Upplýsingar úr fundargerðum ritnefndar um Sögu Akraness eftir „Viðaukasamning um ritun sögu Akraness“ við Gunnlaug Haraldsson.

Tímabilið 6.3. 2002 - 23.8. 2004

Skammstafanir ritnefndarmanna: GG = Gísli Gíslason bæjarstjóri (formaður nefndarinnar); ÓJÞ = Ólafur J. Þórðarson; JHÞ = Jósef H. Þorgeirsson; LJ = Leó Jóhannesson; 
HR = Hrönn Ríkharðsdóttir; SS = Sigurður Sverrisson; JG = Jón Gunnlaugsson; GPJ = Guðmundur Páll Jónsson.

Dags. 
nr. fundar og fundarmenn
Hvað er tilbúið? (Orð GH, nema annað sé tekið fram.) Skilað Áform Annað
6.3. 2002 
44
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) 
„Góður gangur er í ritun 2. bindis“ (væntanlega haft eftir Gunnlaugi). 21. kafli 1. bindis (47 s.) sem hafði vantað. [Ath. að ritnefndin hafði staðfest skil á 1. bindi verksins, sbr. gildandi samningi, í nóv. 2001 og Gunnlaugur fengið greitt fyrir það!]

Drög að efnisyfirliti 2. bindis,
1851-1900 og 1900-1941.

2. bindi fjalli um 1851-1941, 
3. bindi frá 1942. 
Ljúka 2. bindi á seinni hluta ársins.(GH)
Viðaukasamningur sem felur í sér starfslok 1. ág. 2004.

[Skila á fullbúnu handriti af 2. bindi fyrir 1. mars 2003 og 3. bindi eigi síðar en 1. maí 2004. Þriggja mánaða laun taka þá við fyrir að skrifa inngangskafla, sem nær yfir landnám til 1700, að 1. bindi.]

14.10. 2002
45
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, SS + GH)
Komið efni á 400 s. (líklega í 2. bindi). Vinnuplan að efnisskipan 2. bindis (1851-1941). Vinnufundur laugard. 26.okt. um fyrstu 150 síður verksins. [Átt er við 1. bindið sem ritnefndin staðfesti skil á fyrir tæpu ári.] Hrönn Ríkarðsdóttir hefur yfirgefið ritnefndina í kjölfar bæjarstjórnarkosninga. Sigurður Sverrisson, sjálfstæðisflokki, kemur inn.
26.10. 2002
46
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, SS + GH) 
GH greinir frá vinnu við kort og segir frá „verkefnum sem hann vinnur nú að í ritun sögunnar“.  
 
Ákv. að taka næsta skammt fyrir á næsta fundi. 
Nefndarmenn eru ánægðir með efnið en e.t.v. megi stytta suma kafla eitthvað
6 fyrstu kaflar 1. bindis yfirfarnir (1700-1706)
Gögn frá Þjsk.s. aðeins afhent á geisladiskum (GH)
[Hver mynd, þ.e. opna eða bls. í skjali, hefur kostað 1000 kr. síðan en fyrir skömmu hóf Þjskj.safnið að leyfa mönnum að ljósmynda sjálfir skjöl.]
Kemur fram er að enn er samningur við LMÍ í gildi um kortagerð.
16.11. 2002
47
(GG, ÓJÞ, LJ + GH)

 
 
 
Ákv. að ljúka yfirferð á efni
19. aldar næst.
GH stefnir á að efni til 1941 verði tilb. apríl/maí [2003?]
Forspjall frá landnámi verði skrifað eftir að 2. og 3. bindi eru tilbúin, frá maí 2004.
Farið yfir handrit 1. bindis (1706-1800) - farið yfir „nokkra þætti efnisins“.
30.11. 2002
48
(GG, LJ +GH)
GH segr frá „stöðu mála“ í vinnu við efni e. 1900   Farið yfir „þá kafla sem þegar hafa verið lagðir fram“. [Nefndin er enn að fara yfir 1. bindið sem hún mat fullunnið í ári áður. Gunnlaugur hefur ekki skilað öðru.]
10.2. 2003
49
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, SS + GH)
GH segir að styttist í að 2. bindi verði afhent.
Búinn að skrifa alla aðalkafla til 1941.
Mun koma einstökum köflum til nefndarmanna í næsta mánuði.
Endurskoðuð efnisskipan fyrir 2. bindi. Þarf að stytta og endurræða 1. bindi.

Farið yfir umræður um 1. bindi.

