annawebhildigunnurkob
Anna Hrund Másdóttir & Hildigunnur Birgisdóttir
Nacho Cheese
22. 02. 2013 - 24. 03. 2013
 
Nacho Cheese
Anna Hrund Másdóttir & Hildigunnur Birgisdóttir

Opnun föstudaginn 22. febrúar kl. 17.

- - - - - - - - - - -

Nacho cheese

Þríhyrningur. Grunnform.
Appelsínugulur, blár. Grunnlitir.

Fæða, matur, næring. Reyndar snakk, sem er ekki alveg alvöru matur – en jú, er samt auðvitað alvöru matur. Búinn til úr alls konar efnum, mismikið snortnum af mannshöndinni. Öll aukaefnin ekki síður spennandi, hvað er annars í þessum aukaefnum? Örugglega eitthvað hræðilegt. Við hljótum að eiga að hafa áhyggjur af þeim, hvað þau eru að gera okkur. Samt borðum við þau stundum. En svo er líka bara maís. Litlar gular kúlur. ding, ding, ding.

Framleitt í massavís einhvers staðar og flutt út um allan heim, í pokum sem eru hálffullir af lofti, hálffullir af brakandi þríhyrningum sem brotna næstum aldrei. Það er nauðsynlegt að flytja fullt af lofti svo að ekkert brotni.

Svo situr maður uppi með poka. Hann er fallega silfurlitaður inni í, en svolítið útbíaður í svona krydddufti einhverju. Sennilega mjög mikið af draslefni í því. Ég kann ekki að endurvinna svona poka, veit ekki hvort þetta fer með plasti eða einhverju áli. Lendir svo bara í almenna ruslinu því ég er ekki viss. Vil ekki skemma neitt, en skemmi kannski allt með því. Ég hefði getað snúið pokanum við, búið til svona miniature Warhol silfurský. Væri þá kannski allt í lagi?


Við höfum áhyggjur af plánetunni okkar.

Allt á skilið fegurð.


Svo hryllilega margslungið og bjánalega einfalt.


[texti: Ingibjörg Sigurjónsdóttir]

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
105 Reykjavík

Opið fimmtudaga-sunnudaga kl. 14-18.
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is