dscf0065
Nína Magnúsdóttir
Opið / Open
06. 09. 2003 - 28. 09. 2003
 
Listamaðurinn Pablo Picasso skrifaði eitt sinn ritgerð um forvitni manna á einkamálum annarra og var þá að beina spjótum sínum að kennara sínum, Fernando Hendez. En Hendez þessi hafði gert honum þann óleik að klaga hann fyrir að hafa haft mök við stúlku undir lögaldri. Prófessor Hendez hafði séð Picasso í áköfum samförum með stúlkunni í gegnum gat á girðingu skammt frá skólabygginguni í Barcelona. Picasso lagði Hendez í einelti eftir það og notaði öll tækifæri til að stríða honum af gægjuþörf.
Verk Nínu Magnúsdóttur eru æsandi fyrir áhorfendur með gægjuþarfir og ef Fernando Hendez kæmi ljóslifandi á sýningu Nínu myndi hann roðna.
Göt Nínu geta kveikt í manni djöfullegri löngun til að hafa samfarir við stúlku líka til að fylla upp í götin eða eyðurnar.
Vangaveltur mínar eru einmitt tilraun til að fylla upp í eyðurnar eða að lesa á milli línanna. Listfræðingar hafa gert misgóðar tilraunir til að fylla upp í eyðurnar sem heppnast nokkuð oft þó stundum megi finna vanhugsaðar niðurstöður.
Fordómar eru bráðskemmtilegt fyrirbæri þó stundum geti þeir virkað hættulegir.
Greinarhöfundur mælir þó með að menn skoði holurnar vandlega áður en fylla á upp í þær, en einnig að vera ekki að skipta sér á einkamálum annara.
Það er erfiðara að gera sér grein fyrir hvers vegna Nína er svona fyrir göt og holur fyrst hún er ekki karlmaður. Er hún pervert? Eru göt á sálarlífi hennar? Það eru margar spurningar sem vakna sem vekja forvitni og hvort sem manni langar til að kíkja í gegnum götin eða prufa eru þau falleg og spennandi.
Halldór Björn Runólfsson listfræðingur sagði eitt sinn að svartholið væri upphaf alls.
Mörgum þótti þetta hreinlega hrokafull yfirlýsing og varð hann skotspónn ýmissa listamanna en Nína Magnúsdóttir tók upp hanskan fyrir hann og benti á magann en hún var þá næstum barnshafandi á eldri syni sínum.
Nína er að loka gati með sýningu þessari og er stödd við nýtt upphaf, hún er komin úr svartholinu.


Snorri Ásmundsson
 
 
samanminni ninasaman holurminni tvminni
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is