fyrir
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir: Orkudrykkur frá Argentínu, fagurgrænn eins og sjá má. 250 ml.
Niðurstaða: Bæði litur og upprunaland búa til æsandi tilhlökkun. Bragðið er orkubragð með smá vítamín keimi. Alveg fínt með klaka. Varð reyndar ekkert áberandi hress eftir skammtinn, en myndi umsvifalaust drekka þetta aftur. XXX


Tegund: Mountain Dew Code Red
Fengið: á Amerískum-dögum í Hagkaupum
Framleitt: Í illþefjandi verksmiðjuhverfi í USA
Heimasíða: http://mountaindew.com/
Staðreyndir: Það eru til allskonar Mountain dew, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Mountain_Dew
Niðurstaða: Satt að segja mun betra en ég átti von á, betra en venjulegt Mountain Dew. Cherry bragðið gerir þetta. Samt ekkert æðislegt, þannig. XX


Tegund: Pepsi Wild Cherry
Fengið: á Amerískum-dögum í Hagkaupum
Framleitt: úr blóði verkamanna í Mexíkó
Heimasíða: http://pepsi.com/
Staðreyndir: http://en.wikipedia.org/wiki/Pepsi_Wild_Cherry
Niðurstaða: Pepsí með vondu gervi-kirsjuberjabragði. Veit ekki alveg hvað það á að gera fyrir mann. Dáldið eins og Dr. Pepper, bara ekki eins afgerandi bragð. Allt í lagi svosem. Var ekki í vandræðum með að klára dósina en langar ekki í aftur. XX


Tegund: Vanilla Coke
Fengið: á Amerískum-dögum í Hagkaupum
Framleitt: úr blóði verkamanna í Chile
Heimasíða: http://www.coke.com
Staðreyndir: http://en.wikipedia.org/wiki/Vanilla_coke
Niðurstaða: Er þetta ekki eins og kók sem lyktarkerti hefur legið ofan í, spurði Lufsan. Tja, eiginlega jú. Ekki mjög gott og rotið eftirbragð. X

Tegund: Egils Appelsín
Fengið: á Íslandi
Framleitt: á Grjóthálsi
Heimasíða: http://olgerdin.is/vorur/egils/
Staðreyndir: Appelsín stendur um þessar stundir hæst íslenskra gostegunda. Það er sítraust enda ævagamalt og samofið menningu þjóðarinnar. Best er það í gleri, plastappelsín er bara brúklegt í Malt&appelsín. Nokkur áhugi er á íslenskum gostegundum sem tengist vitanlega megnri nostalgíu. Helst finnst mér eins og fólk sakni Pólósins. Það væri snilld ef Egils kæmi með Pólóið aftur, en það hlýtur svo sem að vera einhver ástæða fyrir því að það var tekið úr umferð á sínum tíma. En Appelsínið er ekki að fara neitt. Drottning íslenska gossins!
Niðurstaða: Gríðarlega gott ískalt í klaka. Ég hef orðið sólgnari í Appelsín síðustu misseri, kannski er smá þjóðrembingur í því. Auðvitað bara í gleri. Húrra fyrir Appelsín! XXXX


Tegund: AJ Stephans cream soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: í Fall River, MA
Heimasíða: http://www.ajstephans.com/
Staðreyndir: Gosverksmiðja AJ Stephans gerir gamaldags gæðagos. Lestu t.d. um það hér.
Niðurstaða: Traust krímsóda. Lítið um það að segja meira, svo sem.XXX


Tegund: Mirinda Strawberry flavor
Fengið: Í Mai Thai við Hlemm
Framleitt: Í Tailandi, sé eitthvað mark takandi á letrinu
Heimasíða: http://www.pepsithai.com/
Staðreyndir: Eins og áður hefur hér komið fram er Mirinda Pepsíkörlunum það sem Fanta er Kókkörlunum. Jarðaberja-Mirindað er afbrigði. Sykurmagn í tælenskum drykkjum ku í hæstu hæðum.
Niðurstaða: Rosa sætt en svalandi og gott, reyndar með örlitlu meðalabragði. Flaskan, reyndar bara 250 ml, rann niður í rykk með klökum. XXX


Tegund: Fanta Green Soda
Fengið: í Mai Thai, Hlemmi
Framleitt: á Tailandi
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir:  Fanta er ekki bara Fanta. Það er til hvílíkt úrval af Föntum um allan heim (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/International_availability_of_Fanta)
Niðurstaða: Dísætt og sem betur fer bara í litlu gleri (170 kr). Mjög gott í klaka. En maður myndi engu að síður ekki geta torgað meiri skammti. Græna er verra en rauða en flestu venjulegu fólki myndi þykja bæði vond! XX


Tegund: Fanta Red Soda
Fengið: í Mai Thai, Hlemmi
Framleitt: á Tailandi
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir:  Fanta er ekki bara Fanta. Það er til hvílíkt úrval af Föntum um allan heim (sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/International_availability_of_Fanta)
Niðurstaða: Dísætt og sem betur fer bara í litlu gleri (170 kr). Mjög gott í klaka. En maður myndi engu að síður ekki geta torgað meiri skammti. XXX


Tegund: Ben Shaws Cream Soda
Fengið: í búð á Spáni
Framleitt: í Huddersfield, UK
Heimasíða: http://www.benshaws.com/
Staðreyndir:  Enskt krímsóda. Lestu þér til umða hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Cream_soda
Niðurstaða: Nokkuð nálægt því að vera almennilegt krímsóda, en samt of þunnt og bragðvont. Ég er þó ekki frá því að þetta hafi minnt mig á Póló á köflum. XX


Tegund: Ben Shaws Dandelion & Burdock
Fengið: í búð á Spáni
Framleitt: í Huddersfield, UK
Heimasíða: http://www.benshaws.com/
Staðreyndir:  Þetta dæmi er eitthvað spes enskt og það er alltaf mynd af fíflum framan á dósunum. (http://en.wikipedia.org/wiki/Dandelion_and_burdock).
Niðurstaða: Ég get ekki útskýrt bragðið af þessu - smá kók samt plús eitthvað jurtadrasl - en það er allavega ekki gott. Maður er ekkert að sturta þessu í sig og hingað til hefur mér reynst erfitt að klára svona dós eða flösku. Held þó að sjálfssögðu ótrauður áfram. X


Tegund: Jaz Cola
Fengið: Í Global Store, Brautarholti
Framleitt: að öllum líkindum á Visayas-eyjahluta Filippseyja.
Heimasíða: http://www.virtualvender.coca-cola.com/ft/index.jsp eða kannski http://www.cosmosbottling.com.ph/Default.aspx
Staðreyndir:  Framleidd eru allskonar kók-líki um allan heim (http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Coca-Cola_brands / http://en.wikipedia.org/wiki/Cola_drinks). Þessi tegund í 240 ml glerflösku á 190 kr. fékkst í Global Store, lítilli en spennandi búð í Brautarholti.
Niðurstaða: Léleg kaup. Ekki gott (einna líkast Jolly Cola). Heimsvaldakapítalisminn er enn ofan á og Coca Cola er besta kókið. X


Tegund: Ed & Pete's Old Fashioned Lemonade
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: af Empire bottling works í Brisol, RI
Heimasíða: Fyrirtækið hefur enga.
Staðreyndir:  Empire bottling works í Bristol á Rhode Island virðist skv þessu vera algjört smáfyrirtæki með 2 starfsmönnum. Addressan er gefin upp á miðanum svo þetta er spurning um að maður fari í heimsókn? Fyrir utan þennan drykk hef ég drukkið tvær aðrar tegundir frá þeim, rótarbjór og Sarsaparilla. Allar flöskurnar eiga það sameiginlegt að koma í mjög öreigalegum flöskum með pönkuðum og einföldum miðum.
Niðurstaða: Frískandi límonaði. Ég er enginn sérstakur límonaði maður en þetta var nokkuð fínt og örugglega hrikalega svalandi í steikjandi hita. XXX


Tegund: Mug Root Beer
Fengið: Í hinni mjög svo góðu búð Cyber candy í London
Framleitt: í SF, CA
Heimasíða: http://www.mugrootbeer.com/
Staðreyndir: Upphaflega var merkið stofnað í SF in ðe fiftís en Pepsi keypti það 1986. Mug er einn þriggja risa rótarbjórsins auk A&W og Barq's.
Niðurstaða: Hugsanlega er ekki að marka bragðprófun mína því dósin sem ég drakk var útrunnin fyrir 6 mánuðum. Er líklega alveg fínt stöff en þetta sem ég drakk lét aðeins á sjá! Þarf að mögga mig aftur síðar! XX


Tegund: Mountain Dew
Fengið: Í hvaða sjoppu sem er
Framleitt: af Egils
Heimasíða: http://mountaindew.com/
Staðreyndir:  Drykkurinn mun hafa komið á markað í USA árið 1964. Drykkurinn er nú kallaður Mtn Dew í USA (með nýju lógói) en við erum ennþá með Mountain Dew. Hann er rafgeymasýrugrænn á litinn. Það eru ekki nema nokkur ár síðan Dew kom á markað hérlendis. Hljómsveitin Bless (eða að minnsta kosti ég, Biggi og Grímur bílstjóri) var sólgin í Dew á USA-ferð okkar 1990 og við drukkum þetta óspart. Helst var það koffínkikkið sem menn sóttu í. Því hefur verið haldið fram að koffínmagnið hafi verið minnkað nýlega en ég fann ekkert um það á netinu.
Niðurstaða: Mér finnst Mountain Dew hressandi og eiturgræni liturinn sjarmerandi. Sögulega séð (Bless túrinn) er drykkurinn líka spennandi! XXX

