mhr40arabodskort
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík
MHR40ÁRA
17. 08. 2012 - 16. 09. 2012
 
MHR40ÁRA er sýning sem snýr að starfsemi Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, félagsmönnum þess og sýningum sem hafa á einhvern hátt, beint eða óbeint, þróast fyrir tilstilli félagsins. Markmiðið með henni er að sýna fram á og minna á mikilvægi þess í íslensku menningarlífi. Algengast er að listaverk séu hugsuð, þróuð og framleidd á verkstæðum og vinnustofum áður en þau eru framsett og sýnd almenningi sem gerir hið glæsilega verkstæði Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að suðupunkti listframleiðslu á Íslandi. Með þessari sýningu er einnig verið að benda á gildi félagsins í listsögulegu samhengi og hafa þess vegna flest verkin verið fengin að láni úr safneign Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur sem er óumdeilanlega ein helsta skráning íslenskrar myndlistar í gegnum tíðina.

Heill veggur innan sýningarrýmisins er helgaður bókum, sýningarskrám og bæklingum sem tengjast félagsmönnum og sýningum þeirra síðastliðin 40 ár. Þannig er hægt að ferðast í gegnum fortíðina, rifja upp sýningar og sjá svart á hvítu það mikla fagmannlega starf sem hefur komið frá félaginu og félagsmönnum þess. Einnig verður til sýnis í einu rými Kling & Bang valdar ljósmyndir af verkum og sýningum félagsmanna, sem tengjast beint eða óbeint Myndhöggvarafélaginu. Hver og einn félagsmaður valdi um 15-20 ljósmyndir sem þeim þykir sýna það allra besta úr sínum ferli og hafa myndirnar verið settar saman í myndasýningu ásamt myndbandsbrotum frá verkstæði félagsins. Þar með fæst glæsileg yfirsýn yfir myndlist félagsmanna í gegnum árin, í bland við andrúmsloft verkstæðisins.

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík er félag félagsmanna, ekki stofnun, og í sameiningunni felst kraftur. Þessi sýning er því ekki einungis gerð til að fræða yfirvöld og almenning um gildi félagsins, heldur einnig til að sameina félagsmenn og styrkja samstöðuna.

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is