Ákveðið að halda næsta fund um miðjan mars.
2.6. 2003
50 (rangl.tls.49)
GG, JHÞ, LJ + GH)
GH segir að kafla sem vanti inn á milli í upphaf 2. bindis sé búið að skrifa í meginatriðum;
Kafla frá 1900-1941 sé búið að skrifa í meginatriðum.
Lagt fram bréf GH „þar sem farið er yfir nokkur atriði varðandi gang mála.“ [Engin fylgiskjöl eru í fundagerðarbók Ritnefndar, utan eitt efnisyfirlit, óvíst frá hvaða tíma.]
Fyrir  fundinn voru sendar 250 s. af upphafi 2. bindis [1851-1900, bindið allt á að dekka 1851-1941]. Verkið (2. bindi, 1851-1941) verði tilbúið í lok sumars.
Gunnlaugur mun senda út einstaka kafla jafnóðum og þeir eru tilbúnir.
„Gunnlaugur greindi frá því að ljúka þurfi ritun alls efnisins í heild en fara síðan yfir verkið í heild og samræma hluti.“

2. bindi átti að vera tilbúið í maí en ljóst er að það verður ekki tilbúið fyrr en í lok sumars.

 

1.10. 2003
51
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ + GH)
Verkstaða 2. bindis [yfirlit]: 853 s. tilbúnar af efni um 1851-1941.
Flestir aðalkaflar eru nánast tilbúnir. Vantar „fréttapistla“, þarf að stytta suma kafla.
Yfirlit yfir verkstöðu GH ætlar að ljúka 2. bindi í 
desembermánuði.
GH mun byrja á 3. bindi (1942-2000) í ársbyrjun 2004.
„Yfirlitið sýnir að fyrir liggur þokkalega heilleg samantekt flestra aðalkafla II. bindis þótt lokafrágang vanti víða ...“ [Skv. þessu hefur Ritnefndin ekki séð efnið sjálft, einungis efnisyfirlit eða ámóta.]
9.2. 2004
52
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, JG + GH)
GH fór yfir gang mála. „Ætlunin var að ljúka ritun II. bindis í desember en það hefur af ýmsum ástæðum ekki tekist að fullu.“ 167 s. um sögu verslunar á Akranesi frá seinni til hluta 19. aldar fram á fyrri hluta 20. aldar. GH hyggst nú hefja söfnun gagna í 3. bindi.
Handrit að 3. bindi verði tilbúið í árslok.
Mun senda formanni það efni sem komið er, í tölvutæku formi.
Tókst ekki að ljúka 2. bindi. í des.
Rætt um tímasetningu o.fl.

[Jón Gunnlaugsson, sjálfstæðisflokki, kemur nýr í ritnefnd.]

23.8. 2004 
53
(GG, JHÞ, LJ, JG, GPJ + GH)
GH: Ekki unnist tími til að klára kafla í 2. bindi. Heimildaöflun 3. bindis ólokið og ritun ekki hafin. 
Hefur safnað á annað hundrað möppum með afritum og ljósritum heimilda.
Minnisblað og verkáætlun til september 2005. Tillögur GH:

Ágúst 2004-janúar 2005: Lokafrágangur 2. bindis + klára heimildaöflun f. 3. bindi.

Janúar 2005 - september 2005: Ritun 3. bindis og
ritun 1. og 2. kafla 1. bindis (frá landnámi til 1700)

[Nú eru tæp þrjú ár liðin frá því ritnefndin staðfesti fullnægjandi skil á 1. bindi skv. samningi. Skv. viðaukasamningi átti að skila þessari forsögu fyrir 1. ágúst 2004.]

2. bindi er enn ólokið. Ritun 3. bindis er ekki hafin
Rædd sú tillaga að dreifa þeim greiðslum sem eftir eru samkvæmt gildandi samningi á ágúst 2004- september 2005. [Skv. gildandi samningi voru engar greiðslur ógreiddar nema árangurstengdar greiðslur sem greiða átti við skil handrits að 2. bindi, 1. mars 2003, og handrits að 3. bindi, 1. maí 2004.]

Nefndin er sammála um að fjalla frekar um málið á næsta fundi.

[Ólafur J. Þórðarson lést fyrr á árinu. Í hans stað kemur Guðmundur Páll Jónsson í ritnefndina.]

25.8.2004
54
(GG, JHÞ, LJ, JG, GPJ)
 

 


 

 

 
Drög GH að verkáætlun og tillaga hans um greiðslur rætt.
Sþ. að leggja til að bæjarráð hagi greiðslum í samræmi við þá verkáætlun.
Málið verði endurskoðað í jan. 2005