Tegund: Fanta Lemon
Fengið: Í hvaða sjoppu sem er
Framleitt: af Vífilfelli
Heimasíða: http://fanta.com/
Staðreyndir:  Æi Fanta hefur nú aldrei verið eitthvað sem maður er í fílingi fyrir. Appelsínið er mun betra. Eins og sjá má á heimasíðu þeirra eru þó ýmis önnur brögð (í tafli) sem gætu verið skárri en appelsínubragðið. Lemon er allavega skárra. Þess má geta að 500 ml plastflaskan fer þægilega í hendi.
Niðurstaða: Ágætlega hressandi svona fyrstu soparnir, en svo verður þetta full væmið og sætt. Samt skárra en Mix! XX


Tegund: „Nýja/gamla“ Mixið
Fengið: Í hvaða sjoppu sem er
Framleitt: af Egils
Heimasíða: http://www.egils.is
Staðreyndir:  Hér: http://blogg.visir.is/drgunni/?p=403 er fjallað um nýja/gamla Mixið með miklum kommentahala. Áhugaverðast þar er innlegg Friðjóns Árnasonar, en ég styð eindregið að Póló verði sett á markaðinn aftur!
Niðurstaða: Hver man ekki eftir rímixi sem var á markaðnum síðasta sumar? Ha, enginn? En allavega. Ég styð eðlilega endurgerðir gamalla drykkja og nú hafa Egils-menn byrjað að nota gömlu Mix-blönduna og hafa lagt aspartam útgáfunni. Mix er þó því miður frekar leiðinlegt á bragðið og ég átti í mesta basli við að klára 500 ml plastflöskuna. X


Tegund: Mirinda Green Cream Soda Flavor
Fengið: Í Mai Thai við Hlemm
Framleitt: Í Tailandi, sé eitthvað mark takandi á letrinu
Heimasíða: http://www.pepsithai.com/
Staðreyndir: Eins og áður hefur hér komið fram er Mirinda Pepsíkörlunum það sem Fanta er Kókkörlunum. Græna cream sóda Mirindað er afbrigði. Sykurmagn í tælenskum drykkjum ku í hæstu hæðum.
Niðurstaða: Rosa sætt en svalandi og gott. Flaskan - reyndar bara 250 ml rann niður í rykk - Kom á óvart því áður hafði græna Fantað reynst illa. XXX


Tegund: Watson's Sarsae
Fengið: Í einhverri kínabúð á Shaftbury Avenue í London
Framleitt: Í Hong Kong
Heimasíða: www.aswatson.com
Staðreyndir: Búinn að gera það gott í Hong Kong í meira en 20 ár segir á heimasíðunni.
Niðurstaða: All svakalega vont þótt ég hafi komið þessu niður að lokum vegna exótíkurinnar. Eins og súr rótarbjór með smá kaffieftirbragði. Andstyggilegt. X


Tegund: Chino
Fengið: Í sjoppunni í Rough Trade í London
Framleitt: Á Ítalíu
Heimasíða: http://www.chino.it
Staðreyndir: Kemur í svartri kúl dós. Unnið úr sítrusávextinum myrtifolia (kallað chinotto á ítölsku).
Niðurstaða: Smakkast eyrnamergslega og eins og Campari með gosi og án áfengis. Merkilega gott samt, ískalt. Ég kom allavega dósinni niður án teljandi vandræða. XX


Tegund: Fentimans Dandelion and burdock
Fengið: Í Tesco-verslun í London
Framleitt: Í Englandi
Heimasíða: http://fentimans.com/
Staðreyndir: Fentimans eru með allskonar lífrænt hippagos, en eru samt kommersíal. Maður tékkar betur á ýmsum spennandi tegundum síðar.
Niðurstaða: Túnfífla og eitthvað gos. Eitthvað gamalt breskt (wiki) en samt einum of furðulegt bragð til að maður nenni að drekka þetta. X


Tegund: Jones root beer
Fengið: Í hinni mjög svo góðu búð Cyber candy í London
Framleitt: Í Seattle, Washington
Heimasíða: http://www.jonessoda.com
Staðreyndir: Jones gosdrykkir eru hálfgert hippadæmi, en samt kommersíal, smá svona Ben & Jerrys gosdrykkjanna, held ég. Fullt af allskonar bragðtegundum, bæði í flöskum (með ljótum miðum)  og (hefðbundnari) dósum.
Niðurstaða: Góður meinstrím rótarbjór með léttu wintergreen tyggjóbragði. Nammi. XXX


Tegund: A&W Cream soda
Fengið: Í hinni mjög svo góðu búð Cyber candy í London
Framleitt: Í Winchester, VA, Usa.
Heimasíða: http://www.rootbeer.com/
Staðreyndir: A&W gera mest mainstrím rótarbjórinn ("kók" rótarbjórsins o.s.frv) og þeir eru líka í cream sodanu.
Niðurstaða: Einkennilega bragðdauft og óspennandi. Hélt þessi yrði jafn öruggur og mainstrím í munni og rótarbjórsinn en svo er ekki. Samt alveg fínt! XX


Tegund: Bundaberg Sarsaparilla
Fengið: Hjalli frændi kom með frá Ástralíu
Framleitt:  í Bundaberg, Qld, Ástralíu
Heimasíða: http://www.bundaberg-brew.com.au/
Staðreyndir: Bundaberg gosdrykkjaverksmiðjan er aðallega þekkt fyrir engifer ölið sitt. Eru með nokkur aukabrögð, þ.á.m. sarsaparilla.
Niðurstaða: Dálítið meðalalegt og rammt eftirbragð sem dregur þetta niður. Ástralskt sarsaparilla er greinilega ekki alveg málið. XX


Tegund: Bickford's lemon lime & bitters
Fengið: Hjalli frændi kom með frá Ástralíu
Framleitt: í Suður Ástralíu
Heimasíða: http://www.bickfords.net
Staðreyndir: Vinsælt gos í Suður Ástralíu og sögufrægt merki. Ábyggilega hálfgert Appelsín fyrir þeim. Stofnað af Bickfords fólkinu á 19. öld.
Niðurstaða: Allt sem nafnið bendir til á bragðið. Ekki alveg minn "tebolli" en ábyggilega hressandi ískalt við ástralskt barbí í funhita. XX


Tegund: Dad's Cream soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt:  í Atlanta, Georgia.
Heimasíða: http://realsoda.com
Staðreyndir: Framleiðandinn sérhæfir sig í að endurvekja gamla drykki og koma þeim á markað á ný, í glerflöskum. Hmm, maður ætti kannski að byrja að framleiða Póló aftur?
Niðurstaða: Dísætt og ekki langt frá því unaðslegt. Kannski einum of væmið, jafnvel fyrir mig. XXX


Tegund: Green mate grass jelly drink with honey
Fengið: Mai Thai við Hlemm
Framleitt: í Thailandi
Heimasíða: http://www.greenmate.co.th/
Staðreyndir: Það er alltaf gaman að pína Lufsuna með þessum drykkjum. Henni fannst þessi dós lykta eins og eiturlyfja-sveppate sem krakkar gerðu á Þorlákshöfn og smakkaðist beisiklí eins og mold.
Niðurstaða: Eins og sætt moldarvatn. Í þessu er slímkennt djellí sem situr eftir í glasinu. Öll er upplifunin athyglisverð. Eftirbragðið fremur vont samt. Kláraði dósina engu að síður en mun ekki sækja sérstaklega í annan skammt. X


Tegund: Foco Pennywort drink
Fengið: Mai Thai við Hlemm
Framleitt: í Thailandi
Heimasíða: http://www.thaiagri.com
Staðreyndir: Pennywort þýðir vatnsnafli, hvað svo sem það þýðir. Lúkkar eins og hundasúrur.
Niðurstaða: Vissulega athyglisvert. Dáldið eins og sykrað borðtuskuvatn, mosagrænt. Ekki beinlínis vont en lykt og litur gerir þetta ógnvekjandi. Gaman að smakka en ég ætla ekki að kaupa þetta í kassavís. X


Tegund: Barq's Root beer
Fengið: Kjartan skaffaði frá Kanada
Framleitt: í Toronto, Canada
Heimasíða: http://www.barqs.com
Staðreyndir: Fulltrúi Coca Cola kompanísins á rótarbjórsmarkaðinum í dag en á sögu til 1890 og New Orleans. Er ásamt A&W með mesta útbreiðslu rótarbjóra.
Niðurstaða: Mjög traust og gott merki með einhverju eftirbragði sem ég kom ekki fyrir mig. Hugsanlega eins og smá spirte í endann. Ögn skrýtið, líka skrýtið að ég hafi aldrei skrifað um þetta fyrr eða borið mig eftir því á ferðum erlendis. Svona fæst víðast hvar í USA/Kanada ásamt A&W. XXX


Tegund: Mawson's Sarsaparilla
Fengið: Heiða kom með frá Manchester
Framleitt: í New Line, Bacup, Lancashire, Englandi
Heimasíða: http://www.mawsonstraditionaldrinks.co.uk
Staðreyndir: Enskt frá öldnu fjölskyldufyrirtæki sem er líka í Cream Soda og fleiru. Hlýtur að vera eina enska fyrirtækið í þessum bransa. Mín flaska var 250 ml og leit út eins og sósuflaska eða rauðvín með mjög ljótum miða. Meira að segja rauðvínsinnsigli á stútnum.
Niðurstaða: Ekkert líkt amerísku sarsaparilla eða rótarbjór. Minnti mig á eplasafa í smá kók. Satt að segja varla drekkandi. X


