alcof[hringur]-1
Birgir Andrésson, Sigurður Sveinn Halldórsson, Hlynur Sigurbergsson
Alcofountain
01. 10. 2003 - 30. 10. 2003
 
Alcofountain

Að anda með nefinu.

Heilbrigt líferni felst meðal annars í réttri öndun. Hún er mikilvæg hvað varðar hreinleg og öflug lungu, þar sem líkhár nefsins hreinsa burtu alls konar ryk og óþverra. Að anda í gegnum nefið útilokar einnig hrotur eða svo er sagt, þótt viðkomandi verði þess sjaldan var. Þeir sem anda með nefinu eru meira andlega sinnaðir en þeir er anda í gegnum munninn - og efla einnig um leið lyktarskynið, eitt af merkari skynfærum mannslíkamans.

Við sem stöndum að þessari myndlistarsýningu í Kling & Bang erum andlega sinnaðir. Öndum með nefinu. Gefum gaum að ýmsum lyktarfyrirbærum er verða á vegi okkar daglega. Með réttu má segja að einhverjir okkar séu komnir svona langt - finnum listina í gegnum nefið. Lyktnæmur gjöreyðingarklúbbur, við félagarnir þrír, Hlynur, Sigurður og Birgir.

Sumir gætu bent réttilega á að hér væri aðeins um einfalda sýningu að ræða er byggi tilveru sína á eldgömlu fyrirbæri myndlistar, uppstillingunni. Jú satt er það, hér eru skálar og hér er verið að glíma við formið en þetta eru ekki grautarskálar heldur skálar undir gosbrunna. Dælur lyktarinnar. Fjöltengi og framhaldssnúra listarinnar.

Dragið nú djúpt að ykkur andann.
Hvað leynist á bakvið nefið?

Verið hjartanlega velkominn

Birgir Andrésson
 
 
biggiallt
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is