blowoutposter
Joakim Derlow - Ellinor Aasgaard & Zayne Armstrong
Blowout
20. 08. 2022 - 25. 09. 2022
 
Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar BLOWOUT með glænýjum verkum listamannanna Joakim Derlow og listamannatvíeykisins Ellinor Aurora Aasgaard og Zayne Armstrong. Á sýningunni stilla listamennirnir upp nýjum málverkum, hljóðskúlptúrum, vídeóverkum og talandi lágmyndum.
Á sýningunni sýnir Joakim Derlow ný verk sem öll eru unnin útfrá hugmyndum um sögulegt samhengi rekaviðs og tengingar hans við þjóðsögu Grettis Ásmundssonar. Verkin eru kímið viðbragð við íslenskum sagnaheim og menningu þar sem hann skoðar þá brenglun og þann misskilning sem gjarnan á sér stað þegar erlendir gestir heyra staðbundnar sögur og staðreyndir.
Listamannateymið Ellinor Aurora Aasgaard og Zayne Armstrong sýna málverk og lágmyndir sem hafa skírskotanir til leiktjalda- og kvikmyndagerðar. Ummerki um neyslu einstaklingsins eru í forgrunni ásamt skírskotunum í afþreyingarmenningu sem gefa vísbendingu um hrörnun vestrænnar menningar. Snjallsíminn iCrack sem gerður er úr Wasa hrökkbrauði er auglýstur á sjónvarpsskjá, skuggamynd gerfilims fellur á pizzakassa og Elsa í Frozen hefur undirgengist viðhald listamannanna.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18

lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang er í samstarfi við Reykjavíkurborg.
 
ellinor-zayne-1 ellinor-zayne-8 ellinor-zayne-9 ellinor-zayne-10 ellinor-zayne-11 ellinor-zayne-12 ellinor-zayne-13 ellinor-zayne-14 ellinor-zayne-15 ellinor-zayne-2 ellinor-zayne-3 ellinor-zayne-5 ellinor-zayne-4 ellinor-zayne-6 ellinor-zayne-7 ellinor-zayne-16 derlow-1 derlow-2 derlow-4 derlow-3x derlow-5 derlow-6 derlow-7 derlow-8 derlow-9 derlow-10 derlow-11 derlow-12 derlow-13 derlow-14 derlow-15 derlow-16 derlow-17 derlow-18 derlow-19
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is