Tegund: Rímix
Fengið: Sjoppa sumar 2008
Framleitt: í Rvk
Heimasíða: http://egils.is/olgerdin/is/vorur/?product_category_id=101647
Staðreyndir: Nokkuð sniðugt hjá Ölgerðinni að koma með Rímix sumardrykkinn 2008. Hvernig lýsir maður bragðinu af Mixi? Einmitt. Það er álíka erfitt að lýsa bragðinu af Rímixi. Hvorugt er eitthvað æði. Mix má líka muna fífil sinn fegurri. Það voru mistök að mixa sætuefnum í Mixið. Sykur er betra. Mix er þó drukkið af mörgum. Til dæmis Hrafni Gunnlaugssyni sem er Mix-maður. Veit ekki hvort hann hafi prófað Rímix.
Niðurstaða: Sætt frostpinnagos með óræðu berjabragði í plastflösku með ljótum miða. Ekkert hræðilegt en alls engin snilld heldur. Mun ekki sakna þess af markaðnum. XX


Tegund: Kutztown Sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: í Kutztown, PA
Heimasíða: http://www.kutztownbottlingworks.com/index.html
Staðreyndir: Verksmiðjan að síðan 1851. Eru líka í bjórnum.
Niðurstaða: Undir meðaltali rótarbjór, of líkur kók, of lítið bragð, of flatur og froðulaus. En maður er svo sem ekki í vandræðum með að klára flöskuna. XX


Tegund: Mirinda
Fengið: Heiða keypti í Kína
Framleitt: í Kína
Heimasíða: http://www.pepsi.com/
Staðreyndir: http://en.wikipedia.org/wiki/Mirinda
Niðurstaða: Heiða segir Kínverja, í Peking allavega, lítið fíla gos. Þar var eiginlega bara kók og pepsi, og svo Mirinda, eða Míranda, eins og drykkurinn var löngum kallaður hérlendis. Þetta er "Fanta" Pepsíkarlanna. Nú er ég lítið fyrir appelsínugos, ætli íslenska Appelsínið sé ekki best. Svo ég var viðbúinn átökum að koma þessu niður, enda fór Heiða fremur ófögrum orðum um sína dós. Drykkurinn reyndist þó mun skárri en ég átti von á, svona fremur goslítið appelsínudjók eitthvað, mikið sætt. Ég er samt ekkert fúll að ég átti bara eina dós. X


Tegund: Euroshopper Cola
Fengið: Í Bónus
Framleitt: í Utrecht, Hollandi
Heimasíða: http://www.bonus.is/
Staðreyndir: http://en.wikipedia.org/wiki/Euro_Shopper
Niðurstaða: Oj bara. Fyrsti sopinn reyndar ókei, en svo einhvern veginn helltist yfir mann ógleðin. Hver þremillinn er þetta eiginlega... er þetta fúkkabragð? Þótt þetta kosti nú bara 49 kr og sé bara 250 ml kaupi ég þetta ekki aftur og ekki heldur diet útgáfuna eða appelsínið. Mig rekur ekki minni til að hafa smakkað Bónuskóla svo ég get ekki gert samanburð. Ætli einhver sakni Bónuskóla? Þetta er allavega ódrekkandi sorp. O


Tegund: Aquarius naranja
Fengið: Á Spáni
Framleitt: í Madrid, Spáni
Heimasíða: http://www.conocecocacola.com/default.cfm
Staðreyndir:http://en.wikipedia.org/wiki/Aquarius_(sports_drink)
Niðurstaða: Þetta á víst að vera með appelsínubragði en ég fann ekkert appelsínubragð bara eitthvað sykurvatn í anda 7up bara bragðminna og verra. X


Tegund: Colombiana
Fengið: Í Latin-american deildinni í Carrefour, Spáni
Framleitt: í Kólombíu
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Töff umbúðir. Kynnt víða sem "kók kampavín" - fann þó ekkert kampavínsbragð af þessu.
Niðurstaða: Eins og kók með karmellubragði. Gott fyrst en verksmiðjufúlt eftirbragð. XX


Tegund: Coca Cola Cherry
Fengið: Á Spáni
Framleitt: Á Spáni
Heimasíða: hhttp://www.conocecocacola.com/default.cfm
Staðreyndir:http://en.wikipedia.org/wiki/Cherry_cola
Niðurstaða: Eiginlega alveg eins og kók. Hvorki mikið né sterkt aukabragð. X


Tegund: Idris Fiery Ginger beer
Fengið: Í enskri búð á Spáni.
Framleitt: í Bretlandi
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Ginger beer er ekki það sama og Ginger ale!
Niðurstaða: Hreint alls ekki sterkur drykkur þrátt fyrir loforð þar að lútandi (Try me if you dare - hvílíkt rugl). Old Jamaican ginger beer er t.d. miklu sterkara. Útþynnt vonbrigði. X


Tegund: Green river
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: í Chicago, IL
Heimasíða: http://en.wikipedia.org/wiki/Green_River_(soft_drink)
Staðreyndir: "Lollipop" flavoured soda, segja þeir. Virðist hafa verið gamalt gos sem var endurvakið á síðari tímum í kjölfar ört vaxandi vinsælda "klassískra" gosdrykkja. Samnefnt lag CCR ku vera um þennan drykk.
Niðurstaða: Einhvers staðar á milli mountain dew, græns frostpinna og 7up, bara með smá rjómakeim. Nokkuð fínt bara þótt liturinn á þessu sé eins og á rafgeymasýru. XX
 


Tegund: Dr. Browns black cherry soda
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: í College point. NY
Heimasíða: http://www.beveragesdirect.com/products/drbrowns/
Staðreyndir: Þessi Doktor er framleiddur af Pepsi og vinsæll á NY svæðinu, enda kosher. Nokkur brögð eru til.
Niðurstaða: Allt í lagi stöff. Svona létt og svalandi kirsuberjadæmi. Lufsunni líkaði þetta, en henni finnst yfirleitt allt ógeðslegt sem ég er að drekka. XX


Tegund: AJ Stephans birch beer
Fengið: Pantað frá Bevmo
Framleitt: í Fall River, MA
Heimasíða: http://www.ajstephans.com/
Staðreyndir: Aldrei þessu vant er drykkurinn gIær í glærri flösku. Rótarbjórar eru iðulega brúnir eða svartir svo þetta er nýbreytni.
Niðurstaða: Sterk kúlutyggjólykt af þessu og bragð nokkuð gott. Frekar slappt eftirbragð þó en allt í allt fínt stöff.XXX


Tegund: Fritz-kola
Fengið: frá Heiðu sem fór til Berlínar.
Framleitt: í Hamburg, Þýskalandi
Heimasíða: http://www.fritz-kola.de
Staðreyndir: Inniheldur 25 mg/100 ml af koffíni, sem er sirka helmingi meira en í kók. Karlar á miða eru Lorenz og Mirco, líklega uppfinningamennirnir á bakvið drykkinn.
Niðurstaða:Svona alveg eins og hægt er að ímynda sér að kalt kaffi og pepsí smakkast ef blandað er sirka 1/4 kaffi, 3/4 pepsí með örlitlum sítrónu keimi. Sem sé, ekki mjög gott! Minnti Lufsuna á sodastrím. X


Tegund: Club-mate
Fengið: frá Heiðu sem fór til Berlínar.
Framleitt: í Munchsteinach, Þýskalandi
Heimasíða: http://www.club-mate.de
Staðreyndir: Þessi drykkur ku vinsæll á klúbbum enda koffín-innihald frekar hátt, 20 mg/100 ml.
Niðurstaða: Mér finnst leiðinlegt að spæla Heiðu, sem fílar drykkinn í botn, en mér fannst hann bara vondur. Smakkast eins og flatur og bragðdaufur sæder og ég varð ekki var við eitthvað svakalegt orkubúst þótt ég drykki 0.5 L kl. 18. Reyndar átti ég nokkrum erfiðleikum með að klára flöskuna, svo vont var þetta. X


Tegund: Guaraná Antartica ICE
Fengið: frá Íslendingi búsettum í Brasilíu sl. 18 ár.
Framleitt: í Brasilíu
Heimasíða: http://www.guaranaantarctica.com.br/
Staðreyndir: Hér er komin nútímaútgáfa með hálstöflubragðs viðbót. Það er væntanlega frábær viðbót í hitanum í Brasilíu.
Niðurstaða: Alveg jafn gott og venjulega útgáfan, ekki mikill munur. XX


Tegund: Guaraná Antartica
Fengið: frá Íslendingi búsettum í Brasilíu sl. 18 ár.
Framleitt: í Brasilíu
Heimasíða: http://www.guaranaantarctica.com.br/
Staðreyndir: Vinsælasti innlendi gosdrykkurinn í Brasilíu, framleiddur úr guaranaberinu síðan 1921. Fæst víst líka á Spáni og Portúgal.
Niðurstaða: Mildur ávaxtagos, bragðdaufur en eflaust frábær í hita. Minnti Lufsuna á djús sem hún drakk mikið í Danmörku. XX


Tegund: Milligan's Island awesome root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Madison, CT.
Heimasíða: http://milligans-island.com/
Staðreyndir: Mynd af eigendum fyrirtækisins má sjá á heimasíðunni hér: http://milligans-island.com/aboutus.ivnu - Þetta lítur út eins og vinirnir í Friends hafi ákveðið að byrja að búa til rótarbjór.
Niðurstaða: Traustur en sérkennalaus sykurdrykkur. Alveg fínn, sem sé, en kannski ekki awesome eins og þau halda fram. XXX


