Vantrú og siðanefnd HÍ gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni
Í janúar og febrúar 2012 bloggaði ég færsluflokk um kæru félagsins Vantrúar gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni. Félagið kærði hann fyrir siðanefnd HÍ, auk þess að senda kvartanir til rektors Háskóla Íslands og guðfræði- og trúarbragðafræðideild sama skóla vegna nokkurra glæra í námskeiði sem hann kenndi á haustmisseri 2009. Þessar bloggfærslur og umræðuhala við þær má sjá á http://harpa.blogg.is/flokkur/vantru-og-sidanefnd-hi/.

En af því það er frekar leiðinlegt að lesa bloggfærslur (þær snúa t.d. öfugt, þ.e. síðustu færslurnar koma upp fyrsta) tók ég færslurnar saman í pdf-skjal sem má hlaða niður eða opna með því að smella á: Vantrú gegn Bjarna Randver Sigurvinssyni.
 


Gert í febrúar 2012
Harpa Hreinsdóttir