Eskimo peysa Annichen Sibbert

Smelltu á litlu munsturmyndirnar til að sjá stærri útgáfu
 


 
 
Prjónuð úr þriggja þráða handspunnu garni á prjóna nr. 2,5.  Þrír litir.

Byrjið á að fitja upp 105 lykkjur af dekksta garninu og setjið á 4 prjóna. Prjónið 50 umferðir af stroffi. Að þeim loknum er maður kominn að punktinum A á teikningunni. Munstrið sem er teiknað er endurtekið 15 sinnum [í hverri umferð], síðan eru lykkjurnar færðar á hringprjón og prjónað í hring, nú með þremur litum (svartir ferningar = dekksta garnið, gráir [rauðir á uppteiknuðu munstri Hörpu]  ferningar = áberandi litur og grunnurinn, hvítu ferningarnir = grunnlitur). Haldið áfram að prjóna eftir munstrinu og aukið út lykkjur eftir því sem teikningin sýnir, að punkti B.

Nú líta lykkjurnar út eins og á teikningu nr. 3. Skiptið lykkjunum í samræmi við hana. Passið að punktur D  sé á miðju framstykkinu. Haldið 125 lykkjum fyrir framstykki á prjóninum – setjið næstu 75 lykkjur á þráð. Haldið næstu 100 lykkjum fyrir bakstykki, setið 75 lykkjur á þráð.

Byrjið nú á framstykkinu. Prjónið 125 lykkjur, fitjið upp 12 lykkjur. Prjónið bakstykkið við, fitjið síðan aftur upp 12 lykkjur [og tengið við framstykkið] og prjónið svo í hring uns stykkið mælist u.þ.b. 18 cm frá punkti D. Síðan er prjónað 30 umf. stroff. 

Byrjið nú á erminni. Færið 75 lykkjurnar af þræðinum yfir á prjóna, svindlið smávegis þar sem uppfitjuðu 12 lykkjurnar eru milli ermar og bols – svo þið endið með 100  lykkjur í ermunum. Prjónið 27 cm slétt, fellið af aftan á erminni, prjónið síðan borða nr. 2. Haldið áfram eftir borðann og prjónið 10 cm stroff. Fellið af og prjónið hina ermina eins. 


Harpa Hreinsdóttir snaraði á íslensku og teiknaði upp munstrin. Mynd af peysunni birtist fyrst í norska blaðinu Urd árið 1930 (nr. 48) og uppskriftin var gefin út í sérhefti. Árið eftir, 1931, birtist uppskriftin í bókinni StrikkeopskrifterSmelltu hér til að sjá upphaflegu uppskriftina
 
 

Gert í desemberlok 2010