Tegund: Pearson Bros root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í San Francisco, CA.
Heimasíða: http://www.hanks-rootbeer.com/
Staðreyndir: Hér má lesa um rótarjór í San Francisco Chronicle.
Niðurstaða: Enginn delux drykkur, enn einn bara svona la la rótarbjórinn, án sérkenna og án þess að vera eitthvað rosalegur. XX


Tegund: Hank's root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Trevose, Philadelphia.
Heimasíða: http://www.hanks-rootbeer.com/
Staðreyndir: Fyrsti rótarbjórinn sem beinlínis segist á flöskumiðanum vera gourmet. Í framleiðslu síðan 1995. Vönduð flaska, hnausþykk og upphleypt.
Niðurstaða: Fyrsti soðinn var unaðslegur, eins og að drekka rjómalagða karamellusósu, en svo fór sjarminn dálítið af þessu. Samt alveg fínn rótarbjór. XXX


Tegund: Jack Black's dead red root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í USA.
Heimasíða: http://www.skeleteens.com/
Staðreyndir: Skeleteens gosdrykkir eru hluti af Eat me foods samsteypunni og virðist vera "counter culture" fæði. Semsé gos fyrir ameríska tattúunglinga. Meðal þess sem í boði er frá merkinu er Fukola cola (fær góða einkunn), Love potion #69, The Drink og Rare microsoft brainwash. Ég fann þó lítið um þetta á netinu en þeir hjá Soda King eru með gott úrval af vörum Skeleteens, þótt ég nenni nú varla að bera mig eftir því.
Niðurstaða: Ágætis rótarbjór en dáldið þunnildi samt. Meðal stöff. XX


Tegund: Sioux city birch beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Whitestone, NY.
Heimasíða: http://www.siouxcitybeverages.com/
Staðreyndir: Ég verð að viðurkenna að ég finn engan mun á því sem er kallað root beer, birch beer eða sarsaparilla, en þetta er semsé Birch beer, birkibjór, en það mætti alveg ljúga því að mér að þetta sé rótarbjór eða sarsaparilla. Gaman aððí!
Niðurstaða: Bragðgóður en lítt spes. Örlítið beyskt eftirbragð, en bara mjög fínn! XXX


Tegund: Jackson hole buckin' root beer
Fengið: Pantað hjá Popsoda.
Framleitt: í Jackson, WY.
Heimasíða: http://www.jhsodaco.com/
Staðreyndir: Á austurströndinni eru hamborgarabúllurnar Jackson hole sem eru óskildar þessari tegund sem er framleidd í miðríkjunum í Wyoming. Líkt og hjá mörgum hamborgarabúllum öðrum í usa er þar seldur rótarbjór sem staðurinn býr til sjálfur af krana eða í flöskum.
Niðurstaða: Nokkuð traust rótarbjórsbragð, þó án sérkenna. Mildur mjöður og fínn. XXX


Tegund: Empire bottling works sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Bristol, RI.
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Miðinn er einhver sá öreigalegasti sem ég hef séð. Minnir á plötuumslag frá pönktímabilinu í mínímalisma sínum.
Niðurstaða: Þunnt og máttlaust bragð með súru eftirbragði. Alls ekki slæmt, en mjög miðlungs eitthvað. XX


Tegund: Boylan's creamy red birch beer
Fengið: Pantað hjá Popsoda
Framleitt: í Moonachie, NJ
Heimasíða: http://www.boylanbottling.com/
Staðreyndir: Rauður drykkur!
Niðurstaða: Boylan's er vissulega klassa gosdrykkjaframleiðandi en þessi rauði rjóma birkibjór var nú ekkert spes (fyrir utan þá staðreynd að hann er rauður), Vel kláranlegt en lítið meira. XX

Tegund: Whole earth organic ginger beer
Fengið: Heilsuhúsið, Reykjavík (159 kr).
Framleitt: í Ca, USA.
Heimasíða: http://www.wholeearthfoods.com/drinks/ginger-drink.htm
Staðreyndir: Heilsubúðirnar hér eru með nokkra drykki frá þessu breska heilsufyrirtæki, þessi engiferbjór er nýkominn á markaðinn.
Niðurstaða: Vel drekkandi en full þunnt bragð. Samt ekki mjög "hollustulegt" á bragðið. Ekki nógu sterkt engiferbragð en slær þó léttilega út Naturfrisk. XX


Tegund: Reeds premium ginger beer
Fengið: Heilsuhornið, Akureyri (250 kr).
Framleitt: í Ca, USA.
Heimasíða: http://www.reedsgingerbrew.com
Staðreyndir: Frá þeim sömu og færa okkur Virgils og fæst líka á Akureyri. Samkvæmt heimasíðu eru til ýmiss afbrigði af engiferölinu hjá þeim, en þetta er semsé "premium".
Niðurstaða: Vel drekkandi en full þunnt bragð og "heilsulegt" (í stað þess eftirsóknarverða bragðs, "óhollustulegt"). Það er áberandi hunangsbragð og lykt af þessu og það má vel slafra þessu í sig. Af þeim drykkjum sem kenna sig við engifer finnst mér þó Old jamaican og Santa Cruz organic ginger ale betri, bara verst að Old Jamaican hefur aldrei fengist hérna og Santa cruz hefur ekki fengist í háa "herrans" tíð. Fúlt. Á meðan fæst alltaf það ömurlega danska sull Naturfrisk. XX


Tegund: Virgil's root beer
Fengið: Heilsuhornið, Akureyri (250 kr).
Framleitt: í Ca, USA.
Heimasíða: http://www.virgils.com/
Staðreyndir: Virgil's rótarbjór fær maður í heilsubúðum víðsvegar og nú á Akureyri líka, sem er náttúrlega algjör snilld. Tegundin hefur uppi mikinn fagurgala um ágæti sitt og segist safna hráefninu víðsvegar að (sjá heimasíðu).
Niðurstaða: Þrátt fyrir fagurgalann er þessi rótarbjór bara ekki nógu góður. Það er einhver pirrandi væmin lykt og væmið bragð af þessu sem ég er ekki alveg að kaupa. Engu að síður vel drekkandi og ég fagna því að rótarbjór fáist á Akureyri. XX


Tegund: Manhattan special sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Brooklyn, NYC.
Heimasíða: http://www.manhattanspecial.com
Staðreyndir: Verksmiðjan hefur verið að síðan um þarsíðustu aldamót og er frægust fyrir Expresso coffee soda (sem ég hef ekki smakkað). Framleiðir ýmislegt annað, t.d. sarsaparilla, sem er náskilt rótarbjór. Kemur í 10 fl oz flöskum, 296 ml.
Niðurstaða: Ágætis stöff. Dáldið þunnt og bragðdauft og vottur að meðalalykt. Engu að síður barasta fínt. XXX


Tegund: Fitz's Premium cream soda
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í St. Louis, MO.
Heimasíða: http://www.fitzsrootbeer.com/
Staðreyndir: Fitz's gerir út frá Missouri og virðist vera hamborgaradjónt með gosframleiðslu sem aukabúgrein.
Niðurstaða: Rótarbjórinn frá Fitz's er magnaður og rjómagosið er geðveikislega gott líka. Algjör eðall, dísætt og almagnað og fullt hús! XXXX


Tegund: Americana root beer
Fengið: Pantað hjá Popsoda
Framleitt: í Mukilteo, WA
Heimasíða: http://www.orcabeverage.com/gourmet
Staðreyndir: Kemur frá Orca gosdrykkjaframleiðandanum, sem sérhæfir sig í gúrme og gömlu drykkjum í gleri.
Niðurstaða: Svaka fínt, sætt og slefandi fínt. Enn einn topp rótarbjórinn. XXXX


Tegund: Boylan's birch beer
Fengið: Pantað hjá Popsoda
Framleitt: í Moonachie, NJ
Heimasíða: http://www.boylanbottling.com/
Staðreyndir: Ein bragðtegundin enn frá hinu trausta Boylan fyrirtæki. Nú erða birkibjór.
Niðurstaða: Fannst þetta nú ekkert spes og full mikið svona wintergreen-tyggjó bragð af þessu. XX


Tegund: Floating market brand sterilizied coconut nectar juice
Fengið: í Thai búðinni á Hlemmi.
Framleitt: í Nakomprathom í Thailandi.
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir: Nings er auðvitað lang besta thai búðin en svo er ein á Hlemmi sem ég fékk þetta kókohnetugos á flösku. Nýlega fór ég í búðina Filippseyjar og fann verstu lykt sem ég hef fundið mjög lengi, líklega síðan ég fann dauða köttinn í vinnuskólanum. Ég keypti ekkert þar.
Niðurstaða: Hræðileg lykt liggur úr flöskunni en bragðið er fínt. Náttúrlega er þetta ekki gos, per se, enda ekkert gos í þessu, heldur er þetta 100% kókoshnetusafi. En þetta er í flösku og fær að vera með. XX


Tegund: Coke Zero
Fengið: í búð.
Framleitt: í Vífilfelli
Heimasíða: http://coke.is
Staðreyndir: Auglýsingaherferð Coke Zero skilst mér að sé dýrasta auglýsingaherferð á Íslandi. Hún hefur allavega fengið mikla athygli fyrir að þykja hallærisleg – kynlíf með zero samþykki eða ríkisstjórn með zero Framsóknarflokki eru dæmi – og hafa allir sem bloggvettlingi valdið fundið sig knúna til að minnast á það.
Niðurstaða: Skil ekki tilganginn með þessu og finn engan mun á þessu á Coke light sem fékk 2 stjörnur svo þetta fær líka XX


