Anna K.E. & Florian Meisenberg, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Rebecca Erin Moran, David Horvitz, Eduardo Navarro, Nancy Lupo, Sara Magenheimer, Una Sigtryggsdóttir
Teygjanlegir tímar - Elastic Hours
06. 10. 2017 - 19. 11. 2017
 
Sequences VIII: Teygjanlegir tímar í Kling & Bang.

Sýningarstjóri er Margot Norton.

Á opnuninni verður framin samhæfing við sólina eftir Eduardo Navarro, In collaboration with the Sun.

Verk Eduardo Navarro verður flutt aftur sunnudaginn 15. október kl. 16:30. Þann sama dag kl. 17:00 verður gjörningur David Horvitz, When the Ocean Sounds, fluttur.

Í tengslum við sýninguna mun David Horvitz ásamt JFDR flytja gjörninginn Watering a Glass Flower í Mengi laugardaginn 7. okt kl. 21.

Um sýninguna Teygjanlega tíma / Elastic Hours segir Margot Norton sýningarstjóri:
„Fyrsta heimsókn mín til Íslands var um hávetur. Dagsljós takmarkaðist við nokkrar klukkustundir af birtubrigðum um miðjan dag, en djúpt næturmyrkrið teygði sig frá síðdegi og langt fram yfir morgun þegar fólk var komið á fætur. Ég hef komið hingað margoft síðan þá, oftast snemma vors þegar dagsbirtan bætir sífellt við sig þannig að dagurinn er nánast klukkutíma lengri í lok vikunnar en hann var þegar ég kom. Þegar framrás tímans er með þessum hætti – svo auðgreinanleg – verður maður meðvitaðri um heiminn utan hins hversdaglega amsturs, eins og t.d. að við erum á plánetu sem snýst hægt á braut um sólu. Þessi kvika upplifun á tímanum, sem er ávallt til staðar á Íslandi, getur opnað leiðir til að veita hefðbundnum hugmyndum viðnám og ímynda sér hið óvenjulega. Eins og nóbelskáldið Halldór Laxness sagði í Kristnihaldi undir jökli (en sú skáldsaga veitti heiðurslistamanni Sequences VIII Joan Jonas mikinn innblástur): „Tíminn [er] sá hlutur sem við getum allir sæst á að kalla yfirnáttúrlegan. Hann er að minnsta kosti hvorki afl né efni; ekki dímensjón heldur; og því síður fúnxjón; – þó upphaf og endir á sköpun heimsins.

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is