krimp
Kristinn Már Pálmason
Krimp & Kling & Bang & Slang
18. 11. 2006 - 10. 12. 2006
 
FÉLAGSLEGA MÁLVERKIÐ

Laugardaginn 18. Nóvember kl. 17 opnar Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður sýningu í Kling & Bang gallerí, kjallara.


Sýningin sem er hljóð og málverkainnsetning er hugsuð sem samvinnuverkefni milli listamannsins og listnjótandans og þar með talinna aðstandenda Kling & Bang gallerís. Innsetningin er m.a. í formi álfleka sem er eitt stykki samsett úr 32 einingum er raðast eftir reglum listamannsins inn í rými kjallara gallerísins. Þessu verki fylgir hilla úr krossviði fyrir úðabrúsa og tússliti, gestir sýningarinnar mála eða skrifa sjálfir verkið en undir hljómar afar innblásið ástarljóð byggt upp af listamanninum sjálfum. Hljóðverkið er tímatengt uppábrot og mikilvægur kontrast í heildarinnsetningunni, hvað hver skrifar á vegg og hvers vegna, orsakast af margvíslegum hvötum sem á sér oft djúpstæðar rætur í sálarlífi fólks. Félagslega málverkið er margslungið og tilfinningaþrungið borgarlandslagsverk. Innsetningin samanstendur efnislega af áli, ljósi, speglum, krossvið, úðabrúsum , tússi, hljóðverki.ofl.

Kristinn Már Pálmason (f. 1967) útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands 1994 og er með MFA gráðu síðan 1998 frá The Slade School of Fine Art, University College London. Kristinn Már hefur gert margvíslegar tilraunir í málverki og unnið jöfnum höndum að þróun myndmáls og aðferða innan ramma hins hefðbundna tvivíða flatar og útvíkkun málverks í tíma, efnis, og rýmistengdu samhengi.

 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is