Upplýsingar úr fundargerðum ritnefndar um Sögu Akraness eftir annan aðalsamning við  Gunnlaug Haraldssonar sagnaritara (skammst. GH).

Tímabilið 12.12. 2006 - 20.12. 2007

JG = Jón Gunnlaugsson, formaður nefndarinnar; MÞH = Magnús Þór Hafsteinsson; BG = Björn Gunnarsson; = Bergþór Ólason, LJ = Leó Jóhannesson

Dags. -nr.fundar og fundarmenn Hvað er tilbúið? (Orð GH, nema annað sé tekið fram.) Skilað Áform Annað
12.12.2006
59
(JG, MÞH, BG, BÓ, LJ)
      Farið yfir nýjan samning um ritun Sögu Akraness.
20.12.2006
60
(JG, MÞH, BG, BÓ, LJ + GH)
  GH leggur fram verkáætlun v. I. bindis (landnám til 1700) frá des. 2006-júní 2007   Fylgt úthlutaðri dagskrá [nýmæli?].
Rætt um örnefnalýsingar, jarðsögu og sögu landsins, s.s. drög að efnisþáttum fyrri hluta I. bindis, frá landnámi – 1700.
Rætt um verktaka sem kann myndskreytingu, kortagerð o.fl.
Rætt hvernig hugsanlega yrði staðið að útgáfu.
6.2. 2007
61
(JG,  BG, LJ + GH + Kristján Kristjánsson útgefandi)
    Kristján kynnti hugmyndir sínar um útgáfu sögunnar.
Rætt um kortagerð o.fl. v. útgáfu
„Verkið er í eðlilegum farvegi.“

Engar ákvarðanir teknar.

17.4.2007
62
(JG, MÞH, BG, BÓ, LJ + GH)
Búið að skrifa texta fram á sautjándu öld. GH lagði fram uppkast af vinnu um örnefni á svæðinu. Fara þarf í gerð korta og örnefnagrunn.
Fundarmenn fara yfir texta um örnefni fyrir næsta fund.
Áætlað að texti verksins verði endanlegur í grófu formi innan mánaðar.
„Almenn umræða um framgang verksins“.

[Handriti I. bindis átti skv. samningi að skila 30. mars. Ritnefndin virðist ekki hafa sérstakar áhyggjur af drætti á skilum. Raunar staðfesti Ritnefndin fyrst fullnægjandi skil á I. bindi verksins 19.11 2001. Þá dekkaði I. bindið 1700-1850. Einn kaflann vantaði og var hann afhentur 6.3. 2002. Ritnefndin eyddi svo árinu 2002 og fram á árið 2003 að fara yfir þetta fyrsta bindi og virtist hafa lokið því.] 

22.5.2007
63
(JG, MÞH, BG, BÓ, LJ + GH)
Textagerð er á lokastigi. GH dreifði minnisblaði með yfirliti um stöðu verksins.  Rætt um kortagerð, ljósmyndun o.fl.
Ritnefndin fær kafla III  afhentan fyrir næsta fund.

Næsti fundur verði haldinn í byrjun júlí.

„Umræða um framgang verksins“.

[1. bindi á að vera tilbúið til prentvinnslu fyrir 15. september.]

 

2.10.2007
64
(JG, MÞH, BG, BÓ, LJ + GH + Jón Pálmi Pálsson bæjarritari í byrjun fundar)
GH gerði grein fyrir kortunum sem fyrirhuguð eru í verkinu. Kaflar II (Örnefni og búsetuminjar í landnámi Bresasona, 91 s.) og 
III (frá landnámi til loka 13. aldar, 135 s.) hafa verið afhentir ritnefnd
Nefndarmenn fá í hendur kafla um 18. og 19. öld í vikunni.

Nefndin sammála um að funda innan fárra daga.

Jón Pálmi gerðir grein fyrir tilboði í gerð korta fyrir verkið. Nefndin mælir með því að gerður verði samningur um kortagerðina.

Leitað verði samninga um umbrotsvinnu.

6.11.2007
65
(JG, MÞH, LJ + Jón Pálmi Pálsson bæjarritari)
             Drög að samkomlagi, viðauka við fyrri samning, við GH þar sem honum er falin verkstjórn með fullnaðarfrágangi á 1. bindi (yfirlestur, gerð korta, mynda, hönnun, umbrot o.fl.) Nefndin mælir með því að samkomulagið verði samþykkt.

Drög að samkomulagi við umbrotsmann sem nefndin mælir einnig með að verði samþykkt.

20.12.2007
66
(JG, MÞH, LJ, BG + GH)
Hafin er vinna við kortagerð og umbrot.

GH gerði grein fyrir vinnu og útliti korta og örnefnamynda. 

           Gengið hefur verið frá samkomulagi við GH um verkstjórn við frágang verksins. Einnig samningum um kortagerð og  umbrot.

JG, MÞH og GH upplýstu bæjarráð um gang verksins og horfur í framhaldi þess fyrr um daginn.