listam_a_barmi_300dpi
Ásmundur Ásmundsson / Erling T.V. Klingenberg / Magnús Sigurðarson / og gestir / and guests / David Diviney & Robin McAulay
Listamenn á barmi einhvers-II/ Artists on the verge of something-II
04. 07. 2008 - 10. 08. 2008
 
Sýningin opnar föstudaginn 4.júlí klukkan 17.00. Á opnun verður þessum merka degi fagnað á minnistæðan hátt.

10 ár frá því að listamennirnir sýndu saman á Nýlistasafninu.



Það er svolítið skrýtið - en það er býsna erfitt orðið að festa fingur á hlutverk listamannsins. Við þekkjum jú öll ímyndina af þessum drykkfellda, sjálfhverfa, skrýtna listamanni, sem er bara alls ekki eins og fólk er flest. Þetta er bóheminn sem á ekki að vera í takt við aðra samfélagsþegna. Séníið sem gengur um illa til reika. Annað hvort í hæstu hæðum eða fullur efasemda. En þessi ímynd er gamaldags. Hún er að sjálfsögðu til en passar ekki við nema örfáa núlifandi listamenn og er oftar en ekki sýnd sem skrípamynd.
Það eru til nokkrar aðrar ímyndir sem ruddu sér til rúms á síðasta áratug síðustu aldar. Allt varð svo fjölbreytt; múltí- kúltí og plúral. Ein er ímynd engilsins - sá sem bara vill vinna göfug verk guði til dýrðar.
Ein er ímynd sakleysis æskunnar, að vinna að list eins og barn. „Ertu enn að lita?“ var ég einu sinni spurður þegar ég kom aftur í heimabæ minn eftir margra ára listnám. Ein er ímynd spegilsins - hinn sjálhverfi listamaður, stöðugt að spegla sjálfan sig eða eigin sál.
Ein er ímynd kuklarans eða galdramannsins sem reiðir fram hin ótrúlegustu verk með dularfullum tilfæringum jafnvel úr engu - í besta falli úr drasli eða úrgangi. Ein er hinn róttæki þjóðfélagsgagnrýnandi – jafnvel með ísmeygilegar athugasemdir um meðferð stórfyrirtækja á náttúrunni. Það er ímynd sem getur jafnvel tekið á sig ýmsar hliðar-ímyndir eins og trúðsins, sem einn hefur rétt á að segja sannleikann án þess að vera hent fyrir ljónin eða ímynd kúrekans sem skýtur frá stuttu færi, jafnvel frá mjöðminni, - leyniskyttan finnst svo sem líka.
Ein er ímynd skemmtikraftsins glysklædda, þess sem matreiðir gjörninginn eins og hvert annað skemmtiatriði. Ein ímyndin er uppfinningamaðurinn með draumavélina og ein önnur, hinn svífandi geimfari að stúdera jörðina ofan frá. Ein önnur hin nákvæmi vísindamaður að framleiða seríuverk byggð á rannsóknum með hátækniaðferðum. Ein er uppreisnarseggurinn sem ögrar með því að hleypa upp normum samfélagsins til dæmis með kúk og að henda mat út um glugga. Ein er heimspekingurinn torræði sem enginn nær botni í eða taki á nema að fletta í gegnum endalausar lagskiptingar og komast að engum kjarna eins og um lauk væri að ræða.
Svo er það hinn óttaslegni - drifinn áfram af söng Sírenunnar sem hann heyrði fyrst níu ára gamall. „Hættan eykst með hverri mínútu......þið munuð öll, þið munuð öll deyja“.
Þeir eru ekki nema þrír sem sýna verk á þessari sýningu en í þeim búa allar þessar manneskjur sem hér eru upptaldar.
Kynslóðin, sem þeir tilheyra, var sú síðasta sem vissi hvað kalda stríðið var á eigin skinni. Kynslóðin sem veit hvað kalt vatn er á milli skinns og hörunds.
Þetta er kynslóðin sem er fyrirmunað að tilheyra krúttunum sem komu fram um eða eftir aldamótin.
Þó að þessir þrír listamenn beri mörg sameiginleg einkenni, þá gera þeir verk hver með sínu nefi. Hugmyndir eru líka ekki beinlínis frumlegt fyrirbæri. Hafa aldrei verið. Það eru hins vegar framsetningin og úrlausnirnar sem geta verið frumlegar og bera persónuleg einkenni.
Verkin á þessari sýningu bera öll merki einhvers konar tilvistarkreppu. Kannski er kreppa ekki orðið sem nær þessu alveg. Tilvistarglíma er jafngott.

