Frá lokum apríl til júníloka sumarið 2011 bloggaði ég 18 færslur um sagnaritun Akraneskaupstaðar eða öllu heldur atrennur bæjarins til að láta skrá sögu sína og kostnað við hann. Alls voru þetta 18 færslur en nokkrar bættust seinna við, þær síðari voru einkum til að svara blammeringum nokkurra karla sem töldu að sér vegið í skrifum mínum. Þessar færslur má lesa á blogginu mínu, í flokknum http://harpa.blogg.is/flokkur/saga-sogu-akraness/

En af því það er frekar leiðinlegt að lesa bloggfærslur (þær snúa t.d. öfugt, þ.e. síðustu færslurnar koma upp fyrsta) tók ég saman fyrstu 18 færslurnar í pdf-skjal sem má hlaða niður eða opna með því að smella á: Saga sögu Akraness.
 

Gert í desember 2011
Harpa Hreinsdóttir