Tegund: Waialua vanilla cream
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Waialua, Hawaii
Heimasíða: http://www.waialuasodaworks.com/
Staðreyndir: Ég nenni nú ekki að þýða þetta: Founded in 2003 by residents Karen and Jason Campbell, Waialua Soda Works mixes, bottles, and distributes its sodas from a warehouse in the historic town of Waialua, located on the famous North Shore of Oahu. With its flagship pineapple soda, Waialua Soda Works’ recipes are inspired by the elements familiar to the Hawaiian Islands - current soda flavors include pineapple, mango, root beer, and vanilla cream and feature local ingredients such as Maui natural white cane sugar, Hawaiian vanilla, and Hawaiian honey.
Niðurstaða: Fremur bragðdauft og hefðbundið, en fær hreinlega aukastjörnu fyrir að vera frá Hawaii. Já svindl. XXX

Tegund: Moxie cream soda
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Mukilteo, WA
Heimasíða: http://www.orcabeverage.com/
Staðreyndir: Framleiðendur Moxie, elsta fjöldaframleidda goss í heimi, með cream soda versjón. Framleitt í flöskuverksmiðjunni Orca sem einnig framleiðir Dad's og fleira stöff.
Niðurstaða: Svipað og önnur cream soda sem ég hef smakkað. Minnir á hið forna Akureyrarbragð, Morgan's Cream soda, og fyllir því munn minn nostalgíu. Sætt og fínt, mikil froða, en svo sem ekki mikil sérstaða. Öll þessi cream soda eru svipuð. XXX

Tegund: Jolly cola
Fengið: Á dönskum dögum í Hagkaupum.
Framleitt: í Assens, Danmörku
Heimasíða: http://www.jolly.dk/
Staðreyndir: Framleiðsla hafin árið 1959. Var með 2/3 af markaðinum in ðe sixtís, en bara um 6% nú. Mér skilst að ungum Dönum þyki "kits" að drekka þetta.
Niðurstaða: Alveg ágætt svo sem. Svona svipað og Pepsí. XX


Tegund: Tommyknocker 1859 Original Root Beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Idaho springs, CO
Heimasíða: http://www.tommyknocker.com/
Staðreyndir: "Tommyknockers" munu hafa verið álfar sem héngu nokkuð með gullgröfurum á 19. öld. Hvernig þeir tengjast þessari framleiðslu er þó önnur saga og líklega svipuð og afhverju Egilsöl heiti Egilsöl.
Niðurstaða: Svo gríðarlega sætt og spennandi að ég hlýt að vera klikkaður að gefa þessu fullt hús. Minnir á bráðna kalda karamellu með gosi bara betra. Djísús! XXXX


Tegund: Red Ribbon home brewed style root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Natrona, PA
Heimasíða: http://www.dimesoft.com/nbc/
Staðreyndir: Virðist vera mikið ló budget dæmi, heimasíðan mjög lófæ og allt í miklum micro brewery stíl.
Niðurstaða: Þunnt og vatnskennt, alltof bragðlítið og alls ekki að gera sig. X


Tegund: Boylan Bottleworks Creme
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Moonachie, NJ
Heimasíða: http://www.boylanbottling.com/
Staðreyndir: "Krem sóda" er fyrirbæri sem mjög gufukenndur rammi er utan um. Krem sóda getur smakkast eins og tyggjó, sykurull, sumir eru gerðir úr kaffi eða súkkulaði. Á heimasíðunni segjast Boylan-menn hafa prófað 283 uppskriftir áður en þeir kýldu á þessa.
Niðurstaða: "Eins og vanilludropar í vatni," segir Lufsan sem er rugl. Frekar létt en með römmu eftirbragði. Ljómandi gott sykursull á klaka. XXX


Tegund: Barons Boothill sassparilla
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Glendora, California.
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir: Skrifa "sassparilla" á flöskunni eins og það er sagt, en ekki "sarsaparilla" eins og vaninn er að skrifa það. Þetta er gert til að fá meiri kæboj-stíl á flöskuna.
Niðurstaða: Fremur óáhugavert. Minnti einna mest á kók og var erfitt að finna þetta góða rótarbjórbragð. XX

Tegund: Frostie Root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Temple, Texas.
Heimasíða: http://www.leadingedgebrands.com/
Staðreyndir: Hefur verið í framleiðslu síðan 1939, fyrst í Maryland, en nú í Texas. Vörumerkið er einhverskonar álfur.
Niðurstaða: Meðalrótarbjór og í litlu frábrugðinn mörgum öðrum. Eilítið meira vanillubragð en vanalega. Sem sé alveg fínt stöff. XXX


Tegund: Feelgood Drinks Co - Pink Citrus Spritz
Fengið: Í 10-11.
Framleitt: í London, Englandi.
Heimasíða:http://www.feelgooddrinks.co.uk/
Staðreyndir: Egils framleiddi einu sinni Greip (eða Grape eins og mig minnir að þeir hafi kallað það. Ég held það sé löngu hætt að fást en stóra flaskan er ennþá utan á húsinu þeirra.)
Niðurstaða: Verra en hitt Feelgoodið, eiginlega bara frekar vont. Mig minnir nú að gamla greipið frá Egils hafi verið mun betra. X


Tegund: Feelgood Drinks Co - Orange & Passionfruit Spritz Pink Citrus Spritz
Fengið: Í 10-11.
Framleitt: í London, Englandi.
Heimasíða: http://www.feelgooddrinks.co.uk/
Staðreyndir: Ensku Feelgood vörurnar fást nú á Íslandi. Í boði eru goslausir ávaxtadrykkir og gosdrykkir (spritzer). Þú þekkir muninn á mismunandi flöskunum.
Niðurstaða: Alveg þokkalegt, en ekki fyrir þennan pening (299 kr í 10-11). Dálítið rammt Prófa samt eflaust hinar týpurnar (4 í allt held ég). XX


Tegund: Calpico Soda Yoghurt flavour
Fengið: Í Sælkerabúð Nings.
Framleitt: í Tailandi.
Heimasíða: http://www.calpis.net/
Staðreyndir: Er að öllum líkindum upprunnið í Japan.
Niðurstaða: Smakkast eins og 7up með mjólk út í! En samt ekki eins ógeðslegt og þessi líking gefur til kynna. Ég er enginn aðdáandi glærra drykkja, en þessi er bara nokkuð fínn. Á 120 kall gæti ég vel hugsað mér aðra dós. XX


Tegund: Sprecher cream soda
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Glendale, WI.
Heimasíða: http://www.sprecherbrewery.com/
Staðreyndir: Sprecher verksmiðjurnar framleiða líka bjór, en bjórframleiðsla var víst heimsfræg í Milwaukee á árum áður. Boðið er upp á túr um verksmiðjuna.
Niðurstaða: Dísætt og vanillukeimt hunangs og karamellugos. Etv á mörkum sætleikans. Ljúffengt engu að síður. XXX


Tegund: Dad's root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: Í Atlanta, GA
Heimasíða: http://www.dadsrootbeer.com/
Staðreyndir: Eldgamalt stöff, hóf framleiðslu árið 1937. Fyrsta tegundin sem var sett á markað sem six-pakk.
Niðurstaða: Mér fannst þetta minna örlítið á kók, vera svona rótarbjór kók blendingur einhver. Nokkuð gott bara. XXX


Tegund: Moxie
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: Í Catawissa, Pennsylvania
Heimasíða: http://www.moxieworld.com/
Staðreyndir: Elsti fjöldaframleiddi gosdrykkur heims (síðan 1884). Á sér merka sögu sem má lesa um á wikipedia.
Niðurstaða: Mér þykir leiðinlegt að þurfa að drulla út svo fræga vöru, en Moxie er gjörsamlega ógeðslegt og ódrekkandi! Meðalabragð eitthvað, lakkrísblönduð æla með rosalega vondu eftirbragði. Engin furða að þetta tapaði gosstríðinu við kók! Það fyrsta sem ég panta sem þarf að hella! O


Tegund: Bulldog Root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: Í Fresno, CA
Heimasíða: http://bulldogrootbeer.com
Staðreyndir: Hunang er þriðja innihald drykksins (á eftir vatni og sykurreyr). Af mörgum rótarbjórsgagnrýnendnum talinn besti rótarbjór í heimi, t.d. þessum.
Niðurstaða: Alveg drulluæðislegur rótarbjór þar sem hunangsbragðið blandast hinu í himneskri sælu. Einn af albestu rótarbjórunum í dag. XXXX


Tegund: Crodino
Fengið: Á ítölskum dögum í Hagkaup
Framleitt: Á Ítalíu
Heimasíða: http://www.crodino.it/
Staðreyndir: Frá framleiðendu viðbjóðsins Campari.
Niðurstaða: Ég hefði átt að leggja saman ógeð og ógeð þegar ég sá að þetta er frá Campari-mönnum, en þann rauða eyrnamerg hef ég aldrei getað drukkið. Vissulega er flaskan bara 100 ml en ég get samt ekki klárað flöskuna. Þetta smakkast nákvæmlega eins og Campari í Sprite – og ekki einu sinni áfengt. Rosalega vont. 0


Tegund: Africola
Fengið: Heiða færði mér þetta frá Berlín
Framleitt: í Þýskalandi
Heimasíða: http://www.afri-cola.com/
Staðreyndir: Þetta var kókið sem drukkið var í Austur Þýskalandi á kaldastríðsárunum.
Niðurstaða: Smakkast eins og 3 daga gamalt sódastrím kók, þ.e. goslaust og vont. Tókst ekki að klára 500 ml flöskuna en sögulegt samhengi og flottar umbúðir hala þetta úr núlli í X.