Magnús, sem dvalist hefur langdvölum í Ameríku, fjarri uppruna sínum, fjallar um litinn sem umhverfið gefur honum og hvert andsvar hans er við þeirri litabreytingu. Listamaðurinn, með málaða "gotneska" andlistgrímu - er eins og þjáður andi í röngum líkama á strönd sem hann tilheyrir ekki.

Erling fæst við Klingenberg sjálfið eða „The Klingenberg Case“, frá ættfræði, andsetinnar sálar og særingafræðum að „andlausri“ natúralískri myndhverfingu hans sjálfs. Hann er líka að fjalla um andann og líkamann; „It's hard to be an Artist in a Rockstar body“.

Ásmundur, lítur í baksýnisspegilinn, og býr til ný verk úr úrgangi gamalla og ókláraðra verka. Hann lýsir því yfir á ofurauðmjúkan hátt á engilsaxneskri tungu; „I'm merely a curator“ og fjarlægist þannig egóið sem hefur tilhneigingu til að þvælast fyrir. Gefur sig sýningarstjóranum (æðri mætti?) á vald. Verði þinn vilji en ekki minn.

Þessir þrír listamenn eru ekki lengur með sundkútanna á barmi einhvers - þeir eru fyrir löngu komnir út í djúpu laugina.

goddur

Magnús Sigurðarson er fæddur 1966 i Reykjavík. Hann lauk námi á Fjöltæknisviði Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1992 eftir að hafa eytt ári í Flórens við þjálfun í endurreisnarteikningu og -málun við Studio Cecil & Graves. Árid 1994-97 nam hann við Rutgers háskólann í Bandarikjunum og starfaði í kjölfarið í New York til þriggja ára. Magnúsi hlotnuðust mennigarverðlaun American Scandinavian Association árið 1997. Um þessar mundir býr hann og starfar í Miami Beach, Florída. Magnús hefur haldið og tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga víða um heim. Hann sýndi á "Momentum 04" í Moss í Noregi og á fyrsta höggmyndatvíæringnum "Sibuse" í Shanghai í Kína, 2005. Af einkasýningum má nefna innsetningar í Gallerí Hlemmi, "Stormur", 2001, og "Sogið", 2002. "Greining hins augljósa" í Gallerí Kling & Bang, 2004; "Divine Intervention" í Marina Kessler Gallery, Miami 2004; "Pretend I'm Not Here" í Chinese European Art Center, Xiamen, Kína og nú síðast "TROPICAL ITCH – aesthetics of scratching" í Kevin Bruk Gallery í Miami, 2007. Magnús á verk í safneignum Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Íslands og Nýlistasafnsins auk fjölda einkasafna, sérstaklega í Bandaríkjunum.



