Berlín-Hobrechtstraße

Það er engin borg eins og Berlín. Farið upp á Hauptbahnhof, stærstu lestarstöð
Evrópu, horfið yfir að nýja kanslararáðuneytinu og Reichstag. Ímyndið ykkur
berlínarmúrinn og Marlene Dietrich að syngja "Sag mir wo die Blumen sind".
Farið upp í Kúpulinn á Reichstag og horfið yfir borgin. Siglið á Spree. Gangið í
fótspor Franz Bieberkopfs í gegnum Mitte, fram hjá sýnagógunni og niður á
Berlin-Alexanderplatz. Gangið Unter den Linden í vesturátt. Farið í óperuna.
(Það er þrjár óperur í Berlin, 150 leikhús og 200 söfn). Virðið fyrir ykkur
Pergamon-altarið á safnaeyjunni. Setjist niður og fáið ykkur freyðivín eða kaldan
bjór. Skoðið Jüdisches Museum sem Daniel Liebeskind teiknaði. Ímyndið ykkur
öskrin í Josef Goebbels. Komið í leiðinni við á Potsdamerplatz. Farið í Fílharmóníuna.
Fáið ykkur að borða, skammtarnir eru stórir. Ekki gleyma Hamburger Bahnhof, þar er
Dieter "okkar" Roth og Joseph Beuys. Takið U-Bahn og S-Bahn. Tékkið á checkpoint
Charlie. Gangið upp að kanal, þar er tyrkneskur gænmetismarkaður. Fáið ykkur
Frühstück. Lesið ljóð eftir Gottfried Benn og Else Lasker Schüler. Hlustið á David
Bowie syngja Heroes. Farið til hægri og farið til vinstri en aldrei beint áfram.
Gerið allt, gerið ekkert. Njótið þess að vera í Berlín.
Njótið þess að búa á Hobrechtstraße.