Tegund: Shasta Root beer
Fengið: Á Amerískum dögum í Hagkaupum
Framleitt: í Hayward, CA
Heimasíða: http://www.shastapop.com/
Staðreyndir: Shasta er síðan 1889 og þeir fundu upp diet drykki og dósir, að þeirra sögn. Hellingur af tegundum í boði.
Niðurstaða: Alveg fínt stöff, miðað við bónuslegt dósastöff, og t.d. betra en Super Chill sem líka var í boði á síðustu amerísku dögunum. Dósin á 59 kr svo þetta kostar væntanlega 3 kr í USA. Mjög gott miðað við það.XXX


Tegund: Boylan Bottleworks root beer
Fengið: Pantað hjá Popsoda
Framleitt: í Moonachie, NJ
Heimasíða: http://www.boylanbottling.com/
Staðreyndir: Gera gos eins og í gamla daga, bara það besta í innihaldinu, rosa traustar flöskur. Boylan eru með hauga af öðrum tegundum sem þarf að prófa síðar.
Niðurstaða: Gríðarlega gott stöff, úrvals rótarbjór með malt- og hunangskeimi, ekki skemma frábærar umbúðir og náttúruvænt viðhorf.XXXX


Tegund: Egils Orka
Fengið: 10-11.
Framleitt: í Reykjavík
Heimasíða: http://www.egils.is/gos/
Staðreyndir: Heimasíða Egils tottar, þar er td ekkert þennan drykk þótt hann hafi verið á markaði í eitt ár eða eitthvað.
Niðurstaða: Sykurleðja sem líkist 7up – og erfitt að greina einhver orkutengd áhrif. Álflöskurnar þó mjög spes og töff og gaman og gott að drekka það ísjökulkalt. Þótt þetta sé sama sullið fær plastflaskan XX en álflaskan XXX

Tegund: Thomas Kemper vanilla cream
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Seattle, WA
Heimasíða: http://tksoda.com/
Staðreyndir: Nokkuð glæsilegar umbúðir. Segja laga drykkinn með höndum, ekki með vélum. Hmm?
Niðurstaða: Við erum að tala um dísætt rjómagos með vanillu og hunangsbragði. Smávægilegs rammleika gætir hér, þetta er ekki fullkomlega smúþþ, en engu að síður fínt. XXX


Tegund: Sprecher Root beer
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Glendale, WI.
Heimasíða: http://www.sprecherbrewery.com/
Staðreyndir: Nokkrar aðrar tegundir af Sprecher fáanlegar + bjór. Öll framleiðslan kemur í 16 OZ flöskum (0.45 l) í stað hinna hefðbundnu 12 OZ. Flott nasistaletur á flöskum + teiknimyndafígúrur.
Niðurstaða: Traustur en óeftirminnilegur. XXX


Tegund: Dublin Dr. Pepper
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Dublin, Texas.
Heimasíða: http://www.dublindrpepper.com/
Staðreyndir: Sagnfræðilega réttur Dr. Pepper, þ.e. úr eldgamalli bruggsmiðju og ekta sykurreyr notaður. 115 ára uppskrift!
Niðurstaða: Ég bjóst við einhverju rosalegu, nógu hampa þeir sér á heimasíðunni, en svo er þetta bara nákvæmlega eins og sá dr. pepper sem fæst hér í sjoppum (og er ekki í uppáhaldi hjá mér). Smart flöskur þó. XX


Tegund: Jackson Hole Soda Co Snake River Sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Jackson, WY.
Heimasíða: http://www.jhsodaco.com/
Staðreyndir: Flest heitir rótarbjór en stundum heitir þetta sarsaparilla í höfuðið á rótinni sem þetta er mallað úr. Ég finn sáralítinn mun, en smá samt.
Niðurstaða: Þessi er nokkuð ágætur, dáldið þunnt vatnskennt bragð en að öðru leiti topp stöff. XXX

Tegund: Fitz's Root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í St. Louis, MO.
Heimasíða: http://www.fitzsrootbeer.com/
Staðreyndir: Þeir nota ennþá alvöru sykur. Upprunnið úr hamborgarabúllu. Allar staðreyndirnar liggja fyrir á heimasíðunni.
Niðurstaða: Pottþétt stöff, dísætt og bragðgott. Fullkominn rótarbjór. XXXX


Tegund: Stewart's Cream soda
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Rye Brook, NY.
Heimasíða: http://www.drinkstewarts.com/index.html
Staðreyndir: Cream soda er ansi víður flokkur gosdrykkja og mjög mismunandi eftir tegundum. Stewarts cream sodað er rjómagulllitt og með rjómakenndu vanillu bragði.
Niðurstaða: Ekki eins gott og ég bjóst við, dálítill verksmiðju rammleiki á ferðinni, en alveg ágætt engu að síður. XX


Tegund: Sioux City Sarsaparilla
Fengið: Pantað frá Sodapopstop.
Framleitt: í Whitestone, NY.
Heimasíða: http://www.siouxcitybeverages.com/
Staðreyndir: Þetta heitir sarsaparilla en en eiginlega rótarbjór. Munurinn liggur í innihaldinu, oftast er sarsaparillað með sterkara "birkibragði" en rótarbjórinn.
Niðurstaða: Gríðarlega lítill munur á þessum tveim tegundum frá Sioux City, sem ég er farinn að halda að sé hálfgerð bónus-merki. Allsekkert sérstakt og enn verksmiðjukeimur af þessu. XX


Tegund: Sioux City Root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Whitestone, NY.
Heimasíða: http://www.siouxcitybeverages.com/
Staðreyndir: Rótarbjór, nema það hafi verið Sarsaparilla, frá Sioux City var það sem kveikti þennan rótarbjórsneista. Ég keypti svona í verslun í Hudson dalnum sirka 1997 og er búinn að vera leitandi að bragðinu síðan, eða einhverju svipuðu. Löngu fyrr, svona 1974 á Akureyri, minnist ég að hafa smakkað frábæran gosdrykk sem ég held að sé einhvers konar cream soda. Allt mjög nostalgískt. En hvað um það. Þessi tegund er allavega í flottum flöskum.
Niðurstaða: Minningin feikar bragðið. Nú var þetta bara allsekkert sérstakt og dálítill verksmiðjukeimur af þessu. XX


Tegund: Henry Weinhard's Root Beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Hood River, Oregon.
Heimasíða: http://henryweinhards.com/
Staðreyndir: Virðist aðallega vera bjórverksmiðja og rótarbjórsins var hvergi getið á heimasíðunni.
Niðurstaða: Bragðgott og fínt. XXX


Tegund: Burn orkudrykkur
Fengið: Í sjoppu.
Framleitt: í Vífilfelli.
Heimasíða: http://www.burn.is
Staðreyndir: Þetta rugl var kynnt með partíi fía fólksins á Iðu.
Niðurstaða: Er bara hægt að hafa þessa drykki með einu bragði? Það er enginn munur á þessu og Magic eða Tantra og því er Cult enn besti orkudrykkurinn að mínu mati, en ekki það að maður þurfi á þessu að halda. Þegar ég smakkaði þetta í annað skiptið sá ég að þetta er rautt á litinn og þá minnti þetta mig óþyrmilega á hóstasaft. Ég lækka því dóminn oní X.


Tegund: Cult orkudrykkur
Fengið: Í sjoppu (ódýrast í Bónus samt).
Framleitt: í Danmörku.
Heimasíða: http://www.cult.dk/
Staðreyndir:Á heimasíðunni er mikið verið að stuðla að því að tengja drykkinn við stuð og selskap, myndir af píum og partíum, þannig stöff.
Niðurstaða: Fyrst fannst mér þetta eins og Magic plús einhver fjósalykt. Svo komst ég á bragðið og mér finnst þetta besti orkudrykkurinn í dag. Orkuvirknin er ágæt og fínt að fá sér svona í slappleika. Dietið er mun verra en svarta, enda er diet rugl. Fullt hús! XXXX


Tegund: Tantra exotic drink
Fengið: Í sjoppu.
Framleitt: í Austurríki.
Heimasíða: http://www.top-products.at/
Staðreyndir: Exótískur orkudrykkur frá Austurríki, hmm?
Niðurstaða:Alveg eins og Magic, bara verri. Hver þarf það? XX
 


Tegund: Sarsi
Fengið: Í Sælkerabúð Nings (185 kr dósin).
Framleitt: á Filippseyjum.
Heimasíða: http://www.sarsi.com.my/
Staðreyndir: Er gert úr sarsaparilla og smakkast eins og einhvers konar rótarbjór/sarsaparilla. Er í undarlega líkri dós og Pepsi en er engu að síður dreift af Kók þarna austur frá. Sarsi ku vera vinsælasti rótarbjórinn í Asíu
Niðurstaða: Alveg ágætt en þó eiginlega of líkt lakkrísklaka til að teljast til snilldar. Verulega exótískt bragð og gott í hófi. Ég myndi allavega smakka þetta ef ég væri þú. XX


Tegund: Magic energy drink
Fengið: Í sjoppu.
Framleitt: í Stokkhólmi, Svíþjóð.
Heimasíða: http://www.magicfever.com/
Staðreyndir: Þegar við Heiða þurftum að vísa Þór úr Unun var ég búinn að drekka sex Magic til að ná mér í extra þor.
Niðurstaða: Fínt á bragðið og virðist virka. Ef maður er slappur og sloj er 1-2 dós alveg málið. Verðið (220 kall) er þó frekar neikvætt. XXX


