king_og_bong
King og Bong
King og Bong í Kling og Bang
10. 07. 2021 - 06. 08. 2021
 
Listamannarekna galleríið King og bong tekur yfir Kling & Bang. Á þeim tíma verða níu gjörningaviðburðir þar sem hátt í þrjátíu listamönnum verður boðið að fremja gjörninga. Gjörningarnir gerast utan veggja gallerísins en þeim verður streymt inn í rými Kling & Bang.
Sestu í sófa og fylgdstu með úr öruggri fjarlægð..
Hafðu mögulega áhrif!
Popp og bjór í boði fyrir gesti!

-----

Dagskrá

10. júlí
King og Kling og Bong og Bang: Glæsistundir
Kjáni Thorlacius, Sölvi sr. Sérrí, Ísabella Lilja og Sean Patrick O’Brien

15. júlí
SUÐ
Gjörningaklúbburinn + Tara og Silla

17. júlí
Nýló vs. Kling & Bang
Meðlimir Nýló á móti meðlimum Kling & Bang, Gréta Jónsdóttir og Sturla Magnússon

23. júlí
Sjóferð á föstudegi
Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir

24. júlí
Mercedes Bong
Almar Steinn Atlason og Hákon Bragason (Brjálað að gera) og Sean Patrick O’Brien

29. júlí
Útlitið er innrætinu skárra
Ólöf Bóadóttir

31. júlí
Þjóðhátíð í Eyju

3. ágúst
Hönnuðarmars
Alls konar hönnuðir og hljómsveit

6. ágúst
Væbát
Alexander Hugo

sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Sumarborginni.
 
Listamannarekna rýmið King og Bong hefur verið starfandi síðan í nóvember 2020 og hefur haldið hátt í tuttugu viðburði á borð við myndlistarsýningar, gjörningakvöld, tónleika, afmæli og margt fleira. Rýmið hefur þó verið húsnæðislaust síðan í apríl og á sýningunni King og Bong í Kling&Bang fær King og Bong að taka yfir rými Kling & Bang í einn mánuð, frá 10. júlí til 6. ágúst.
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is