m10
Magnús Árnason
Sjúkleiki Benedikts
05. 02. 2005 - 27. 02. 2005
 
Opnun laugardaginn 5.febrúar klukkan 17

Hvað mun valda, vora foldu
Viss umskipti nær sem typta,
Að hallæri, firring friðar,
Og fallsótt hana tæma ei alla?

eftir Tullin.

Sjúkleiki Benedikts eftir Magnús Árnason

Magnús Árnason óskar eftir aðstoð við að leysa ráðgátuna um sjúkleika Benedikts, ráðgátu sem felur í sér lykt, hljóð, ævintýri æskunnar og martröð ellinnar eða einsog Benedikt sjálfur sagði; “Hryllingur með nautn”. Hið fyrrum lífræna, hinn ólífræni hlutur öðlast annars konar líf sem er sprautað inn í hugskot þess er á horfir og upplifir ráðgátuna um sjúkleika Benedikts. Sjúkleiki sem felur í sér ráðgátuna um raunsætt íslenskt óraunsæi.
Magnús Árnason er menntaður í Vínarborg og hafa sýningar hans vakið mikla athygli hér heima sem og erlendis. Um Magnús hefur verið sagt að hann sé ein myrkasta von íslenskrar myndlistar.
Taka skal fram að sýningin í Kling & Bang gallerí er ekki fyrir viðkvæma og börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.

 
 
fuglar_net1 m_1 m_2 m_3 m_4 m_5 m_6
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is