Tegund: Cool mountain root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Chicago, IL.
Heimasíða: http://coolmountain.com/
Staðreyndir: Létt-hippað merki, sem hvetur á miða til að elska móður jörð. Eru með ýmis spennandi brögð í framleiðslulínu sinni og nota indjána sem lógó.
Niðurstaða: Stórfenglega gott, með algjöru nammibragði sem minnir á dulrænan hátt á eitthvað úr æsku minni. Ég var í skýjunum eftir þetta. XXXX


Tegund: Pepsi Max Gold
Fengið: Í Hyrnunni
Framleitt: í Rvk.
Heimasíða: http://pepsi.is/
Staðreyndir:Það er einhver fótboltadrasl leikur með í þessu líka. Þessi tegund virðist bara vera til á Norðurlöndunum.
Niðurstaða: Flatt, gult pepsí max með ókennilegu aukabragði. Djöfull er ég leiður á þessum sætuefnum. Sykur eða ekkert! X


Tegund: Berghoff diet root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Chicago, IL.
Heimasíða: fann enga
Staðreyndir: Sem betur fer var þetta eini diet-inn í hinni mögnuðu sendingu frá Soda Pop. Nokkur fyrirtæki framleiða diet rótarbjór en áhugamenn gefa algjöran skít í þá alla.
Niðurstaða: Diet-þunnt og óspennandi. Í gvöðana bænum ekki kaupa diet rótarbjór! X


Tegund: Desert Sage Root Beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Putney, Vermont.
Heimasíða: http://www.journeyfood.com/
Staðreyndir: Skv heimasíðunni eru þeir með allskonar drykki í gangi og virðast helst selja í heilsubúðir.
Niðurstaða:Lyktar eins of meðal eða ilmvatn og smakkast smá þannig líka plús það að smakkast eins og frekar óspennandi og bragðdaufur rótarbjór. Hvað er málið með þessa heilsubúðarrótarbjóra?! En, ekki svo vont að ég ætti í vandræðum með að klára flöskuna, svo þessi fær X


Tegund: Briar's premium root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í North Brunswick, NJ.
Heimasíða: http://www.briars.com/
Staðreyndir:Eins og flestar verksmiðjur er Briar's með mörg gos í gangi, hörkuspennandi stöff eins og Red Birch, Black Cherry, Six Gun Sarsaparilla og Birch beer. Það er ljóst að í næstu pöntun frá Pop Soda verður tékkað á fleiru en bara rótarbjór.
Niðurstaða: Ekki alveg nógu sáttur við þennan, ætti eiginlega að fá 2 og hálfa en ég set á hann þrjá. Frekar "verksmiðjulegur" einhvern veginn og þynnri en gengur og gerist, ekki rjómakenndur eins og besti rótarbjórinn er. Nokkuð fínt samt.  XXX


Tegund: Dr. Pepper (Evrópu bragðið)
Fengið: Í sjoppunni á móti.
Framleitt: í Hollandi, sýnist mér.
Heimasíða: http://www.drpepper.com/   og    http://www.dublindrpepper.com/ (verksmiðjan í Dublin)
Staðreyndir: Pepperinn má rekja aftur til ársins 1885 þegar fyrsta flaskan var seld í Waco í Texas. Þetta er því elsti gosdrykkur sem ennþá er á markaðinum. Enn í dag má kaupa flöskur úr eldgömlu bruggeríi í Dublin í Texas þar sem notað er sama dótið í uppskriftina og í eldgamla daga (eigandinn neitaði að svissa frá Sykurreyr í ódýrara sykur sýrop).
Niðurstaða: Það sem okkur er boðið upp á í íslenskum búðum er ekki það sama og Dr Pepper er í raun. Evrópska bragðið minnir helst á Cherry Cola og er alls ekki eins gott og orginallinn. Alveg þokkalegt engu að síður, ískalt með miklum klaka. XX


Tegund: Naturfrisk ginger ale
Fengið: Í Maður lifandi.
Framleitt: í Örbæk bryggeri, Danmörku.
Heimasíða: http://www.naturfrisk.dk/
Staðreyndir: Lífrænt ræktuð hippakeðja sem hægt er að kaupa í flestum heilsubúðum hérlendis. Auk engifer ölsins má fá ýmis brögð, þ.á.m. ódrekkandi kóla.
Niðurstaða: Bragðvont og gríðarlega óspennandi. Eiginlega á mörkunum að maður nenni að drekka þetta sull. X


Tegund: Stewart's Root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Atlanta, Georgia.
Heimasíða: http://www.drinkstewarts.com/index.html
Staðreyndir: Þessi tegund er einna auðveldast að fá þegar maður kemur til New York. Meinstrím stöff, sem sé. Framleiðsla var hafin 1990 en fyrir það var drykkurinn bara seldur á sérstökum veitingastöðum Stewart's keðjunnar. Fyrirtækið gerir auk rótarbjórsins fjölda annarra bragðtegunda.
Niðurstaða: Traust stöff og engu við það að bæta. XXX


Tegund: Mason's Root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Atlanta, Georgia.
Heimasíða: http://www.realsoda.com
Staðreyndir: Það er reyndar ekkert talað um þennan rótarbjór á heimasíðunni (sem þó var gefin upp bæði á tappa og miða) heldur virðist þetta vera einskonar áróðurssíða fyrir þá sem telja áldósir uppfinning djöfulsins og að drekka úr gleri sé það eina af viti. Mason's er framleiddur af Monarch kompaníinu, sem gerir líka rótarbjórslegendið DADS, sem ég hef aldrei smakkað.
Niðurstaða: Gamaldags kútar-lagað bragð, segja þeir. Ég hélt ég finndi eitthvað spes bragð af þessu, sem er gott, kannski er það kúturinn að kikka inn. Þetta er a.m.k. gott stöff, ekta rótarbjór og ekkert rugl. XXX

Tegund: Thai-Fanta strawberry
Fengið: Í Sælkerabúð Nings
Framleitt: í Tælandi.
Heimasíða:Fann enga
Staðreyndir:Þessi bragðtegund er líklega til annars staðar en bara á Tælandi. Mig minnir að drykkir eins og Hawaiian Punch sé svipaður.
Niðurstaða: Rauðasta sykursull sem ég séð. Ekki beinlínis vont en gífurlega óekta, eins og að drekka rauðan sykur með hálfgerðu grendadín/djús bragðefni. Jafnvel verra en græna drullið. O


Tegund: Thai-Fanta cream soda
Fengið: Í Sælkerabúð Nings
Framleitt: í Tælandi.
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Það virðist vera mjög mismunandi hvað flokkast sem "Cream soda". Í USA er það drykkur sem minnir aðeins á rótarbjór og er oftast glær.
Niðurstaða: Grænasta sykursull sem ég séð. Ekki beinlínis vont en gífurlega óekta, eins og að drekka grænan sykur með hálfgerðu melónu bragðefni. X


Tegund: Irn Bru
Fengið: Í Aberdeen
Framleitt: í Glasgow.
Heimasíða: http://www.irn-bru.co.uk/
Staðreyndir: Þetta virðist vera þjóðargosdrykkur Skota, sykurleðja sem er hampað sem einhverskonar íþróttadrykk.
Niðurstaða: Einhverskonar sprite með appelsínbragði, en þó aðallega matarlitsbragði. Þrælvont og óspennandi og ég nennti ekki að klára dósina. O


Tegund: Old Jamaica Ginger Beer
Fengið: Í ASDA í Aberdeen.
Framleitt: í Englandi.
Heimasíða: http://www.jamaicadrinks.com/product_gbeer.htm
Staðreyndir: Keypti kippu af þessu þar sem hún stóð einmana innan um leiðindagos í súpermarkaðinum.
Niðurstaða: Engiferrótin gerir oft gæfumuninn og það er nóg af henni í þessum eðaldrykk.   XXX


Tegund: Free Natural Root Beer
Fengið: Á hippa kaffihúsi í Findhorn.
Framleitt: á Englandi.
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Eitthvað helvítis breskt heilsudrasl. Gætu alveg eins selt manni uppþvottalög.
Niðurstaða: Ég var voða glaður þegar ég sá að þeir seldu rótarbjór á heilsuhippakaffihúsinu í hippanýlendunni í Findhorn. Sú gleði var skammvinn. Ódrekkandi rusl sem á ekkert skilt við rótarbjór. O


Tegund: Filbert's root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Chicago.
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Filbert's er fjölskyldufyrirtæki í Chicago, sem sló í gegn með rótarbjórinn sinn á bannárunum.
Niðurstaða: Góður þessi. Rjómakennt eftirbragð. Enn einn fínn rótarbjórinn. XXX


Tegund: Empire bottling works root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt:í Bristol, RI.
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Miðinn er einhver sá öreigalegasti sem ég hef séð. Minnir á plötuumslag frá pönktímabilinu í mínímalisma sínum.
Niðurstaða: Freyðir mikið en samt "þunnt" bragð. Alls ekki slæmt þó, bara nokkuð gott og þokkalega spes. XXX

Tegund: Clover classic root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Chicago.
Heimasíða: Fann enga.
Staðreyndir: Á miðanum er mynd frá Michigan Avenue í Chicago, gamli vatnsturninn og John Hancock turninn.
Niðurstaða: Ekki einn af þeim betri úr himnasendingu Popsoda. Lítið gos í þessum, lítil froða en þokkalegt bragð. Full týpískur og gervilegt eftirbragð. XX

Tegund: Wonderfarm winter melon tea
Fengið: Í búðinni Philippseyjar, Hverfisgötu.
Framleitt: í Malasíu
Heimasíða: http://www.wonderfarmonline.com/
Staðreyndir: Vetrarmelónan er á bragðið eins og sætt zucchini, skilst mér.
Niðurstaða: Fyrsti sopinn er ókei, sá næsti verri og svo koll af kolli þar til ég gafst upp. Fáránlegt bragð sem ég kem ekki fyrir mig og þar að auki er ekkert gos í þessum drykk. Því miður er þetta fyrsta "gosið" til að uppskera núll stig. Ódrekkandi! 0

