mail
Arnfinnur Amazeen
Myrkrið borið inn (à ný) - Darkness carried in (again)
10. 07. 2010 - 08. 08. 2010
 
Opnun Laugardaginn 10.júlí kl.18.00.
sjá einnig: http://www.villareykjavik.com/

Arnfinnur Amazeen (f. 1977) fluttist til Kaupmannahafnar eftir nám í Listaháskólanum og framhaldsnám í Glasgow í Skotlandi þaðan sem hann útskrifaðist árið 2006.
Sjálfur segir listamaðurinn um verk sín að þau séu einhvers konar „útúrsnúningur á fundnu efni“. Stundum hefur verið sagt um þessa gerð myndlistar að þar sé listamaðurinn í hlutverki sjónræns plötusnúðar sem tekur inn efni allsstaðar að og blandar á þann hátt sem þykir hæfa hverju sinni. Þá skiptir samhengisleysið ekki síður máli en það samhengi sem kann að leynast í blönduninni, eins og hugmyndafræðingar afbyggingarinnar sýndu fram á á sjöunda áratuginum. Vikið er frá hugmyndinni um afmarkað inntak og heild með áherslu á gildi fjölbreyttrar túlkunar.
Arnfinnur leikur sér gjarnan í þessum anda að samsetningu myndar, grafíkur og texta. Iðulega eru grunnþættir verkanna úr gjörólíkum áttum og gildi hvers um sig brenglast í ferlinu án þess þó að niðurstaðan verði kaótísk. Þvert á móti er áberandi af hversu mikilli nákvæmni og naumhyggju Arnfinnur velur sér viðfangsefni og setur saman. Þetta afmarkaða val verður til þess að verkin virka gildishlaðin, þau taka jafnvel á sig áróðursblæ, en sjaldnast er leikgleðin og húmorinn langt undan.
Þá eru honum hugmyndir tengdar ímynd og ímyndarsköpun hugleiknar og þar skilur hann sjálfan sig og hlutverk sitt sem listamanns ekki útundan.
Í nýlegu prentverki setti hann til dæmis fram setningu á litríkan og líflegan hátt þar sem stóð skrifað, Hvert þjóðfélag fær þá listamenn sem það á skilið.
Ásamt því að vinna með teikningar notar hann ljósmyndir og innsetningar auk áherslunnar á texta eins og áður er getið um.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu listamannsins:

http://www.arnfinnuramazeen.dk/

Sýningin er hluti af verkefninu Villa Reykjavik:

http://www.villareykjavik.com/


Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavik

Opið 10.júlí-16.júlí alla daga frá kl.12-18
Opið 17.júlí-8.ágúst-fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18


Sýningin er stutt af Statens Kunstråds Billedkunstudvalg og KulturKontakt Nord
Projektet er støttet af Statens Kunstråds Billedkunstudvalg og KulturKontakt Nord
 
 
statens_kunstraad_logo_pms kkn-cmyk-en addiveggur addifyrsta addipalmar addimyrkur addihlidarspace addipeysa addipeysadetail addividbot1 addividbot2 poelse_neg_farver taendstik_pos_farver
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is