asdis-poster-3
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Appelsínurauði eldurinn sem þú sýndir mér í Hljómskálagarðinum
06. 09. 2008 - 28. 09. 2008
 
Kling & Bang kynnir
Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Opnun sýningar laugardaginn 6.september kl.20.00
Og
Ásdis Sif:
Frumsýnir performance: Fallegi, viðkvæmi, konungdómur þinn. Laugardaginn 6 september kl. 22:00 Leikstjórn Guðrún Ásmundsdóttir. Tónlist Gísli Galdur
Aðrir performance dagar:
7,12,13,26 og 27 september kl. 18

Sýningarstjórn Hekla Dögg Jónsdóttir
Grafískur hönnuður Goddur

Grand Finale 28 september kl. 16:00

Einnig í Regnboganum frumsýnd 77 mínútna mynd eftir Ásdísi Sif og Ingibjörgu Magnadóttur; "Háveruleiki", föstudaginn 5.september kl.18. Aðrir sýningardagar laugardaginn 6.september og sunnudaginn 7.september kl.16 og 18. Miðaverð 1000 kr.

Ásdís Sif um listnálgun sína:
Þegar ég er búin að klára listaverk, þá líður mér eins og að ég hafi labbað út á enda veraldar og er búin að tapa tíma og rúmi, þá hef ég ekkert meira að segja. Allt er án upphafs og endis og ég breytist í ungling aftur.

Ég fer í mismunandi persónuleika í hvert skipti, það fer bara eftir því hvaða tilfinningu ég er með þann daginn., ég hugsa bara um mínútuna sem líður, og gleymi fortíð og framtíð., ég hef leyfi til þess, ég gef mér leyfi til þess, fólk þarf ekki að vita hvar það hefur mig

Ég bý til málverk með videoverkum, Demantaslegnir veggir. Ég hef áhuga á því hvernig form byggjast upp og hvernig ljós speglast í gegn. Ég geri leikræna gjörninga í kvikmyndahúsum og á alheimsvefnum, eða á stöðum þar sem listin sprettur óvænt fram til áhorfandans, sjónrænt leikrit . Galdur búinn til úr hendingu, að láta leikræna augnablikið vara að eilífu.

Ég bý til list um það á hverjum degi,( þótt að maður hafni einhverjum þýðir það ekki að maður elski ekki, heldur af því að maður eru fórnarlamb aðstæðna)., í ástinni tapa allir en í listinni þar ræður þú öllu. Þú getur látið heimsenda vera spennandi.

Opið
fimtudaga til sunnudaga kl. 14 -18

Kling & Bang gallerí
staðsetning: Hverfisgata 42 - 101 Reykjavík

e-mail: kob@this.is
 
 
asdis-perf
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is