Tegund: Baumeister root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Green bay, Wisconsin
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Gamaldags, segja þeir.
Niðurstaða: Ágætis rótarbjór í flösku með hallærislegum, en krútt, miða. XXX


Tegund: Whole earth organic sparkling Cola
Fengið: Í heilsudeild Hagkaupa.
Framleitt: í Bretlandi
Heimasíða: http://www.wholeearthfoods.com/default.aspx
Staðreyndir: Cola er til í mörgum útgáfum þótt Coca Cola sé nær einráð (jæja Pepsi líka).
Niðurstaða: Ég er sökker! Keypti þetta á 200 kall plús. Þetta er búið til úr 20% ávaxtasafa og mun ekki ógna veldi Coke. Smakkast eins og súrt kók, en er ekki það ógeðslegt að ég gæti ekki klárað dósina. Með herkjum þó. X

Tegund: Thomas Kemper root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Seattle, WA
Heimasíða: http://tksoda.com/
Staðreyndir: Nýleg gosgerð, framleiðsla á rótarbjórnum hófst árið 1990.
Niðurstaða: Mjúkur, kannski full mjúkur og því full bragðlítill. Flott hönnun á miðanum samt! XXX


Tegund: Sparky's fresh draft root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: í Pacific Grove, CA
Heimasíða: http://www.sparkysrootbeer.com
Staðreyndir: Heimalagað af Knox fjölskyldunni sem hægt er að sjá myndir af, senda bréf og þakka fyrir sig. Voðalega næs fólk með yfirvaraskegg frá Kaliforníu.
Niðurstaða: Pottþéttur rótarbjór með ljúfum hunangs- og kryddkeimi í ofanílagt. Fullt hús! XXXX


Tegund: AJ Stephans old style root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Stoneham MA (Boston)
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Á bevco.com stendur: "Made with real cane sugar, this old style root beer is a New England tradition. In a region where root beer is pronounced "root beah", this is the best bottle of suds around!"
Niðurstaða: Frekar séreinkennalaus en fínn rótarbjór. XXX


Tegund: Bennett's Big Bear root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Kaliforníu, sýnist mér
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Á miða stendur: "The Bennett family has enjoyed Big Bear Lake for over three decades, this beverage is a tribute to 'Life up the Hill'.  ENJOY!" Frekar ljótur miði engu að síður.
Niðurstaða: Séreinkennalaust, en traustur rótarbjór. XXX


Tegund: Gale's root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Riverwoods, IL
Heimasíða: http://www.trurestaurant.com/chefs/gand_endeavors.html
Staðreyndir: Kokkurinn Gale Gand gerir þennan drykk. Auglýst sem "Cinnamon ginger vanilla flavored". Flottur miði af stelpu og hundinum Rootie í roki.
Niðurstaða: Allmikil spenna var fyrir þessum rótarbjór því samkvæmt t.d. þessari síðu er þetta besti rótarbjór í heimi. Lyktin er alveg eins og af malt en bragðið einhverskonar malt rótarbjór með vægu meðala og tyggjóbragði. Ekki sú staka snilld sem ég bjóst við, en ágætis stöff engu að síður. XXX


Tegund: Abita root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Abita Springs, Louisiana
Heimasíða: http://www.abita.com/brew/rootbeer.html
Staðreyndir: Gert úr ekta sykurreyr frá Lousisiana. Segja þeir.
Niðurstaða: Miðað við vonir varð ég fyrir vonbrigðum. Af lýsingu að dæma (Abita brews its root beer with spring water, herbs, vanilla and yucca (which creates foam). Unlike most soft drink manufacturers, Abita sweetens its root beer with the pure Louisiana cane sugar. The resulting taste is reminiscent of soft drinks made in the 1940's and 1950's before bottlers turned to corn sugar and fructose. Like earlier root beers, Abita is also caffeine-free) átti ég von á meiru. Alveg þokkalegt engu að síður en merkilega líkt venjulegum bónus rótarbjórstegundum sem stundum má hér (Super Chill). Dáldið flatt, þunnt og normalt. En ókei. XX


Tegund: Sea dog root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Portland, Maine
Heimasíða: Fann enga
Staðreyndir: Virðist vera framleitt af sömu aðilum og búa til Cap't Eli's hér að neðan.
Niðurstaða: Nokkuð traustur rótarbjór, fullt bragð og keimur fínn. XXX


Tegund: Napa Valley soda co root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Napa dalnum?
Heimasíða: http://www.nvsoda.com
Staðreyndir: Inniheldur m.a. "lífrænt öfugsnúinn sykur" (organic invert sugar). Ha?
Niðurstaða: Lífrænir heilsurótarbjórar er ekki málið. Alltaf eitthvað feik bragð að þessu og þetta er frekar óspennandi dæmi. X


Tegund: Seagram's ginger ale
Fengið: Í Melabúðinni.
Framleitt: Í ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Heimasíða: http://www.egils.is/
Staðreyndir: Framleitt með leyfi Seagrams í NY.
Niðurstaða: Glærir gosdrykkir eru mér lítt að skapi. Helst er það 7up í þynnku sem er nothæft. Þetta er sæmilegt en óspennandi, voðalega líkt Sprite og þessu drykkjum öllum eitthvað. Kannski á maður að fyrst og fremst að blanda með þessu. X


Tegund: Diet Coke with lime
Fengið: Í Hagkaup.
Framleitt: Í Englandi sýnist mér.
Heimasíða: http://www.dietcoke.com/products.jsp?brandName=Diet%20Coke%20with%20Lime
Staðreyndir: Ég spái þessu skjótum dauða.
Niðurstaða: Gríðarlega óspennandi. Eins og fiftí fiftí diet coke og diet sprite. Næstum því ódrekkandi. X


Tegund: Santa Cruz organic ginger ale
Fengið: Í Heilsuhúsinu.
Framleitt: Í Englandi sýnist mér.
Heimasíða: http://www.scojuice.com/
Staðreyndir: Ágæt heilsulína sem má fá í Heilsubúðunum hér.
Niðurstaða: Ginger eilið er best heppnað hjá þeim (hef líka smakkað Lemon og Orange mango sem var ekki að dansa). Frískandi bragð, best ískalt úr dósinni. XXX


Tegund: Capt'n Eli's root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Portland, ME, Usa.
Heimasíða: http://www.captneli.com
Staðreyndir:Á heimasíðunni er reynt að höfða til ungra drekkara með teiknimyndasögum.
Niðurstaða: Undarlegt, flókið en eggjandi bragð. Næsta goslaust en með rjómalegri froðu í staðinn, ekki ósvipað og malt. Smakkast eins og rótarbjórstyggjómaltlakkrísdrykkur einhverskonar, frábært stöff! Meira! Meira! XXXX


Tegund: Journey sassafras root beer
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Sebastopol, CA, Usa.
Heimasíða: http://www.journeyfood.com
Staðreyndir: Virðist koma frá heilsuvörufyrirtæki og það má fá þetta í ýmsum heilsuvörubúðum í NYC.
Niðurstaða: Smakkast verulega vatnsþynnt, er bragðvont og mjög óspennandi. X


Tegund: Super Chill root beer
Fengið: Á amerískum dögum Hagkaupa.
Framleitt: Í Eden Prairie, MN, Usa.
Heimasíða: http://www.supervalu-storebrands.com/brands_sup_chill.asp
Staðreyndir: Nærtækast að kalla þetta "bónus"-rótarbjór. Kemur úr einhverri ægilega mikilli keðju verslana og matvara.
Niðurstaða: Vissulega ókei, en dálítið "dautt" bragð er af þessu og sterílt, risakeðju-bragð eitthvað. Vondur fulltrúi rótarbjórsins á amerískum dögum Hagkaupa og vonandi að betur verði valið næst. XX


Tegund: A&W root beer
Fengið: Á haustkarnivali hjá Kananum á Miðnesheiði.
Framleitt: Í Winchester, VA, Usa.
Heimasíða: http://www.rootbeer.com/
Staðreyndir: A&W er vinsælasti rótarbjór í heimi og með mesta dreifingu. Einskonar kók rótarbjórsins. Nefndur eftir þeim félögum Roy Allen og Frank Wright sem byrjuðu með tegundina í kringum 1920. Enn eru margir veitingastaðir í USA sem heita A&W og bjóða upp á ekta amerískt djönkfúdd og rótarbjór af krana.
Niðurstaða: Traust tegund. Meinstrím í munni. XXX


Tegund: IBC root beer.
Fengið: Pantað frá Popsoda.
Framleitt: Í Rye Brook, NY, Usa.
Heimasíða: http://www.ibcrootbeer.com/
Staðreyndir: IBC stendur fyrir Independant Breweries Company, fyrirtæki sem var stofnað 1919. Hefur gengið í gegnum ófá eigandaskipti en er nú í eigu sama risa og gerir 7up og Dr. Pepper.
Niðurstaða: Frekar hefðbundið og ekki mjög eftirminnilegt. Engu að síður traust. Flott miðalaus flaska og röff. XXX


Tegund: Coke Light
Fengið: Í sjoppunni
Framleitt: Í Vífilfelli
Heimasíða: http://coke.is
Staðreyndir: Kom á markaðinn á Íslandi árið 2004.
Niðurstaða: Freyðir fáránlega mikið og er einhvern veginn frekar ónáttúrlegt. Skárra en diet-kók á bragðið og ágætt ískalt í klaka. XX