Magnús er einn ófárra Íslendinga sem hafa sest að í unaðsreit Bandaríkjanna, Flórída. Eftir að hafa myndgert svo eftirminnilega nöturlegar aðstæður á gamla landinu í verkinu "Stormur" (frá 2001) kemur síst á óvart að hann leiti á hlýrri mið. Verkið samanstóð af innsetningu í lokuðum sal þar sem iðnaðarviftur blésu af óbilandi krafti á hrúgu af salti og frauðplastkornum sem feyktust til og frá í storminum. Það var eins og hann væri að skírskota til þess að maður mætti sín lítils hér á landi út af veðri og vindum. Í veggtexta á sýningunni stóð "Brestir okkar eru hvað augljósastir þegar ekkert hylur þá". Þannig lét hann liggja á milli hluta hvort túlka mætti verkið sem kaldhæðnislega athugasemd eða hreina táknmynd um samband manns og náttúru. Hann var ekki fyrr búinn að fá lit í kinnar í hinni sólríku Miami, en hann ybbar gogg á ný – nú er hið ljúfa líf ekki nógu gott fyrir hann! Hann birtist sjálfur í nýrri ljósmyndaröð sem afkáraleg fígúra á sólarströnd, "The Stranger I-IV". Óljóst er hvort söguhetjunni hefur skolað á land í framandi heimi eða um er að ræða andhetju sem sýnir óánægju yfir ríkjandi ástandi í verki. Það er þó fleira í andstöðu en Magnús og umhverfið, múnderingin og hann eiga öldungis enga samleið. Hvað er bjartleitur, miðaldra maður að vilja með "indie" andlitsmálningu og hárið upp í loft? Robert Smith stendur undir þessu og krakkarnir í Tokyo Hotel en varla Magnús. Það er langt um liðið síðan hann hefur gert þess háttar grín að sér, til dæmis í verkum þar sem hann flaut nakinn á uppblásnum plasthval ("The Great White One" 1998) eða klæddist felulitum og ferðaðist um yfirráðasvæði Indjána ("Across America – A Pilgrimage for Keiko" 1997). Í samhengi má líta á þessi verk sem hugleiðingu út frá þeirri staðhæfingu að nútímamaðurinn sé ávallt framandi umhverfi sínu. Magnús er sérstaklega lúnkinn við að finna höggstað á eigin bakgrunni, ekki síst þeim klisjum sem Íslendingar hafa ríghaldið í og gera gjarnan enn. Hann bendir á að sama hversu vel þjóðin hafi komið ár sinni fyrir borð þá sé sjálfsímynd hennar tilbúningur nokkurra kynslóða en ekki óskeikull sannleikur um tengsl þjóðar við umhverfi sitt. Í verkum sínum leitar hann að grundvelli sjálfsímyndar sem sé öðru háð en landfræðilegu eða sögulegu samhengi - ef til vill óháð með öllu og jafnvel síbreytileg! Hinn norræni víkingur verður út úr kú á sólaströnd í Miami þegar hann rígheldur í þá ímynd að hann sé að upplagi mótaður af kynslóðum bardagamanna í langvinnum stormi föðurlandsins. Sú ímynd á til að mynda fátt skylt með samtímalistamyndlistarmanni sem starfar á alþjóðavettvangi. Um leið og Magnús dregur fram þá melankólísku hugmynd að einstaklingurinn standi á eigin fótum fjallar hann um þörfina fyrir samkennd. "Indie" ímyndin sem hann vísar í í ljósmyndaröðinni er kennd við jaðarhópa innan tónlistargeirans sem ekki vildu kenna sig við stóru útgáfufyrirtækin. Hún á sér samsvörun í pönki og róttækum andfélagslegum hugmyndum en Magnús sýnir fram á að jafnvel slíkir sjálfstæðistilburðir verði fátt annað en útvötnuð unglingatískubylgja þegar fram líða stundir. Í bakgrunni myndaraðarinnar "The Stranger I-IX" má greina enn langsóttari en jafnframt forvitnilegar vísanir. Magnús er staddur á ströndu og apar eftir útliti söngvara hljómsveitarinnar The Cure sem gerðu lagið "Killing an Arab" frægt. Titill ljósmyndanna er einmitt sá sami og þekktrar skáldsögu Alberts Camus sem lagið sprettur úr, þar sem söguhetjan myrðir Araba á strönd án nokkurrar eftirsjár. Inntak bæði lags og sögu má túlka eitthvað á þá leið að veröldin kæri sig kollótta um mannkyn og þannig sé það algjörlega undir manninum sjálfum komið að móta sér tilgang eða þýðingu með tilvist sinni. Magnús lýsir fyrst og fremst hverfulleika sjálfsímyndarinnar og notar til þess klisjur úr ýmsum áttum. Hann gerir grín að öllu saman en þrátt fyrir togstreytuna við gamalgrónar ímyndir og umkomuleysið sem tekur við eftir að höggvið er á tengslin - líkt "The Stranger" hefur gert - ber góðlátlegur húmorinn ekki með sér að staðan sé vonlaus. Líkt og í absúrd sögu Camus felast vissulega átök í að horfast í augu við að náttúran, umhverfið og samfélagið hvorki móti ímynd einstaklingsins né gefi honum tilgang. Hann hafi frjálst val. Þótt úrlausnin sé ekki á yfirborðinu í verki Magnúsar virðast ýmsar leiðir færar, til lands eða sjávar, inn á við eða á vit nýrra samskipta. Umfram allt virðast möguleikarnir liggja í ókönnuðum fjölbreytileikanum fremur en íhaldseminni.

