kogb_poster
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
Snúningshraði - Rate of Rotation
09. 12. 2023 - 04. 02. 2024
 
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (f. 1997) leggur megináherslu á eigin sköpunarferli sem einkennist að miklu leyti af tilraunamennsku. Hugmyndir þurfa sinn tíma og rými til aað blómstra, því kýs Vilhjálmur að festa sig ekki við einn ákveðin miðil. En sjalf verkin verða til út frá ýmsum kveikjum; einhverju eftirtektarverðu á göngutúr, eða samræeðu. Kveikjurnar spretta út frá forvitni og áhuga Vilhjálms fyrir umhverfi sínu, fyrir einhverju sem hann skilur ekki alveg sjálfur eða vill skilja betur.

Vilhjálmur útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hann er meðstofnandi listasamlagsins póstdreifing og er fí hljómsveitunum Korter í flog og Glupsk. Vilhjálmur sýndi nýlega verk í London á samsýningunni 'Nothing Pure' hja IMT gallery. Snúningshraði er fyrsta einkasýning Vilhjálms.


Ímyndaðu þér hvað var á seyði fyrir fimm þúsund árum

Hvernig er umhverfið

Komdu því á trjábörk,

Komdu því á blað.

Virtu fyrir þér tyggjóklessu

Mótaðu skúlptúr með óskýrt notagildi

Horfðu á hlut í gegnum tíu aðra hluti

Prófaðu að ýta á alla takkana

(Frá sjónahorni viftu)

Mundu eftir gröllurunum.
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is