Markus Thor Andresson

David Diviney:

My involvement with sculpture—its history, traditions and language—has been driven by an ongoing interest in object relations that suggest narrative, sometimes humourous and parodic structures. Within this, for over a decade I have been particularly drawn to working with ubiquitous objects, materials and other things from our surroundings that we tend to look past; the thought of the familiar as the invisible and the possibilities therein are alluring. Working fairly economically, I alter, join together and build around common, everyday items—plastic buckets, rubber boots, knit hats, roofing shingles, etc.—creating new and hopefully meaningful forms. I see the resulting works as gestures that respond to and restage aspects of human experience. While an interest in specificity of finish and construction is certainly at play, this gives way to a broader set of concerns that speak such polarities of life as past versus present, community versus self-reliance, civilization versus wilderness.

Though the materials and techniques that I bring to my work vary, in terms of theoretical and conceptual links, an interest in the rural and the representation thereof in cultural and academic discourse provide common ground. I’ve been taken by the notion of the rural as a point of transition between the man-made and natural worlds, a somewhat abstract space, and where this idea meets up against popular culture as well as personal and shared histories. In response, my most current work looks to a decidedly pastoral vernacular of folklore—pioneer tales, foundational myths, etc.—and other backwoods constructs—outsider art forms, do-it-yourself aesthetics and related activities. Here I look to make connections to my own autobiography, having been raised in the foothills of Appalachia, and between the structures of our cultural allegories and the formal and material language of sculpture.

Robin McAulay:

Untitled waste stills - Project statement.

The untitled waste series is a snapshot documentation taken early one morning in San Paolo area of Venice - 2007. Every night citizens of Venice leave their rubbish to be collected between 12.00 and 08.00 in the morning. If opened the contents of their rubbish would reveal an image of the type of individual they are - the manner in which their rubbish is presented to the outside also reveals patterns of behaviour and personality traits. These images are a spontaneous reaction to what was presented to me in the darkness and that is carefully kept away from the eyes of tourists during the daytime.

Artist statement.

Robin McAulay's work traverses aspects surrounding contemporary culture and the infinite materialization of urban landscape. As a photographer his images combine conceptual, abstract elements, and simultaneously questioning common notions of the sociology of neo-primitivism in modern Europe. He positions himself within the ubiquitous dualism of dynamism and subversion of allegorical images as patterns.

McAulay's photographic images are simply a static synthesis of the conceptual and the non-static of ideological foundation. His creative strategy is an assault on 21st century geomorphology of colour and space. McAulay engages in a collective dialogue, constructing realities and explores abstract and dynamic scenery as motifs to describe the idea of hyper-real space. Symbiotic dialogue is sanctioned putting into place forms and dynamics, conceptual loops to non-linear narratives.
Robin McAulay lives and works in Copenhagen.




Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavík

kob(at)this.is
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá klukkan 14-18
 
 
dscf3127 dscf3099 dscf3109 dscf3117 dscf3173 dscf3135 dscf3131 dscf3132 dscf3133 dscf3134 erling2 mask dscf3149 dscf3153 dscf3154 dscf3158 dscf3170 dscf3137 dscf3138 dscf3140 dscf3159 dscf3163 dscf3161 dscf3167 dscf3168 dscf3165 as3 maggi_yfirlit1s maggi_yfirlit2s maggi_yfirlit3s maggi_yfirlit4s maggi_yfirlit6s maggi_yfirlit7s maggi_yfirlit9s dscf3074 the_stranger_7 the_stranger_6 the_stranger_5 dscf3090 hollow study2 kling_bang_3 kling_bang_14
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is